Dagblaðið - 16.06.1977, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 16.06.1977, Blaðsíða 27
27 Sjónvarp l>AGBLAOIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JUNÍ 1977. Utvarp Sjónvarp á laugardagskvöld kl. 20.55: Auðnir og óbyggðir Gósenland jarðfræðinga „Þetta er þáttur um eyði- merkuvatn í A-Afríku sem kennt er við Rúdólf, Austur- ríkisprins held ég að hann hafi verið, það var þessi sem myrti kærustuna sína eða eitthvað svoleiðis. Þátturinn er lýsing á staðháttum á þessu eyði- merkursvæði og þar er lýst jurta- og dýralífi," sagði Ingi Karl Jóhannesson þýðandi og þulur þáttanna um auðnir og óbyggðir. Á dagskrá sjónvarps á laugardagskvöldið er einn þáttur úr þeirri syrpu og fjallar hann um Rúdólfsvatn 1 Kenýa. „Afskipti manna af þessu svæði hófust á 19. öld þegar þangað kom landkönnuður sá sem gaf vatninu nafn. Þetta svæði er mjög sérkennilegt og að mörgu leyti merkilegt eins og þau önnur svæði sem Anthony Smith velur til um- fjöllunar í þessum þáttum. Ilann velur svæði sem öll hafa eitthvað sérstakt við sig og fjallar um þau á ákaflega næman og skemmtilegan hátt. Þessir þættir fjalla allir um auðnir og óbyggðir eins og nafnið bendir til en þó býr þar fólk á strjáli. Til dæmis býr við Anthony Smith virðir Rúdólfsvatn og nágrenni. Rúdólfsvatn nokkur hópur svertingja sem verið hefur þar um langan aldur og er enn. Þetta svæði er gósenland fyrir jarðfræðinga því þar er mikið af steingervingum sem eru merkilegir. Fegurð er þar mikil en því miður nýtur hún sín ekki sem skyldi í sjónvarpi þar sem litina vantar. Umsjónarmaðurinn Anthony Smith er brezkur náttúrufræð- ingur og hefur hann ákaflega skemmtilega framkomu auk þess sem hann hefur næma og sterka tilfinningu fyrir raunverulegum verðmætum," sagði Ingi Karl. Það þarf víst ekki að hvetja þá sem horft hafa á fyrri þætti I flokknum til þess að setjast niður við þennan en ef ske kynni að til væru þeir sem misst hafa af þeim öllum skal þeim sagt að þættirnir eru svo sannarlega vel þess virði að á þá sé horft og þeir eru með mun skemmtilegra sniði en flestir fræðslumyndaþættir sem sjónvarpið hefur sýnt fram til þessa. - DS sír ^ Útvarp á laugardagsmorgun kl. 11.10: Barnatími Bömin flytja sjálfvalið efni „Það koma þarna fram með mér tvö börn sem flytja efni sem ég leyfði þeim að velja sjálf. Þau lesa hvort um sig einn bókarkafla og velja einnig að hluta tónlistina á milli. Stúlkan, Sigrún Þorgeirs- dóttir 12 ára, les einn kafla úr Önnu I Grænuhlíð og drengurinn, Öskar Davíð Gústafsson, les sög- una Dáfríður og dýrið ljóta og er sú saga úr stóru ævintýrabókinni. Sjálf les ég svo stígvélaða köttinn. Tónlistin er sitt af hvoru tagi og er enginn sérstakur höfundur sem hægt er að skrifa fyrir henni. Hluta af henni völdu börnin en ég valdi sumt.“ Þetta voru orð Guðrúnar Birnu Hannesdóttur umsjónarmanns barnatímans sem hefst klukkan tíu mínútur yfir ellefu á laugardagsmorgun. Sögurnar um Önnu í Grænuhlíð er víst óþarfi að kynna fyrir les- endum, svo víða hafa þær verið lesnar. Það sakar þó ekki að geta þess að höfundurinn hét Mont- gomery og Axel. Guðmundsson þýddi. Stígvélaði kötturinn er ekki síður þekktur meðal yngri barna en Anna er meðal þeirra eldri. Ævintýrið um Dáfríði og dýrið ljóta er hins vegar minna þekkt en nú er tækifæri til að kynnast þvi. -DS stemmur" eftir Jórunní Viðar. Höfundur leikur á pianö. b. Sönglög eftír ýmsa höfunda. Svaia Nielsen syngur; Guórún Kristinsdóttir leikur á pianó. c. Kvintett eftir Leif Þórarinsson. Blásarakvintett Kammersveitar Reykjavikur leikur d. Konsert fyrir horn og hljómsveit eftir Herbert H. Agústsson. Christina Tryk og Sinfóniuhljómsveit Islands leika; Páll P. Pálsson stjörnar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veóurfregnir). 16.20 Popphom. Þorgeir Astvaldsson kynnir l Sjónvarp Laugardagur 18. júní 18.00 iþróttir. Umsjónarmartur Bjarni Felixson. Hlé. 20.00 Fréttir og voóur. 20.25 Auglýtingar og dagskrá. 20.30 LMknir é farft og flugi. (L). Breskur gamanmyndaflokkur. Skottulaaknirinn. Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Auðnir og óbyggöir. í þessum þætti er litið á dýrallf við Rúdolfsvaln i Kenýa. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 21.25 Sémsbar. (Peyton Place). Banda- rísk bíómynd frá árinu 1957. byggð á sttgu eftjr Grace Metalious. Sagan var gefin út á Islensku árið 1958. Aðalhlut- verk: Lana Turner, Diane Varsi, Ilope Lange, Lee Philips og Lloyd Nolan. Myndin hefst árið 1937 í smábænum Peyton Place í Bandaríkjunum og lýsir lífi nokkurra Ibúanna þar. Alli- son MacKenzie og skólafélagar hennar eru að ljúka stúdentsprófi. Allison býr hjá velstæðri móður sinni, en Selena, vinkona hennar, býr með móður sinni og stjúpföður í mesta volæði. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.55 Dagskrérlok. Sunnudagur 19. júní 18.00 Bangsinn Paddington. Brezkur myndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökulsson. Sögumaður Þórhallur Sig- urðsson. 19.10 Knattspymukappinn. Lokaþáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsd. 18.35 Rokkveita ríkisins. Hljómsveitin ('obra. 20.00 Fróttir og veður. 20.25 Til Heklu (L) Lýsing sænskra sjónvarpsmanna á ferð Alberts Kngström um ísland árið 1911. 3. þáttur. Þýðandi Vilborg Sigurðar- dóttir. Þulir: Guðbrandur Gislason og Ágúst Ragnarsson. 21.00 Husbændur og hju (I.) Bresklir myndaflokkur. Þýðandi Knst:uai:ii Kiðsson. 21.50 írar i Austurlöndum. Fyrir nokkru reisti japanskt fyrirtæki verksmiðju I Irlandi. Allmargir írskir starfsmenn voru sendir i kynnisferð til Japans og var þessi mvnd tekin i þeirri för. Þýðandi Jón (). Kdwald. 22.40 Að kvöldi dags. Séra Jakob Jónsson dr. theol flvtur hugvekju. 22.50 Dagskrárlok. ÚRVflL/ KJÖTVÖRUP OG ÞJÓÍIU/TA /4U3llteitthvaö gott ímatinn STIGAHLÍÐ 45^47 SÍMI 35645 Bílar: Plymouth Duster árg. ’74, 2jadyra. Scout árg. ’74, 6 cyl. Cortina 1600 XL árg. ’74. Bronco árg. ’66 Citroén GS árg. ’74 Fiot 128 ’76, ekinn 6.000 km. Citroén Amy 8 ’74, ekinn 19.000 km. Wogoneer ’76, ekinn 17.000. BMW árg. ’69. Austin Mini árg. ’74 á góðu verði. Joilasfll Em3EHEEEE Bergþórugölu 3 — Reykjavfk Símar 19032 & 20070 Reykjavíkurdeild R.K.Í. NÁMSKEK) einungis í blástursaðferðinni við lífgun úr dauðadái. Kennoror: Jón Oddgeir Jónsson og Guðrún F. Holt. Kennt verður í 12-15 manna hópum. Hvert námskeið stendur eitt kvöld — og er ókeypis. Allor upplýsingor ó skrifstofu deildarinnor oð Öldugötu 4. Sími: 28222. Sumarbústaðalönd til sölu í Efra Apavatnslandi 4 km frá Laugarvatni. Veiðileyfi og hestabeit fyrir hendi ef óskað er. Uppl. í síma 32072, 34359 og 31344. Kennara vantar við Tónskólann í Neskaupstað. Laus kennarastaóa við Tónskólann í Neskaupstað. Væntanlegur umsækjandi þarf að geta kennt píanó- og orgelleik. Allar uppl. veita skólastjóri Tón- skólans, sími 97-7540, og skólastjóri, sími 97-7630 eöa 97-7285. Skólofulltrúinn í Neskoupstoð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.