Dagblaðið - 26.09.1977, Side 28

Dagblaðið - 26.09.1977, Side 28
28 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977. STAR WARS Talsverðar hreyfingar eru á vinsældalistunum þessa vik- una, til dæmis eru ný lög í fyrstu sætum þeirra beggja. í Bretlandi er lagið Oxygene á toppnum. Það er flutt af Jean Michel Jarre. Um þetta lag hefur verið sagt að það sé fyrsta topplagið sem sýni það og sanni að synthesiserhljóð- færi geti verið jafn leiðinleg og öll önnur hljóðfæri í popp- músík. I Bandaríkjunum er Star Wars Theme númer eitt. Þetta er titillag nýrrar kvikmyndar sem vekur mikla athygli og hefur hlotið dágóðar undir- tektir og dóma. Breytingar á vinsældalistun- um eru fremur litlar frá fyrri viku. í Bretlandi eru tvö ný lög komin inn. Annað er fyrrver- andi topplag í Bandaríkjunum og nefnist Best Of My Love. Hitt er Looking After Number One með hljómsveit sem kallar sig Bottom Rats. Eftir nafninu að dæma þá er þetta ræfla- rokkhljómsveit eða nýbylgju- hljómsveit eins og farið er að kalla fyrirbærið. 1 Bandaríkjunum eru þrjú ný lög á lista, Swayin’ To The Music með Johnny Rivers er í tíunda sæti. Carly Simon er í sjöunda sæti með Nobody Does It Better. Það lag er nú númer átta í Bretlandi. Loks er KC Keep It Comin’ Love sem And The Sunshine Band I reyndar er orðið anzi gamalt. sjötta sæti. Þeir eru með lagid - AT Um dansleik PELIKAN á Neskaupstaö: Ja, þvflíkt fjör! „Til poppsiðu Dagblaðsins! I Dagblaðinu miðviku- daginn 14. september 1977 er grein á poppsíðunni með fyrirsögninni Presley og Jerry Lee Lewis björguðu lífi og limum Pelikana og Einars Vilberg. Síðan er því lýst, hvernig aðsúg fiokkurinn varð fyrir í Neskaupstað og svo segir orðrétt: „Það var ekki að sökum að spyrja, að Pelikan sló hressilega í gegn um kvöldið og stóð gleðin langt fram eftir nóttu.“ Ja, þvilíkt roknafjör. Það get ég sagt ykkur hjá Dag- blaðinu að þetta er sú mesta vitleysa sem ég hef heyrt um langan tíma. Hver einn og einasti maður, sem ég hef talað við hér á Neskaupstað og var staddur á þessu balli, er hneykslaður og mjög argur út I Pelikan. Músíkin, sem Pelikanar fluttu, var hljómsveitinni tii mikillar minnkunar og ekki möguleiki að dansa eftir henni. Þetta var talið lang- lélegasta ball sem hér hefur nokkrun tíma verið haldið. Eftir ballið lenti ég í partíi þar sem tveir Pelikan- ar komu einnig. Ég gekk strax að þeim og spurði af hverju ekki hefði verið hægt að fá músik til að dansa eftir. Þeir svöruðu: „Það skiptir okkur engu máli hvernig músik þið viljið. Við fáum okkar pening fyrir ballið og spilum því OKKAR músik." Takk fyrir. Þar fékk eg það. Hingað til höfum við Norðfirðingar fengið hljóm- sveitir til að geta dansað og skemmt okkur á böllum, en Pelikan virtist ekki skilja það. Að síðustu vildi ég bara óska þess (og ég er áreiðan- lega ekki einn um það), að svona grúppur eins og Pelikan láti ekki sjá sig hér framar, fyrr en hún kemur með frambærilega músik. Neskaupstað 15.9 ’77. 1285-0328. ENGLAND — Melody Maker 1. (3) OXYGENE ................................JEAN MICHEL JARRE 2. ( 2 ) WAY DOWN ..................................ELVIS PRESLEY 3. ( 4 ) SILVER LADY..................................DAVID SOUL 4. ( 1 ) MAGIC FLY .......................................SPACE 5. ( 5 ) DEEP DOWN INSIDE .............. ... ......DONNA SUMMER 6. (18) BESTOF MY LOVE ................................EMOTIONS 7. ( 6 ) TELEPHONE MAN..............................MERI WILSON 8. (10) NOBODY DOES IT BETTER ......................CARLY SIMON 9. (17) LOOKING AFTER NUMBER ONE....................BOTTOM RATS 10. ( 8 ) FLOAT ON .....................................FLOATERS BANDARIKIN — Cash Box 1. (7) STAR WARS THEME .................................MECO 2. ( 1 ) DON'T STOP ............................FLEETWOOD MAC 3. ( 3 ) FLOAT ON ................................THE FLOATERS 4. ( 5 ) TELEPHONE LINE.................ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA 5. ( 6 ) ON AND ON..............................STEPHEN BISHOP 6. (12) KEEP ITCOMIN' LOVE ............KC AND THE SUNSHINE BAND 7. (14) NOBODY DOES IT BETTER ....................CARLY SIMON 8. ( 9 ) STRAWBERRY LETTER 23 ...............BROTHERS JOHNSON 9. (10) SMOKE FROM A DISTANT FIRE ...THE SANFORD TOWNSEND BAND 10. (11) SWAYIN' TO THE MUSIC ....................JOHNNY RIVERS Ný Vísnabókarplata er væntanleg í október —mun bera nafniö ÚT UM GRÆNA GRUNDU Gunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson og Tómas Tómasson standa aögerö plötunnar Ný Vísnabókarplata er væntanleg á markaðinn í októberlok. Hún mun bera nafnið Ut um græna grundu. Að henni standa sömu aðal- menn og við gerð fyrri plöt- unnar, Einu sinni var, það er þeir Gunnar Þórðarson, Björg- vin Halldórsson og Tómas Tómasson. Iðunn gefur plöt- una út. „Ég velti því satt að segja mjög fyrir mér hvort við ættum að gera aðra vísnaplötu eftir J)ær feikigóðu viðtökur sém fyrri platan fékk,“ sagði Jóhann Páll Valdimarsson hjá Iðunni í samtali við Dagblaðið. „Á endanum fékk ég þá Gunnar, Björgvin og Tómas til að taka verkið að sér með því skilyrði að hún tæki hinni tölu- vert fram.“ Ekkert var til sparað við gerð Ut um græna grundu. Hún var tekin upp á um 300 tímum í stúdíói Hljóðrita og upptökumaðurinn sóttur til London I Marquee stúdíóið þar. Hann heitir Geoffrey Caiver. Fjöldi hljóðfæraleik- ara kemur við sögu, þar á meðal 24 manna strengjasveit. Utsetningar fyrir hana ann- aðist Jón Sigurðsson ásamt Gunnari Þórðarsyni. Plötunni er skipt I fimmtán þætti, mislanga, sem í eru ann- að hvort eitt eða tvö ljóð úr Visnasbókinni. Allmargir tóku að sér að. semja lög á plötuna. Gunnar Þórðarson samdi sjálfur sjö lög og Björgvin Halldórsson eitt. Hannes Jón MIKLU STARFI LOKIÐ — Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson brosa ánægðir. Tómas Tómasson virðist undr- andi á þessu biómahafi sem tróð sér með á mynd- ina. DB-mynd: Hörður Vilhjálmsson. Hannesson á eitt lag. Jóhann Eiríksson (sem i daglegu lifi heitir Jóhann Helgason) samdi þrjú, og eitt lag er eftir Magnús Eiríksson. Þá er lag Sigvalda Kaldalóns við kvæðið Erla góða Erla notað og tvö þjóðlög eru á plötunni. Söngur á plötunni Út um græna grundu hvílir aðallega á herðum Björgvins Halldórs- sonar. Aðrir, sem taka lagið, eru Berglind Bjarnadóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Jóhann Eiríksson og Kór öldu- túnsskóla. Fyrri Visnabókarplatan, Einu sinni var, hlaut feikilega góðar viðtökur og seldist I um 18 þúsund eintökum sem er metsala. Jóhann Páll Valdi- marsson kvaðst vonast til þess að fólki líkaði ekki siður vel við nýju plötuna. „Við höfum ekkert sparað til að gera Ut um græna grundu eins vel úr garði og frekast er unnt,“ sagði hann. „Oft á tíðum vill það verða svo, til dæmis í kvikmyndum, að þegar gert er framhald á ein- hverri velheppnaðri mynd, verður það ærið útþynnt. Frá þessu eru bó undantekninear og mín skoðun er sú, að svo sé einnig að þessu sinni.” — Jóhann bætti því við að ekki kæmu fleiri Visnabókarplötur út. Ekki ber á öðru en að for- lagið sé bjartsýnt á sölu plöt- unnar, því að fyrsta upplag hennar verður 7.500 eintök. --*■ hið stærsta hingað til.— önnur plata er á leiðinni ð markaðinn frá Iðunni. Sú neitir A bleik- um náttkjólum og er með Megasi og Spilverki þjóðanna. Hún kemur út i byrjun næsta mánaðar. -AT- TITILLAGIÐ VIÐ „STAR WARS” KOMIÐ í 1. SÆTI

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.