Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 6
H DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 197fi. ■ Eldurinn stóð út um gluggo og dyr „Þetta var geysimikill bruni. Þegar við komum að stóð eldur- inn út um glugga og dyr. Fyrsta tilkynningin barst okkur kl. 11.36 og var allt tiltækt varalið slökkviliðsins þegar kallað út,“ sagði Gunnar Sigurðsson vara- slökkvistjóri í viðtali við Dag- blaðið um brunann í húsi Stillis að Laugavegi 168 í gærdag. Það tók slökkviliðið innan við klukkustund að ná tökum á eldinum og sagði Gunnar að þeir hefðu fengið vatn úr fimm brunahönum. Vatnið sem er á slökkvibílunum dugar skammt við svona mikinn bruna þar sem geysimikið vatn þarf til að slökkva. Fjögur fyrirtæki voru í húsinu og eru allar innrétt- ingar ónýtar en gaflar hússins standa enn uppi, hálft þakið er fallið en hinn helmingurinn ónýtur. Það tókst að verja við- byggingu við húsið vestanvert og Heklu, sem er að austan- verðu. Sagði Gunnar að þar hefðu mestu ráðið góðir bruna- gaflar. Ekki er enn ljóst hvað olli eldsupptökum. EVI 1» Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang en góðir brunagaflar komu í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins. DB-m.vndir Arni Páll. '■ •• * L '• ' Sigurður Steinsson hjó Sönnak rafgeymaþjónustunni: „Bókhaldið í einni hrúgu fyrir utan" „Þegar ég kom hingað var allt komið í rúst,“ sagði Sigurður Steinsson fram- kvæmdastjóri Tæknivers, en fyrirtækið hafði rafgeymaþjón- ustu sína að Laugavegi 168. Sigurður var önnum kafinn við að athuga hvað heillegt væri á skrifstofunni. Þar höfðu orðið mjög miklar skemmdir af hita og vatni. „Lögregla og slökkvilið höfðu snarar hendur og tókst að bjarga mestu af bókhaldinu okkar, eftir því sem ég fæ séð. Skrifstofan hjá Sönnak-rafgeymaþjónustunni var mjög illa leikin eftir hitann og þar flaut alit í vatni. Slökkviiiði og lögreglu tókst að bjarga bókhaldinu að mestu. M.vnd. Arni Páll. Magnús Magnússon: „ALLT STÓD í I — örfúum mínútum eftir að kallað var ó slökkviliðið ,,Ég kom hingað snemma í morgun og var að vinna á verk- stæðinu mínu þegar ég fann reykjarlykt. Eg fór strax í sím- ann og kallaði á slökkviliðið og þegar ég var búinn að þvi stóð hér allt í ljósum logum,“ sagði Magnús Magnússon en hann rekur Bílarafvirkjann sem var til húsa að Laugavegi 168. „Meðan ég beið eftir slökkvilið- inu tókst mér að ná út bíl sem var hér inni. Það er eins og eldurinn hafi breiðzt út á nokkrum minútum því það liðu varla nema nokkrar mínútur frá því ég fann l.vktina og þar til logarnir stóðu hér upp úr þakinu." Hjá Magnúsi var allt brunnið sem brunnið gat. „Það Það má segja að mörg er raunin hjá slökkviliðsmanni. Hvernig á að komast inn í lokað hús þar sem eldur geisar? Þessi var ekkert að t\ inóna við hlutina heldur lagði til atlögu við þennan örsmáa glugga, og inn fór tnaðurinn enda grannur vel. (DB-mynd Arni Páll). Sigurður Steinsson athugar skemmdirnar hjá Sönnak- rafge.vmaþjónustunni. Það er hér í einni hrúgu fyrir utan,“ sagði Sigurður. Að sögn Sigurðar er erfitt að segja til um hve mikið er ónýtt af raf- geymum. Það þarf að kanna hvern geymi sérstaklega. „Við ætluðum aó taka inn sendingu á föstudaginn var en einhvern veginn fórst það fyrir svo við höfum verið heppnir að því leyti,“ sagði Sigurður. Ef húsnæði fæst fljótlega á þetta ekki að stöðva reksturinn og Sigurður kvaðst vera svo bjartsýnn að það hlyti að takast. „Það hefur strax komið í ljós hve allir eru hjálplegir og ef allir leggjast á eitt þá kemst þetta allt í samt lag fljótlega," sagði Sigurður. —KP. Borgþór Björnsson: „HEYRDI FYRST UM BRUNANNI HÁDEGISFRÉTIUM ÚTVARPSINS" „Kg heyrði fyrst um brunann i liádegisfréltum í útvarpi," sagði Borgþór Björnsson. en li.inn er eigandi Byggis h/f. Fyrirtækið hafði vörulager, verkstæði og skrifstofu að Laugavegi 168 og það varð allt eldinum að bráð. Húsa- k.vnni Byggis h/f eru mjög illa farin og aðeins útveggir standa eftir. „Ég get ekkert sagt um það hversu rnikið tjónið er en það segir sig sjálft að þarna hefur orðið stórtjón. alla vega varð engu bjargað hjá mér." sagði Borgþór. —KP er ekki hægt aö segja til um tjónið, við eigurn eftir að athuga þetta allt betur. Það hefur verið nóg að gera að fást i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.