Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978. PJETUR, EINAR & JAN náms og brasks. Sem sagt, reglulega reiður. Orðfærið var eftir því hrjúft, augsýnilega ætlað sem snoppungur á þá okkar sem syfjað hafði á verðinum og eftir á leið manni eins og einhver hefði stikað inn til manns, skammast og skellt siðan á eftir sér hurðinni. Vandinn er sá'að skáldskapur á ekki einungis að vekja, heldur einnig að skýra hvers vegna maður ætti að halda sér vakandi og til þess var Pjetur greinilega of óstýrilátur, mátti ekki vera að þvi. Meiri yfirvegun Nú er komin út önnur bók eftir Pjetur, á vegum Lystræningjans, — reyndar fyrir nokkru, en án þess að undirritaður tæki eftir henni. Nú er úr þeirri ávöntun bætt, Á djúpmiðum heitir bókin og er myndskreytt af Erni Karlssyni, sem ég kann annars engin deili á. Meira um hans hlut siðar. Það er meiri yfirvegun í þessari bók en í þeirri fyrri, yfirlýsingar eru fáar en þess í stað leggur höfundur meiri áherslu á hlutlæga lýsingu á stemmn- ingum sem síðan varpa Ijósi á skoðanir hans, eða þá hreinar ljóðrænar lýs- ingar: „Dagurinn leið án sólar. / Orð- laus gekk hann út, / og sté hvítum fótum í myrkrið”. Um nóttina segir Pjetur: „Nóttin ber svarta skikkju á herðum sér. / Þögul gengur hún milli húsa, / að loka augum manna, / uns ár- roðinn kemur henni I opna skjöldu”. Þetta er Ijómandi elskulegt og gefur manni von um að lýrikkin hverfi ekki í byltingunni, en einhvern veginn vantar i þetta Pjeturinn, mótaða skáldpersónu með séreinkennum. Það er helst I tveimur stuttum Ijóðum um líf I sjávarþorpi að finna má hinn æski- lega samruna skáldpersónu og við- fangsefnis. Mesta nöldur Þar teflir höfundur nokkuð hagan- lega saman náttúrulýsingum og veru- leika stritvinnunnar og dregur af öllu saman ályktanir sem honum eru eðli- legar og með því finnst manni Ijóðin einhvers virði. Reykjavíkurmyndir Pjeturs eru hins vegar ekki ýkja sann- færandi, reyndar mesta nöldur. í heildina er bók hans fremur stuttara- leg og ósamstæð, svo maður hefur á tilfinningunni að hún hafi veriö sam- ansett i nokkrum flýti, e.t.v. til að skapa myndskreytinum viðfangsefni. örn Karlsson beitir samklippitækn- inni, með blöndu af pennatilbrigðum og svörtum pensli og þó að Ijóst sé að ekki sé hann þaulvanur þessari tækni, þá tekst honum á stöku staö að spila I takt við ljóðin og jafnvel magna þau. Hvað skal svo segja um annað verk sem lítill fugl kom með inn lim glugg- ann minn, nefnilega Conversations þeirra Einars Guðmundssonar og Jan Voss? Uppákoma á prenti Nú er hér ekki um eiginlegt bók- menntaverk að ræða, — alltént ekki i hefðbundnum skilningi, heldur eins konar uppákomu i prentuðu formi. Einar er sjálfsagt einhverjum kunnur fyrir tvö óvenjuleg skáldverk, Lablöðu hérgulu og Flóttann til lífsins sem hann hefur sjálfur gert út, auk þess sem hann hefur verið eins konar „poet-in-residence” á SÚM loftinu og Pjetur Lárusson. hjálparhella myndlistarmönnum. Jan Voss er þýskur myndlistarmaður með ismeygilega klmnigáfu, tslandsvinur og nú kennari um stund við Mynd- lista- og handíðaskólann. Þeir félagar setjast einfaldlega niður í þeim tilgangi að ræða allt milli himins og jarðar meðan þeir hafa þrek til og taka árang- urinn upp á segulband. Nú nú, i öðru heftinu talar Einar á ensku og Jan á þýsku en i hinu er sami texti nema hvað Einar talar nú þýsku og Jan is- lensku. Held ég. Út úr þessu kemur svo skrásetning á ákveðnu samtali I tíma og rúmi, sumt af þvi fyndið, ann- að hótfyndni og afgangurinn svona eins og gengur og gerist þegar tveir menn setjast niður til að taka samtal upp á segulband. Ég hjó sérstaklega eftir því að Einar segir einhvers staðar i hita umræðunnar, að hann gerði bækur bara vegna þess að það væri svo púkó. Meira held ég varla að ég geti sagt um verkið, sem fæst eflaust hvar sem Einar er staddur, fyrir vægt verð. OK, Einar? OK, Jan? Bók menntir AÐALSTEINN INGÓLFSSON 0 Gardínubrautir 0)11 Langholtsvegí 128 Simi 856D5 ■ || Eigum fyririiggjandi ailar gerðir af gfff viðarfylltum gardínubrautum, 1-4 iT- brauta,meðplast-eda viðar- hab köppum, einnig ömmustangir, ^0* smíðajárnsstangirogallttil gardínuuppsetningar ijmdinin srmii skiihúm IsltutíHngvit iiHuiiiertt STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á hverjum stað. SVERRIR HALLGRÍMSSON Smióastofa h/i .Tnönuhrauni 5. Simi 51745. JaneFondaí nýrrí mynd Jane Fonda varð nærri því jafnfræg fyrir baráttu sína gegn stríði eins og hún varð fyrir leik sinn hér áður fyrr. Hér er hún með leikaranum Jon Voight en þau leika saman I myndinni Coming Home. í myndinni leikur Jane eiginkonu skip- stjóra á herskipi sem er staðsett I Víet- nam. Hátalarar í sérflokki Ef þú vilt smíða kassana sjáll’ur, höfum við hátalara- sett, lltil og stór frá SEAS: Mini, 203, 303, 503 og Disco. Einnig höfum við ósamsetta kassa, tilsniðna og spón- lagða. SAMEIND, SSS“* Ferguson litsjónvarps- tækin. Amerískir inn- línumyndlampar. Amer- ískir transistorar og díóður. ORRI HJALTASON Hagamel 8, slmi 16139. Húsbyggjendur, byggingaverktakar: Eigum á lager milliveggjaplötur úr gjallí Stærð 50 x 50 cm. Athugið verð og greiðslu skilmála. Loftorka sfDalshrauni 8 Hafnarflrði, simi 50877. AfOTOROLA Alternatorar I bíla og báta, 6/12/24/32 volta. Platlnulausar transistorkveikjur I flesta bila. Haukur & Ólafur hf. Ármúla 32. Slmi 37700. ALTERNATORAR 6112/24 volt I flesta bíla og báta. VERÐ FRÁ 13.500. Amerísk úrvalsvara.i — Póstsendum. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Rafmagnsvörur I bíla og báta. BÍLARAF HF. „VÍST ERTU VÆNSTA HJljv „Þetta er bara bezta mús sem ég hef nokkurn tíma étiö.” DRÁTTARBEIZU — KERRUR Vorum aó taka upp 10“ tommu hjólastall fyrir Combi Camp og fleiri tjaldvagna Höfum á lager allar stasröir af hjolastellum og alla hluti i karrur. sömuleiflis allar gerflir af karrum og vögnum. ÞÓRARINN KRISTINSS0N Klapparstíg 8. Simi 28616 (Haima 72087) Tilvalinn stóll til fermingargjafa. Framleiðandi: Stáliðjan Kópavogi KRÓM HÚSGÖGN SmUSjuvegi 5. Kópavogi. Sími 43211 Um bsakumar Á djúpmiðum oftir Pjetur Lárus- son og Conversations eftir Einar Guflmunds- son og Jan Voss. Pjetur Lárusson heitir ungt skáld á svipuðu reki og ég, — þ.e. á besta aldri og hefur hann hingaö til gefið út fjórar bækur upp á eigin spýtur. Ég get varla sagt að ég sé Ijóðum hans ná- kunnugur, þó held ég að siðasta bók hans Túkall á rönd hafi rúllað ein- hvers staðar nálægi mér á árinu 1976 og i henni minnir mig að Pjetur hafi verið stóryrtur í garð alls ihalds, her-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.