Dagblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976. Liðin tíð að hœgt sé að stjórna fólki með tilskipunum ## — rœtt við sjónvarpsstarfsmann um baróttu sjónvarpsins við fjármólaróðuneytið Þeir sáíu og ræddu um að allir væru að gera það gott nema þeir. Svona fara sjónvarpsmenn sér hægt við vinnu. DB-myndir Arni Páll. hópur fólks sem gott er að vinna með. Þegar starfsandinn er jafngóður og hér hefur verið hættir maður ekki fyrr en í fulla hnefana." Varla hlustað ó rök- semdir starfsmanna- félagsins. Eins og gefur að skilja hafði Starfsmannafélag sjónvarpsins átt viðræður við fjármálaráðu- neytið um kaup og kjör áður en til vinnustöðvunarinnar kom. Hins vegar brá svo við að á kröfur fólksins var varla hlustað. Þær röksemdir sem hafa verið bornar fram fyrir bættum kjörum hafa ekki verið teknar gildar. Viðmælandi Dag- blaðsins orðaði þetta atriði á eftirfarandi hátt: „Vitaskuld höfum við lagt kröfur okkar fyrir fjármála- ráðuneytið en ávallt hefur verið farið undan í flæmingi er við höfum beðið um svör. Ef okkur er mismunað í kaupi miðað við sambærileg fyrir- tæki, sem einkaaðilar reka, getur ekki hjá því farið að lak- asti starfskrafturinn lendi hjá ríkinu. Staðreyndin er einfald- lega sú að hæfum starfskröft- um er boðið mun betra kaup en hjá ríkinu og þá hugsa fáir sig um tvisvar að taka betur borg- aða starfinu. Til dæmis höfum við farið fram á það að laun tæknimanna sjónvarpsins yrðu miðuð við það kaup sem tæknimenn ríkis- verksmiðjanna fá. Okkar menn eru mun verr launaðir en samt vinna þeir skapandi og lifandi starf á meðan hinir eru í föstum störfum sem oft krefj- ast engra breytinga frá degi til dags. Einnig þessi krafa hefur verið hunzuð. Þeir starfsmenn fjármála- ráðuneytisins, er sjá um samn- ingamál ríkisstarfsmanna, hafa margt annað á sinni könnu og slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. — Það er liðin tíð að hægt sé að stjórna fólki með tilskipunum.'1 Verður sjónvarpað í kvöld? Að lokum var sjónvarps- starfsmaðurinn spurður að því hvort aðgerðunum yrði haldið áfram í dag og á morgun. „Það veit ég ekkert um,“ svaraði hann. „Vinnustöðvunin okkar er algjörlega óskipulögð. Eg mæti á féttum tima til vinnu eins og venjulega og verði við á meðan ég á að vera við. Eg get engu um það svarað hvað gerist í framtíðinni." —AT — Öhætt er að segja að fréttin um að starfsmenn sjónvarpsins hefðu lagt niður vinnu í gær hafi vakið mikla athygli — mun meiri en þegar útvarpsstarfs- menn neituðu að vinna yfir- vinnu fyrir nokkru. Fólk hugsar sem svo: Verður ekki sjónvarpað í kvöld? Og ef svo verður ekki, hvernig eigum við þá að eyða kvöldinu? — En * hver er ástæðan fyrir því að starfsmenn sjónvarpsins, allir sem einn, ákváðu skyndilega að leggja niður vinnu? Dagblaðið lagði leið sína í sjónvarpshúsið í gær. Ekki var hægt að gera boð á undan sér þar sem ekki var svarað í síma þó að hringt væri. Og þegar í húsið var komið var þar kyrrð og ró sem sjaldnast hefur verið áður, nema kannski á jólum og páskum. Starfsmennirnir tóku lífinu með ró og röbbuðu saman og þó að innanhússímar hringdu var þeim ekki svarað. DB náði tali af einum sjón- varpsstarfsmenni og ræddi stuttlega við hann um undirrót aðgerðanna. „Teljum sjónvarpið ekki ó réttum stað í kerfinu.“ „Við höfum lengi verið óánægðir með þau laun sem okkur eru skömmtuð," var svarið við spurningu um að- draganda málsins. „Sjónvarpið er ung stofnun og við teljum að henni hafi ekki verið komið fyrir á þeim stað í ríkiskerfinu sem henni ber að vera. Þarna höfum við hliðsjón af sjón- varpsstöðvum á Norðurlöndum. Við erum ekki að miða okkur við starfsbræður okkar á Norðurlöndunum hvað kaup í krónutölu varðar, heldur hver staða okkar sé í kerfinu." Um 10% hafa sagt upp störfum. A launaskrá sjónvarpsins eru um 130 manns í öllum hugsan- legum störfum. Að sögn manns- ins, sem við ræddum við, eru þar allir á sama klafa hvað launamálin snertir. Um tíu pró- sent þessa starfsfólks hafa hætt störfum við stofnunina eða eru um það bil að yfirgefa hana. Sumir þessara manna hafa starfað hjá sjónvarpinu sfðan það hóf göngu sína og eru því þrautreyndir í störfum sínum. — Viðmælandi DB var að þvl spurður hvort hann hygðist segja upp störfum. Hann hugsaði sig um góða stund áður en hann svaraði: „Ég get ekki neitað því að það hefur hvarflað að mér. Fyrir hálfu ári fékk ég tilboð um að taka mér aðra stöðu en hafnaði því. Það er nefnilega til önnur hlið á málinu og hún er sú að hér starfar samvalinn Fólkið var mætt en tækin voru látin óhreyfð og undirbúningur dagskrár látinn lönd og leið. Þetta er kvikmyndasýningarsalur sjónvarpsins á verkfallsdegi. Samtök um að kaupa ekki ávexti frá Kaliforníu — hefur ekki borizt til íslands Hafinn er erlendis áróður fyrir því að fólk bindist samtökum um heim allan um að hætta öllum viðskiptum við ávaxtaseljendur í Kaliforníu. Orsök þessa er að vinnuveitendur þeirra sem starfa við landbúnaðarstörf þar neita að taka upp fasta launasamninga við landbúnaðarverkamenn. Bak við þessi mótmæli standa Samtök landbúnaðarverkamanna í Ameríku, UFW. Nú er fólk beðið um að kaupa ekki „Dole“-vörur. Forráðamenn Dóle hafa alla tíð neitað að taka upp nokkra fasta samninga við veikamenn sína þrátt fyrir að yfir- völd í Kaliforníu hafi lýst því yfir að UFW hafi rétt til slíkra samninga. Að sögn Helge Christophersen í viðtali við norska blaðið Dagbladet hefur verkafólk hjá „Dole“-fyrirtækinu 13 krónur norskar á tímann (ísl. kr. 442), vinnuvikan þar er 6 dagar og dagvinnan átta tlmar allt árið um kring. Annað stórt vanda- mál eiga landbúnaðarverka- mennirnir við að stríða. Notkun skordýraeiturs er mikil. Plant- ekrurnar eru sprautaðar með mjög sterkum eiturefnum, svo sem Dithane (Z-78), Vapona og Santobrite. Óttazt er að notkun þessara efna sé orsök þess að meðalaldur iandbúnaðarverka- manna í Bandaríkjunum er 49 ár, 22 árum lægri en meðalaldur hins almenna Bandaríkjamanns. Aður hefur verið bundizt samtökum um að kaupa ekki rúsínur frá Sun-Maid og sveskjur frá Sun-Sweet. Hreyfing þessi hefur orðið til þess að yfirvöld 1 Kaliforníu hafa veitt fé í því skyni að semja ný lög sem geri landbúnaðarverka- mönnum auðveldara að semja um launakjör. íslenzku neytendasamlökunum hefur ekki borizt nein beiðni um að kynna þetta sjónarmið land- búnaðarverkamannanna. -KL. ENSKAN Kennsian i hinum vinsælu ensku- námskeiðum fyrjr fullorðna hefst i'immtudag 23. sept. Byrjendaflokkur — Framhaldsflokkar — Samtalsf lokkar hja Knglendingum — Fefðalög — Smásögur — Bygging málsMts — Verzlunarenska Siðdegistímar — kvöldtimar. Símar 10004 og 11109 (kl. 1-7) Málaskólinn MÍMIR Brautarholti 4. Upplýsingaskylda stjórnvalda: Félagið Islenzk réttarvernd gengst fyrir almennum umræðufundi að Hótel Esju næst- komandi laugardag kl. 14.00. Efni fundarins er upplýsingaskylda stjórnvalda. Frummælandi á fundinum verður Baldur Möller ráðuneytisstjóri en aðrir, sem taka til máls, verða ritstjórar dag- blaðanna og fulltrúar ríkisfjöl- Frumvarpið endur- samið af nýrri nef nd miðlanna. Eftir að þeir hafa lokið málflutningi slnum verða frjálsar umræður. Þá hefur nokkrum þingmönnum einnig verið boðin þátttaka. Nýlega skipaði dómsmála- ráðherra nefnd til að endurskoða frumvarp til laga um upplýsinga- sk.vldu hins opinbera. Frumvarp um þetta efni var lagt fyrir Alþingi 1972 en eftir langa meðhöndlun þar var því loks vísað til ríkisstjórnarinnar sem hefur málið undir höndum núna. Þeir, sem sæti eiga í þessari nýju nefnd eru Baldur Möller, ráðu- neytisstjóri, Sigurður Lindal prófessor og Einar Karl Haralds- son, formaður Blaðamannafélags íslands. -JB. BLAÐAMAÐUR OG SKÁTI HEIÐRAÐUR FYRIR BJÖRGUN ÚR LÍFSHÁSKA I sumar bjargaði Ölafur Hauks- son blaðamaður á Vísi manni úr lífsháska. Var ólafur i hópi skáta- félaga sinna að ganga á Mont Blanc. Fjallgöngumaður er kominn var hærra í fjallið en ís- lendingarnir, hrapaði og tókst Olafi með snarræði aó ná til hans er hann rann bjargarlaus niður hliðina. A sunnudaginn var Olafi veitt af- reksmerki Bandalags ísl. skáta úr bronsi f.vrir björgunina en merkið er veitt f.vrir björgun úr lilsháska. Það var Páll Gíslason skátahöfðingi sem afhenti merkið í hófi er Skátafélagið Kópar hélt Ölafi til heiðurs, en hann er félagi þess -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.