Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JUNl 1977. Orkustofnun óskar að taka á leigu nokkrar jeppabifreiðar. Uppl. ísíma 28828 frá kl. 19—22 næstu daga Sumarbústaðaland Tilsölueru ca 2 hektarar af fallegu sumarbústaðalandi við Langavatn. Uppl. í síma 83111 fyrir hádegi næstu Hœstaréttariögmenn Óiafur Þorgrímsson Kjartan Reynir Ólafsson Háaloilisbraut 68. Bflamálarar Viljum ráða bílamálara eða menn vana bílamálun strax. Uppl. ísímum 35051 og 85040 Frá Skólagörðum Reykjavíkur Innritun í skólagarðana fer fram fimmtudaginn 2. júní. í Laugardals- og Ásendagarða kl. 9-11, í Árbæjar- og Breiðholtsgarða kl. 13-15. Innrituð verða börn fædd 1965-1968 að báðum árum meðtöldum. Þátttökugjald kr. 2000 greiðist við innritun. Skólagarðar Reykjavíkur. Ibúð til leigu r- — ^rr- '■ 4—5 herbergja íbúð í Hafnarfirði til leigu. Ca 145ferm. Uppl. ísíma 52117 frá kl. 16—19 ídag JCIZZBaLL©ö38kÓLi BÚPU b N N Dömur athugið líkamsrækt líkQm/íCttKt ■ff Nýtt 3ja vikna námskeið hefst mánudaginn 6. júni. if Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. ■jf Sérstakir matarkúrar fyrir þær sem eru t megrun. if Morgun-, dag-. og kvöldtimar. if Tlmar 2svar eða 4 sinnum i viku. if Sturtur, sauna, tæki. Ijós. Innritun frá þriðjudegi 31. mai i sima 83730. s R Upplýsingar og innritun i sima 83730 •2 L. , jgzzBaLLeCCSkóLi búpu Beiðni Mólúkkanna um sáttasemjara fálega tekið Mólúkkönsku skærulióarnir i Hollandi komu á óvart í gær með því að biðja um að sáttasemjari yrði skipaður til að reyna að leysa úr sjálfheldu þeirri sem ríkt hefur milli þeirra og hollenzku stjórnarinnar undanfarna daga. Er skæruliðarnir tóku gísla sína 23. maí síðastliðinn, hótuðu þeir að myróa þá ef stjórnin reyndi að fá einhverja — svo sem háttsetta leiðtoga Suður-Mólúkka í Hollandi — til að miðla málum. Hollenzka stjórnin hefur tekið þessari nýjustu beiðni skæru- liðanna fremur fálega og vill fá nánari skýringar frá þeim um hvað þeir eigi við með að fá sátta- semjara. Eftir langan fund með Það urðu víða fagnaðarfundtr er foreldrar heimtu börn sin úr helju aðfaranótt föstudagsins. ráðherrum hollenzku stjórnarinnar i gærkvöld var ákveðið að halda áfram að reyna að fá skæruliðana til að falla smátn saman frá kröfum sínum. Þeir hafa nú veitt svo miklar tilsiakanir á þeim átta dögum sem liðnir eru síðan þeir tóku gísla sína að menn eru bjartsýnir á að takast megi að rýmka eitthvað til viðbótar. Hjá gíslunum er fátt nýtt að frétta. Enginn hefur verið særður enn þá. Sambandslaust hefur verið milli lestarinnar og skólans, þar sem gíslarnir eru í haldi, síðan á föstudag er 105 skólabörn- um var sleppt. Að undanförnu hafa verið uppi getgátur í hollenzkum blöðum um að Suður-Mólúkkarnir hygðust fara til Vestur-Afríkuríkisins Benin (áður Dahomey) þegar þeir fengju þotu til umráða. Dómsmálaráðuneytið i Hollandi bar þessa fregn til baka i gær. Skæruliðarnir hafa enn ekkert gefið upp um hvert þeir vilji fara. Ástæðan fyrir því að Benin hefur komið til tals sem áfangastaður er sú að stjórnvöld þar hafa stutt kröfur Suður-Mólúkka hjá Sam- einuðu þjóðunum um sjálfstæði eyjanna. Sendiherra El Salva- dor heill á húfí — rænt á sunnudag — skilað í gær Sendiherra EI Salvador í Guatemala, Eduardo Casanova, var skilað heilum á húfi í gær eftir að hafa setið i haldi hjá mannræningjum í tvo sólar- hringa. Hann var heill á húfi að öðru leyti en því að hann hafði verið skotinn í fótinn. — Kröfum mannræningjanna hafði verið mætt. Casanova sagði frétta- mönnum stuttu eftir að hann kom heim til sín að bindi hafi verið sett fyrir augu hans og hann látinn telja upp að hundrað áður en hann mátti taka það frá augunum. ,,En ég taldi bara upp að þrjátíu," sagði Casanova. Þá kom í ljós að hann var staddur á vegarkanti mikillar umferðargötu. Mannræningjarnir, sem tilheyra vinstri sinnuðum skæruher hinna fátæku, kröfðust þess að lesin yrði upp tilkynning á aðalfundi banka nokkurs, þar sem sagt var að hann væri tæki heimsvalda-i sinna. Tilkynningin, þar sem einnig var sagt að stjórnvöld í E1 Salvador og Guatemala kúguðu þegna sína, var einníg lesin í útvarpinu í Guatemala. Fjölskylda Casanova varð að borga fyrir útsendingartímann. Casanova fékk skot í fótinn er honum var rænt á sunnu- daginn. Honum tókst ekki að troða fætinum inn í bíl þann sem hann var fluttur á brott í. Ræningjarnir höfðu bundið hann afkáralega svo að hann lenti í slæmri stellingu. Þegar honum tókst ekki að lyfta fætinum inn var skotið í hann. Lagningu langrar og dýrrar olíuleiðslu lokið Bandaríkjamenn luku í gær við gerð 1.220 kílómetra langrar oliu- leiðslu, sem byrjað var að leggja frá Alaska til Bandaríkjanna fyrir þremur árum. Alls nam kostnaðurinn við gerð leiðslunnar átta milljörðum dollara. Tvö hundruð og fimmtíu verka- menn fögnuðu ákaft þegar síðasti hlekkurinn á leiðslunni var festur viö í gær. Hún var lögð til þess að minnka þörf Bandaríkjamanna á að flytja inn eldsneyti til lands- ins. Lagningin kostaði margra ára málaþras — aðallega við um- hverfisverndarmenn, sem töldu að mikið land myndi skemmast varanlega er leiðslan væri lögð. Enn er eftir að vinna talsvert i dælustöðvum áóur en olía getur farið að renna um pípurnar. Þó er búizt við að fyrsta olían fari af stað innan þriggja vikna. í októ- ber er því spáð að leiðslan flytji 1.2 milljónir tunna á dag frá Alaska til Bandaríkjanna. Það magn er fjórðungur af notkun Bandarikjamanna á jarðoliu og um tíu prósent af þörfinni fyrir jarðgas. » Lagning olíuleiðslunnar er mikið verk sem nú er loksins séð fyrir endann a.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.