Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. AGÚST 1976. 12 Viðvörun! Viðvörun lil islenzka liósins. í gærkvöld fór fram leikur i .Málmey. Þá léku FF Málmey »g finnska landsiiðið — úrslit sigur Svíanna 6-0. Hvað er svona merkilegt við þessi úrslit? Jú, siðasti leikur Islands var einmitt gegn finnska landsliðinu í Helsinki — úrslit þá, tap 1-0. Getur verið að finnska lands- liðið sc alls ekki eins sterkt og við álitum það vera? Að tapa fyrir sænsku 1. deildarliði—jafnvel þó það sé í efsta sæti „Alsvenskan" er of mikið, já, jafnvel skrítið. íslenzka landsliðið ferðaðist til Finnlands og tapaði 1-0 f.vrir Finnlandi. íslenzka landsliðið átti aldrei möguleika gegn Finnunum þá — getur verið að okkur sé farið að förlast? Allt um það, þessi úrslit ættu að vekja okkur til umhugsunar! Servette áfram íl.umferð Servette frá Sviss tryggði sér rétt til þátttöku í 1. umferð Evrópukeppni hikarhafa þegar liðið sigraði 2. deildarliö Cardiff City frá Wales 3-1. En naumt var það! Cardiff varð f.vrra til að skora. Tony Showers skoraði eftir að Sayer hafði átt gott skot sem Karl Engel, markvörður Servette, varði mjög vel — en Showers fylgdi vel eftir. Staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir welska liðið. Servette tókst að jafna á 63. mínútu þegar Kizzini skoraði og hann bætti við öðru marki. Það var ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok að Pfister skoraði og tryggði Servette sæti í 1. umferð við geysileg fagnaðar- læti 21 þúsund áhorfcnda. Car- diff hefði haldið áfram — þar sem mark skoraö á útivelli gildir tvöfalt en í Wales sigraði Cardiff 1-0. MacDonald skoroði tvö fyrir Arsenal Maleolm McDonald hinn nýi miðherji Arsneal er þegar tekinn aö skora fyrir sitt nýja félag eftir söluna frá Newcastle. Arsenal lék i Sviss í gærkvöld við Grasshoppers og sigraði Arsenal 3-0. McDonald skoraði tvö marka Arsenal en. hið þriðja skoraði Liam Brad.v. í Ilollandi léku. Englands- meistararnir Liverpool við Twente Enschede og urðu að lúta í lægra haldi fyrir hollenzka liðinu frá borginni við v-þýzku landamærin. Twente sigraði 2-0. A Englandi voru leiknir leikir í ensk-sko/.ku hikarkeppninni og urðu úrslit þessi: Aberdeen—Dundee útd. 3-1 Blackpool—Burnley 2-1 Chelsea—Norwich 1-1 Kilmarnock—Motherwell 4-1 Nottm. Forest —WBA 3-2 Orient—Fulham 2-1 Partick—Raith Rovers 3-1 Olympíuleikum fatlaðra lokið ' Olympiuleikum fatlaðra er nú lokið í Montreal. Þar ekki síður en á Olympíuleikum heilbrigðra setti pólitíkin mörk sín á leikana — nokkrar þjóðir drógu sig út úr keppni vegna þátttöku S-Afríku. Ge.vsilegur fjöldi keppnis- greina var á leikunum — keppnisgreinar voru alls 406 og eru Olympíuleikar heilbrigðra þar aðeins hálfdrættingur á við fatlaða hvað keppnisgreinar snertir. Þar er keppt frá körfuknattleik og allt niöur í pílukast. Bandaríkin höfðu mikla vfir- burði á leikunum — hlutu 62 gull, 38 silfur og 48 brons. Hollendingar hlutu 45 gull. ísra- elsmenn 38. V-Þýzkaland 35, Bret- land 34 og gestgjafarnir. Kanada- menn. 25 gull. Walker laut í lœgra haldi — í Helsinki og enn mega stjörnurnar frá Montreal sœtta sig við tap Verðlaunahafar frá Montreal verða að sætta sig við ósigur. Eins ag við höfum greint frá hefur verðlaunahöfum frá Olympíuleik- unum gengið misiafnlega á stór- mótum í Helsinki, Stokkhólmi og Edinborg. í gærkvöld kom að John Walker frá Nýja-Sjálai.di, heims- methafanum í míluhlaupi og gull- hafanum frá Montreal í 1500 metra hlaupi. Walker varð að sætta sig við ósigur fyrir íranum Eamon Coghlan og ekki nóg með það — heldur skauzt Ungverjinn Janos Zemen fram fyrir Walker og tók af honum annað sætið. Eftir hlaupið sagði Walker að hann væri enn að ná sér eftir kvefið sem hann fékk og eins álag Olympíuleikanna. Þrátt fyrir það hefur Walker náð ágætum tíma — til að mynda í Stokkhólmi þegar hann hljóp 1500 metrana á 3:35.07 og sigraði. Þegar kom að síðasta hringnum i gærkvöld í Helsinki tók Walker forystu í hlaupinu og skildi þá Coghlan og Zemen eftir. Ekkert virtist geta komið í veg fyrir sigur hans. En á síðustu beygjunni fór Coghlan fram úr Walker og sigraði, Zemen varð annar, Walker þriðji og Rod Dixon frá Nýja-Sjálandi varð aó gera sér fimmta sætið að góðu. Úrslit í 1500 metra hlaupinu: 1. E. Coghlan Irlandi 3:37.35 2. J. Zemen, Ungverjal. 3:37.42 3. J. Walker, Nýja-Sjál. 3:37.43 4. H. Mignon Belgíu 3:37.97 5. Rod Dixon Nýja-Sjál. 3:38.27 Nú, en öðrum verðlaunahöfum hefur gengið bærilega. Guy Drut sigraði örugglega í 110 metra grindahlaupi — var tæplega sekúndu á undan næsta manni þegar hann hljóp á 13.86 sekúndum. Mac Wilkins er ósigrandi í kringlukastinu. Hann sigraði í Helsinki — kastaði 66.96, annar varð John Powell USA, kastaði 66.40. Finninn Reima Salonen náðk beztum tíma, sem náðst hefur í 10 km göngu þegar hann gekk á 41:19.6. 1 göngu er ekki haldið til haga heimsmetum. Þeir bestu í tennis! Beztu tennisleikarar heims f£ stig úr hinum ýmsu keppnum sem þeir taka þátt í og er baráttan að vonum hörð. Meisfarinn frá Wimbledon, Svíinn Björn Borg, er aðeins í sjötta sæti, en Mexíkó- búinn Raul Ramirez hefur forystu. Anners er röð efstu manna þessi: 1. Raul Ramirez Mexíkó 420 2. A. Panatta Italíu 340 3. Eddi Dibbs USA 330 4. M. Orantes Spáni 310 5. Jimmy Connors USA 290 6. Harold Solomon USA 261 7. Björn Borg Svíþjóð 260 8. Roscoe Tanner USA 244 9. W. Fibak Póllandi 215 10. G. Vilas Argentínu 195 Ingi Björn Albertsson rennir knettinum í markið. Jón Pétursson fær ( Valur stef bœði í deil — eftir sigur gegn helzta keppinaut sínum ui Hvort liðið er í þriðju deild? — var spurt er FH sigraði Þrótt N 2-0 „FH verður ekki bikarmeistari með frammistöðu svipaðri og gegn 3. deiidarliði Þróttar frá Neskaupstað. Lengi vel var ekki á milli greint hvort liðið væri í 3. deild — svo slakir voru leikmenn FH," sagði áhorfandi eftir leik FH og Þróttar frá Neskaupstað í Bikarkeppni KSÍ í gærkvöld. Jú, 1. deiidarlið FH bar að vísu sigur úr býtum, 2-0, en lítill glans var yfir þeim sigri því leikmenn Þróttar börðust mjög vel og gáfu Hafnfirðingum aldrei frið. Fyrri hálfleikur liðanna var marklaus og það var ekki fyrr en í síðari hálfleik að FH tókst að skora eftir varnarmistök Þróttar. Það var á 66. mínútu að Helgi Ragnarsson skallaði knöttinn í mark eftir að Magnús Brynjólfs- son hafði gefið fyrir — en bæði vörn og markvörður hefðu átt að ná til knattarins. Skömmu síðar bætti Helgi við öðru marki sínu. Viðar Halldórs- son skaut meinleysislegu skoti beint á markvörð Þróttar sem missti knöttinn klaufalega frá sér og Helgi fylgdi vel og skoraði, 2-0. Lið Þróttar kom á óvart með ágætri frammistöðu sinni og hefði leikurinn farið fram á Norðfirði er aldrei að vita hvernig farið hefði. Nafn Þróttar kom fyrst upp úr hattinum þegar dregið var og það var reglan um — að lið megi ekki eiga tvo heimaleiki í röð sem kom i veg fyrir að Þróttur fengi leikinn austur. Eitt er þó víst — ef leikurinn hefði farið fram á Norðfirði þá hefðu áhorfendur vafalítið verið fleiri en þeir sem sóttu leikinn 'i Hafnarfirði. Já, Hafnfirðingar styðja illa við bakið á liði sínu. Var furða þó áhorfandi hefði spurt hvort liðið væri i 3. deild? Ekki þaö að hann vissi ekki — heldur til að leggja áherzlu á lélega frammistöðu FH. h halls. Ingi Björn Albertsson afgreiddi Fram í 8-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ þegar hann skoraði bæði mörk Vals i sigri liðsins gegn Fram 2-1. Það hlýtur að vera erfitt fvrir landsliðsnefnd KSl að halda Inga Birni utan landsliðsins öllu lcngur — að minnsta kosti verðskuidar hann val i landsliðið gegn Luxemburg þann 21. ágúst næstkomandi. Ingi Björn gerði vonir Fram um frekara framhald í bikar- keppninni að engu. Hann skoraði bæði mörk Vals — eftir að hafa hlaupið vörn Fram af sér. í fyrra skiptið skoraði hann framhjá Árna Stefánssyni og hið síðara átti Jón Pétursson engra kosta völ nema brjóta á Inga Birni þegar markið blasti við eftir að Ingi hafði með hraða sínum hlaupið vörnina af sér og víti var dæmt. Ilins vegar er þaó ljóður á Inga Birni að hann á til að hverfa langtímum saman og eins er baráttan á köflum ekki nógu góð. En slíkum eiginleikum hefur landsliðsnefnd KSl einmitt sótzt eftir — sterkum leikmönnum er mynda sterka varnarkeðju. Nú, en leikurinn í gærkvöld milli þessara topppliða 1. deildar var ekki eins góður og menn vonuðust eftir og búizt var við — ef til vill ekki nema von, þegar tvö jafnsterk lið og Valur og Fram eiga í hlut. Þá er meiri áherzla lögð á varnarleik. Bæði lið þreifuðu fyrir sér í byrjun. Leikurinn fór hægt af stað — en skyndilega á 22. mínútu fékk Ingi Björn mjög góða sendingu frá Guðmundi Þor- björnssyni og með hraða sínum komst Ingi einn innfyrir. — Árni Stefánsson markvörður hálfvarði skot Inga en knötturinn féll fyrir fætur hans og þá var ekki að sökum að spyrja — 1-0 fyrir Val. Sókn Fram ágerðist eftir því sem á síðari hálfleik leið og Vals- menn voru að sama skapi ánægðir með að verja fengið forskot. En loks á 32. mínútu bar sókn Fram árangur og þar var að verki Kristinn Jörundsson. Hann fékk knöttinn í vítateig, skaut góðu skoti að marki Vals, Sigurður hálfvarði en yfir marklínuna fór knötturinn, 1-1. Ekkert mark var skorað það sem eftir var leiksins og því þurfti framlengingu til. Og á 13. mínútu skoraði Ingi Björn. Her- mann Gunnarsson sem kom inn á sem varamaður átti mjög góða sendingu fram á Inga — hann með hraða sínum hljóp vörn Fram af sér. En Árni Stefánsson hálfvarði skot Inga. Knötturinn barst í vítateig og þar áttu í baráttu um knöttinn Ingi Björn og Jón Pétursson. Ingi hafði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.