Dagblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 11
11 ráðum verði beitt til þess að finna hina seku og leiða þá fyrir dómstóla.“ írska ríkisstjórnin hefur lofað stórri fjárhæð fyrir allar upplýsingar, sem gætu leitt til handtöku hinna seku. Þá er búizt við því að ríkisstjórnin beiti harðari aðferðum við skæruliðana. Kannski verður Sinn Fein bönnuð með lögum. Að sögn fréttamanna hefur samúð fólks aldrei verið eins lítil með skæruliðahreyf- ingunni og morðið hefur vakið viðbjóð manna um allt landið. Ekki hefur verið löeð fram afgerandi sönnun fyrir því að IRA hafi staðið að baki morðinu en aðferðin, sem var viðhöfð, hefur margsinnis verið notuð af hernum. Jarðsprengja er sprengd -með fjarstýringu um leið og bíllinn ekur yfir. Slíkar jarðsprengjur þekkja hermennirnir á Norður-Irlandi vel — þeir eru í sífelldri hættu um að verða sprengdir í loft upp. Ef ræða á um þátt stjórnar hersins er ekki vitað með vissu hversu mikinn þátt þeir eiga í morðinu. Þó verður að ganga út frá því að aftaka sendiherrans hljóti að hafa verið gerð með vitund og samþykki her- stjórnarinnar eða þá fram- kvæmd af minnihlutahópi innan IRA. David O'Connell og Rory O'Brady voru báðir kennarar áður en þeir gerðust byltingar- menn. Báðir hófu fulla þátt- töku eftir klofninginn frá meginhreyfingu hins opinbera írska frelsishers árið 1969. Þeir hafa báðir setið í fangelsi í stuttan tíma. Þegar þeir hafa verið frjálsir, hafa þeir haft leyfi til þess að ferðast vítt og breitt um landið og hvorugur þeirra hefur nokkru sinni viðurkennt að hafa eitthvað samband við frelsisherinn. Það er þó ekki nægilegt til að fa fólk ofan af þeirri skoðun, að David O'Connell sé leiðtogi hersveita hreyf- ingarinnar og líka að 0‘Brady sé einn af helztu ráðgjöfum hans. Þeir hafa báðir reynt að gefa hreyfingunni stjórnmálalegt yfirbragð, en ennþá hafa þeir ekki boðið sig fram við kosninga- eða þjóðaratkvæða- greiðslur. Stuðningur fólks við þá er takmarkaður, en hins vegar hafa þeir sýnt, að það þarf ekki nema faa ákveðna óþarft og raunar aðeins haft til þess að segja eitthvað. b) Abendingar margs konar vegna umferðar og hvatningar- orð til bættrar umferðarmenn- ingar, sem svo er nefnt. Líklega er þetta merkasti þáttur þessarar starfsemi, en við allir sem opnum útvarpið, verðum að hlusta á endurtekn- ingar æ ofan í æ á hinum lítil- fjörlegustu atriðum; hafa nú vifturéimina með, kveikja ljósin, það kostar 10 aura, það fóru hundrað bilar um þennan veg á tíu mínútum, það gerir þá svo og svo marga bíla á klukku- stund, á sólarhring, á viku, á ári o.s.frv. Þar flóir út úr hjá öllum blöðum um áþekkar ábend- ingar og við, sem ,,eigum“ útvarpið til jafns við aðra, verðum að þola það, ekki einn dag, heldur frá kl. 13 á föstu- degi til mánudagskvölds, að allt snúist um ferðir, ökutæki, tjöld. Þeir sem eru i skemmti- ferð virðast hafa lagt undir sig æðarslög þjóðlífsins og annað sýnist hégómi því nú skal þjóna ferðafólkinu. c) Tilkynningar um FtB- bílana — þær eru endurteknar sí og æ. Ekki fær maður séð hvernig þessi þáttur er kominn Kjallarinn Gunnar Finnbogason inn í útvarpið eða hvernig þessar tilkynningar eru greiddar, því að FÍB er eins og hvert annað fyrirtæki, sem þarf að tilkynna. þjónustustarfsemi sína. Hér er engin þjónusta veitt í gustukaskyni og ekki verður séð hví Ríkisútvarpið hleypur undir bagga. Til hagræðis fyrir hlustend- ur væri unnt að láta þessar til- kynningar lesast á ákveðnum tímum, t.d. á þriggja stunda fresti. Þá geta allir gengið að því sem vísu. Ég sem ríkisstarfsmaður og ábyrgur skattþegn vil gjarnan vita eftirfarandi: Hver var kostnaðarauki eftirtalinna aðila hjá upplýsingamið- stöðinni á verslunarmannahelg- inni. a) Hjá umferðarráði b) hjá lögreglu c) hjá Ríkisútvarp- inu? Það er ekki alltaf hægt að halda áfram á þeirri braut að vinda meira og meira upp á hnykil útgjaldanna og heimta síðan af gjaldendum að þeir skuli borga. Þeir sem fara í sínar skemmtiferðir á verslunár- mannahelginni gera það sjálfir á sína ábyrgð og þeir verða þá að greiða fyrir þá þjónustu sem þeim er veitt. Það er ómaksins vert að líta á þetta mál af víðsýni og reyna að sjá hvað er í rauninni að gerast. I fjölmiðlum er tönnlast á „mestu ferðahelgi ársins“, því það er eins og enginn megi vera í friði, allir skuli af stað. Áróðurinn er gífurlegur beinn og óbeinn. Þessar fáu þúsundir, sem fara á kreik, í samanburði við heildina, sem unir við sitt heima, virðast hafa tekið völdin. Þær ráða blöðum, útvarpi og að nokkru lögreglu. Margt er sniðið við þarfir þessa hóps, því nú skal ekki setið heima. Engin rödd heyrist um þann hóp sem sinnir störfum sinum, jafnvel ekki því sem mest er um vert í framleiðsl- unni. Þótt illa ári hjá ýmsum stéttum er enginn hvattur til að rétta þeim hjálparhönd. Þó þekkja það flestir hvað það er að berjast við veður og sjó. Og mér er enn í minni atriði sem ég heyrði í útvarpinu fyrir örfáum árum en þar var sagt frá undirbúningi þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. I þessum útvarpsþætti var þess getið af þróttmiklu stolti að svo mikill afli hefði borist til eins frysti- húss þar i Eyjum, að ekki vannst tími til að ljúka við vinnslu aflans áður en fyrsti dagur þjóðhátíðarinnar rann upp. Og hvað gerðist þá? Var ekki Montreal. En það var þegar hel- vískur fanturinn frá Sádí- Arabíu þaut 7 metra niður fyrir okkar mann í kúluvarpinu. Þennan ósigur kenni ég sví- virðilegu framferði breta í þorskaófriðnum. Hinir auðugu olíufurstar hafa hugsað sem svo. Fyrst hið ellihruma, gigt- veika, fótfúna breska ljón getur stolið lífsbjörg íslendinga og það við nefnið á þeim. Því skyldum við þá ekki stela frá þeim senunni og hirða neðsta sætið'í kúluvarpinu? Það er einnig skoðun mín að sádí-arabar hafi með þessu rótarlega atferli sannað að þeir búa alls ekki yfir þeim siðferði- legá þroska sem til þess þarf svo menn geti tileinkað sér hinar goðkynjuðu hugsjónir ólympíuleikanna. Og þó við miirlandarnir eigum ekki olíu- lindir, og þurfum meira að segja að sækja lil annarra þjóða sólar-sem laxerolíu, þá nöfum við í þessu harðbýla landi hafist til þess háa siðferðis- þroska sem telur það höfuð- glæp, að stela síðasta lambi fáta'ka mannsins. Það er skoðun mín að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki rakið sæmdarferil afreks- manna vorra i Montreal nema til hálfs. Eg ákæri hér með ís- Kjallarinn Már Kristjónssori lenska fréttamenn fyrir að hafa stungið merkilegum tíðindum undir stól. Sá íþróttafrétta- maðurinn sem er á svipinn eins og hann hafi orðið hór eftir þegar hinn ágæii mynda- flokkur um steinaldarinennina var sendur úr landi, ber hér hiifuðsök. Eg hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að ný og glæsileg íslandsmet hafi verið sett í öllum lengri hlaupunum. Fréttamenn afsaka sig með því að tímaverðir hefðu verið farnir heimað sofa þegar hinir þrautseigu landar vorir um síðir drógust lémagna í skeið- markið. Þetta er bágborin af- sökun. Fréttamennirnir gátu sem best skotið á tíma lang- hlaupara vorra. (Og ef einhver manngrein hefði leynst með þeim áttu þeir Iíka að skjóta niður hina svikulu tímaverði.) 1 hinum lengri vegalengdum í sundinu náðust einnig fræki- legir árangrar, og trújega sett heimsmet í úthaldi í vonlausri baráttu. Sagt er að áhorfendur sem og fyrrgreindir bannsettir timaverðir hefðu löngu verið horfnir á braut þá er öryggis- verðir slæddu landa vora hálf- soðna upp úr laugunum. Af þeim sökum vitum vér ei gerla hvað garpar vorir busluðu lengi í hinu tæra vatni. En hér þurfti engjn hárnákvæm tölvij- tæki sem mæla jafnvel þúsund- asta part úr sekúndu. Vekjara- klukka hefði sagt oss þær fréttir er við kusum að vita. Vekjaraklukka hefði einnig firrt oss leiðindum í 1900 metra hlaupinu þegar keppandi vor var svikinn um tímann. Og tímaverðirnir afsökuðu sig með því að þeir hefðu fengið sér blund meðan þeir biðu eftir ís- lenska þátttakandanum, en sofið yfir sig. Þótt keppandi vor í nefndu skeiði hefði fengið sér lúr á miðri braut í miðju skeiði, þá gerði hann það til þess eins að geta tekið endasprettinn af- slappaður og vel útsofinn. Á blaðamannafundum létu ýmsir heimskunnir íþrótta- frömuðir þau lofsyrði falla um okkar fólk sem verða íslenskum íþróttaunnendum ógleymanleg. Einn sagði: — íslenska sund- fólkið hefur einn meginkost umfram annað sundfólk: Það er ósökkvandi. Annar sagði: — Engir taka ósigrum eins vel og íslendingar. Þeir hafa lika reynsluna. Sá þriðji sagði: — Prúðir menn og hógværir, íslendingar. Aldrei flækjast þeir fyrir öðrum á verðlaunapöllunum. Sá fjórði sagði og var þá ber- sýnilega orðinn góðglaður. — Engri lífveru þýðir að keppa við íslendinga um botnsætið, nema kannski sniglinum. Enda setja aldrei rósir pottablóm og jarðfastir rabarbarahausar hraðamet. 1 plönturíkinu eru aðeins sett vaxtarmet. — Og skil ég rau.iar ekki hvert Stjórnmálafræðingur IRA: Rory 0‘Brady, fyrrum skóla- stjóri. menn til þess að standa fyrir nútíma borgarastyrjöld. J \ lokið við vinnsluna, því að þjóð- hátíðin stendur lengur en einn dag? Nei, eftir sögu Vestmanney- ingsins var fiskurinn skilinn eftir á borðunum og farið á ball. Þetta er að þekkja sinn vitjunartíma og skilja sína þjóðhátíð. Þetta er að sumu leyti gott dæmi um þann trylling sem verður með fólki. Nú skal einskis freistað að skemmta sér, verðmæti skipta ekki máli, landið er sokkið hvort sem er. En fólkið á ekki alla sök. Fjölmiðlar eru áhrifamiklir og þeir stlga sinn dans, trylltan dans, til að koma sér í mjúkinn hjá fólkinu — ekki má andæfa. Orð mín skulu ekki skilin svo ad ég amist við því sem i hófi er gert. Leiðbeiningar ýmsar og átölur til þeirra sem ferðast eru góðs maklegar en ég er ekki reiðubúinn að skrifa undir þann víxil, sem svo verður til, óséðan og þvi ítreka ég spurn- inguna: Hvað kostaði upplýsingamið- stöðin, sem rekin var um verslunarmannahelgina, okkur skattþegna? Gunnar Finnbogason skólastjóri. *\ maðurinn sveigir í þessum orðum. (Hvernig víkur því við að hún sækir svona ákaft á hugann lýsinginn á endalokum bardagans sem hann Oddur sál- ugi sterki eitt sinn háði. — Þá flýði manndrjólinn. Og ég á undan.) Og nú ber öllu íslensku áhugafólki um íþróttir að flytja ónefndu máttarvaldi eina sam- eiginlega kynngimagnaða þakkargjörð. Vér skulum öll í auðmýkt og þökk hnékrjúpa höfðingjanum í neðra. Og af hrærðu hjarta þakka að hann skuli hafa aflagt þann afleita mannskæða sið, að hirða jafnan þann er síðastur fer. Ef sá í neðra ríghéldi enn í þá venju. býsn hefði hún orðio támenn sveitin sem við heimkomuna frá Kanada hefði átt virðingu okkar allra og aðdáun: aðeins fararstjórarnir, þuklarinn og svo strandamaðurinn sterki. (Þið munið að sádi-arabinn hafði rangt við). Að lokum þetta: íslenskt af- reksfólk. Fram halelúja. — I hófi þó. I sérhverri keppni gætið þess umfram annað, að halda ykkur spöl fyrir aftan næstsíðasta keppandann. Ykkar einlægi aðdáandi, Már Kristjönsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.