Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978. 12 Skotarí erfiðleikum Skotar eiga í vandræðum með HM- leikmenn sína. Fjörir eru mciddir og þar aíbáðir miðherjarnir, Joe Jordan, Man. Utd., og Derek Johnstone, Rangers. Jordan er þö stillt upp í leikinn gegn Perö á morgun, en ef hann getur ekki leikið kemur Lou Macari, Man. Utd. i hans stað. Þá er talið víst að Gordon McQueen, Man. Utd., geti ekki leikið I riðlakeppninni og Clark, markvörður Aberdeen, á við meiðsli að stríða. Þessir fjörir leikmenn gátu ekki æft með skozka liðinu i gær. Þá má Willie Donachie, Man. City ekki leika gegn Pcrú, er I leikbanni fyrsta leikinn. „Ég vona þö að Jordan og Johnstone geti tekið þátt I leiknum, vildi ekki hætta á að láta þá æfa í gær,” sagði Ally McLeod, þjálfari Skota. Hann hefur valið lið sitt gegn Perú, og það verður skipað þessum leikmönnum: Aian Rough, Partick, Sandy Jardine (2), Rangers, Tom Forsyth (14), Rangers, Kenny Burns (22), Forest, Martin Buchan (4), Man. Utd., Don Masson (7), Derby, Asa Hartford (10) Man. City, Bruce Rioch (6), Derby, Kenny Dalgish (8), Liverpool, Joe Jordan (9), Man. Utd., cða Lou Macari (17), Man. Utd. og Willie Johnstone(ll) WBA. Sterkt lið Hollands Hollenzka HM-liðið vann störsigur á úrvalsliði Mendoza i gær, 9-1 — en fannst þö völlurinn erfiður vegna mikils grass. „Það þarf að slá það,” sögðu hol- lenzku leikmennirnir — og það verður gert fyrir fyrsta leik Hollands á morgun. Þá leikur Holland við tran i Mendoza. Elzti maður liðsins, mark- vörðurinn Jan Jongbloed, sneri sig á ökkla og er í læknismeðferð — en honum er þó stilit upp gegn Íran á morgun. Ef hann lagast ekki l'yrir lcikinn kemur Piet Schrijvers í hans stað. Ernst Hnappel, þjálfari Hollands, hefur valið hollenzka liðið að öðru leyti en því að hann hefur ekki ákveðið hvort Willy van der Kerkof eða Jan Poortvliet hefja leik- inn. Liðið er þannig: Jan Jongbloed (8), Wim Suurhier (20), Wim Rijsbergen(17), Rudi Krol(5), fyrirliði, Willy van der Kerkof (11) eða Jan Poortvliet (2), Arie Haan (9), Wim Janssen (6), Johan Neeskens (13), Rena van der Kerkof (10), Johnny Pep (16), og Rob Rensenbrink (12). Hollenzku leik- mennirnir fengu sjálfir að ráða númerum sínum — þeir, sem það vildu. á Ítalíu valinn Þjálfari ítaliu, Enzo Bearzot, hefur valið lið sitt sem leikur gegn Frakklandi í dag í Mar del Plata. Það verður þannig skipað: Dino Zoff (1), Claudio Gentile (5), Antonio Cabrini (3), Romeo Benetti (10), Mauro Bellugi (2), Gaetano Scirea (8), Franco Causio (16), Marco Tardelli (14), Paolo Rossi 21) Giancarlo Antognoni (9) og Roberto Bcttega(18). Varamenn eru Paolo Conti (12), Aido Maldcra (6), Renato Zaccarelli (15), Claudio Sala (17) og Francesco Grasiani (19) og kom mjög á óvart að hann skyldi ekki vera aðalmaður. Hinn 21 árs Paulo Rossi, sem var markahæsti leikmaðurinn i 1. dcildinni itölsku á síðasta leiktfmahili, var valinn I hans stað — og sóknarbakvörðurinn Antonio Cabrini var valinn I stað Aldo Maldera. Facchetti, sem átti að vera fyrirliði ítalska liðsins á HM, varð eftir á Italfu vegna meiðsla. Romeo Benctti fær það hlutverk að vera héri bezta leikmanns Frakklands, Michel Platini. Iþróttir Iþróttir Iþróttir ■ Y'.j | mm f||§ ÞEIR HITTU í MARK Þeir hittu í mark, garparnir i Skot- félagi Reykjavfkur á æfingasvæði félags- ins í Lcirdal á þriðjudag. Þá var haldið mót í Skeet-skotfimi en það er ólympiu- iþrótt og stunduð í fiestum löndum heims. Hér á íslandi hefur verið keppt um árabil en ekki mikið kynnt. Skotið er af haglabyssu á leirskifur sem kastað er upp með vélum frá turni og marki. Skotið er af palli 1 —8 — alls 25 skifur. Það var skinandi veður keppnisdaginn — sunnanátt, 3—4 vindstig og sólskin. Keppendur voru 13 og mikil keppni enda góð verðlaun i boði. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Jóhann Halldórsson með 23 af 25 skífum mögulegum. Hann notaði byssu af gerðinni Le Page Liege, cal. 12 tví- hleypu. 2. Gísli Ófeigsson með 19 af 25. Hann notaði byssu af gerðinni Remington 110Q, hálfsjálfvirka. 3. Hannes Haraldsson með 18 af 25. Hann notaði byssu af gerðinni Win- chester 101, tvíhleypu. Verðlaun voru gefin af Ólafi H. Jónssyni, umboðs- og heildv., og verzl- uninni Vesturröst. Haglabyssuæfingar- eru stundaðar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 7 og á sunnudögum kl. 13. Fimmtudagar eru ætlaðir fyrir byrjendur og eru allir, sem áhuga hafa á að kynnast iþróttinni vel- komnir. á AÐALLEIKURINNIVESTMANN/ þegarfjórða umferðiní 1. deild íslandsmótsins verður leikin um li Það fer ekki á milli mála að aðalleik- urinn í fjórðu umferð íslandsmötsins í 1. deild verður i Vestmannaeyjum á laugar- dag. Þá fá Vestmannaeyingar Val I heim- sókn. Valsmenn eru efstir i deildinni með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir — en Vestmannaeyingar hafa aðeins leikið tvo leiki. Þeir töpuðu á heimavelli I fyrstu umferð fyrir Víkingi en unnu sigur i Keflavik í 2. umferð. Ekki þarf að efa að leikurinn I Eyjum veröur jafn og tvisýnn. í meistarakeppni KSÍ sigraöi ÍBV Val i Eyjum með 2-0 og áreiðanlega hyggja Valsmenn á hefndir. Annars hefst fjórða umferðin í kvöld með leik Fram og KA, Akureyri, á Laugardalsvellinum. Leikurinn byrjar kl. 20. Fram hefur sigrað í tveimur síð- ustu leikjum sinum en eftir tvö jafntefii tapaði KA á Akranesi í 3. umferð. Á laugardag verða þrír leikir: Kefla- vik — Þróttur í Keflavík kl. 15, IBV — Valur kl. 16 i Vestmannaeyjum og FH — Akranes á Kaplakrikavelli. Sá leikur átti að hefjast kl. 16 — en Akurnesingar óskuðu eftir því að hann yrði færður fram til kl. 14 vegna HM-leikja i sjón- varpinu. FH-ingar féllust á það — og þar má búast við skemmtilegum leik. Akurnesingar eru með fimm stig en FH gerði tvö jafntefii i tveimur fyrstu um- ferðunum. Liðið hefur enn ekki komizt til Vestmannaeyja til að leika þriðja leik- inn. Á sunnudag verður einn leikur á Laugardalsvelli. Þá leika Víkingur og Breiðablik og hefst leikurinn kl. 20. Vikingur hefur tvö stig, Breiðablik eitt Standa sig vel í Svíþjóð íslenzka frjálsiþróttafólkið I Sviþjóð, Lilja Guðmundsdóttir, Einar P. Guð- mundsson og Guðmundur Rúnar Guð- mundsson, FH, hefur keppt á nokkrum frjálsíþróttamótum í Svíþjóð að undan- förnu og náð allgóðum árangri. Þann 20. maí keppti Lilja i 1500 m hlaupi í Enköping í miklu roki. Kepp- endur voru sjö og hafði Lilja forustu frá byrjun til loka. Sigraði hún á 4:34.2 min., sem er svipað hjá henni og á sama tíma í fyrra. Næsta stúlka hljóp á 4:49.6 mín. Einar og Guðmundur Rúnar tóku þátt í félagakeppni í Linköping 27. mai. Einar varð annar i 400 m á 51.0 sek. og Guðmundur Rúnar stökk 1.98 m i há- stökki. Daginn eftir kepptu þau öll á Kil- spelan í Kil. Hiti var 25 stig, sem gerði ýmsum erfitt fyrir. Einar hljóp 800 m á 1:59.3 min. og Guðmundi gekk vel í há- stökkinu, stökk 2.01 m og varð annar. Hann átti góðar tilraunir við 2.04 m. Lilja hljóp 800 m og luku sex hlaupinu. Lilja sigraði á 2:12.3 min. en næsta hljóp á 2:19.6 min. Þann 29. mai kepptu þau í Lidingö — og þar kepptu margir útlendingar auk þeirra. Linda Haglund, Svíþjóð, hljóp 100 m á 11.3 sek. Einar hljóp 400 m á 50.9 sek., sem er hans bezti timi. Sigraði Einar i B-riðli en í A-riðli sigraði Norð- maðurinn Agledal á 49.1 sek. Guð- mundur stökk 1.95 m í hástökki og varð sjötti. Þar voru ýmsir frægir kappar. Lilja hljóp 800 m og varðönnur á 2:11.8 min. en keppendur voru niu. Maria Simonsen, sem hlaupið hefur á 2:05.0 min., sigraði á 2:10.4 min. Lilja hafði forustu nærallt hlaupið. Þrir leikir verða á dagskrá heims- meistarakeppninnar i dag. í I. riðli leika Argentína og Ungverja- land í Buenos Aires. Dómari í leiknum verður Da Silva Garrido frá Portúgal. Þettaerkvöldleikur. í I. riðli leika einnig Ítalía og Frakkalnd i Mar del Plata. Dómari Nicolas Reinera frá Rúmeníu. I 2. riðli leika Túnis og Mexikó í Rosario. Dómari JohnGordon Lakkrísgeröin Krummi sigraði Panelofna hf. í úrslitaleik í firmakeppni Tennis- og badmintonfélags Rcykjavíkur á dögunum. Fyrir Lakkrisgerðina Krumma léku Jóhann Kjartansson og Einar Svcrrisson en fyrir Panelofna Sigfús Ægir Árnason og Kári Kárason. Um 200 fyrirtæki tóku þátt í kcppninni. Á myndinni að ofan eru frá vinstri Ríkarður Pálsson, formaður TBR, Eiríkur Guðmundsson, forstjóri Krumma, og Sigurður Þorkelsson, forstjóri Panelofna. — DB-mynd Bjarnlcifur. LEIKR Heimavöllurinn hefur reynzt vel í heimsmeistarakeppninni i knattspyrnu. Frá því HM hófst 1930 hafa gestgjafarn- ir sigrað eða næstu nágrannar þeirra, nema þegar Brasilia sigraði í Svi- þjóðl958 og í Mesikó 1970. Uruguay sigraði á heimavelli 1930 og i næsta ná- grannalandi sinu, Brasilíu, 1950. ítalia | sigraði á heimavelli 1934 og í Frakklandi 1938. Vestur-Þýzkaland sigraði á heima- velli 1974 og i Sviss 1954 — og England sigraði á heimavelli 1966. Þá komst Brasilia í úrslit 1950 og Svíþjóð i úrslit 1958. Það er þvi ekki furða þó margir telji Argentinumenn mjög sigurstranglega í HM sem hófst í gær. Áhorfendur verða j skiljanlega mjög á þeirra bandi — munu veita liðinu ómetanlegan stuðning. En Argentina á einnig mjög gott landslið. Það er þó í erfiðasta riðli keppninnar og ekkert má bregða út af i keppni við Frakka, Ítali og Ungverja. Þessi liðeru i I. riðli og leikirnir eru: 2. júní: Argentina-Ungverjaland í Buenos Aires, Frakkland-ltalia í Mardel Plata. 6. júni: Argentína-Frakkland í Buenos Aires, italía-Ungverjaland i Mardel Plata. Aftur og aftur skora leikmi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.