Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976. frjálst, nháð dagblað CJtfiefandi DaRblaðiðhf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. íþröttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson. Berglind Ásgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir. Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- dóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir Arni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: MárE.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12. sími 83322. auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf.. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Met í skattsvikum Skattsvik eru miklu algengari hér en víðast hvar í þróuðum lönd- um. Þessu var haldið fram og ekki andmælt í sjónvarpsþættinum um skattamál í fyrradag. í þessum efnum eins og mörgum öðrum gjöldum við þess, hversu tiltölulega frumstætt þjóðfélag okkar er. Við höfum snúið margs konar verðmætamati á haus. Algengt er, að skattsvik séu talin dyggð. í ríkum mæli komast menn, einkum ýmsir atvinnurekendur upp með að skammta sér skattinn sjálfir. Það er í praxis þeirra einkamál, hvort reksturinn er bókfærð- ur sem milljónir í gróða eða tapi. Þeir færa einkaneyzlu sína skefjalaust sem rekstrar- kostnað. Þeir geta jafnvel að verulegu leyti byggt yfir sig og fætt sig og klætt, farið dýrar utanferðir, rekið bifreið sína, allt á kostnað fyrirtækisins, ef langt er gengið, eins og oft vill verða. í landi, þar sem margir telja skattsvik dyggð, er ekki við því að búast, að menn hiki við þetta. Skattayfirvöld eru í flestum tilvikum varnarlaus gagnvart þessum aðferðum. Því er haldið fram í umræðunum um skatta- málin, að alþýða manna uni ekki illa sínum eigin skatti en beri sig upp undan því, að ,,aðrir“ sleppi of vel. Þetta er alrangt. Hinn almenni launþegi stynur undan skatt- píningunni. Því minni skatta sem ýmsir at- vinnurekendur greiða þeim mun meiri skatta ber launþeginn, þegar til lengri tíma er litið. Skattsvika gætir einnig meðal launþega, þótt í miklu minni mæli sé. Ekki er óalgengt, eins og kunnugt er, að menn taki að sér að vinna verk með því fororði, að það verði ekki gefið upp til skatts. Húsaleiga er enn eitt dæmið. Þar sem leigjandinn hefur engan fjárhagslegan hag af að gefa upp fulla húsaleigu, fær ekki frádrátt fyrir, er algengt, að samið sé um, að hann gefi ekki upp nema hluta af þeirri leigu, sem hann greiðir. Þetta eru alkunn dæmi. En einkar athyglisvert er það, sem fram kom með nokkurri áherzlu í sjónvarpsþættinum, hvernig verðbólgan magnar misréttið í skatta- málum. Verðbólgan veldur því, að geysileg verðmæti flytjast skattfrjálst milli einstaklinga. Lánastofnanir hafa orðið út- deilendur skattfrjáls gróða. Af þessu má sjá, hvernig misréttið í skatta- málum upphefst í hærra veldi. í fyrsta lagi erum við methafar í skattsvikum, þar sem talsverður hópur manna með sjálfstæðan at- vinnurekstur af ýmsu tagi getur gengið lengst. Við það bætist það mikla misrétti, sem líðst án þess að skattalög séu brotin, og þar eru að miklu leyti sömu menn ofan á. Þetta eru til dæmis þeir, sem miklu frekar en launþegar hafa aðgang að bankakerfinu. Reynslan sýnir, að lítið mark er takandi á loforðum stjórnmálaforingja um verulegar úr- bætur í skattamálum. Þegar öllu er á botninn hvolft, má vera ljóst, að tekjuskatturinn er svo ranglátur, að hið eina, sem gildir, er að leggja hann niður. Þingkosningar í Svíþjóð 19. september: Tekst að hnekkja 44 ára veldi jafnaðarmanna? Gösta Bohmann. Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Jafnaðarmanna- flokkur hans heyja kosninga- baráttu með bakið að veggnum. Að Palme og mönnum hans er sótt úr báðum áttum, af borgaralegu stjórnarandstöð- unni og Vinstriflokknum- kommúnistunum. Eftir 44 ára órofna stjórn jafnaðarmanna hafa nú allir stjórnmálaflokkar Svíþjóðar kvatt til alla liðsmenn sína, sem vettlingi fá valdið, til undir- búnings kosninganna 19. september. En þrátt fyrir að hart sé sótt að "Jafnaðarmanna- flokknum eru sigurlíkur hans verulegar — að vanda — ekki sízt fyrir það að flokksappa- ratið er svo miklu stærra en samanlögð apparöt hinna flokk- anna. Þrjú hundruð og fimmtíu þúsund stuðningsmenn Jafnaðarmannaflokksins taka þátt í kosningabaráttunni, eða næstum einn áróðursmaður á sjötta hvern kjósanda og hundrað þúsund fleiri en beitt var í síðustu kosningum 1973. Þá urðu úrslit kosninganna jafntefli, 175 þingmenn kjörnir fyrir jafnaðarmenn og Vinstri- fíokkinn-kommúnistana og jafnmargir fyrir borgaraflokk- ana þrjá. Þetta getur ekki gerzt aftur, því þingmenn á næsta þingi verða aðeins 349. Baráttuherferð Jafnaðar- mannaflokksins nær nú í fyrsta skipti til Alþýðusamtakanna í landinu, LO. Hverjum einasta félaga í LO — og þeir eru sautján hundruð þúsund — hefur verið sent persónulegt bréf þar sem hann er hvattur til að greiða stjórnarflokknum sitt atkvæði. Til þessa hafa um 75% félaga í verkalýðsfélögun- um greitt atkvæði sitt á þann veg. Bohmann með hníf í beltinu Flokksleiðtogarnir eru óvenju virkir í yfirstandandi kosningabaráttu. Leiðtogi íhaldsmanna, Moderata Samlingspartiet, Gösta Boh- mann, dvaldi til dæmis nýlega meðal skógarhöggsmanna í Norður-Svíþjóð og lét taka myndir af sér í köflóttri verka- mannaskyrtu með hníf í belt- inu. Skógarhöggsmönnunum þótti lítið til koma, að sögn. Einn sænsku stjórnmála- mannanna reynir þó aldrei að setja sig í aðstæður þar sem hann á ekki heima. Það er Gunnar Strang fjármálaráð- herra sem orðinn er sjötugur. Enginn annar sænskur stjórn- málamaður hefur jafnmikla reynslu og hann sem sannast á því að hann hefur verið ráð- herra í þrjátíu og eitt ár og Olof Palme. fylgjandi því að stjórnarskipti verði en þess ber að geta að á þeim tíma voru jafnaðarmenn- irnir ekki búnir að hleypa bar- áttuskriðunni af stað. „Hœgrivilla" Palmes Að vonum hafa jafnaðar- menn lengi orðið að þola ýmsar ákúrur frá borgaraflokkunum fyrir vaxandi sósíaliseringu. Ekki dró úr þessum ákúrum þegar landsfundur LO sam- þykkti ekki alls fyrir löngu að krefjast stofnunar launþega- sjóða sem smám saman eiga að geta yfirtekið meirihluta hluta- fjár allra iðnfyrirtækja í einka- eign. Borgaraflokkarnir hafa margsinnis beðið Olof Palme forsætisráðherra um að skýra afstöðu sína tii þessarar kröfu en án árangurs. Palme hefur til þessa látið nægja að segja að þessar hugmyndir séu til athug- unar hjá nefnd sem í fyrsta lagi skili áliti eftir tvö-þrjú ár. Þessi óljósa afstaða forsætisráðherr- ans hefur leitt til þess að Vinstriflokkurinn komm- únistarnir saka hann nú um „hægriviilu“. Hálf milljón nýrra kjósenda veldur óvissu Tveir hópar kjósenda valda mestri óvissu um úrslit kosn- inganna. Kosningaaldur hefur nú verið lækkaður úr 20 árum í 18 þannig að fimm nýir árgangar — alls um hálf milljón kjósenda — greiðir nú atkvæði í fyrsta sinn. Skoðana- kannanir benda til þess að Jafnaðarmannaflokkurinn sæki á brattann hjá þessum ungu kjósendum. Hinn hópurinn er hálf önnur milljón lífeyrisþega. Palme og menn hans hafa fengið Tage Erlander, fyrrum forsætisráð- herra, til að annast þá hlið málsins. Á fundum með líf- eyrisþegum talar Tage gamli með vizku hins lífsreynda manns um landið sem „við höf- um byggt upp í sameiningu og velferð þess viljum við vernda með þeim litlu kröftum sem við eigum eftir“. En Thorbjörn Falldin hefur einnig beint orðum sínum til lífeyrisþeganna. Hann hefur skrifað þeim öllum persónulegt bréf þess efnis að allar fyrri kynslóðir hafi lofað að skilja eftir sig betra þjóðfélag en þær fengu í arf frá foreldrum sín- um. „Það er þvi nauðsynlegt vegna framtíðar lands okkar og þjóðar,“ segir Falldin í bréfi sínu til lífeyrisþeganna, „að við höfnum hinni hættulegu kjarn- orku. Það varðar framtfð okkar allra og allra afkomenda okkar.“ og prjál og gætir þess venjulega að sýnast ekki vera annar en hann er. Að vfsu getur hann þó ekki alltaf komið fram með pípuna, sem honum er tamt að reykja, því í flokki hans er mikill áhugi á umhverfis- verndarmálum. Plakatastríð í fyrri viku brauzt út hið venjulega plakatastríð flokk- anna. Um milijón plaköt hafa verið sett upp um landið þvert og endilangt. Hver flokkur hefur látið gera að minnsta kosti fimm mismunandi plaköt með slagorðum og upphrópun- um af ýmsu tagi. Frjálslyndi flokkurinn, Folkepartiet, legg- ur megináherzluna á félags- legar umbætur án sósíalisma. Miðflokkurinn notfærir sér andstöðuna við byggingu kjarn- orkuvera út í æsar og sömu- leiðis hringamyndunina. Á einu plakati Jafnaðarmanna- flokksins er mynd af lítilli fjöl- skyldu og undir henni stendur: „Saman getum við gert gott land betra." Það plakat íhalds- manna, sem sést víðast, segir að Svíþjóð eigi betri stjórn skilið. Vissulega getur það gerzt að stjórnarskipti verði í Svíþjóð að kosningunum yfirstöðnum — og þá yrði Thorbjörn Falldin væntanlega forsætisráðherra. Samkvæmt síðustu skoðana- könnun, sem birt var í byrjun júli, er meirihluti kjósenda Thorbjörn Falidin. fjármálaráðherra I tuttugu og eitt ár af þeim. Strang er sann- kölluð kosningavél. Þegar hann talar er hann fljótur að smeygja sér úr jakkanum — og þá kemur I ljós, að hann er bæði með axlabönd og belti. Það þykir ekki óviðeigandi því eitt helzta kosningaslagorð Jafnaðarmannaflokksins í þess- um kosningum er: „Greiddu örygginu atkvæði þitt.“ Leiðtogi Miðflokksins, Centerpartiet, heitir Thorbjörn FSlldin. Hann er einnig maður sem ekki er gefinn fyrir pjatt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.