Dagblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1978. 3 Hrakn- ingar gamals manns — „Þjóðfélagið dekrar við yngra fólkið heldur en að bjarga hinum eldri úr ógöngum ellinnar” Emilia Biering skrifar: Að lestri loknum á grein í blaði yðar frá 31. ágúst sl., dettur mér i hug hvort lesendum Dagblaðsins gæti ekki þótt fróðlegt að frétta meira um for- sendur þeirrar greinar. Um upphaf hennar er mér ókunnugt — eða hvar blaðamenn hafa fengið leigusamning Vigfúsar Brynjólfssonar, sem í öllum atriðum er réttur og löglega frá honum gengið. Með öðrum orðum; kaupand- inn að Langholtsvegi 57 vissi fullvel að hverju hann gekk er hann festi sér eign þessa með tilteknum skilmálum og eiginhandarundirskrift. Ekkert bar heldur til tíðinda fyrst um sinn, enda húseigandi oftast fjarri heimili sínu, en á því tímabili varð Vigfús Brynjólfsson fyrir tveimur slæmum áföllum. Fyrst var það bein- brot í bílslysi, sem þessi aldni kjark- maður komst furðu vel yfir, en brátt kom annað til, hinn vígdjarfi vágestur kransæðastíflan, sem margan vaskan yngri dreng hefur að velli lagt, sótti Vigfús heim, en hann tók á móti því með sömu karlmennsku og ýmsum öðrum erfiðum áföllum er áður höfðu mætt honum og gekk með sigur af hólmi eftir því sem aðstæður leyfðu i því tilfelli. Enginn heyrði Vigfús kvarta, frekar en fyrr, þó á móti blési. Og heim komst hann aftur í skúrinn Bilskúrinn að Langholtsvegi 57. sinn sem var orðinn honum kær og ró- legur griðastaður, eftir stormasama ævi. Og hafi Heilbrigðiseftirlitið eitt- hvað sett út á íbúð Vigfúsar- þarna, varð honum áreiðanlega ekki um kennt því meiri þrifnað og reglusemi hef ég ekki séð hjá öðrum. Víst glödd- umst við, nágrannar Vigfúsar, yfir að fá hann „heim” aftur, þvi viðmót mannsins og umgengni ölt ber þess Ijósan vott að þar fer gáfaður og góður drengur. Hugur þeirra er til þekktu mun hafa reikað aftur í tímann þegar þjóðin öll lifði við aðstæður sem eng- inn af yngri kynslóð getur gert sér Ijós- ar — sízt þegar í hlut átti munaðar- laust barn sem enginn sýndi ástúð eða miskunn. Að slík böm hefðu viðunan- legan aðbúnað — I fötum eða fæði — var minna metið heldur en að pína fram starfsorku sem vantaði stoðir undir, og því síður lét fólk sér skiljast að í brjósti munaðarleysingjans leyndist brennandi þrá eftir þekkingu og skólavist — sem nú á dögum er þröngvað upp á margan nauðugan. Hann Vigfús er ekki orðmargur um þrautatíma þeirra ára, og það eru víst aðeins hinir öldruðu sem geta rennt grun í þá harmsögu — sögu sem ætti að skrá og koma fyrir sjónir þeirra sem nú sóa og svalla, án þess að renna huga til hinna, sem renndu stoðum undir nútíma velmegun, en kynntust sjálfir varla öðru en striti og skorti. Sem betur fór fékk hann Vigfús þó að kynnast fleiru, því með fádæma dugnaði og eljusémi varð hann þó vel metinn sjálfseignarbóndi og fjöl- skyldufaðir. En flestir vita að fallvalt er lífslánið, og enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þegar ég kynntist Vig- fúsi var hann aftur orðinn einstæð- ingur og illa farinn sökum elli, strits og sjúkdóma. Hann undi þó glaður við sitt — að séð varð — og reyndist okkur nágrönnum sinum kærkominn aufúsugestur sökum góðvildar og vits- muna — þar hefur Elli kerling litlu fengið áorkað, og stökurnar hans ylja manni í sinni, því sannri list lúta flestir, og hann er snilldarhagyrðingur. En okkur nágrönnum Vigfúsar til sárrar sorgar eru hrakningar hans ekki ennþá úr sögunni. Eigandinn að bíl- skúrnum sem hann býr í, fór að skjóta rótum á eign sinni, og virðist hafa áttað sig á þvi eftir á að kaupsamning- ur eignar hans væri ekki alveg eftir hans höfði — eða hjartalagi! Hann brá á það ráð að beita stóryrðum og lögleysu til að hrekja þennan aldna sjúkling burtu af sinni lóð, vel vitandi að óvissa ein og vandræði bíða þeirra sem ekki eiga þak yfir höfuð sitt, og farið er að halla undan fæti fyrir, því þjóðfélagið í dag virðist hafa meiri hneigð til að dekra við yngra fólkið og auðga hina auðugu heldur en að bjarga hinum eldri úr ógöngum ellinn- ar. Tökum litið dæmi um fjárframlög til menntamála. Það vil ég þó taka fram, að sanna menntun dýrka ég — eins og flestir sem fengu hennar ekki notið í æsku — en hún má bara ekki vera of dýru verði keypt. Og allir vita hvernig húsnæðismálum aldraðra og fatlaðra er nú komið. Það cr sárt að sjá hann Vigfús nú standa á götunni og tina sinar fátæk- legu eignir út úr þessu hæli sem hann hafði fullan rétt á — og var reyndar búinn að borga húseiganda að nokkru fyrirfram. En enginn má við ofurefl- inu. Hann Vigfús er vinmargur og viða standa honum dyr opnar, en þar er aðeins tjaldað til einnar nætur, þvi flestir eiga nóg með sig og hann vill vera sjálfbjarga. En hörð er sú raun fyrir sjúkan öldung að vera hrakinn frá heimili sínu með ofbeldi og ofsókn- um. í ráðaleysi rýni ég í tómið og rétt- lætið spyr (hvar sem það nú er|: Hvernig ráðast örlög þess manns sem sjálfan virðist ekkert skorta, en eyðir þó orku sinni i að særa og hrekja aldr- aðan einstæðing sem ekkert hefur á hluta hans gert — því ekki var það Vigfús sem á sínum tíma setti upp fyrrnefndan leigusamning. Það var maður sem vildi honum vel og átti honumgott að launa. Raddir lesenda Lélegir textar hjá Hrekkju- svínum 9916-7505 skrifar: Ég get nú ekki orða bundizt lengur. Ég var að hlusta á útvarpið i dag á milli kl. 17.30 og 18.00 og var þá verið að spila lög. Allt í einu heyrir maður að einhver Hrekkjusvín séu að syngja (af nýju plötunni). Og þvílíkir textar, maður minn lifandi. Það var alveg hryllingur að hlusta á. Mörg Ijót orðin gætu börnin lært af þessari plötu og ég ætla ekki að fara að telja upp þau at- riði sem eru verst. En ég bendi fólki sérstaklega á að hlusta á lagið um grýlu. Ef ég man rétt þá var einhver að hallmæla plötunni hans Megasar Nú er ég klæddur og kominn á ról. En sú plata er hreinasta hátið miðað við þessa plötu með Hrekkjusvínunum (nafngiftin passar við lögin). Það kæmi mér á óvart ef mikil sala væri í þessari plötu eins og textarnir eru. GREIEKIAN1979 Fatadeildirnar og tískusýningarnar á FÖT ’78 i Laugardalshöllinni eiga vafalaust eftir að koma öllum rækilega á óvart. Tiskusýningarnar hefjast kl. 18 og kl. 21 á virkum dögum, en um helgar hefjast þær kl. 15:30. Auk tiskusýninga sýna félagar úr Hár- greiðslumeistarafélagi íslands nýjungar i greiðslu. FÖT ’78 er opin daglega kl. 17—22, en kl. 14—22 um helgar. Aðgöngumiðar kosta kr. 700 (fullorðnir) og kr. 300 (börn). STORGLÆSILEG SYNING 1—10. septemberl978. ISIENSK FOT/78 Guðjón Bogason verkamaður: Eg hef ekkert vit á knattspyrnu. Ég held þó að Island vinni, þvi ég held að Pólverjar séu ekkert sérstakir. Spurning dagsins Hvernig fer landsleikurinn ísland — Pólland í kvöld? Sigurður Geirdal framkvæmdastjóri: Pólland er sterk knattspyrnuþjóð og óliklegt er að við íslendingar leggjum þá að velli. Guðmundur Örn, knattspyrnuáhuga- rnaður: Það veit ég ekki. lsland hlýtur að vinna einsogalla landsleiki. Haraldur Skarphéðinsson gUmukappi: Það fer 1—0 fyrir tsland. Það verður Pétur Pétursson sem skorar. Bragi Þór Marinósson, 13 ára blaðasali: Auðvitað vinnur jsland. Það fer 2—0. Þeir Pétur Pétursson frá Akranesi og Ingi Björn Albertsson skora mörkin. Svavar Guðmundsson, 10 ára biaðasali: Já, há, ég ætla að sjá þennan leik. Það fer I—0 eða 2—0 fyrir tsland. Ég held að það verði Janus og Pétur Pétursson sem skora þessi mörk. Já, mér finnst mjög gaman i fótbolta og spila ég með 5. flokki í Breiðabliki. Þeir eru langbeztir, þó þeir hafi fallið 12. deild.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.