Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 4
■4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1977. Listasafn íslands: Reisir nýtt hús bak við Glaumbæ Stiginn i (iiaumbæ þar sem hann lá upp á svalirnar f danssalnum. (DB-myndir Bjarnleifur). „Þig sem í fjariægð” — höf undurinn heimsóttur „Islenzk ljósagerð er á ákaf- lega hættulegu stigi núna að mínu mati. Tökum til dæmis danslagatextana. £g hef sjálfur gert texta við danslög og vand- að mig við það eftir mætti. Að minnsta kosti hef ég reynt að semja texta sem falla vel að laginu. Textarnir sem vinsæl- astir eru eru hins vegar mikið ,bull, algerlega án hugsunar og gera það að verkum að fólk VALDIMAB HÓLM MAU.STAÐi ÉG ER Á FÖRUM 5. OTGÁFA OTGEFENDUR: nokkrir uóðavimr REYKJAVlK - 1939 Arið 19J9 var gefin ui sérprentun á Ijóðinu £g er á fiirum. man þá auðveldlega án þess nokkurn tíma að hugleiða efni þeirra.“ í>etta voru orð Valdimars Hólm Hatlstað skálds á Húsavik. Valdimar er fæddur árið 1906 að Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, þar sem hann ólst upp til 19 ára aldurs. Þá lá leiðin víða um landið, meðal annars til Reykjavíkur, þar sem Valdi- mar starfaði meðal annars sem blaðamaður. 1936 gerðist Valdimar svo ritstjóri blaðs framsóknarmanna á Siglufirði, Rinherja. Allt fram á síðustu ár hefur hann svo skrifað vikuleg- ar greinar í blaðið Verkamann- inn á Akureyri og auk þess skrifað öðru hverju i önnur blöð. Núna fyrir jólin stendur til að gefin verði út ljóðabók með nokkrum af nýjustu ljóðum Valdimars. Hann hefur ekkert gefið út af ljóðum sfðan 1942 svo eitthvað ætti að vera til sem fyllt gæti eina bók því Valdi- mar yrkir stöðugt þrátt fyrir háan aldur. Við heimsóttum Valdimar fyrir nokkru og ræddum lítil- lega við hann um ljóðagerð hans og lífið og tilveruna. — Hvert telurðu þitt þekkt- asta ljóð? „Það er líklega kvæðið „Eg er á förum" sem á tímabili var sungið í hverjum einasta rútu- bil sem um landið fór. Eg tel þetta þö alls ekki mitt beztp kva-ði, það er fullrómantískt til þess að það falli inn i nútim- ann. Ég orti það ungur og hef sjálfsagt verið ástfanginn af einhverri stúlku eins og geng- ur. Eg get ömögulega gert upp við mig hvaða kvæði mitt er bezt. í rauninni er ég alls ekki dómbær á það, spurðu heldur einhvern utanaðkomandi. Eitt kvæði sem ég hef gengizt við sem höfundur þó ég sé það ekki nema að hálfu leyti er mjög oft sungið í útvarpi og víðar. Það er kvæðið Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur o.s.frv. Það er löng saga á bak við þetta kvæði. Ég dvaldi eitt sinn á Kristneshælinu berkla- veikur. Með mér lá Margrét Sigurðardóttir kona Karls O. Runólfssonar tónskálds. Hún bað mig að yrkja fyrir sig kvæði sem ég og gerði. Ég var þó ekki ánægður með nema fyrri fjórar hendingarnar en þær voru alls átta. Ég sagði henni að ég ætl- aði að breyta þvi þegar ég væri kominn út af sjúkrahúsinu. Ég kom svo hingað norður á Hallbjarnarstaði og orti nýjan botn og sendi Margréti. Það stóðst á endum, þegar kvæðið barst var hún nýlátin. Síðan liðu nokkrir mánuðir. Þá bar svo við að ég heyrði sungið lag i útvarpinu sem mér fannst ég hálft í hvoru kannast við. Ekki þekkti ég þó nema helminginn af því. Það kom svo í ljós að kvæðið hafði verið birt í þeirri mynd sem það var sungið, í blaðinu Degi undir dulnefni. Karl O. Runólfsson hafði svo samið við það lag án þess að hafa hug- mynd um að ég hafði ort hluta þess fyrir konu hans. Eg skipti mér ekki frekar af kvæðinu því mér er illa við að eiga þess háttar í félagi við aðra. Fyrir einum og hálfum mánuði hringdi svo Pétur Pét- ursson útvarpsþulur i mig og sagði mér að kvæðið væri í skráningu hjá útvarpinu og það Her á nýbyggingin að rísa. 1 baksýn er gamla Kvennaskólahúsið t.h. og nýbygging skólans. Listasafn Islands stendur f stöðugum viðgerðum á gamla fshúsinu við Tjörnina, Glaumbæ. Á fjárlögum ársins í ár er veitt til byggingar Listasafnsins 45 milljónum króna og hefur nú verið unnið að viðgerðum á húsinu fyrir um tíu til tólf milljónir króna, að sögn Guðmundar G. Þórarinssonar verkfræðings, sem er formaður byggingarnefndar Listasafnsins. Allt húsið hefur verið sandblásið og á að sprunguþétta það með nýjum og fullkomnum aðferðum. Stefnt er að því að ljúka við- gerðum á húsinu að utan fyrir veturinn, svo raki og annað nái ekki að leika húsið grátt næsta vetur. Auk þess sem gamli Glaumbær verður nýttur undir Listasafnið verður reist nýtt hús bak við gömlu bygginguna. Nauðsynlegt er að hafa stóran og góðan kjall- ara undir hinni nýju byggingu, þar sem hægt er að hafa aðstöðu til viðgerða, geymslu o.fi. Fór bygginganefnd hússins, þau Selma Jónsdóttir, Jóhannes Jóhannesson og Garðar Halldórs- son arkitekt hjá húsameistara ríkisins til Bandaríkjanna og kynnti sér nýreist hús þar undir listasafn. Þar sem í upphaflegri teikningu var ekki gert ráð fyrir þeim kjallara sem nauðsynlegt þykir að hafa undir listasafninu, liggja nú teikningar hússins fyrjr byggingarnefnd borgarinnar og beðið er eftir samþykki fjármála- ráðuneytisins þar sem kjallarinn mun auka byggingarkostnað hússins um einar 50 til 60 milljónir. Upphaflega var áætlað verð hússins, 321 milljón króna, þar af voru 50 milljónir ætlaðar til húsa- og lóðakaupa í nágrenni safnhússins. Stefnt er að því að byggingunni verði lokið árið 1981 og þá jafn- framt viðgerðum á Glaumbæ. Verður Listasafn Islands þá loksins komið með eigið þak yfir höfuðið. BH Aðeins ein umsókn barst — um stöðu bæjarst jóra á Eskifirði Fyrir nokkru rann út um- sóknarfrestur um stöðu bæjar- stjóra á Eskifirði. Aðeins ein umsókn barst og var hún frá Askeli Elfari Jónssyni Reykja- vfk, verðandi viðskipta- fræðingi. Hann átti um skeið heimili á Eskifirði. Að sögn Guðmundar A. Auðbjörnssonar forseta bæjarstjórnar verður fljótlega haldinn fundur hjá bæjarstjórnarmeirihlutanum og ákvörðun tekin um fram- vindu mála. —Emil/JH — mmtmz Valdimar Hólm Hallstað. Mynd: Baldur Húsavík. yrði bókstaflega að fá ákveðinn höfund. Ég var afskaplega treg- ur til að gangast við því þar sein ég átti það ekki allt en gerði það þó að lokum fyrir orð Pét- urs og Else Snorrason sem skrá- setur allar plötur útvarpsins. Nú skilst mér að gefa eigi það út bráðlega á hljómplötu og þá eins og ég gekk frá því.“ — Og hvernig lízt þér á lífið i dag? „Eg er ósköp ánægður með lífið. Að vfsu hef ég ekki komið öllu því i framkvæmd sem ég ætlaði mér en það ber ekki að súta. Eg á góð börn og barna- börn s^m heimsækja mig oft og það veitir mér mikla ánægju og minnir á gamla daga. Að vísu er ég ekki ánægður með ljóðin í dag eins og ég sagði áðan. Þetta eru i rauninni engin ljóð. Það er ekki einu sinni r.vthmi í þeim. Ég tel þetta spilla smekk barna og unglinga því þetta glymur í útvarpinu og börnin læra þetta. Þau læra hins vegar ekki að hugsa neitt um leið því þetta eru merkingarlaus orð sem raðað er saman af handa- hófi. Gott dæmi er laEÍð um fiskinn hennar Stinu sem nú ber hátt á vinsældalistum. Þetta er sko ekki ljóð, heldur bull." DS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.