Dagblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977. BOGGISKRIFAR: „AÐ SLÆSA, HUKKA OG SJANKA” Loksins, loksins gafst mér tækifæri til að reyna mig í því fína sporti, golfi. Eg sem hélt að það væri bara fína fðlkið sem fengi að nálgast völlinn, hvað þá sjálft klúbbhúsið, að ekki sé minnzt á að fá að slá litlu hvítu kúluna, eða reyna það að minnsta kosti. Það var Kápé sjálfur sem bauð mér uppá hring, eins og hann orðaði það. Og stundin var runnin upp! Við stóðum á teig á fyrstu braut. Mér fannst hún ógnarlöng að sjá en Kápé fræddi mig á því að hún væri par fjórir, þ.e.a.s. gert væri ráð fyrir að það tæki mann fjögur högg að koma hvítu kúlunni í holuna sem var á hinum enda brautarinnar. Kápé sló á undan og þvílík tilþrif! Það tók hann að vísu nokkra stund að ná mið- inu. Síðan sveiflaði hann kylf- unni í rúmlega hálfhring aftur- fyrir sig og þvínæst í heilhring (sýndist mér), framfyrir sig og einhvern veginn fór hann að því að hitta kúluna í leiðinni og þarna þaut hún sem ör af boga, langleiðina eftir brautinni. ,,Nú skalt þú slá,“ sagði Kápé og ég reyndi að setja mig í svipaðar stellingar og hann hafði gert. „Bara rólega aftur,“ sagði Kápé. Og ég sveiflaði kylf- unni rólega aftur og sló svo af lífs og sálarkröftum. Glæsileg tilþrif en litla hvíta kúlan var kyrr á sínum stað. „Bara rólegur,“ sagði Kápé. „Reyndu aftur og hafðu jafnan hraða í sveiflunni." Ég reyndi aftur og hafði jafnan hraða í sveiflunni og kúlan þaut af stað, þessa tíu metra. „Þetta er allt í áttina," sagði Kápé í huggunartóni. Það er óþarfi að orðlengja það að Kápé þurfti ekki nema þessi áætluðu fjögur högg til að koma kúlunni í holuna en ég þurfti aftur á móti 12. „Þetta kemur,“ sagði Kápé, „þetta kemur,“ en það kom bara ekki. „Það gengur betur næst,“ sagði Kápé. Ekki vil ég þreyta lesandann með því að telja upp og útskýra hvert högg sem ég sló í þessum hring, sem var níu holur, enda ekkert pláss fyrir það á þessari síðu þó vísnaþættinum væri sleppt og jafnvel lesendabréf- unum, hérna við hliðina, líka. En það má geta þess til gamans að mér tókst að „slæsa“ og „húkka“, „sjanka" og „toppa“ og jafnvel þetta allt í einu og sama högginu. Skást tókst mér upp í púttinu, komst meira að segja niður í að tvípútta. Ekki hafði ég týnt nema þrem bolt- um þegar við komum á tjarnar- brautina. Á þeirri braut hefði það komið sér betur að hafa kúlur með flotholti, eða þá að hafa spotta í kúlunni, eins og mér er sagt að skotar geri, til að týna ekki kúlunni. Þar fóru fjórar til viðbótar en sú fimmta var svo elskuleg að fleyta kerl- ingar og lenda uppi á bakkan- um hinum megin við tjörnina. Sem betur fer fann ég þessar þrjár kúlur, sem ég setti út af á síðustu brautinni, og var satt að segja dauðfeginn þegar síðasta kúlan var komin tryggilega ofan í níundu og síðustu holuna í þessum hring. Á morgun fer ég aftur út á völl, þó ekki með Kápé. Þegar ég hringdi til hans áðan sagðist hann því miður ekki mega vera að því að fara með mér út á völl en útvegaði mér mann í staðinn sem hann. sagði að væri með hæstu forgjöf, eins og ég. „Glæsileg tilþrif en litla hvíta kúlan var kyrr á sínum stað.' Svíkur hann Bakkus marga Vísur og vísnaspjall Jön Gunnar Jónsson Árni Pálsson prófessor og Theodora Thoroddsen skáldkona voru kunningjar. Til eru vísur sem bæði ortu um Bakkus konung. Líklega hefur Árni ort sitt kvæði á undan. Varla er þó hægt að skoða vísur frú Theodoru sem svar við erindum Árna, þó er ekki gott að vita. Þetta hafði Árni að segja. Enn þá gerist gaman nýtt, gnótt er í kjallaranum. Þá er geðið glatt og hlýtt hjá gamla svallaranum. Oft um marga ögurstund á andann fellur héla, en hitt er rart, hve hýrnar lund, er heyrist gutla í pela. Það er eins og leysist lönd úr læðing margra ára, þegar hnígur heim að strönd höfug vinsins bára. Og Theodora kvað. Bakkus kóngur kann það iag, ef köld og myrk er lundin, að breyta nótt i bjartan dag og brúa dýpstu sundin. Bjart er skúraskinið þá, skjólin mjúk og fögur, en skelfing vill hann skella á, þá skroppinn er uppi lögur. Augun gerast vot og veik, vitinu sumir farga. Svona eftir sælan leik svíkur hann Bakkus marga. ★ Hér kemur þriðji skammlur af vísum eftir Jónas Jónasson frá Hofdölum á tiltölulega stuttum tíma, þarf ekki að biðja afsökunar á því. Hann var eins og menn sjá ágætlega hagmæltur, en gaf ekki út bók. Hér hafa aðeins verið birtar stökur eða samhendur. Nokkur hátíð- legri kvæði birtust eftir hann í Skag- firskum ljóðum sem út komu 1957. Frostið herðir heljartök, hrími litar skjáinn. En andinn heldur auðri vök út í draumabláinn. Jónas lenti í orðasennu við frelsaðan mann. Þó að mælskan frá þér f!æð'. fellir ’ún ekki hreysið mitt. Þú hefur drottins-hundaæði. Ég held ég þekki bitið þitl. Um prest, sem talinn var vífinn. Prestar leita ávalt upp á æðri sviðin. En bjóddu þeim, vinur, heldur hupp en hryggjarliðinn. Stjórnmálamaður sór fyrir æskusynd- ir sínar. Stendur nú við þrifaþvott — þótti heldur mórauð æran. Allt, sem fyrr hann gjörði gott grandvarlega af sér þvær hann. Jónas ritaði ljóð sín í syrpu og hafði þennan formála. Sólin heiðum himni frá hellir geisla flóði. Bókin mín skal byrja á björtu sólskinsljóði. Ljóssins guð, ég leita þín, líttu á nauðþurft mína. Yfir litlu ljóðin min leggðu blessun þína. ★ Veturinn 1940 flutti Bjarni Ásgeirs- son, alþingismaður, síðar ráðherra, vísnaþátt í útvarpið, mest þingvísur. Sumt af þeim birtist svo i Útvarpstíð- indum. Hér tek ég orðrétt: Þegar Hannes Hafstein varð ráðherra í síðara skiptið, voru nokkur umbrot í landsmálum og þóttu ýmsum þær breyt- ingar á þingi og stjórn koma nokkuð á óvart. Þá var kveðið: Hér var allt með öðrum svip fyrir ári um þetta leyti. En alltaf má fá annað skip og annað föruneyti. Þegar ísafold birti mynd af Hannesi Hafstein í fyrsta sinn, eftir að hafa verið i margra ára andstöðu við hann og henni lengst af mjög harðri, var þessi vísa gjörð: Hér er það hið gamla goð, — gustur fer um vikina — málað upp á ísuroð: undarlegt með tíkina. Ekki getur Bjarni höfunda. Veit nokkur um þá? Isafold var oft á þeim árum kölluð tsa. Bjarni segir svo frá nýortum vísum. Þeir, sem þar koma við sögu, voru báðir meðal kunnustu hagyrð- inga þingsins. Skúli Guðmundsson alþingismaður hafði dvalið á milli þinga norður í kjör- dæmi sínu, Vestur-Húnavatnssýslu. Þegar hann kom til baka var hann byrjaður að safna skeggi á efri vör og kunnu þingmenn þeirri breytingu ekki sem best fyrst í stað, en berhöfðaður gekk hann eftir sem áður. Þá var kveðið: Skúli yrði alþjóð hjá í æði háu mati: ef hann skipti í skyndi á skeggi og höfuðfati. Þessi vísa fæddi af sér aðra og er hún svona: Bjarni af ýmsum öðrum ber, en illa líkar konum þessi galli, að það er ekkert skegg á honum. ★ Þrjár vísur úr kvæðinu Ástarímynd eftir Steingrím Thorsteinsson. Á lífið gjörvalt ljóma ber af ljósinu ástar þinnar. Dauðans breytir dimma sér í dagsbrún vonarinnar. Helgast það sem horfir á þitt himinfagra auga. Synd í lindum sjóna blá sig mætti hreina lauga. Döggin hreina og himinlind hugarlíking sýna, eins og rósar morgunmynd minnir á fegurð þina. Jón Gunnar Jónsson S. 41046. ■N

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.