Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 24
Fiskseljendur vilja hœrra verð fyrir loðnu Veruleg stígandi hefur að undanförnu verið á verðlagi loðnuafurða og að sögn Ágústs Einarssonar viðskiptafræðings hjá LÍO hafa fiskseljendur nú sagt upp verðum verðlagsráðs á grundvelli þessara hækkana. A síðustu loðnuvertíð var meðalverðið fyrir próteinein- ingu í loðnumjöli milli 4-5 dollarar, en að undanförnu hefur algengt verð verið 6,70 dollarar og hefur jafnvel farið allt upp í 7,20 dollara. Að sögn Ágústs stafar þessi stígandi m.a. af uppskerubresti í Evrópu og Rússlandi með yfir- vofandi skorti á fóðurefnum i kjölfarið. Ekki vildi Agúst tjá sig um hvaða verð væru nú til umræðu í verðlagsráði og ekki treysti hann sér til að spá um hvort búast mætti við hækkun verðs á loðnuafurðum fram á eða fram yfir næstu vertíð. Það er að frétta af loðnu- veiðunum nú, að bátarnir fá nú allt að helmingi hærra verð fyrir loðnuna en að meðaltali á síðustu vertíð, enda er nær öll loðna, sem nú veiðist með 12% eða meira fituinnihald. Sú loðna fer í hæsta verðflokk þeirra sex flokka, sem eru í gildi. Fari loðna í hæsta flokk, fást 7,20 krónur fyrir kilóið, en til samanburðar fást fjórar krónur fyrir kílóið 1 lægsta flokki og á það er að líta, að þegar kemur fram á loðnu- vertíðina á vetrum, fellur fitu- innihald loðnunnar mjög —Sjá einnig bls. 9 —G.S. Sextíu ára vega- framkvœmd — sem tengja átti Haf narf jörð og Reykjavík „Þessi vegur var lagður í atvinnubótavinnu á stríðs- árunum og stóð vegagerðin ekki nema í nokkrar vikur“ sagði Kristján Bersi Ölafsson er hann sýndi DB mönnum hálf- týndan veg suður í Hafnarfirði. Hugmyndin var sú, að vegur þessi tengdi Lækjargötuna í Hafnarfirði við Elliðaárnar. Kaupmenn i Hafnarfirði höfðu mikinn hug á því, að beina við- skiptum þeirra sem komu í verzlunarerindum, suður í Hafnarfjörð, fremur en í höfuð- staðinn. Reykjavíkurkaupmenn voru hinir óhressustu yfir þessari framkvæmd. Þeir urðu þó ekki gráhærðir yfir vega- lagningunni þar sem að peninga þraut áður en fram- kvæmdinni lauk. Varð vegurinn aldrei nema liðlega tveir kílómetrar, frá skýli sem Þjóðminjasafnið notar undir gripi sína áleiðis til Vífils- staða. Það sjúkrahús hefði átt að njóta góðs af veginum Eintóm handverkfæri voru notuð við vegagerðina og allt grjót sem notað var, var tekið úr hrauninu í kring Smátt og smátt hefur mosi þakið veginn, en hann er heldur slæmur yfirferðar nema helzt fyrir jeppabifreiðar. Kristján Bersi kvaðst hafa hug á því að fá veg þennan frið- lýstan. Hann væri einstaklega vel lagður og þá einkum og sérílagi kantarnir. Kristján Bersi sagði að það væru margir Hafnfirðingar alls ófróðir um tilveru þessa vegar. Og þyrfti að vekja athygli á honum sem til dæmis heppi- legum göngustíg. Það ætti ekki að þurfa að vera nema um það bil 20 mínútna gangur fyrir íbúa í grennd við Kapla- krikavöll að heimsækja kunningja sína í Garðabæ. —BA— Ófá handtök hafa verið lögð í þennan veg, enda þótt alörei hafi verið ekið um hann. Má segja að þarna hafi verið um að ræða sann- kallaða atvinnubótavinnu. — sjd kjallaragreln Kristjáns Bersa Ólafssonar á bls. 10-11 Ljósmynd: Bjarnleifur. Þegar skipin eru hér heima í höf n: ÓDÝRARA AÐ LÝSA SKIPIN MEÐ ERLENDRI OLÍU ENINNLENDRI RAFORKU — Sparnaðurinn getur numið tugum þúsunda á sólarhring Þótt ótrúlegt megi virðast, spara íslenzk skip sem liggja hér í höfnum stórfé á að lýsa skipin upp og knýja vindur með raf- magni frá olíurafstöðvum um borð fremur en að tengja rafkerfi sín við rafveiturnar og nýta þannig íslenzka orku, en rafmagn til skipa stendur til boða í flestum höfnum. Nemendur þriðja stigs Vélskóla Islands gerðu nýlega könnun á rafnotkun báta og skipa í Reykja- víkur-, Sunda- og Hafnarfjarðar- höfn. 1 ljós kom að þar sem um mjög óverulega notkun var að ræða, eða innan við 24 KW á sólarhring, borgaði sig að taka taug úr landi og kaupa raforku úr landi. 1. apríl sl. kostaði kílówatt- stundin frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 21,74 kr. Hins vegar snerist dæmið við, þar er notkun var meiri eins og eftirfarandi dæmi sýnir: Togar- inn Ingólfur Arnarson lá við Faxagarð 12. apríl sl. og reyndist aflnotkunin vera 80 KW. Ef um landtengingu hefðiverið að ræða og sömu aflnotkun, hefði útgerðin þurft að greiða Rafmagnsveitum Reykjavíkur 41.760 kr. En með því að nota Ijósavél var kostn- aðurinn 23.200 kr. Sparnaðurinn var sem sagt 18.560 kr. I þessu tilviki var vélstjóri að sinna ýmsum öðrum störfum. en að líta eftir ljósavélinni, þannig að um- deilanlegt er að reikna vélgæzlu- kostnaðinn með í þessu dæmi, eins og gert er. En að vélgæzlu- kostnaðinum undanskildum verður sparnaðurinn hvorki meira né minna en 26.500 kr. Vegna þessa kjósa menn fremur að keyra ljósavélarnar með til- heyrandi hávaða, er skip liggja í höfnum, en að kaupa innlenda orku. Þess má t.d. geta að hvalbátarn- ir, sem bundnir eru við bryggju allan veturinn og unnið er um borð í nota eigin ljósavélar fremur en innlenda raforku í sparnaðarskyni. Vélskólanemar segja þetta fyrirkomulag þjóðhagslega óhag- kvæmt, en það vóru einmitt nem- endur úr þessum sama skóla sem sýndu fram á, að unnt var að stórbæta nýtingu olíukynditækja í heimahúsum og tóku þátt í breytingum á skipavélum til að unnt yrði að taka upp svartolíu- notkun til stórsparnaðar. — G.S. fijálst, óháð dagbfoð MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1976. Náttfari enn á ferð? Brotiztinná tveimur stöðum Þjófur komst inn í húsnæði við Háaleitisbraut í nótt með því að spenna upp svalahurð. Þar komst hann í veski og tók þaðan 4 þúsund krónur í peningum. — Þessa sömu nótt var farið inn í biðskýli SVR vió Bústaðaveg. Tókst innbrots- manninum að komast inn með því að brjóta rúðu. Ekki hafði lögreglan séð nein merki þess að hann hefði tekið peninga. Telur lögreglan ekki ólík- legt, að hinn alræmdi Nátt- fari hafi þarna verið á ferð. —BA Bílvelta íHvalfirði Ung stúlka ók bifreið út af við olíustöðina í Hvalfirði síðastliðinn sunnudag. Missti hún stjórn á bifreið- inni í brekkunni vestan við olíustöðina. Slasaðist hún mikið og hlaut sérstaklega slæm höfuðmeiðsli. Var hún flutt á Sjúkrahúsið á Akranesi, þar sem ekki þótti óhætt að fara með hana í bæinn. Einn farþegi var í bifreið- inni, en hann slapp ómeiddur. Eldur í Grímsbœ Laust fyrir hádegi í gær kom upp eldur í verzluninni Grímsbæ, sem er vió Efsta- land. Þegar slökkviliðið kom á staðinn reyndist eldurinn vera í ruslageymslu, sem er inni í húsinu. Tókst að slökkva eldinn áður en hann náði til verzlunarinnar. Litlar skemmdir urðu utan einhverjar af reyk. Hurðin að innigeymslunni var opin út og lögreglan telur ekki útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða. —ba Þotan lenti í Reykjavik Slæm veðurskilyrði í Keflavík urðu þess valdandi að millilandaflugvél Flug- leiða Boeing 727 lenti á Reykjavíkurflugvelli í nótt. Var vélin að koma frá Kaup- mannahöfn. Fyrirhugað er að fljúga henni til Keflavíkur, en veður er þar enn óhagstætt til lendingar. Ætlunin er að reyna að koma vélinni til Keflavíkur einhvern tímann í dag. —BA Gjaldeyrislagabrot við kaup Grjótjðtuns Gjaldeyrisef tirlit Seðlabankans gerir víðtœka könnun á skipakaupum erlendis frá Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans gerir nú kiinnun á skipakaup- um erlendis frá, Tekur könnun þessi til nokkurra ára og beinist einkum að þvi, hvort nokkuð bendi til gjaldeyrislagabrota i sambandi við þau kaup. Að beiðni Seðlabankans hefur ríkissaksóknari fyrir nokkru krafizt rannsóknar fyrir sakadómi á kaupum sand- dæluskipsins Grjótjötuns, er það var keypt á sínum tíma frá Noregi. Hefur rannsóknin beinzt að því, hvort kaupendur hafi gefið upp hærra kaupverð á skipinu, en hið raunverulega verð var. Er þvi rannsókninni beint að meintum brotum á gjaldeyrislöggjöfinni. Er talið, að nú sé það fram komið, að sótt hafi verið um gjaldeyrisleyfi til kaupanna fyrir allt að 4 hundruð þúsund króna, norskum, framyfir hið raunverulega kaupverð skipsins. Ekkt er blaðinu kunnugt um, hvort hið uppgefna kaupverð hefur haft úrslitaáhrif á lánafyrir- greiðslur til þessara skipa- kaupa, né heldur hvort nokkrar þær skýringar hafi verið gefnar sem geti talizt til málsbóta í þessum gjalueyrislagabroti. Enda þótt könnun sU, sem gerð er í Seðlabankanum varði meðferð gjaideyrts til skipa- kaupa, er ljóst, að ef upp kemst um misfellur eða lögbrot, taka þau væntanlega einnig til ODin- berra lánafyrirgreiðslna, sem fara eftir vissum reglum og miðast að öðru jöfnu við kaupverð. BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.