Dagblaðið - 30.10.1978, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 30.10.1978, Blaðsíða 36
c Nefnd í bankamálin í samræmi við samstarfsyfirlýsinguna óvíst um sameiningu bankanna Fjögurra manna nefnd hefur nú verið sett i að gera athugun á banka- kerfinu, meðal annars með hliðsjón af. því, hvort hagræði er að sameiningu ríkisbankanna. Nefndina skipa Lúðvík Jósepsson (Ab), Einar Ágústsson (F), Guðmundur Karlsson (S) og Ágúst Einarsson (A). I samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar segir, að eitt stefnumála hennar sé að taka bankakerfið til endurskoð- unar og að fækka ríkisbonkunum úr þrem í tvo. Þá verði einnig endurskoð- uð lög um Seðlabanka Íslands og stöðu hans í stjórnkerfmu. Þessi stefnumörkun er undir yfir- skriftinni „hagræðing”. Ætla verður að ákvörðun um einhvers konar sam- einingu eða fækkun ríkisbankanna verði endanlega háð því hvort í slíkri breytingu sé aukin hagræðing. „Fækkun ríkisbanka er í sjálfu sér ekkert takmark, ef það felur ekki í sér verulega hagræðingu, sem unnt er að gera án þess að tefla öðrum veigamikl- um hagsmunum í tvísýnu eða voða,” sagði einn stjórnarþingmanna í viðtali við DB. Hann bætti við: „Það er ef- laust svo um banka sem annan rekstur, að ákveðin stærð er trúlega hagkvæmasta rekstrareiningin. Ennþá hefur þetta ekki verið skoðað, hvað þá ákveðið.” - BS 14 mönnum bj< úr alelda loðn 1%^ jh Dagfari ÞH stórskemmdur eða RfCI L ónýtur eftir bruna ígær frjúlst, áháð dagbJað MÁNUDAGUR 30. OKT. 1978. Óvenjublaut umferðar- helgi íReykjavík: 30 kenndir undir stýri Óvenjumikið virðist hafa verið urh ölvunarakstur í Reykjavík um helgina því frá því á föstudagskvöld og þar til i gærkvöldi voru hvorki fleiri né færri en 30 ökumenn teknir fyrir meinta ölvun undir stýri. Að sögn varðstjóra í morgun er þetta með því mesta sem hann man og bætti hann því við að ekki hafi venju fremur verið lögð áherzla á að hafa upp á slíkum mönnum. Hafi því ekki verið um neina „rassíu” að ræða. Þá voru fjórir ökumenn teknir í Kópavogi fyrir það sama um helgina. -G.S. Flugleiðir fá viðbótar- hækkun Flugleiðir fá að öllum líkindum leyfi ríkisstjórnarinnar til hækkunar á innan- landsfargjöldum um 5,8% í dag. Hefur umsókn Flugleiða hf. verið til meðferðar í verðlagsnefnd og ríkisstjórn samtímis umsóknum um hækkun á smjörlíki og gosdrykkjum. Upphaflega sóttu Flugleiðir um 20% hækkun á innanlandsfargjöldum i júlí sl. Seint i ágúst samþykkti verðlagsnefnd að mæla með 15% hækkun. Rikis- stjórnin leyfði þá hækkun en ekki fyrr en gengisfelling var orðin. Flugleiðir notuðu heimildina. „Vegna farþega og viðskiptavina okkar treystum við okkur ekki til að hætta flugi, enda þótt við hefðum þurft meiri hækkun,” sagði Sveinn Sæmunds- son blaðafulltrúi Flugleiða i viðtali við DB. Þegar gengisfellingin varð sóttu Flugleiðir um 5% til viðbótar þeim 20% sem upphaflega var sótt um. Nú er það talið víst, samkvæmt heimildum sem DB telur áreiðanlegar, að viðskiptaráð- herra heimili í dag um 5,8% hækkun til viðbótar hinni fyrri og að Flugleiðir fái þannig heildarleyfi til hækkunar, sem nemur um 21%, þegar miðað er við það verð, sem gilti áður en sótt var um hækkun í júlimánuði og áður en gengis- breyting varð á krónunni. -BS. Eldvík siglir áf ram — ekki yf irvofandi hætta af sjúkdómnum í gærkvöldi tilkynnti landlæknir lækr.unum á Höfn að í Ijós væri komið að ekki væri yfirvofandi hætta af veik- inni um borð í Eldvik, en blóðsýni verða rannsökuð frekar svo og skipverjar er þeir koma til Reykjavikur. Er skipverj- um falið að hafa lágmarkssamband við fólk í landi. Eldvík er nú á leið til Fá- skrúðsfjarðar. -GS 14 manna áhöfn loðnuskipsins Dag- fara ÞH-70 slapp heil á húfi er bráða- eldur breiddist á svipstundu um aftur- hluta skipsins á rúmsjó í gærmorgun 25 milur frá Gelti og 19 mílur frá Kóp i slæmu skyggni en þokkalegum sjó. Skipyerjar sendu út neyðarskeyti laust upp úr 9 í gærmorgun og kváðust þurfa að yfirgefa skipið. Slysavarna- félagið hafði upp á nálægum skipum og gerði einnig ráðstafanir til að Land- helgisgæzluflugvél flygi yfir staðinn ef áhöfnin þyrfti að yfirgefa skipið áður en skip kæmi til hjálpar. Skuttogarinn Runólfur frá Grundarfirði var staddur i aðeins 6 mílna fjarlægð og fór þegar á staðinn. Var áhöfnin þá öll frammi á bakka og var hún selflutt yfir í Runólf, sem tók Dagfara í tog og dró hann til Patreks- fjarðar í fylgd varðskips. Þar var eldu&nn toka slökktur síð- degis í gær, en skipið er stórsEémmt ef ekki ónýtt. Nýlega var búið að lengja og byggja yfir Dagfara og hefur honum gengið í meðallagi vel á loðn- unni að undanförnu. Eldsupptök eru ókunn en eftir þvi sem blaðið kemst næst, kviknaði eldurinn í vélarrúminu. Skipstjóri er Gunnlaugur Jónsson. Skipið var á siglingu frá Sandgerði út á loðnumiðin, þegareldurinn kom upp. - GS Gæfu eða gjörvileika lokið: LÍF ÞJÓDARINNAR FÆRIST AFTUR í EÐLILEGT HORF í gærkvöldi lauk síðasta þættinum í seinni lotu framhaldsþáttarins Gæfa eða gjörvileiki sem sýndur hefur verið undanfarna mánuði á sunnudags- kvöldum við fádæma vinsældir. Eftir því sem á þáttinn leið er haft fyrir satt að götur höfuðborgarinnar hafi bein- línis tæmzt á þeim tíma sem þátturinn stóð yfir og sjálfsagt hefur því verið alveg eins farið úti um landsbyggðina. Hverl mannsbarn þekkir aðalpersónur þáttanna, s.s. Rudy, Wes og fúl- mennið Falconetti svo einhverjir séu nefndir. og menn hafa borið ugg i brjósti varðandi endalokin því kvisazt hafði út að þau væru heldur sorgleg. Því vildu menn þó helzt ekki trúa og því hefur spennan haldizt allt til loka. Dansstaðir borgarinnar hafa átt mjög í vök að verjast þennan tíma og dæmi eru þess að þar hafi verið komið upp risastórum sjónvarpsskermum þannig að fólki gæfist kostur á að fylgjast með þættinum þar. Kvik- myndahúsin hafa hins vegar ekki haft nein slik tromp i bakhöndinni og hafa mátt þola það að aðsóknin hefur dreg- izt verulega saman á sunnudagskvöld- um sem annars hafa verið beztu kvöld- in hvaðaðsókn snerti. Ein af vinsælli hljómsveitum lands- ins hefur nefnt eitt laga sinna Gæfa eða gjörvileiki og þannig mætti lengi telja. Nú er þættinum hins vegar lokið og má þvi búast við að líf þjóðarinnar færist aftur í eðlilegt horf á sunnu- dagskvöldum. ' - GAJ Starfsfólk eins kvikmyndahúsa borgar- innar fylgist með þættinum Gæfa eóa gjörvileiki i gærkvöldi. DB-mynd R.Th.Sig. FIMM HVOLPAR GEFNIR — á f jórða hundrað manns hringdu Hvolparnir, sem auglýstir voru í Dagblaðinu sl. laugardag hafa nú allir fengið ný heimilisföng og nýja „foreldra”. Talsvert á fjórða hundrað manns hringdu og spurðust fyrir um þessa 5 hvolpa, sent um var að ræða. „Hvernig líður hvolpinum minum?” spurði maður sem hringdi frá Dalvík í gærkvöldi. Þessi maður hafði fengið loforð fyrir að fá einn hvolpinn þegar á laugardagsmorgun. Hvolpinum hans líður vel og bíður þess að hans verði vitjað innan tíðar. Þrjár kynslóðir úr sömu fjölskyld- unni komu á tveim bílum til þess að skoða og sækja einn hvolpinn. Ekki var að sjá neinn mun á gleði hinna yngstu og hinna elztu, þegar lítil stúlka hafði tekið við honum úr hendi fyrri eiganda, fjögurra ára snáða. Eftirsjáin var mikil en fólkið bauð af sér góðan þokka. Enginn vafi lék á því, að þarna voru dýravinir og gott fólk. Það óhapp kom fyrir, að í frásögn DB af því að hvolparnir leituðu eftir nýjum foreldrum, að símanúmerið var ekki rétt. Skakkaði þar einum staf. Fullorðið sómafólk varð af þessu fyrir óskaplegum óþægindum. Biður blaðið auðmjúklega afsökunar, en þakkar jafnframt þolinmæði og vin- semd, þar sem þetta sómafólk gaf jteim sem hringdu upplýsingar um rétta símanúmerið. „Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu, að svona margir hefðu áhuga á þvi að eignast hund,” sagði húsmóðirin, „mamma” hvolpanna fimm í viðtali við DB. „Það gekk meira að segja svo langt, að þrír menn spurðu, hvort við vildum ekki láta tíkina okkar,” sagði hún. „Ég er ósköp ánægð að vita af hvolpunum hennar Júllu i góðum höndum. Ég hitti þetta fólk, þegar það kom og sótti þá. Ég vildi sjá fólkið. Ég vildi bara, að fleiri hefðu getað fengið hvolp. Kannski verður það síðar,” sagði „mamman”, sem í nánast tvo sólarhringa hefur anzað síma á fjórða hundrað-manns út af fimm hvolpum, sem voru gefnir. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.