Dagblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976. 7 Erlendar fréttir REUTER Nýjustu fréttir í stuttu máli HÖFÐABORG: Að minnsta kosti sextán manns hafa beðið bana í íbúðarhverfum blökku- manna og annara þeldökkra umhverfis Höfðaborg á undan- förnum þremur dögum, að sögn lögreglunnar. Aðrar heimildir telja að ekki færri en tuttugu og fimm hafi látið lífið. NEW YORK: Jimmy Carter, forsetaefni Demókrataflokks- ins í foretakosningunum í nóvember, nýtur fylgis 53% kjósenda en Ford forseti aðeins 39%, að þvi er kemur fram í nýrri skoðanakönnun Harris-stofnunarinnar. I byrjun ágúst voru tölurnar 61% gegn 31%, Carter í vil. HAAG: Bernharð Hollands- prins hefur formlega látið af öllum opinberum störfum sínum í þágu herafla landsins vegna aðildar sinnar að Lock- heed-hneykslinu. LOS ANGELES: Viktor Belenko, sovézki flugmaður- inn, er kom óvænt til Japan á MIG-25 þotunni fyrr í þessari viku, kom til Los Angeles í morgun og var þegar fluttur á brott af lögreglu. Hannepnú í felum, en eins og fram hefur komið hefur hann oskað eftir hæli í Bandaríkjunum sem pólitískur flóttamaður. SALISBURY: Ian Smith, for- sætisráðherra Ródesíu, hefur sett á laggirnar sérstakt ,,stríðsráð“ undir forýstu varnarmálaráðherra landsins, til að samræma aðgerðir gegn skæruliðum, sem herja á -Ródesíu frá nágrannalöndun- um aðallega Mózambík. Nýr varnarmálaráðherra hefur verið skipaður, svo hinn fyrri geti einbeitt sér að slörfum stríðsráðsins. FLUGRAN í INDLANDI: Indverskri flugvél, sem rænt var á leiðinni frá Delhi til Bombay í nótt, með rúmlega 80 farþega auk áhafnar innan- borðs, hefur verið lent í i i aKtslan. Lögregla og her- menn hafa umkringt flug- vélina á flugvellinum og þegar síðustu fréttir bárust hafði engum verið hleypt út úr vél- inm, hvorki farþegum, áhöfn né ræningjum. Ekki er vitað hverjir ræningjarnir eru, né heldur hvað þeir hyggjast fyrir. Japan: Fellur Miki á eigin bragði? Takeo Miki, forsætisráðherra Japans, sem berst gegn þrýst- ingi úr sínum eigin flokki um að hann verði settur úr emb- ætti, lagði til í morgun að sér- stakt flokksþing yrði haldið til að leysa stjórnmálavandann í landinu. Þetta er haft eftir einum af ráðherrum Mikis. Verði fallizt á þessa tillögu Mikis, gæti vel farið svo að flokksþingið samþykkti að víkja honum frá, að því er haft er eftir kunnugum í Tokyo í morgun. Forsætisráðherrann hefur átt mjög í vök að verjast í flokki sinum LDP, en margir flokks- menn eru reiðir yfir því að Miki hefur ákveðið að komast til botns í Lockheed- hneykslismálinu. Hneykslið hefur náð inn í æðstu raðir flokksins og valdið mestu erfiðleikunum, sem hann hefur átt við að stríða í 21 árs sögu sinni. Tanaka (til vinstri) er þegar fallinn, og eftirmaður hans Miki (tii hægri) á nú á hættu að fara sömu leið. FLOKKUR GLISTRUPS NÆST- • • Bandaríkjastjóm ábyrgist frekari lán tU Lockheed — með vissuni skilyrðum þó Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum Gallupstofnunarinnar dönsku er Framfaraflokkur Mogens Glistrups næststærsti stjórnmálaflokkur Danmerkur. Þessi skoðanakönnun fór fram um siðustu helgi. Þá hafði flokk- urinn aukið fylgi sitt um þrjú prósent síðan síðasta könnun fór fram í júní, — hefur nú fylgi 20.5% kjósenda. Stærsti „gamli“ borgaraflokk- urinn, Vinstriflokkurinn hafði fylgi 17.9% kjósenda í júníkönn- uninni. Um síðustu helgi hafði hann einnig bætt við sig en aðeins „Þið eigið ekki olíuna okkar" — segir Callaghan Skotum Lockheedmálið svokallaða hefur meðal annars leitt til þess að Bernharður Hollands- prins hefur orðið að láta af öllum embættum sínum og fyrrverandi forsætisráðherra Japans, Kakuei Tanaka, er nú ásakaður um fjármálabrask og situr í fangelsi til bráðabirgða. Þessi aðvörun til Lockheed fyrirtækisins kom frá hinu opinbera fjármálaeftirliti Bandaríkjanna, sem hefur með að gera eftirlit með öllum pen- ingamálum fyrirtækisins. Bandaríkjastjórn er reiðu- búin að ábyrgjast Lockheed 250 milljón dollara lán (um 47 milljarða ísl. krona) til ársloka 1977. Engin trygging er þó fyrir því, að fyrirtækið 0eti endur- greitt þetta lán. Fjármálaeftirlitið hefur jafn- framt tilkynnt, að lán stjórnar- innar til Lockheed nemi nú um 160 milljónum dollara (rúm- lega 20 milljörðum ísl. króna). Meðal þeirra, sem sitja í eftir- litsnefndinni er William Simon fjármálaráðherra Bandarikj- anna. Callaghans forsætisráðherra Bretlands, er hann kom í þriggja daga heimsókn til Skot- lands fyrir skömmu. Með þessum orðum réðst hann hart að Skozka þjóðernissinna- flokknum, sem hefur barizt fyrir því að Skotar eigi Norður- sjávarolíuna einir og vaxið verulega fylgi vegna þeirrar baráttu. Callaghan sagði ennfremur að olíunni yrði dreift um allt Bretland, þótt hún væri tekin á land í Skotlandi. Jafnframt myndi söluhagnaður hennar allur fara í brezka ríkiskass- ann. „Við gerum engan mun á olíutekjum okkar og tekjum, sem aðrar auðlindir gefa af sér,“ sagði Callaghan. Hann bætti því við, að fram að þessu hefði Skotland fengið meiri fyrirgreiðslu en aðrir landshlutar miðað við fram- Ieiðslu. „Við höfum aldrei sam- þykkt það að útgjöld I hinum ýmsu landshlutum Bretlands verði fjármögnuð með tekjum af auðlindum í sama lands- hluta. Sú regla er skýr og greinileg," sagði forsætisráð- herrann. Callaghan skammaðist þó ekki eingöngu við Skota, heldur boðaði hann m.a. fram- kvæmdanefnd Skozka verka- mannaflokksins í' Glasgow, að ríkisstjórnin vildi að Skotland héldi áfram að vera hluti af hinu sameinaða konungdæmi, en meó algjöra sjálfsstjórn í málum, sem varða það eitt. Bandaríska ríkisstjórnin til- kynnti nýlega Lockheed flug- vélaverksmiðjunum, að hún myndi halda áfram að veita þeim fjárhagsaðstoð — en meö einu skilyrði þó. Fyrirtækið mætti ekki verða uppvíst að fleiri Vafasömum fjárútlátum, svo sem mútugreiðslum, 1 fram- tíðinni. Simon fjármálaráðherra: Enn býður hann Lockheed aðstoð. 1.7 prósent. Stjórnarflokkurinn í Danmörku, Sósíaldemókratar, eru stærstir enn sem fyrr, með 29.2 prósent fylgi. Það er þó 2.5 prósent minnkun frá því í júní og 3ja prósenta minnkun frá skoðanakönnun Gallupstofnunar- innar í maí síðastliðnum. í þingkosningunum í Dan- mörku í fyrra fékk Sósíaldemó-' krataflokkurinn 29.0% atkvæða, Vinstriflokkurinn 23.3% og Framfaraflokkur Glistrups 13.6%. Mogens Glistrup næst stærstur i Danmörku núna, „Norðursjávarolían er ekki skozk,“ var boðskapur James Gallaghan segir olíuna eign allra Breta. STÆRSTURIDANM0RKU

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.