Dagblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978. 33 Hilmar Pétursson (B-lista): í fyrsta skipti sem allir umsækjendur fá byggingarlóðir — Varnarliðið á ekki að taka þáttí rekstri sorpeyðingarstöðvarinnar „Þegar rætt er um bæjarmálefni er af mörgu að taka en fyrst vil ég nefna málefni aldraðra, sem nú eru mikið í sviðsljósinusagði Hilmar Pétursson skrifstofumaður, fyrsti maður á lista framsóknarmanna til bæjarstjórnar. „Fyrirhugað er að byggja sérstakar íbúðir yfir aldraða og öryrkja nú á næstu mánuðum. Það er staðreynd að margt fullorðið fólk óskar eftir að komast i litl- ar og þægilegar ibúðir og selja fyrri íbúðir sinar, sem í mörgum tilfellum eru orðnar allt of stórar, gamlar og viðhalds- frekar. Bæjarstjórn hefur nýlega kosið nefnd til að sjá um þennan málaflokk og er Guðjón Stefánsson annar bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins formaður hennar. Eitt af stærstu framtíðarverkefnum 'okkar Suðurnesjamanna í dag er að koma upp fullnægjandi sorpeyðingar- stöð fyrir öll byggðarlögin og Kefla- víkurflugvöll sameiginlega. Ég er mót- fallinn þvi að vamarliðið taki þátt í. rekstri stöðvarinnar með sveitarfélögun- um. Heldur greiði það fyrir þessa þjónustu til þeirra á meðan það dvelur hér. Nú hin síðari ár hefur verið mikið gert í skólabyggingum hér í Keflavík. Byggt við gagnfræðaskólann og eru húsnæðis- mál hans í góðu lagi. Byggt var yfir iðn- skólann en það húsnæði hefur verið not- að undir starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Nú í sumar hefjast fram- kvæmdir við nýbyggingu hans. Má segja að með stofnun fjölbrautaskólans hafi framhaldsmenntun verið flutt til Suður- nesja og hefur það gífurlega þýðingu fyrir okkur að þurfa ekki að senda unglingana frá okkur til náms. Mikið hefur verið byggt í Keflavik síðustu árin og ný hverfi risið svo sem Garða- og Eyjabyggð og nú er verið að byggja í Heiðabyggðinni. Hin síðari ár hefur bygginganefnd tekizt að úthluta lóðum til þeirra, sem tilbúnir hafa verið að byggja. Er það í fyrsta skipti sem það hefur tekizt. Þá má ekki gleyma hinu- glæsilega íþróttahúsi sem innrétta á nú i ár. Ég vil fullyrða að mesta framfaramál okkar hér á Suðurnesjum séu hitaveitu- framkvæmdirnar. Öll vinna við þær hefur gengið mjög vel og verið til fyrir- myndar. Lokið hefur verið við að koma lögnum í mestan hluta bæjarins og búið að tengja hús við nokkrar götur. Er fólk þar að vonum mjög ánægt. Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri hefur verið for- maður Hitaveitu Suðurnesja frá upp- hafi og unnið mjög vel að þeim málum. Erfiðleikar útgerðar og fiskvinnslu á Suðurnesjum skyggja mjög á. Þau mál hafa verið mikið rædd í fjölmiðlum og víðar. Nú er verið að reyna leiðir til úr- bóta í atvinnumálum með nokkurri að- stoð ríkisvaldsins. Orsakir þessara erfiðleika eru marg- þættar en eflaust er þverrandi fiskur á nærliggjandi miðum aðalmeinsemdin. Aðstoð við útgerð á Suðurnesjum hefur hingað til verið minni en annars staðar á landinu og nábýli við varnarliðið og verktaka á Keflavíkurflugvelli meðsínar yfirborganir og miklu framkvæmdir er erfitt. Þetta og margt fleira spilar inn í þessa óheillaþróun sem nú verður að stöðva. Að lokum vil ég benda kjósendum á, að Framsóknarflokkurinn hefur tekið þátt i meirihlutasamstarfi hér í Keflavík siðastliðin átta ár. — Mesta fram- kvæmdatimabil i sögu bæjarins. Við leggjum þvi óhræddir út í baráttuna til að ná aftur þriðja bæjarfulltrúanum. í síðustu kosningum skorti aðeins örfá at- kvæði til aðsvo mætti verða." ÓG Ólafur Björnsson (A-lista): Allir sem stutt hafa óheillaríkisstjórnina hljóta að gjaldaþess — endurreisn atvinnuhfsins stærra verkefni en fólk almennt gerir sér grein fyrir „Ég er bjartsýnn á úrslit kosninganna þótt pólitik sé lítil í bæjarmálum hér í Keflavík eins og vera ber,” sagði Ólafur Björnsson útgerðarmaður, fyrsti maður á lista Alþýðuflokksins til bæjarstjórnar. „Sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa staðið að meirihluta hér tvö síðastliðin kjörtímabil. Mörgum finnst tími til kom- inn að breyta til. Þar við bætist að allir sem stutt hafa þessa óheillaríkisstjórn hljóta að gjalda þess. Þótt margt megi betrumbæta hér tel ég að málefni aldraðra og öryrkja eigi að hafa forgang næsta kjörtímabil. Þá tel ég að þar sem ráðstöfunarfé sveitar- stjórna er litið i reynd beri að leggja áherzlu á bætta stjórnun og aðhald í bæjarrekstrinum. Stærsta verkefni sveitarstjórnar- manna hér í Keflavík og öllum Suður- nesjum næsta kjörtímabil verður að beita sér fyrir endurreisn atvinnulifsins. Hér er um stærra verkefni að ræða en fólk almennt hefur gert sér grein fyrir og því siður hafa stjórnvöld áttað sig á þvi. Um aðrar framkvæmdir þarf ekki að ræða nema þetta takist. Samstarf sveit- arfélaga á Suðurnesjum þarf að endur- skipuleggja. Þar eiga kjörnir fulltrúar að taka við stjórn á sem breiðustum grund- velli. Stöðu fyrirtækja á Keflavíkurflugvelli gagnvart sveitarfélögunum verður að endurskoða. Sameinaðir eiga Suður- nesjamenn að koma í veg fyrir að svæð- ið sé nýtt eins og hver önnur nýlenda. Fiskveiðar og fiskvinnslu er nán- ast búið að flytja af þessu landsvæði og við verðum að endurreisa þessar at- vinnugreinar.” ÓG. Björnsson, fyrsti maður á lista Alþýðuflokksins. Urslit í 4 sídustu kosningum Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjðlfstœðisflokkur Alþýðubandalag 1974 1970 729-2 637-2 767-2 860-3 1043-4 828-3 289-1 283-1 1966 1962 585-2 458-2 1008-4 613-2 620-3 816-3 137-0 Fjórir listar íkjöri A-listi Alþýðuflokksins 1. Ólafur Bjömsson 2. Guöfinnur Sigurvinsson 3. Karl Steinar Guðnason 4. Jón ólafur Jónsson 5. Gottskálk ólafsson 6. Guðrún Ólafsdóttir 7. Svafa Ásgeirsdóttir 8. óli Þór Hjaltason 9. Sigurður Ámason 10. ÞórhallurGuðjónsson 11. Hreggviður Hermannsson 12. JúlíusHögnason 13.Stefán Kristinsson 14. María Jónsdóttir 15. GuöjónÓIafsson 16. Guölaugur Eyjólfsson 17. Bjöm Jóhannsson 18. Ragnar Guðleifsson B-listi fulltrúaráðs Framsóknar- félaganna 1. Hilmar Pétursson 2. Guðjón Stefánsson 3. Sigutður Þorkelsson 4. Birgir Guðnason 5. Kristinn Danivalsson 6. Oddný Mattadóttir 7. Magnús Gunnarsson 8. Magnús Haraldsson 9. Jóhanna Jónsdóttir 10. Páll Jónsson 11. Margeir Jónsson 12. Halldór Þórðarson 13. Berghn Bergsdóttir 14. NielsÁ.Lund 15. Hjalti Guðmundsson 16. Ambjöm ólafsson 17. Jón Eysteinsson 18. Valtýr Guðjónsson D-listi Sjálfstæðisflokksins 1. TómasTómasson 2. Ingólfur Halldórsson 3. Ingólfur Falsson 4. Kristinn Guömundsson 5. Ingibjörg Hafliðadóttir 6. Ámi Ragnar Ámason 7. Ámi Þ. Þorgrímsson 8. Ingibjörg Eliasdóttir 9. Halldór Ibsen 10. EliasJóhannsson 11. Einar Kristinsson 12. EinarGuðberg 13. Bjöm Stefánsson 14. Jóhann Pétursson 15. Gunnlaugur Karlsson. 16. Jóhanna Pálsdóttir 17. Tómas Ibsen 18. Sesselja Magnúsdóttir G-listi Alþýðubandalagsins 1. Karl G. Sigurbergsson 7. Sigríður Jóhannesdóttir 3. Gylfi Guömundsson 4. Sólveig Þóröardóttir 5. Alma Vestmann 6. JóhannGeirdal 7. Birgir Jónasson 8. JónKr. Olsen 9. Amheiður Ingólfsdóttir 40. Sigurður N. Brynjólfsson 11. Jón Rósant Þórarinsson 12. Hjörtur Sigurðsson 13. Einar Ingimundarson 14. Alda Jensdóttir 15. Kári Tryggvason 16. Sigvaldi Amoddsson 17. Jónina Bergmann 18. Gestur Auðunsson Spurning dagsins Hverju spáir þú um úrslit kosninganna? Páll Þór Jónsson húsasmíðameistari: Ég tel líklegast að Sjálfstæðisflokkurinn fái þrjá fulltrúa, Framsókn þrjá, jafnaðar- menn tvoog Alþýðubandalagiðeinn. Sturlaugur Olafsson kennari: Sjálf- stæðið fær þrjá, Alþýðuflokkurinn tvo, Framsókn þrjá og Alþýðubandalagið einn. Framsókn vinnur sinn mann aftur því hér virðist fólk fæðast inn í flokka og litlu vilja breyta i þeim efnum. Bogi Þór Jónsson iðnnemi: Sjálfstæðis- flokkurinn tapar einum manni, sem Alþýðubandalagið vinnur. Aðöðru leyti spái ég þvi að fulltrúatala verði óbreytt í bæjarstjórninni. Jón Guðlaugsson húsasmiðun Þetta verður svipað og siðast. Fjórir sjálf- stæðismenn, tveir frá Framsókn, tveir frá Alþýðuflokki og einn alþýðubanda- lagsmaður Jens Hjelm húsasmiðanemi: Alþýðuflokkur fær fjóra, sjálfstæðis- menn þrjá, Framsókn tvo og Alþýðu- bandalagið missir sinn fulltrúa. Krístinn Rúnar Jónsson húsasmiðanemi: Framsókn vinnur einn mann og fær prjá, sjálfstæðismenn halda sínu og fá fjóra og Alþýðuflokkurinn líka og fær tvo.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.