Dagblaðið - 31.08.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 31.08.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. — ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1976. 9 „Þessi fær lungnabólgu á morgun," sagði ein- Bak við styttuna af Skúla Magnússyni er al- hver, og hélt því fram að nú væru siðustu forvöð þekkt tré og án efa langaði marga til þess að að taka mynd af honum. leika sér í því eins og þessir spræku strákar. undir hádegi mátti sjá fólk í eng- um yfirhöfnum og sumir voru jafnvel búnir að bretta 'upp erm- arnar. Göngugatan, „lífæðin“, Austur- stræti troðfylltist bráðlega af fólki sem sat á bekkjum eða meðfram húsveggjum flötum beinum. Is seldist vel. Dagblaðsmenn fóru auðvitað á stúfana, enda ekki minna hissa á ástandinu en aðrir. Meðfædd tor- tryggni.blaðamanna sagði okkur þó að þetta myndi ekki vara lengi, en ekki bar á öðru. Það var komið langt fram yfir hádegi og enn skein ljósið. Þá var ekki um annað að ræða en að verða vís- indamannslegur á svipinn og festa á filmu viðbrögð almennings við þessu öllu sanian og Arni sagði að nú ætti hann í fórum sínum sögu- legar myndir: „Daginn sem sólin skein i Reykjavík". — HP. Verða íslenzkir „popparar" útflutningsvara? — Þekktur bandarískur umboðsmaður hlustar á íslenzkar hljómsveitir Bandarískur umboðsmaður skemmtikrafta, Kramer að nafni, er væntanlegur til lands- ins á morgun, gagngert til að hlusta á íslenzka tónlistarmenn með útflutningsáform í huga. Kramer þessi er nokkuð stór á sínu sviði í Bandaríkjunum. Hann hefur á samningi hjá sér Oliviu Newton-John, Bruce Welch fyrrum bassaleikara Shadows og marga fleiri.' Kramer kemur hingað í boði Karnabæjar, tízkuverzlunar unga fólksins. Dagblaðið spurði Guðlaug Bergmann forstjóra Karnábæjar í gær nánar út í komu umboðsmannsins hingað til lands. „Ég þekki manninn reyndar ekki persónulega, heldur föður hans sem ég hef átt mikil við- skipti við,“ sagði Guðlaugur. „Kramer er Englendingur, en ‘hefur ekki leyfi til að dvelja í heimalandi sínu nema í 15 daga á ári af skattaástæðum. Hann er þar nú og ætlar að eyða tveimur af frídögum sínum til að hlusta á íslenzka tónlistar- menn, og bað tel ég að sýni að honum er alvara í huga. Mér fannst það gott tækifæri að fá Kramer hingað, þar eð popptónleikarnir eru í aðsigi, og leyfa honum að heyra í Is- lenzkum hljóðfæraleikurum," sagði Guðlaugur ennfremur. „Þá hef ég einnig séð um, að hann fái að hlusta á Lónli Blú Bois áður en þeir leggja upp í Norðurlandsferðina sina. Þá mun hann heyra í Spilverki þjóðanna á fimmtudaginn, en síðar þann sama dag heldur hann utan aftur.“ — AT — SENDING! GOTUSKOR FYRIR DOMUR HERRA Æárth !ShO€ JARÐARSKORNIR SKÓRNIR MEÐ MÍNUSHÆLUNUM SKOR FYRIR ALLA F/ETUR O^Sstmm mmmmi mm mÉ ■*** * f -■ Kalso skórnir eru ekki eingöngu góðir fyrir fœturna, heldur allan ííkamann Litur: Brúnt leður Stœrðir: Nr. 36-40. Kr. 8040.- Stœrðir: Nr. 41-47. Kr. 8475.- Fóanlegir 9 I V2númerum Kirkjustrœti 8 v/Austurvöll sími 14181 Skóverzlun Þórðar Péturssonar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.