Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 36
Allt á stampi á Keflavíkurflugvelli: 4 VELAR „TEKNAR NIÐUR” í NEYÐARLENDINGU OG í BARÁTTU VIÐ ÍS OG HÁLKU Mönnum sem fylgdust með gangi mála á Keflavikurflugvelli á þriðju- daginn mun seint gleymast handa- gangurinn í öskjunni og þau hröðu vinnubrögð er við voru höfð, er fjórar flugvélar voru „teknar niður” á brautir á u.þ.b. klukkustund i baráttu við hálku, isingu og bilanir i aðvífandi flugvélum. Rétt áður en DC-þota Loftleiða lenti höfðu mælingar sýnt viðunandi hemlaskilyrði. Og þotan kom. Þá kom i ljós að skilyrði á öðrum brautarenda höfðu breytzt og mátti litlu muna að tækist að stöðva vélina áður en brautina þraut. Brá mönnum i brún þvi enn voru tvær þotur varnarliðs á lofti og tvær aðrar vélar átti eftir að bera að með skjótum hætti. Voru höfð snör hand- tök hreinsunardeildarmanna og slökkviliðs að gera brautina „klára” fyrir lendingu VL-þotnanna og m.a. dregnar fram svokallaðar þotugildrur til aðstoðar við lendingar þeirra. Slíkt er mikið verk, en var allt gert á undra- stuttum tima. Og þoturnar lentu heilu og höldnu. Þá bar að Fokker-vél sem átti að lenda I Reykjavík úr innanlandsflugi. Sýndi þá Ijós í mælaborði að nefhjól hennar festist ekki. Var henni beint til Keflavikur og beðið um að lendingar- brautin yrði froðuborin í öryggisskyni. Það verk var framkvæmt á mettíma ef svo má segja. Lendingin gekk vel enda reyndist vélin ekki biluð heldur aðeins öryggisljós. En þar með er sagan ekki öll. Boeing-vél bar að og kom í Ijós að hún hafði aðeins 10 mínútur til að ákvarða hvort lent yrði i Keflavík eða hvort halda yrði annað. Voru nú góð ráð dýr þar sem lendingarbrautin var ötuð froðu. En allt lið slökkviliðs og hreinsunardeildar var nú komið á vettvang og allt stóð á stampi. Var önnur braut búin til öruggrar lendingar enn á mettíma. Allt fór vel. Á einum klukkutíma höfðu slökkvi- liðsdeildirnar unnið það þrekvirki að taka á móti fjórum vélum við erfiðustu aðstæður, undirbúa neyðar- lendingu, taka á móti þotum í gildrur og búa aðra braut fyrir lendingu síðustu vélarinnar. „Snör handtök” Iýsir hóflega því verki sem þarna var unnið. Er DB leitaði umsagnar Sveins Eirikssonar slökkvistjóra um þennan atburð vildi hann ekki ræða málin, en sagði „Jú, þetta er eitt það versta sem ég hef lent í síðan I gosinu í Eyjum.” -ASt. Misskilin kurteisi við gang- brautarljós Óvenjulegt en lærdómsríkt gang- brautarslys varð klukkan 17.26 í gær á móts við húsið nr. 178 við Laugaveg. Tvær stúlkur koniu að gangbrautarvit- anum og studdu á hnappinn til að fá^ grænt ljós. En þá var nýkomið grænt Ijós fyrir bilaumferðina, svo götuvitinn svarar hnappnum þá ekki strax. En öku- rnaður sá stúlkurnar og þrátt fyrir að hann ætti grænt Ijós nam hann staðar og við það hljóp önnur stúlkan út á gang- brautina og hugðist komast norður yfir götuna. En í sömu mund var bifreið ekið á hinni akreininni og sá ökumaður ætlaði yfir gangbrautina á grænu Ijósi. Taldi hann sig þó hafa séð stúlkuna á gang-' stéttinni áður en bíllinn sem staðnæmd- ist skyggði fyrir frekara útsýni. Gat hann því ekki stöðvað og lenti á stúlk- unni. Hún hlaut lærbrot af en ekki frek- ari meiðsliað ráði. Slysið kennir að jafnt gangandi sem akandi eiga að láta Ijósin stjórna um- ferðinni þar sem þau eru, en ekki að taka uppeigin umferðarreglur. • ASt. Dr, Kristján Eldjárn íbeinni útsendingu í morgun:____ Forsetinn fékk hjartalaga endurskinsmerki fullveldisafmælið yfir kaffibolla Forseta íslands, dr. Kristjáni Eldjárn, var i morgun fært hjartalagað endurskinsmerki að gjöf. Forsetinn lofaði að nota merkið eftir því sem hann teldi nauðsynlegt og sagði að raunar ættu menn að nota slik merki. Þetta gerðist i beinni útsendingu á útyarpsþættinum Morgunpóstinum í morgun. Forsetinn kom þar i stutt viðtal um 60 ára afmæli fullveldis íslands og drakk hið margrómaða kaffi stjórnenda þáttarins, Sigmars B. Haukssonar og Páls Heiðars Jóns- sonar. Dr. Kristján lét vel af kaffinu — en bætti við að vissulega væri kaffi nijög misjafnt. Þetta var í fyrsta sinn siðan dr. Kristján Eldjárn varð forseti, að hann kemur fram i beinni útvarpsútsend- ingu. Hann var léltur í skapi og rifjaði m.a. upp fullveldishátíð fyrir 40 árum i Kaupmannahöfn. En fleiru voru gerð skil i Morgun- póstinum í morgun. Þegar þeir Páll og Sigmár flettu morgunblöðunum og lásu af þeim helztu fyrirsagnir, komu þeir að grein eftir Ólaf Björnsson prófessor í Þjóðviljanum. Greinin bar yfirskriftina Hvað er sósíalismi? — Kannski kominn tími til að segja lesendum Þjóðviljans frá þvi? sagði Páll Heiðar. Og Alþýðublaðið fékk heillaóskir frá Morgunpóstinum — með það að koma ennþá út. ÓV. Kristján Eldjárn situr hcr ásamt þeim Morgunpóstsmönnum i morgun og drekkur kaffið margrómaða. Endurskinsmerkið liggur á boröinu. DB-mynd ÓV. Srfálst, úháð dagblað FOSTUDAGHR 1. DES. 1978. Nauðgunarmálið: Annarmaður tekinn vegna nauðgunardauf- dumbu konunnar Reykvíkingur á fimmtugsaldri var í gær úrskurðaður i allt að tíu daga gæzluvarðhald grunaður um aðild að nauðgun daufdumbu konunnar, sem kærði málið í byrjun nóvember. Annar maður, liðlega tvítugur, var handtekinn fljótlega eftir að málið kom upp. Situr hann enn í gæzluvarð- haldi og hefur verið gert að sæ.ta geðrannsókn. Eftir því sem DB kemst næst hafði konan hitt mennina tvo — hugsanlega þrjá — á dansleik i Reykjavík og tilviljun síðan ráðið því, að hún fór með þeim í Volkswagen-bifreið. Nauðgúnin á að hafa átt sér stað í bifreiðinni. Rannsóknarlögreglan hefur yfirleitt engar upplýsingar viljað gefa um málið. Eins og lesendur muna var í byrjun nóv. auglýst eftir manni á grænum Skoda, sem síðar gaf sig fram og gat veitt mikilvægar upplýsingar í málinu. -ÓV. • * - ' . • - ’ Búnaðarbankinn tryggir stöðu sfna íAusturstræti „Jú, það er rétt, það er verið að semja um kaup á húsinu nr. 3 við Austurstræti,” sagði Stefán Valgeirs- son, formaður stjórnar Búnaðarbank- ans í viðtali við DB, „Það er verið að neyta réttar, sem um var samið 1970, að mig minnir, um leigu- og kauprétt bankans á þessu húsi," bætti Stefán við. Hann kvað ekkert ákveðið um verð ennþá þar sem verið væri að semja um það. „Þetta er allt i bróðerni og ég vona að það verði samið. Já, það verður samið,” sagði Stefán Valgeirs- son. - BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.