Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 22
26 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1979 Andfát Sufllœg átt og rígning sunnan og vestanlands, gengur svo I vestan átt moö skúrum, en þurrt á Noröausturíandi. Klukkan sex i morgunn var I Reykjavfk 6 stiga hiti og úrkoma í grennd, Gufuskálar 7 stig og rigning Galtarviti S stig og rígning, Akureyri í stiga hiti, alskýjafl, Rauf orhöfn 2 stig, skýjafl, Dalatangi 2 stiga hiti og skýjafl, Höfn 4 stig og rigning, Vest- mannaeyjar 6 stig og alskýjafl. Kaupmannahöfn 14 stiga hiti, þokumöða, Osló 13 stig og rigning, Stokkhólmur 14 stig og skýjafl, London 9 stig og skýjafl, Hamborg 11 stig, skýjafl, Parfs 11 stig, skýjafl, Madríd 12 stig, heiflskirt, Mallorka 19 stig og skýjafl, Lissabon 15 stig,: heiflskirt, New York 17 stig, heiflskirt. Guðjón Finnui ILnali' ,on fæddist 8. október 1977 og \ar nur hiónanna Ásu Benediktsdóltur og Haraldar Guðjóns Samúelssonai. Hann lézt 9. júní 1979. Útför hans var gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 10.30. Kristrún Kristjánsdóttir Þórisstöðum var fædd að Bollastöðum i Hraungerðishreppi 29. mai 1901. For- eldrar hennar voru Kristján Þorvalds- son póstur og kona hans, Guðrún Gísladóttir. Kristrún giftist Ingvari Þorkelssyni frá Þórisstöðum og eiga þau eina fósturdóttur. Kristrún verður jarðsungin i dag að Mosfelli í Grims- nesi. Alexander Magnússon, Faxabraut 1, Keflavík lézt 7. júní. Hann fæddist að Emmubergi á Skógarströnd, 2. febrúar 1923, sonur hjónanna Margrétar Níels- dóttur og Magnúsar Björnssonar vélsmiðs. Hann fluttist ungur til Kefla- vikur og bjó þar síðan. Hann lauk námi í Verzlunarskóla íslands 1943 og stundaði margvísleg skrifstofu- og framkvæmdastörf. Eftirlifandi eigin- konu sinni Ólafíu Haraldsdóttur kvæntist Alexander 1948, og eignuðust þau 5 börn, Gunnar, Eygló, Sæmund, Harald og ölmu. Alexander verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 2. Jóhann Karlsson fyrrv. -vtórkaup- maður var fæddur að Dral lastöðum i Fnjóskadal 16.11.1903. Foreldrar hans voru Karl Sigurðsson bóndi á Drafla- stöðum og kona hans, Dómhildur Jóhannsdóttir. Jóhann lauk Samvinnu- skólanum árið 1926. Árið 1937 stofnsetti hann heildsölufyrirtækið sitt Jóh. Karlsson & co. Nokkru síðar stofnaði hann hlutafélagið Magna. Jóhann giftist Unni Ólafsdóttur árið 1929 og eignuðust þau fjögur börn sem öll eru á lífi. Konu sína missti Jóhann árið 1965. Jóhann verður jarðsettur í dag, föstudag, frá Fossvogskapellunni kl. 1.30. FR dcild 4 Reykjavik FR 5000 — simi 34200. Skrif slofa félagsins að Síöumúia 22 cr opin alla daga frá kl. 17.00-19.00. aðauki frá kl. 20.00-22.00 á fimmlu dagskvöldum. Kvenfélag Kópavogs Af óviðráðanlegum orsökum verður ekkert af sumar ferðinni. — Feröanefnd. Sigurður Ólafsson verður jarðsunginn frá Landakirkju Vestmannaeyjum, laugardaginn 16. júni kl. 2 e.h. Elín Margrét Magnúsdóttir er lézt 7. júní verður jarðsunginn frá ísafjarðar- kirkju, laugardaginn 16. júní kl. 14. Steindór Emil Sigurðsson, Suðurgötu 71, Akranesi, sem lézt 9. júní, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju, laugar- daginn 16. júní kl. 15. Herdís Guðmundsdóttir, frá Sauðhús- um í Dalasýslu verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 16. júní kl. 2 e.h. Sólveig Jóhannsdóttir, Ásvallagötu 55, verður jarðsett föstudaginn 15. júní kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Sjótugur er í dag, 15. júni, Kristján Þoi steinsson starfsmaður hjá Fiskifélagi ts- lands. Hann tekur á móti gestum i dag í Hreyfilshúsinu við Grensásveg milli kl. 5og7. Tamningastöð Tamningastöð verður á Hvítárbakka í Borgarfirði i sumar. Tamningamenn: Leifur Helgason og Stefán Sturla Sigurjónsson. Upplýsingar á Arnþórsholti í, Lundarreykjardal. simi um Skarö. Félag tæknimanna í brunamálum Laugardaginn 9. júní sl. var haldinn aðalfundur Félags tæknimanna i brunamálum að Hótel Esju. Mættir voru aðildarfélagar víðsvegar að af landinu. I skýrslu stjórnar kom m.a. fram að sent hafði verið erindi til menntamálaráðuneytis þar sem farið var þess á leit aö komið yrði upp skóla fyrir slökkviliösmenn, þar sem allur búnaður til slökkvistarfa verður sífellt fullkomnari og háþróaðri. Mikill einhugur var um þetta mál og lagði fundurinn ríka áherzlu á að slíkum skóla yrði komiö upp á þessu ári. Ýmsar áskoranir og ályktanir voru samþykktar á fundinum og var ákveöið að félagið beitti sér fyrir ráðstefnu um brunamál. einnig aö efld yrði almenn fræðsla um brunavarnir í samvinnu viðopinbera aöila og fjölmiðla. Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipaeftirtaldir menn: FormaðurGuðmundur Haraldsson, Reykjavik. Ritari Sigurður Magnússon, Egilsstöðum. Gjaldkeri Björn Sverrisson, Sauðárkróki,. Meðstjórnendur: Guðjón Jónsson, Suðureyri, Þórður Stefánsson, Borgarfirði, Til vara: Sigurður Þórðarson, Hafnarfirði, GuðmundurGuðmundsson, Reykjavik. Aðalfundur Hagtryggingar hf. Aðalfundur Hagtryggingar hf. var haldinn 9. júní sl. í Þingholti i Reykjavik. Árni Guðjónsson hrl. var kjörinn fundarstjóri og Hjörtur Torfason hrl. fundar- ritari. I upphafi fundar minntist formaður félagsins, Dr. Ragnar Ingimarsson, Axels heitins Kristjánssonar, sem gegnt hafði trúnaðarstörfum fyrir félagið á undanförnum árum og vottuöu fundarmenn hinum látna virðingu sina. Þá flutti formaður félagsins skýrslu félagsstjórnar fyrir liðið starfsár en# framkvæmdastjóri, Valdimar J. Magnússon, skýrði reikninga félagsins og fjárhags- stöðu. I skýrslu formanns kom fram aöárið 1978 hefði verið félaginu óhagstætt, þar sem hækkun iðgjalda heföi ekki dugað til að mæta hækkunum á rekstrar- og tjónakostnaöi. Heildartekjur félagsins árið 1978 voru 361.4 milljónir króna, þar af höfðu iðgjaldatekjur aukizt um 116.9 milljónir króna eða 58.5%. Verkakvennafélagið Framsókn Auglýst var eftir lista vegna stjórnarkjörs í félaginu fyrir árið 1979. Þar sem enginn listi kom fram á móti lista stjórnar var stjórnin sjálfkjörin. Eftirtaldar konurer ístjórninni: Aðalstjórn: Formaður: Þórunn Valdimarsdóttir. Ritari: Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Gjaldkeri: Hclga Guðmundsdóttir. Fjármritari: Kristín Simonardóttir. Varaformaður: ;Ragna Bergmann Varastjórn: Salome Halldóra Magnúsdóttir. Snjólaug Kristjárts dóttir. Jónsmessumót Árnesingafélagið i Reykjavík heldur hið árlega Jóns- messumót i Þjórsárveri laugardaginn 23. júni nk. Jónsmessumótin eru haldin til skiptis í félagsheimilum i Árnessýslu i samvinnu við heimafólk i viðkomandi sveit og hafa þau notiðsivaxandi vinsælda. Mótið hefst með borðhaldi kl. 19 en að þvi loknu verður almennur dansleikur. Heiðrsgestir mótsins að þessu sinni verða hjónin Sigurborg Sveinsdóttir og Matthías Sigfússon list málari og Þuriður Árnadóttir fyrrum húsfreyja á Hurðarbaki i Flóa. Páll Jóhannesson tenórsöngvari syngur einsöng undir borðum en hann söng á Árnesingamóti i vetur við mikla hrifningu. Hljómsveitin Frostrósir, ásamt söngkonunni Elinu Reynisdóttur, leikur fyrir dansi. Árnesingakórinn lauk starfsári sinu 5. mai með söng skemmtun á Flúðum og dansleik á eftir. Tókst sú samkoma meðágætum. Kórinn hélt aðalfund 7. júní. Kom þar fram áhugi á að taka upp þráðinn að nýju af fullum krafti mcð haustinu. Formaður kórsins var kosin Hjördis Geirsdóttir. Gagnfræðaskóla Akureyrar slitið Gagnfræðaskóla Akureyrar var slitið 5. júni. Skóla- stjóri, Sverrir Pálsson, minntist fyrst tveggja fyrrver andi kennara við skólann, Freyju Antonsdóttur og Indriða Hallgrímssonar, sem létust á skólaárinu, en gat siöan helztu þátta í starfi skólans. Innritaðir nemendur voru alls 676, 190 í 10 deildum framhaldsskólastigs og 486 í 21 deild grunnskólastigs. Kennarar voru 62, 40 fastakennarar og 22 stunda- kennarar. Á vetrinum brautskráðust fyrstu 10 sjúkraliðarnir frá skólanum mcð fullum starfsréttindum en verklega kennslan var í höndum Fjórðungssjúkrahúsisins á Akureyri. Nú viðskólaslit fengu fyrstu nemendurnir, 11 að tölu, skírteini um sérhæft verzlunarpróf að loknu þriggja ára námi á viðskiptasviöi, en þeir luku fyrstir almennu verslunarprófi viðskólann 1978. Þessir nemendureiga þess kost að þreyta stúdentspróf að viðbættu einu námsári. Hæstu einkunn hlaut Laufey L. Árnadóttir, 8,4. Menntaskólinn á ísafirði brautskráir sjötta stúdentsárganginn Niunda starfsári Mcnntaskólans á Isafirði lauk með brautskráningu 27 nýstúdenta við skólaslit sem fóru fram i Alþýðuhúsinu á Isafirði laugardaginn 2. júni sl. I lilefni þess að skólameistari, Jón Baldvin Hanni balsson, lætur nú af störfum fluttu ávörp forseti bæjarstjórnar, Guðmunduf H. Ingólfsson, dux scholae, Hanna Jóhannesdóttir, f.h. nemenda og Þráinn Hallgrimsson, f.h. kennara. Skólameistari flutti lokaorð og sagöi skóla slitið. Alls stunduðu 152 nemendur nám við skólann á þessu skólaári. Þeir skiptust þannig milli árganga að 54 sátu i fyrsta bekk, 41 i öðrum bekk, 28 i þriðja bekk og 29 i fjórða bekk. Á raungreinakjörsviði voru 81 (54%) en á félagsfræðikjörsviði 71 (46%). Isfirðingar voru fjöl mennastir, 69 (45%), aðrir Vestfirðingar 34 (23%) en utan Vestfjarða áttu búsetu 49 (32%). Stúlkur voru 88 (58%) en piltar 64 (42%). Af 152 nemendum þreyttu 137 lokapróf. Próf stóðust 112 (81,8%), en 25 (18,2%) fullnægðu ekki lágmarks- kröfum. 15 nemendur (9.9%) höfðu ýmist hætt námi fyrir próf eða luku ekki prófum. Sýning á verkum Ríkharðs Jónssonar í Moskvu Hinn 29. mai sl. var opnuð i Húsi vináttunnar í Moskvu sýning á verkum Ríkarðs Jónssonar mynd- höggvara. Félögin Sovétrikin-Island og MlR, Menningartengsl lslands og Ráðstjórnarrikjanna standa fyrir sýningu þcssari sem opin verður i nokkrar vikur. Á sýningunni eru 27 frummyndireftir Rikarð, blýants penna- og kritarteikningar, einkum mannamyndir frá yngri árum listamannsins, einnig tillögur hans að hátiðarfrimerkjum i tilefni Alþingishátiöarinnar 1930. Þá eru á sýningunni yfir 20 Ijósmyndir af högg- myndum eftir Rikarð, myndskurði ýmiss konar, lág- myndum o.fl. Einnig eru á sýningunni fáeinir smiðis-, gripir úr steini, tré og beini. Við opnun Ríkarðssýningarinnar fluttu þeir S.A. Andréev leikhússtjóri, einn af \araformönnum Vináttufélagsins Sovétrikin-Island, og Jón ögmundur Þormóðsson, sendifulltrúi í Moskvu, ávörp. Auk full- trúa frá Sambandi sovézkra vináttufélaga, félaginu Sovétríkin-Island, Norðurlandadeild utanríkisráðu neytis Sovétrikjanna og annarra sovézkra aðila var þriggja manna sendinefnd frá borgarstjórn Reykja- vikur undir forsæti Sigurjóns Péturssonar, forseta borgarstjórnarinnar. viðstödd opnun sýningarinnar. Sýningin á verkum Rikarðs Jónssonar var samantekin að frumkvæði MlR og sett upp i Moskvu i tilefni 20 ára afmælis félagsins Sovétríkin-Island. Rikarður var virkur félagi í MlR um langt árabil. Frá menntamálaráðuneytinu t fjárlögum 1979 eru veittar 10,6 milljónir króna til starfslauna listamanna Starfslaun listamanna miöast við byrjunarlaun menntaskólakennara og eru veitt eftir umsóknum til þriggja mánaða hiö skemmsta, en tólf mánaða hið lengsta. Umsóknir að þessu sinni voru 53 að tölu. Starfslaun hlutu: 12 mánaða laun: Guðrún Svava Svavarsdóttir. myndlistar- og leik- myndagerðarmaður. 10 mánaða laun: Jóhannes Jóhannesson myndlistarmaður. 6 mánaða laun: Ragnhildur Óskarsdóttir (Róska) kvikmyndagerðar- maður. 3 mánaða laun: Kristin G. Magnús leikkona og rithöfundurarnir Jón Helgason, Jón óskar og örn Bjarnason. Úthlutunarnefnd skipuðu: Atli Heimir Sveinsson, Helgi Sæmunsson og Knútur Hallsson formaður. Sérfræðingafélag lækna Stofnað hefur verið Sérfræðingafélag lækna. Markmið félagsins er m.a. að efla skipulag sérfræði- þjónustu þannig að hún komi að sem bestum notum fyrir sjúklinga og samrýmist vel þörfum þeirra hvar sem er á landinu. Félagsmenn eru 101. Formaður er Arinbjörn Kolbeinsson á Landspítalanum. Vísnavinir Þar sem siðasta vísnakvöld lukkaðist svo ljómandi vel. að varla hefur þekkst annað cins. þá er ákveðið vegna fjölda áskorana, að hafa vísnakvöld á Hótel Borg mánudaginn 18. júní kl. 20.30. Er fólk beðið að mæta tímanlega til að fá sæti. Einnig hvetjum viðalla, sem áhuga hafa og ciga eitthvað í pokahorninu, að koma með það og láta alla feimni lönd og leið. öllum er frjálst að ganga í félagið, en upplýsingar veita: Gísli 33301, Aðalsteinn 16060, Bryndis 13363, Þorvaldur 76751 ogÁrni 76878. „Batnandi er sönglist best að lifa”. SkólasMt f ramhaldsdeildar Samvinnuskólans í Reykjavík Framhaldsdeild Samvinnuskólans í Reykjavik var slitið laugardaginn 12. mai, og luku þar 15 nemendur stúdentsprófi. Svavar Lárusson yfirkennari gerði við það tækifæri grein fyrir starfsemi deildarinnar á skóla- árinu. Þar stunduðu um 30 manns nám sl. vetur i tveimur bekkjardeildum. M.a. fóru nemendur á vinnustaði til að kynna sér ýmsa þætti i atvinnulifinu. og einnig komu margir gestir i heimsókn til deildarinn- ar, þar á meðal allmargir framámenn i viðskiptalífi og stjórnmálum, og fluttu erindi um sérsvið sín. I skólaslitaræðu sinni ræddi Haukur Ingibergsson skólastjóri m.a. um gildi stúdentsprófs í dag, og einnig um þróun skólastarfs i Samvinnuskólanum. Þá afhenti hann nýstúdentum prófskirteini sin, óskaði þeim velfarnaðar og sagði framhaldsdeildinni slitið i sjötta sinn. Beztum árangri á stúdentsprófi náðu Sigrún Inga Sigurðardóttir, 9,05, Kristín Bryndis Guðmunds- dóttir, 8,83, og Sólveig Ebba Ólafsdóttir, 8,60. Samvinnan komin út Fjórða hefti þessa árs af Samvinnunni er nýkomið út. Meðal efnis má nefna grein eftir Kristmund Bjarnason, sem nefnist Meiðyrðamálin miklu og fjall- ar um kafla úr baráttusögu Kaupfélags Skagfirðinga. Þá eru birtar myndir af skólaslitum framhaldsdeildar Samvinnuskólans og sagt frá skólastarfinu þar og i Bif röst sl. vetur. Guðmundur G. Hagalin ritar grein, sem nefnist „Reykholt hefur veriö vanrækt af menningar legum stjórnvöldum”. og hirt er ræða herra Sigur björns Einarssonar biskups, sem hann flutti á lands fundi klúbbanna öruggur akstur nú í vor og nefnist „Mundu að þú ert maður”. Þá eru smásögur i heftinu eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Ásgeir Þórhalls- son, og Valgeir Sigurðsson skrifar um bókina Slitur eftir Brodda Jóhannesson. Einnig er birt þar ritgerðin „Mergur lífs og moldar” eftir Sólveigu Ebbu ólafs- dóttur, sem hún skrifaði í framhaldsdeild Samvinnu- skólans sl. vetur og fjallar um skáldsöguna Land og synir eftir Indriða G. Þorsteinsson. Margt fleira efni er að vanda i hcftinu. en ritstjóri Samvinnunnar er Gylfi Gröndal. Orlof húsmæðra í Reykjavík verður í Eyjafirði Orlofsheimili reykvískra húsmæðra sumarið 1979 verður að Hrafnagilsskóla i Eyjafirði. Rétt til að sækja um dvöl á heimilinu hafa húsmæður í Reykja- vík, sem veita eða hafa veitt heimili forstöðu. Eins og sl. sumar munu einnig dveljast þar húsmæður viðs vegar af Norðurlandi og Strandasýslu. Þetta samstarf og tilhögun hefur enn aukið á reisn hins félagslega þáttar orlofsins. Þegar er ákveðið um 8 hópa og þá miðaö við 50 gesti frá Reykjavík og 10 að norðan hverju sinni. Fyrsti hópurinn fer laugardaginn 30. júní. Flogið verður með Flugfélagi lslands til Akureyrar. Frá og meö 11. júní verður tekið á móti umsóknum á skrifstofu orlofsnefndar að Traðarkots- sundi 6 ilReykjavík kl. 15—18 alla virka daga. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga Aðalfundur Kaupfélgs Eyfirðinga var haldinn i Sam- komuhúsinu á Akureyri 6. og 7. júní 1979. Rétt til fundarsetu höfðu 234 fulltrúar frá 25 félagsdeildum en mættir voru 218 fulltrúar frá 21 deild. Auk þess sátu fundinn allmargir félagsmenn aðrir, svo og ýmsir starfsmenn kaupfélagsins. Kaupfélagsstjórinn, Valur Arnþórsson, las og skýrði reikninga félagsins og gerði grein fyrir rekstri þess. Heildarvelta félagsins jókst um 53,50% frá fyrra ári eða úr 17,1 milljarði króna í rúmlega 26,3^ milljarða. Heildarlaunagreiðslur félagsins á sl. ári námu tæpum 2,9 milljörðum króna en fastir starfsmenn í árslok voru 705. Hér eru þó ekki taldir með starfsmenn dótturfyrirtækja kaupfélagsins. Sambærilegur starfs- mannafjöldi árið 1977 var 706. Á árinu 1978 varð reksturshalli hjá kaupfélaginu að upphæð röskar 70 milljónir króna sem stafaði af mjög skertum rekstursgrundvelli smásöluverzlunarinnar. Opinber gjöld á aðalrekstursreikningi námu 262 milljónum króna en auk þess innheimti kaupfélagið 846,6 milljónir króna i söluskatt fyrir rikissjóð. — Fjármunamyndun ársins varð alls 155,6 milljónir króna og stofnsjóðir félagsmanna hækkuðu um 156,7 milljónir króna. Frá Landssambandi framhaldsskólakennara 16. fulltrúaþing LSFK var haldið í Reykjavik dagana 5.-7. júni sl. að Grettisgötu 89. Um 80 fulltrúar sátu þingið. Forseti þess var Magnús Jónsson skólastjóri en aðalritari Snorri Jónsson yfirkennari. Aöalviðfangsefni þingsins voru sameiningarmál kennarafélaganna, þ.e. Sambands grunnskólakennara og Landssambands framhaldsskólakennara. Þessi félög telja sameiginlega um 2800 félaga. Þingið samþykkti einhuga fyrir sitt leyti að stofna til nýrra heildarsamtaka með þvi að sameina þessi félög i eitt, sem nefnist þá Kennarasamband Islands. Innan þessa nýja sambands verði A) félagsdeildir grunn skólakennara í einstökum landshlutum, B) félag fram- haldsskólakennara fyrir kennara í framhaldsskólum um land allt og C) félag kennara á eftirlaunum. Þær breytingar urðu við formannskjör að ólafur S. Ólafsson sem verið hefur formaður sambandsins sl. 13 ár lét nú að eigin ósk af formennsku og var kjörinn heiðursfélagi en Guðmundur Árnason framkvæmda- stjóri LSFK var kosinn formaður. Ragnar Arnalds menntamálaráðherra ávarpar fulltrúaþing framhaldsskólakennara. Gengið GENGISSKRÁNING Ferðamanna- NR. 109 — 14. júní 1979. gjaldeyrir Eining Kl. 12.00 Kaup 1 BandarAcjadollar 1 Steríingapund 1 Kanadadoilar 100 Danskar krónur 100 Norskar krónur 100 Seanskar krónur 100 Finnsk mörk 100 Franskir frankar 100 Beig.frankar 100 Svbsn. frankar 100 Gyllini 100 VÞýzk mörk 100 Lfrur 100 Austurr. Sch. 100 Escudos 100 Pesatar 100 Yen Sala 341.50 342.30* 718.30 720.00* 291.25 291.95* 6197.80 6212.30* 6571.50 6586.90 7794.10 7812.40* 8548.20 8568.20* 7727.60 7745.70* 1113.65 1116.25* 19746.70 19793.00* 16312.40 16350.60* 17884.75 17925.65* 40.06 40.16* 2426.30 2432.00* 685.60 687.20* 517.25 518.45* 155.14 155.50 Kaup Sala 375.65 376.53* 790.13 792.00* 320.38 321.15* 6817.58 6833.53* 7228.65 7245.59* 8573.51 8593.64* 9503.02 9425.02* 8500.36 8520.27* 1225.02 1227.88* 21721.37 21772.30* 17943.64 17985.66* 19673.23 19719.32* 44.07 44.18* 2668.93 2675.20* 754.16 755.92* 568.98 570.30* 170.65 171.05* 'Broyting fró síðustu skráningu. Sfcnsvari vegna gengisskráninga 22190;j

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.