Dagblaðið - 08.01.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 08.01.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1979. 9 írland: FIMMTÍU FÓRUST í OLÍUSPRENGINGU —sextíu þúsund tonna olíuskip sprakk í tvennt og er nú að sökkva í Bantry aðalolíuhöf n írlands Rúmlega sextiu þúsund tonna olíu- skip sprakk i loft upp í olíuhöfninni við bæinn Bantry á írlandi snemma í morgun. Talið er að fjörutíu og þrír af áhöfn skipsins hafi farizt og í það minnsta fimm verkamenn við oliu- stöðina, sem er á lítilli eyju skammt frá Bantry. Sjónarvottar segja að við sprenging- una hafi logarnir teygt sig hundruð metra upp í loftið og sprengingin hafi verið svo öflug að rúður sprungu í hús- um nærri. Slökkviliðið barðist við eld- inn í allan morgun bæði frá bátum og einnig var komið lið á land á eynni þar sem olíubirgðastöðin er. Er þetta aðal- birgðastöðin á Irlandi. Engin önnur skip munu hafa verið í höfninni, þegar sprengingin varð. Olíuskipið sem sprakk var smíðað árið 1968 í Frakk- landi og er í eigu franskra aðila. Nafn þess er Betelgeuse. Liggur það nú í höfninni í Bantry í tveim hlutum, sem voru um það bil að sökkva þegar síðast fréttist. Ekki er neitt vitað um ástæður sprengingarinnar. En svipaður at- burður gerðist í Singapore i október síðastliðnum. Þar varð öflug sprenging í vélarrúmi olíuskips, sem skráð var í Líberíu. Fórust þar fjörutíu og þrír menn. Hattur og andlitsnet Litlir hattar og net fyrir andlit eru aftur að komast i tízku. En trúlega verðum við að biða örlitið fram á vorið áður en þeir komast i notkun hér- lendis, þvf það er lítið skjól i þeim i kuldanum. IHLUT- VERKI NIXONS Leikarinn Rip Torn mun leika Richard Nixon fv. Bandarikjaforseta i 8 sjón- varpsþáttum sem verða teknir upp i mai nk. Þættirnir nefnast Blind metorða- girni. Fjallað verður um siðustu ár Nixons i hvita húsinu, er John Dean var þar valdamikill og endaði á Watergate hneykslinu. Martin Sheen leikur John Dean. Torn er nokkuð likur forsetanum fyrr- verandi eins og glóggt má sjá á myndinni. Debra Alloway hefur ástæðu til þess að vera glöð þar sem hún heldur á tveimur dætrum sinum Sonju og Diane. Debraflutti úr eldra húsnæði i Portland i Oregon i annað i borginni. Tólf dögum eftir að hún flutti hrapaði DC 8 þota United Air Lines á gamla húsið. Enginn var I húsinu. Tiu af 185 farþegum þotunnar fórust og 69 slösuðust. MATVÆLA OG OLÍUSKORTUR FÓTUR GRÆDDUR Á Hún litur bjartari augum til framtiðarinnar þessi 11 ára stúlka, EUzabeth McFadden I Bandarikjunum. Hún varð fyrir járn- brautarlest og slasaðist mjög alvarlega á hægra fæti og aUar likur á þvi að hún missti fótinn. Eftir sex tima skurðaðgerð tókst læknum á sjúkrahúsinu i Smithtown að græða fót stúlkunnar aftur á. Vonazt er til að EUzabeth geti notað fótinn að nýju, þótt hann verði e.t.v. nokkru styttri en vinstri fóturinn. Foreldrar stúlkunnar eru til hægri á myndinni og skurðlæknarnir þrir, sem græddu fótinn á eru til vinstri. íhaldsmenn spá þvi að þetta verkfall geti orðið banabiti stjórnar James Callaghans forsætisráðherra alveg eins og verkfall kolanámumanna i Wales felldi stjórn Heaths árið 1974. Merlyn Rees innanríkisráðherra var þó hinn hressasti í gær. Sagði hann að ekki væri nein ástæða til tafarlausra aðgerða. Til þess væri ástandið ekki nógu alvarlegt. Ég get ekki sagt að það sé bjart framundan i innlandsmálum, sagði ráðherrann en ekkert öngþveiti er framundan. Farið er að bera á skorti á mat- vælum, olíu og ýmsu hráefni og vara- hlutum fyrir iðnfyrirtæki vegna verk- falls um það bil fjörutiu þúsund flutn- ingabifreiðastjóra í Bretlandi. Ríkis- stjórnin brezka er farin að hugleiða að lýsa yfir einhvers konar neyðar- ástandi. Frú Thatcher leiðtogi íhaldsflokks- ins og stjórnarandstöðunnar hefur krafizt tafarlausra aðgerða og vill frú- in að her landsins verði látinn sjá um störf verkfallsmannanna. Vísindamenn ósam- mála um nýja ísöld Visindamenn í Houston i Texas halda því fram að meiri háttar veður- breytingar séu i vændum í heiminum, en þeir eru ekki sammála um það hvort vænta megi nýrrar ísaldar. Vísindamennirnir eru saman komnir á ráðstefnu, þar sem ræddar eru örlagarikar afleiðingar sem miklar veðurbreytingar hafa í för með sér. Hvað myndi t.d. gerast i fæðu- snauðum heimi, ef við stefndum til is- aldar. Ljóst er að akuryr'kja 'ýrtíi miklum erfiðleikum háð. Hvað m/uu. gerast ef fólk á norðurhveli jarðar flyttist unnvörpum til suðlægari staða? Siðasta isöld á jörðinni var fyrir 10 þúsund árum. Sumir visindamenn telja að breytingarnar verði hraðar, eða gerist á u.þ.b. þrjú hundruð árum. Breytingarnar verða er sjávarhiti lækkar og ís myndast í norðurhöfum. VEGNA VERK- FALLS BÍL- STJÓRANNA FLUTTIA RETTUM TÍMA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.