Dagblaðið - 31.05.1978, Side 4

Dagblaðið - 31.05.1978, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978 Skuttogarinn Runólfur á hliðina í slipp — tíð óhöpp hjá Slippfélaginu í Reykjavík er skip hallast við uppsetningu Skuttogarinn Runólfur SH-135 frá Grundarfirði skemmdist nokkuð er hann var tekinn í slipp hjá Slippfélag- inu i Reykjavík á miðvikudaginn. Samkvæmt upplýsingum Þórarins Sveinssonar framkvæmdastjóra Slipp- félagsins hallaðist togarinn í vagn- inum með þeim afleiðingum að botn skipsins dældaðist og gat kom á botn- lank. Óhöpp sem þessi hafa verið nokkuð tíð hjá Slippfélaginu á undanförnum árum og var Þórarinn spurður að þvi hvort tæki Slippfélagsins væru orðin úr sér gengin en hann sagði svo ekki vera. Atvikin yrðu fremur að flokka undir óhöpp. Guðmundur Runólfsson útgerðar- maður í Grundarfirði, eigandi togar- ans, sagði að skipið hefði verið tekið í slipp vegna leka með skrúfuhaus. Guðmundur sagði að þvi miður væri sú tækni sem notuð væri í þessari þjónustu við flotann orðin úrelt og endurbætur litlar. Vegna óhappsins hefði margt fólk misst atvinnu sina um stund í Hraðfrystihúsinu. „En við tökum þessu. Útgerð togarans hefur gengið mjög vel og búast má við þvi að alltaf verði einhverjar tafir eða óhöpp. En það er álit okkar að þessi þáttur í skipaviðgerðunum sé mjög vanræktur og þar þarf að gera stórt átak," sagði Guðmundur. Þórarinn Sveinsson framkvæmda- stjóri Slippfélagsins sagði það ekki rétt Skuttogarinn RunólfurSH-135. sem fram kom í útvarpsfréttum í gær að togarinn tefðist um hálfan mánuð vegna óhappsins. Strax hefði verið byrjað að vinna við hann og stefnt er að því að Ijúka viðgerðinni um næstu helgi, á sama tíma og öxulviðgerð og málningarvinnu lýkur. - JH Hressir tombólukrakkar gefa í leiktækjasjóð Kópavogshælis Þessir hressu og kátu krakkar héldu lega 13 þúsund krónum sem þau gáfu i tombólu á dögunum og söfnuðu rúm- leiktækjasjóð Kópavogshælis. Fengu Ferðamannastraumurinn: Bandarík jamenn voru flestir en fækkar Erlendir ferðamenn er komu til íslands 1977 voru 72.690, sem var 4.7% aukning frá siðasta ári. Hins vegar varð fækkun á erlendum ferðamönnum 1976, cn þá komu 70.180, en höfðu verið 71.616 árið 1975. Bandaríkjamenn eru langflestir þeirra er komu til landsins, 22.574. Bandarikja- mönnum hefur hins vegar farið fækkandi til íslands. Árið 1975 komu liðlega 25 þúsund Bandaríkjamenn og rúmlega 24 þúsund 1976. Bandarikja- menn voru liðlega 31% af erlendum ferðamönnum hér á landi i fyrra. Næstflestir komu frá Þýzkalandi, en þar hefur verið stöðug aukning ár frá ári. Þeir voru rúmlega 11 þúsund — hafði fjölgað um fjögur þúsund frá 1975. Norðurlandabúar voru tæplega 18 þúsund, hafði fækkað frá 1975 um þúsund. -H. Halls. krakkarnir inni með tombóluna i Kárs- nesskóla þar sem þau eru næstum þvi öll við nám. Krakkarnir eru, talið frá vinstri: Jóhanna Benný Hannesdóttir, 10 ára, Stella Stefánsdóttir, 9 ára, Halla Rann- veig Halldórsdóttir, 9 ára, Haraldur Þór Pétursson, !2ára,SvalaSnorradóttir, 11 ára. og Vilborg Viðisdóttir. Ein af stelpunum var á leiðinni í „sveitina”, ætlar að dvelja á Patreksfirði í sumar. Hinir ætluðu ýmist að dvelja i sumarbúðum, fara i reiðskóla, herrann ætlar i skíðaskólann í Kerlingarfjöllum og síðan til útlanda og þrjár stelpur ælluðu að fara í vist og passa krakka í sumar. A.Bj./DB-mynd Bjarnleifur. Uppselt á Oscar og Dublmers: MIKILSALAÁ USTAHÁTÍÐARMIÐUM Þegar þetta kemur fyrir augu lesenda verður liklega orðið of seint að kaupa miða á tónleika Oscars Peterson og félaga og tónleika The Dubliners. Þegar rætt var við Hrafn Gunnlaugsson í gær voru aðeins örfáir miðar eftir á þessa tónleika. Eins er að verða uppselt á tón- leika þar sem flutt verða hin ýmsu verk Jóns Þórarinssonar í Norræna húsinu og tónleika Elisabetar Söderström i Há- skólabíói. Verð aðgöngumiða á atriði Lista- hátíðar er nokkuð mismunandi. Dýrast er á tónleika Oscars Peterson og Smokie. Á þá kostar 4500 krónur. 3500 krónur kostar að sjá og hlýða á The Dubliners, Rostropovitch, Birgit Nilson og Perlman. Á tónleika Söderström kostar 2000 kr. og Frakkans Clidat kostar 1500. Mun ódýrara er á myndlistarsýning- amar en tónleikana. Þannig kostar um 100—200 kr. á þær flestar, Erró er heldur dýrari, á sýningu hans kostar 500 krónur. Verð á þeim dagskrárliðum sem verða í Norræna húsinu er á milli 800 og 1000 krónur. Á alla íslenzku tónleikana kostar 1500 krónur. Á maraþontónleik- ana kostar aðeins 100 krónur og norrænu barnakórakeppnina kostar 1000 kr. Mjög jöfn og góð sala hefur verið á Reykjalundur bauð eymamerki: Gátu ekki annað eftir- spuminni 1 vetur kynnti Reykjalundur eyma- merki sem ákveðið var að hefja fram- leiðslu á. Bændur sýndu málinu strax mikinn áhuga, ekki sízt vegna þess að merkin áttu að kosta um helming þess sem innflutt merki kosta. Pöntuð voru rúmlega 200 þúsund eyrnamerki en þá gat Reykjalundur ekki annað allri þeirri framleiðslu áður en sauðburði lyki, treysti sér ekki til að framleiða meira en 50 þúsund merki. Var farið fram á við bændur að pantanir þeirra fengju að standa áfram og þeir fengju merkin tímanlega fyrir sauðburð á næsta ári. -A.Bj. Missti þrjá fingurí flökunarvél 23 ára gamall maður missti þrjá fingur vinstri handar og skaddaði hina tvo i slysi í vinnslustöð Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar um kl. 8 í fyrrakvöld. Maðurinn vann við að þrifa karfa- flökunarvélar og ætlaði að ná í roðbita i einni vélinni er slysið varð. Klippti flökunarvélin þrjá fingur hans alveg af. Maðurinn hefur unnið lengi hjá BUH og var því kunnugur öllum aðstæðum. -ASt. Dánarorsökin enn óljós Nafn mannsins sent fannst látinn i heita læknum í Nauthólsvík í sl. viku hefur nú verið birt. Hét hann Ingólfur Arnar Guðmundsson og var frá Akur- eyri. Krufningsskýrsla liggur ekki fyrir svo dánarorsök er ekki Ijós ennþá. • ASt. Oscar Peterson. alla dagskrárliði Listahátíðar. Sérlega hefur selzt vel á stóru atriðin. Til dæmis hefur salan á hljómleika Smokie verið mikil en ennþá er hægt að fá miða. - DS

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.