Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 6
6 SKYNDUMYNDIR Vandaðar litmyndir i öll skirteini. barna&f jölsk/Idu - Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 FJALLABÍLL TIL SÖLU DODGE Power Wagon W-200 1967 pickup, 6 manna hús, blæja á palli 6 cylindra bensfnvél. Spil með aflúttaki, vökvastýrí. Gang-verk allt I gúðu lagi. Göð dekk, 900 X16, felgur mcð hríngjum. Sæti nýklædd. (Jtvarp, klukka. Skoðaður 1979. Komið ryð í hús. Framdrífslokur, 2 miðstöðvar, útihitamælir o.fl. Verð kr. 1.950.000. Upplýsíngar í síma 73562 og 35200. Það er hjá Skeifunni, sem það skeður Sé bílinn á staönum selst hann strax — Bíla- skipti — Bílakaup GLUGGASMÍÐI Tek aO mér smíði é öllum gluggum í hús yðar og svalahurðum. Fast tilboð. Vönduð vinna og fullkomnustu vólar sem völ er á til gluggasmíði. Upplýsingar í síma 11253kl. 9—12f.h. ogeftirkl. 18. NES-GLUGGAR örn Fellxson, j^^^^^^^LjndarbrauH9^Sejt|arnamesl^^^ Jeep Renegade 1979, ekinn 5000 km. — útvarp, segulband, breiö dekk — Verð 8 millj. Skipti athugandi BÍLASALAN SKEIFAN SKEIFUNN111 - SÍMAR84848 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. Þriðjungur stjómar- frumvarpa jarðaður Fjöldi stjórnarfrumvarpa, þar á meðal athyglisverð mál, var jarðaður í þinglokin. Ýmist kom til að stjórnarliðar drápu mál hver fyrir öðrum, ekki vannst tími til að afgreiða þau eða þá að þau voru lögð fram til „sýnis” eingöngu. Fræg mál voru meðal þeirra sem jörðuð voru, svo sem þruggfrum- varpið, framhaldsskólafrumvarpið, frumvarpið um framleiðsluráð land- búnaðarins og um eftirlaun aldraðra. í öUum þeim tilvikum lögðu viðkom- andi ráðherrar áherzlu á að koma málunum fram þótt ekki tækist. Forsætisráöherra bað í maíbyrjun ráðherra að tilgreina á hvaða mál þeir legðu áherzlu. Þeir nefndu 36 mál af þeim 39 stjórnarfrumvörpum sem fyrir lágu þá. Síðan bættust nokkur stjómarfrumvörp við síðustu dagana og nokkur voru afgreidd sem lög. Eftir stóð þó í þinglok að af 92 stjórnarfrumvörpum, sem voru borin fram á þinginu, var 61 afgreitt sem lög en 31 náði ekki afgreiðslu sem lög. ÞingsályktunartUlögur ráðherra um stefnumörkun í landbúnaðar- málum og iðnaðarstefnu voru ekki afgreiddar. Stjórnarfmmvörp sem ekki vom samþykkt sem lög vom, auk framan- greindra mála, frumvörp um afborgunarkaup, barnalög, eftirlit með matvælum, hoUustuhætti og heUbrigðiseftirlit, framleiöslueftirlit sjávarafurða, fiskvinnsluskóla, heU- brigðisþjónustu, landmælingar, landskiptalög, skrásetningu lóða og landa í kaupstöðum, landflutnings- sjóð, matvælarannsóknir, náttúm- vernd, námslán og námsstyrki sinfóníuhljómsveit, stofnun og slit hjúskapar, lögfræðiaðstoð, sjó- mannalög, upplýsingar hjá almanna- stofnunum, veitingu prestakaUa, varnir gegn sj,úkdómum og mein- dýrum á plöntum, öryggi á vinnu- stöðum.vitamál, viðnámsfmmvarpið í efnahagsmálum og tvö frumvörp um breytingar toUalaga. Sum þessi mál voru býsna smá þótt þau beri virðulegt heiti. í sumum tilvikum voru mál sameinuð í öðmm fmm- vörpum sem fram gengu, svo sem tollabreytingarnar. f stað viðnáms- frumvarpsins í efnahagsmálum kom efnahagsfrumvarp Ólafs Jóhannes- sonar sem var samþykkt. Þó varð óneitanlega mikið um jarðarfarir. Af 80 þingmannafrumvörpum var aðeins 21 samþykkt sem lög. Af 102 þingsályktunartUlögum voru aðeins 29 samþykktar sem ályktanir Alþingis. >HH. Úr turn- unum kemur fóðrið 1* I urnarnir á GauívérjáBæh'um, ánnar tákn andans og þéss er hærra ílýgur, kirkjuturn svo sálirnar þurfi nú ekki að líða skort, hvorki á vetri né sumri en hinn tákn efnisins, súrheysturn, svo ekki þurfi blessaðar skepnurnar að svelta um veturinn er gaddinn fer að herða. DB-mynd Bjarnleifur. Samstarfsnefnd um iðnþróun: Raunsæ uppbygg- ing stóriðju í áliti samstarfsnefndar um iðnþró- un, sem nýlega hefur verið birt, segir m.a. að nefndin sé þeirrar skoðunar að gera eigi á raunsæjan hátt ráð fyrir þætti stóriðju í uppbyggingu at- vinnulífs hér á landi. Hvetur nefndin til þess að leitað verði leiða til að nýta auðlindir landsins með þeim kostum sem stórrekstri fylgja og eins og sam- rýmzt geti þjóðfélagslegum mark- miðum og víðtæk samstaða geti tekizt um. Að svo stöddu kveðst nefndin þó ekki gera neinar ákveðnar tillögur í því efni. Það er kunnara en frá þurfi að segja að í umræðum um iðnþróun á undanförnum árum hefur mikið verið fjallað um þátt stóriðju, ekki sízt orkufreks stóriðnaðar. Um skeið var stefnt að meiriháttar uppbygg- ingu á þessu sviði í samvinnu við erlent fjármagn. Á síðari árum hefur mótazt veruleg andstaða hér á landi gegn slíkum fyrirætlunum og í sam- starfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að hún hafi engin áform um að heimila innstreymi erlends áhættu- fjármagns í stóriðjufyrirtæki. Hins vegar hefur því ekki verið hafnað að landsmenn sjálfir gætu komið á fót slíkum fyrirtækjum til að hagnýta auðlindir landsins. „Vegna þess fjár- magns sem slík fyrirtæki krefjast hlytu þau tilfelli þó að verða fá og áhrif þeirra á iðnþróun í landinu þá væntanlega óveruleg á næstu árum,” segir i áliti samstarfsnefndarinnar. -GM. Ráðstef na um Þjóðleikhúsið í júnflok Öllu starfs- fólki boðið Tveggja daga ráðstefna um mál- boðið á ráðstefnuna. Til stendur að efni Þjóðleikhússins verður haldin nú ræða almennt um hin ýmsu innan- i lok leikársins, i júnilok. Samþykkt hússmál sem starfsfólkið varðar, þessaefnis var nýlega gerð í Þjóðleik- fjárhagsmál, skipulagsmál, leikrita- húsráði. valo.m.fl. Að sögn Þórhalls Sigurðssonar Markmið ráðstefnunnar er að gera leikara, formanns Þjóðleikhúsráðs, úttekt á rekstri Þjóðleikhússins og er öllu starfsfólki Þjóðleikhússins finna leiðir til úrbóta. -GM. „Mama Cat”, John John, Mimi,Nino, Tíbrá, Rudi, Puskin og Ámi Johnsen — íHáskólabíói annað kvöld „Mama Cat”, eins og Guðrún Á. Símonar er gjarna kölluð meðal músík- anta, stígur á fjalir í Háskólabíói nk. miðvikudagskvöld, klukkan kortér yfir sjö um kvöldið. Auk hennar kemur fjöldi annarra listamanna fram en skemmtunin ber heitið „Kvöld- skemmtun með Guðrúnu Á. og kompany I léttum dúr og moll”. Þá kemur Ámi Johnsen einnig fram og leikur undir á gítar. Auk Guðrúnar syngja Þuríður Páls- dóttir, Guðmundur Jónsson, Magnús Jónsson, Kristín Sædal, félagar úr kór Söngskólans í Reykjavík og undirleik annast þau Guðrún Kristinsdóttir og Árni Elvar. Á milli söngatriðanna koma fram og leika kúnstir kettirnir John John, Mimi, Nino og Tíbrá og hundarnir Puskin og Rudi. Miðasala hefst í bíóinu daginn fyrir tónleikana. -HP. ogfrjálst

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.