Dagblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 24
Skýrsla Framkvæmdastof nunar um þróun afvinnulíf sins: FISKVINNSLA OGIÐNAÐUR GEFA BJARTASTAR VONIR — fá þó lélegri lánafyrirgreiðslu en f iskveiðar, landbúnaður og verzlun Þjóðhagsleg arðsemi fjárfestingar er laegst í landbúnaði en hæst í fisk- vinnslu. Hefur svo verið frá árinu 1969 til ársins 1975, en yfir það tima- bil na.r athugun um' þróun atvinnulífs, sem jirt er i riti Framkvaemdastofn- unar rikisins, sem nefnt er — Þróun atvinnulifs I og er nýkomið út. 1 skýrslunni kemur fram að nýting fastafjármuna — þ.e. véla, tækja. skipa og þess háttar — hefur aukizt mest i iðnaði, staðið i stað í land- búnaði, verið nokkuð sveiflukennd i fiskvinnslu en þó nokkur lækkun siðustu ár. I fiskveiðum hefur tækjanýtingin aftur á móti fallið um heiming á ára- bilinu 1969 til 1975. Kemur þar til mjög aukin afkastageta flotans við veiðar án samsvarandi aukningar í aflamagni. Á timabilinu hefur verðmæti landaðs sjávarafla heldur rýrnað hlut- fallslega eftir metárið 1970. Á sama tima hefur framleiðsluverðmæti fisk- vinnslunnar litið breytzt. Frá árinu 1968 hefur úrvinnsla fisks um það bil tvöfaldað verðmæti hans og hefur það þó heldur hækkað hin síðari ár. Segir svo í skýrslu Fram- kvæmdastofnunar að þetta gefi vis- bendingu um efnahagslega þýðingu þess að vinna sem mest úr því hráefni sem á land berst. í skýrslunni er komizt að þeirri niðurstöðu að fiskvinnsla sé mjög hag- kvæm bæði hvað varðar at- vinnutækifæri og verðmætasköpun í framtiðinni. Þar komi þá einna helzt til frekari vinnsla i neyzluumbúðir, eins og gert sé á vegum íslenzkra aðila i Bandaríkjunum. Hafi slíkt einnig gefið góða raun hjá Bretum og Norð- mönnum. Auk fiskvinnslu er talið að iðnaður sé það svið atvinnulífsins sem hvað mestar vonir megi binda við bæði hvað varðar atvinnutækifæri og verðmætasköpun. Frumvinnslugreinarnar land- búnaður og fiskveiðar eru ekki taldar þannig í stakk búnar að þær taki við auknu vinnuafli eða auki hagvöxt. Þó er bent á að samræmi þurfi að vera milli fiskvinnslu og fiskveiða, því þær atvinnugreinar verði ekki þróaðar óháðarhvor annarri. Varðandi lánafyrirgreiðslu til at- vinnuveganna á árinu 1975 er komizt að þeirri niðurstöðu að fjármagnið hafi ekki farið til arðbærustu sviða at- vinnulifsins, þ.e. fiskvinnslu og iðnaðar. Bæði fiskveiðar, landbúnaður og verzlun hafi hlotið hlutfallslega meiri lánafyrirgreiðslu en áðurnefndir tveiratvinnuvegir. Tekið er fram i skýrslunni að markmið hennar sé fyrst og fremst að kanna stöðu megin þátta at- vinnulifsins til að auðvelda mat á vænlegum vaxtabroddum at- vinnulífsins. í inngangi er bent á að samanburður í atvinnugreinum I þjóðhagslegu tilliti sé ekki einhlitur. Mikilvægi greinanna geti ráðizt út frá ýmsum öðrum sjónarmiðum. -<Vn. Bruninn á Breka í gær: Yfirhe arangu — óskað eftir aðstoð R Yfirheyrslur á vegum bæjarfógetans á Akureyri vegna brunans á Breka í Slipp- stöðinni í gær hafa enn ekki leitt neitt afgerandi í ljós um eldsupptök. Sérfræðingar munu kanna skipið i dag og stendur til að óska eftiraðstoð Rann sóknarlögreglu rikisins til að flýta rann- sókninni. Gunnar Ragnars, forstjóri Slipp stöðvarinnar, sagði I viðtali við DB i morgun að ógerningur væri að gizka á neitt um tjónið þar sem ekki hafi verið unnt að kanna það i gær vegna hita um borð. Taldi hann liklegra að unnt yrði að gera við skipið en að það yrði rifið. Stórtjón varð á skuttogaranum Arnari frá Skagaströnd, sem smíðaður var i Japan i Slippstöðinni i fyrra en rannsókn hefur leitt i Ijós að cldsupptök i þvi tilviki voru ekki rakin til þess verks er Slippstöðin var að vinna við skipið. G.S. slur enn slausar nnsóknarlögreglu ríkisins Vestmannaeyjatogarinn glæsilegi, BREKI, brennur í Slippstöðinni á Akureyri I eldinn við verstu aðstæður. — DB-mynd Friðgeir Axfjörð. gærmorgun. Slökkviliðsmenn berjast við Strákarnir á göngu niður Laugaveg.svarti fáninn horfinn úr höndum þeirra. — DB-mynd Sv.Þorm. Engin unglingaólæti — segja strákarnir með svarta fánann — telja lögregluna hafa beitt sig hörðu Tveir af unglingunum sem lög að taka þátt í görigunni með sinn reglan hafði afskipti af i sambandi við svarta fána, verið neitað 'ufh það og 1. maí göngu ASÍ frá Hlemmtorgi siðan gengið langt á undan göngunni. höfðu samband við blaðið. Vildu þeir Einnig töldu þeir að þeir tveir sem lög- mótmæla því að þeir hafi verið með reglan tók hafi verið harðrétti beittir „unglingaólæti” og töldu það litaða er á lögreglustöðina kom og m.a. ver- frásögn. Þeir kváðust hafa ætlað sér ið haft i hörðum hótunum viðþá. ASt. Fyrsta fórnardýr sumarsins á Flóavegi Allt að því óumflýjanlegir árekstrar lega í slíkum slysum en hefur þó farið bíla og húsdýra úti á þjóðvegum eru faskkandi á liðnum árum. Aðgæzlu er einn fylgifiska vors og hækkandi sólar. þörf gagnvart þessu og þá er það öku- í nótt varðeinnslikurá Flóavegi aust- hraðinn sem mestu ræður um hve an Selfoss. Lenti bifreið þar á hrossi fljótt er hægt að stöðva ef dýr tekur sem særðist svo illa að aflifa varð það snögga stefnubreytingu þvert á á staðaum. ökuleið. Hundruð húsdýra farast ár- ÁlOOkmhraöaá Krínglumýrarbraut — með ungbarn í körfu við hlið sér Rúmlega tuttugu ökumenn voru stöðvaðir í morgun fyrir oí hraðan akstur á Kringlumýrarbraut. Voru lögreglumenn þar á ferð með sin nýju radartæki og stöðvuðu þá sem allt of hratt fóru. Hljóta þeir siðar sekt. mis- munandi mikla eftir ökuhraðanum, en lágmark 8000 kr. Sá sem hraðast ók á Kringlumýrar- brautinni þessa stund í morgun var á rúmlega 100 km hraða. Það vakti at- hygli lögreglumanna að sá ökumaður var með 4—5 mánaða gamalt barn í burðarrúmi hjá sér í framsætinu. Má getum að því leiða hvað orðið hefði ef ökumaðurinn hefði lent i óhappi eða árekstri. -ASt. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978. Austrænnblærá 1. maí á Eskifirði: Stór mynd af Hrafnkeli formanni — signirfiskar, haki og skóf la sitt til hvorrar handar Hátíðahöld verkamannafélags Ár- vakurs á Eskifirði hófust á laugardags- kvöld með almennum dansleik. Á sunnudag bauð verkalýðsfélagið börn- um staðarins i bíó. Hinn 1. mai hófust hátíðarhöldin kl. 14 í Valhöll með ávarpi formanns félags- ins, Hrafnkels Á. Jónssonar. Minnti hann viðstadda á „svik núverandi stjórnarflokka i garð verkafólksins" og 'bað það muna þessar endemis aðgerðir þegar að kjördegi kæmi. Síðan var saga verkakvenna rakin og stuðzt við samary tekt Rauðsokkahreyfingarinnar. Sextíu ár eru nú síðan verkakvennafélagið Framtiðin á Eskifiröi var stofnað. Bakgrunnur sviðsins í félagsheimilinu vakti nokkra athygli og þótti með nokkuð austrænum blæ. Stór mynd af Hrafnkeli formanni hékk þar og sitt til hvorrar handar voru signir fiskar, haki, skófla og rauður fáni. -Emil/abj. Frídagur: Hvað á að gera? Kannski íkaffihjá frændum okkar, Fær- eyingum Frændur okkar, Færeyingar, eru ann- álaðir gestgjafar og margar sögur til um gestrisni þeirra og það hversu gott er hjá þeim að dvelja. Á morgun er frídagur, uppstigningardagur og þá vaknar spurningin: Hvað á að gera? Eitt af fjölmörgu er kannski að kanna færeyska gestrisni. Færeyskar konur í- Reykjavik ætla að selja kaffi og mikið og gott meðlæti í færeyska sjómannaheim- ilinu að Skúlagötu 18 I Reykjavik á morgun frá kl. 15. í dagbók blaðsins- i dag er líka fjölda margt, sem fólk gæti gert sér til gagns og gamans. .JBP- Hestahirðir slasaðist hjá Fáki Hestahirðir hjá Fáki, ungur maður og jyekktur hestamaður, slasaðist við vinnu sína í hesthúsum Fáks í gær. Var verið að „moka út” og átti I þvi sambandi að opna gaflhurð á einu hesthúsanna. Stóð dyraumbúnaður eitthvað á sér og brá hestahirðirinn járni undir hurðina. Gormur i henni small þá til og þeyttist járnið i höfuð hestahirðisins. Fllaut hann af sár við auga. Var maðurinn fluttur i slysadeild. Aðdragandi að þessu slysi verður rannsakaður í dag. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.