Dagblaðið - 17.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 17.08.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. — ÞHIÐJUDAGUR 17. AGÚST 1976. Kenva Uganda Tanzania Mósambik Sómalía Eina tegund skatta ætla ég að gera hér að umtalsefni, en það er eignaskatturinn. Sennilegt þykir mér að mörgum finnist, að þeir, sem eignir eiga, séu réttir til þess að greiða af þeim skatta. NQ vill svo til, að sumar eignir eru samkv. lögum skatt- frjálsar, og má þar til nefna vissar tegundir af sparifé en aðrar ekki. 1 flestum tilfellum þurfa menn að hafa tekiur til þess að geta skapað eign, en nú er tekjuöflunin skattlögð, og þær eignir sem skapast, að und- anskildu sparifé, eru svo líka skattlagðar að nokkru. I svona tilfellum er sami peningur- inn skattlagður tvisvar. Fyrst sem tekjur og síðan sem eign. Eignaskatturinn verður þá einskonar refsiskattur fyrir það, að þegninn-eyddi ekki öllu, sem hann aflaði. Naumast verður þetta talinn sérstakur hvati til eignamyndunar og þess að fara vel með sitt. Annars hafa hinar miklu breytingar á öllum hlutum í þjóðfélaginu valdið því, að hug- takið að spara hefir ekki að öllu sama gildi fyrir fólk nú og áður var. Þá lögðu menn kapp á að eiga fyrir útförinni, en hin félagslega hjálparstarfsemi, sem mönnum er nú veitt, nær jafnt yfir lífs og liðna. Öánægjan með skattana er fast árlegt fyrirbæri vegna þess, að skattarnir eru alltaf of háir á mér, en of lágir á mann- inum sem býr í næsta húsi, og það er þegnskapur að benda skattvaldinu á hann. Stakan, sem hann Páll Ólafs- son skáld orti forðum, er sígild og nær ekki síður til þess opin- bera heldur en annarra. Menn eru að toga og ýtast á um einskilding og dalinn hver vill annars eigum ná uns þeir falla i valinn. Aron Guðbrandsson, forstjóri. Barre foreti Sómalíu, lofar heldur ekki góðu um framtíð Efnahagsbandalags Austur- Afríku. Nýtt bandalag sósíalísku ríkjanna? Þeir sem glöggt þekkja til í Nairobi benda á að fundurinn, sem formlega var haldinn til að fjalla um vandamál suðurhluta álfunnar, hafi í raun verið upphaf nýs bandalags Tanzaníu, Mósambík og Sómalíu. Öl! þau ríki eru sósíalísk og í Sómaliu hefur nærvera Rússa orðið sífellt meira áberandi að undanförnu. Nyerere forseti hefur sjálfur oftlega gert lítið úr efnahags- bandalagi þar sem samstarf væri ekki einnig á pólitískum grundvelli enda telur hann annað óhugsandi. SlíRt pólitískt samstarf er til, en ekki á milli Kenya, Tanzaníu og Uganda, heldur á milli Tanzaníu, Mósambík og Sómalíu. Komi til þess að bandalagið leysist formlega upp mun að líkindum fara svo að Kenyamenn haldi áfram að þróa það hagkerfi sem þeir búa við nú. Hvað gerist í Uganda og ómögulegt að gizka á, að minnsta kosti svo lengi sem lífs- tíðarforsetinn Idi Amin er við völd. Sem stendur hefur hann nóg að gera við að lappa upp á sambúðina við Kenya svo hann verði ekki bensinlaus. Kínverjar í Tanzaníu hafa meðal annars byggt mestu járnbraut í Afríku, Tanzan-járnbrautina svonefndu sem liggur um Tanzaníu og Zambíu. Áhrif Kínverja fara vaxandi í Afríku. „Ég er mestur...“ Hann er nú orðinn sleikjulegur við Breta og Bandaríkjamenn og lofar þeim gulli og grænum skógum. „Bretar hafa vissulega alltaf verið mínir vinir,“ sagði hann nýlega þegar Bretar höfðu slitið stjórnmálasambandinu við Uganda. Sambúð Uganda við Banda- ríkin lagast um leið og „Kissinger utanríkisráðherra er horfinn úr stjórninni," segir Amin. Marskálkurinn er þeirrar skoðunar að Kissinger sé „eina hindrunin" til friðsam- legrar lausnar vandamála Afríku. Honum dettur að sjálfsögðu ekki í hug að hann sjálfur geti verið óþægilegur þröskuldur. „Ég er mesti og sterkasti leiðtogi Samveldisins og allrar Afríku," sagði hann nýlega í einu af fjöldamörgum ávörpum sínum í útvarpinu í Kampala, „Voice Of Uganda.“ Yíða er pottur brotínn Þau mál, sem mest hefir verið rætt og ritað um síðustu dagana, eru skattamálin, skattalögin og álögur á almenn- ing. Mörgum finnst byrðin þung og átta sig ekki á því, að því meiri kröfur sem menn gera til alls konar opinberrar þjónustu við almenning, þeim’ mun hærri verða skattarnir. Nokkur sárabót er það þó, að ástandið í skattamálum er sennilega ekki verra hér en víða í öðrum löndum. Útlendur vinur minn sendi mér í vor úrklippu úr víðlesn- asta blaði í heimalandi hans, sem birtist skömmu eftir að skattar höfðu verði lagðir á þar í landi. Ekki ljómar nú gleðin af þessum línum frekar en í blöðunum okkar. t stórum dráttum var efni greinarinnar á þessa lund: „Hvernig er hægt að brjóta niður vilja manna til þess að spara og fara vel með fjármuni sína? Til þess eru þrjár leiðir taldar heppilegastar. Skamm- byssan, skattalögin og verðbólg- an. Skammbyssan er sú leið, sem er mest áberandi og grófust. Hún er notuð á þann veg, að stofnað er til óeirða og með valdi ráðist gegn þeim, sem eiga bankabók og verðbréf og önnur svipuð verðmæti. Þeim er lýst sem illa innrættum sníkjudýrum, sem lifa góðu lífi á kostnað hins vinnandi fólks án þess að gera handtak. Óþarfi er að taka á slíku fólki með silkihönskum. Þannig hugsa menn og tala í mörgum löndum og framkvæma eftir því. Skattalögin eru mildari aðferð til þess aö ná svipuðum árangri, Þau eru meira notuð á okkar breiddargráðu, enda meira að hæfi okkar hugarfars. Verðbólgan er þó áhrifaríkust til þess að gera sparifjáreigand- ann snauðan. Þegjandi og hávaðalaust etur hún eignir hans og fyrr en varir er hann öreigi. Þegar skattakerfið og verðbólgan vinna saman tekur það aðeins vissan tíma að ganga að fullu frá tilhneigingunni til þess að spara. En hver er hann svo þessi sparifjáreigandi, sem lilýtur bessa meðferð þjóð- "félagsins? Það er fyrst og fremst miðaldra og eldra fólk, þátttakendur í uppbyggingu þjóðfélagsins, fólk af öllum stéttum. Og laun þess frá hendi þjóðfélagsins er svo brunnin innistæða í bankabók. Við getum lagt skammbyssuna á hilluna. Skattarnir og verðbólg- an vinna verkið á hljóðlátari hátt.“ Þetta var úrdráttur úr lítilli grein í stóru blaði hjá þjóð, sem er miklu stærri en okkar þjóð er, en vera má að einhver kann- ist við eitthvað í ofanrituðu, sem minnir á íslenskar að- stæður. Þeir, sem mest ræða og rita um háa skatta, minnast sjaldan á það, að þeir, sem há- værastir eru í kröfugerðinni til alls konar framlaga opinberra aðila, eru raunverulega þeir sem leggja skattana á almenn- ing. Einhvers staðar verður að taka peningana. En það er önnur hlið á þessu máli, sem ekki má gleyma. Hvernig er farið með það fé, sem okkur er gert að greiða til sameiginlegra þarfa? Á þessu sviði erum við, hinir óbreyttu borgarar, of sinnulausir, að vísu er eyðslan stundum ádeilu- efni í blöðum og orðræðum almennings, en þó sjaldnast töluð nógu sterkum rómi. Eitt atriði vil ég minnast á í þessu sambandi, en það er þó ekki nema einn lítill dropi í hafinu. Á sólarlausum sólmánuði í sumar var komið fyrir á göngu- götunni i Austurstræti svoköli- uðum listaverkum. sem betur fer er nú búið að fjarlægja flest hvað fást við sjálfstæðan rekstur, og þar eru vafalaust margir saklausir hafðir fyrir rangri sök, en þetta rennir þó stoðum undir 30 ára gamlar hugmyndir mínar um það, að grundvöllurinn undir skatta- kerfinu sé rangur. Við eigum ekki að skattleggja fjáröflunina heldur eyðsluna. Við skattlagn- ingu á fjáröfluninni skapast til- hneiging til þess að hætta að afla meira en menn þurfa til þess að geta lifað sæmilegu lífi, og það er þjóðfélagslegt tjón, en ef menn hætta að eyða fram yfir þarfir, þá er það aðeins til góðs. Eitt þykir mér merkilegt í þessum ádeiluskrifum urrt mis- ferli þegnanna, að þeim er gefið að sök að gæta sinna hags- muna gagnvart skattinum, og talað er um, að þeir komi sér hjá skattgreiðslunni, bæði lög- lega og ólöglega. Ekki sé ég neitt athugavert við það þótt menn fari að lögum í samskipt- um við skattinn, það er fyrst þegar lögbrotin koma til sög- unnar, sem misferli er framið, og æði oft hefi ég vakið athygli manna á því, þegar viðskipti eru gerð,hvaða áhrif þau kunni að hafa á skattgreiðslu þeirra, slíkt er réttara að gera sér ljóst fyrr en síðar, ekki tel ég að það ætti að vera neinum til van- þóknunar. Ég hefi alltaf talið, að heppi- legast væri, að skattalögin verk- uðu þannig, að þau væru hvetj- andi, en ekki letjandi, til starfs og dáða fyrir þegna þjóðfélags- ips, en þvi miður hefir raunin verið hið gagnstæða. Nægir í því sambandi að geta þess, að algengt er að okkar duglegustu aflamenn vinna ekki nema hluta af árinu, þar sem skatt- heimtan krefst bróðurpartsins af þvi, sem fer fram yfir visst hámark tekna. Gaddafis og Sovétríkjunum. Lífstíðarforsetinn Amin notar hvert tækifæri sem gefst til að hæðast að Juliusi Nyerere forseta Tanzaníu („Ég myndi kvænast honum væri hann kona...“ og fleira í þeim dúr). Nyerere hefur vopn í hendi gegn þessu: hann er formaður æðstaráðs bandalagsins og neitar að boða til fundar for- seta aðildarríkjanna því hann hatar Amin eins og pestina. Og fundur sem nýlega var haldinn í Dar Es Salaam þar sem þeir voru Nyerere, Samora Machel forseti Mósambík og Jomo Kenvatta forseti Kenya: ,,Hvítur maðurmeð afríkanska grimu.“ þeirra. Eitt stendur þó eftir, er það mikið bákn, gert úr stein- steypu, sem erfitt er að átta sig á. Því mun hafa verið gefið nafnið Gengissig. Lesandi góður! Labbaðu niður í Austurstræti og sjáðu hversu mikið sigið hefur verið á þínum skattpeningi, ef opinberir aðilar hafa greitt fyrir lista- AronGuðbrandsson verkið eina milljón og átta hundruð þúsund krónur. Það, sem mest er áberandi í skrifunum um skattamálin, er það hvað skattsvik séu stór- brotin. Þennan löst er aldrei hægt að uppræta til fulls, en það er merkilegt, ef þeir, sem um þessi mál skrifa, vita svona mikið um misferlið, að ekki er hægt að hafa hendur í hári þeirra, sem sekir eru. Svo langt hefir aðdróttunin um skattsvik gengið, að talað hefir verið um tekjuskattinn sem sérstakan skatt á launamenn, sem ekki hafa aðstöðu til að draga tekjur undan framtali. Þetta er stór- brotin ádeila á alla þá, sem eitt- Kjallarinn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.