Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1979. 9 Elzta hús Húsavíkur i sleðaferð um bæinn Elzta húsið á Húsavík, aldargam- alt, er nú um það bil að komast á járnsleða mikinn og mun sennilega nú í vikunni fara í sleðaferð yfir aðal- götu Húsavíkur. Á það að fá nýjan stað við norðurenda gamla barna- skólans aillangt frá sjó. Þykir mörg- um Húsvíkingum sjónarsviptir að þessu gamla húsi sem sögufrægt er, sérkenniiegt og setti svip á kambinn upp af Húsavíkinni. En tímarnir breytast og mennirnir með og nú á húsið að víkja fyrir breiðgötu mikilli sem verður síðar í sumar aðalinn- keyrsluleiðin i Húsavíkurkaupstað. Þetta gamla hús, sem í sleðaferð- ina fer, er svokallað Faktorshús. Það var reist um 1880 af örum & Wulffs verzlun og var yfirsmiður Daninn Bald, sem stóð fyrir byggingu Al- þingishússins í Reykjavik. í húsinu bjuggu m.a. faktorar Örum-Wulffs og Þórður Guðjohnsen. Var húsið i eigu Guðjohnsensverzlunarinnar frá 1918 til 1944að eigendaskipti urðu og húsið gert að hóteli og skírt Garðars- hólmi. 1945 kaupir Edward Friðrik- sen húsið og rak þar gisti- og veit- ingahús til 1948 að Húsavíkur- hreppur kaupir það af lánardrottnum hans og hefur átt síðan. Húsið var lengi notað sem gagn- fræðaskóli, fyrir fundi bæjarstjórnar og til íbúðar fyrir menn — lengri eða skemmri tíma — í þjónustu bæjarins allt til þessa árs. Faktorshúsið var eitt fárra sem ekki varð eldi að bráð í brunanum mikla sem varð 1902. Hafði áður farið orð af að í verzluninni væri olía og fleira stundum knapplega mæld til viðskiptavina. í björgunarstarfi í eldsvoðanum mikla var olíufötum rúllað frá húsinu niður fjörukambinn Faktorshúsið gamla flutt af fjörukambinum þar sem það hefur sett svip á bæinnílOOár og út í sjó. Urðu afföll af tunnunum í fjörugrjótinu og er fræg setning sem Frímann í Grímsey mælti þá: „Þeir mæla ekki olíuna núna í pelamál- um.” Faktorshúsið kom tilsniðið til landsins, allir bitar númeraðir. Er grindin hafði verið sett upp var kalk- steypa sett milli bita og veggir síðan klæddir með bambus sem kom i stað pússninganets. Síðan var kalkblöndu smurt á bambusinn og klætt með veggfóðri. Nú er flytja átti húsið varð að brjóta steininn milli bitanna. Þeir Grímur Leifsson rafvirkjameistari og Gunnar Höskuldsson kennari og „niðurrifsmaður” (eins og hann sagði sjálfur) sögðu að út úr húsinu hefðu komið um 140 tonn af steini. Var hann allur brotinn niður með einni sleggju og ekið út í einum og sömu hjólbörunum. Eftir að steinn- inn var fjarlægður töldu þeir húsið vega um 70 tonn og þannig verður það flutt á sleðanum. Við niðurrifið komu í Ijós þrjár tegundir klæðningar sem settar hafa verið á veggi á siðari árum og ólal tegundir veggfóðurs í ýmsum litum. Þegar Faktorshúsið hverfur af kambinum er greið leið opnuð fyrir nýju götuna sem samanstendur af Mararbraut og Garðarsbraut. Ýmsir sjá eftir húsinu, telja það verða eins og þorsk á þurru landi á nýja staðn- um og óttast að önnur gömul hús, m.a. elztu kaupfélagshús á íslandi, fari sömu leið með miklum breyting- um á svip Húsavíkur. - ASI. Faktorshúsið aldargamla áHúsavfk. Við útidyr er kalksteinsbingurinn sem áður fyllti upp I öll göt milli burðarbita hússins. T.h. má sjá sleðann sem húsið verður sett á til „sleðaferðarinnar” um bæinn. DB-myndir Hörður Grlmur Leifsson og Gunnar Höskuldsson stjórna „niðurrifsverkinu”. Búið er að brjóta kalksteininn milli veggbitanna nema yfir gluggum. Hvergi betrí kjör SOL BESTU HÓTEL SEM FÁANLEG ERU GRIKKLAND AÞENUSTRENDUR OG EYJAFLAKK Nýjung í Grikklandsferðum Nú getur fólk sparað sér 60.000 krórtur í Grikklandsferð með þvi að búa á góðum hótelum með morgunverði í miðborg Aþenu. Hægt er að taka þátt í óvanalegri frjálsri ferðatilhögun, þar sem hægt er að dvelja eins stutt eða lengi eins og hver óskar á 30 heillandi grískum eyjum, þar sem náttúrufegurð, þjóðlíf og skemmtanir eru öðruvísi en annarsstaðar. Auk þess bjóðum við enn sem fyrr hin glæsilegu baðstrandahótel á Glyfada og Vraona baöströndinni hjá Maraþon, 35 km frá Aþenu. Laus sæti i næstu ferðum, 27. júni - 18. júli. Fullbókað 8. ágúst. Dagflug með stórum Boeingþotum SUNNA REYKJAVIK: BANKASTRÆTI 10 - SIMI 29322. AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 94 - SIMI 28715. Við bjóðum upp á gistingu á Playamar glæsilegasta íbúðahótelsvæði alveg við baðströndina, stór grasi gróin útivistarsvæði eru allt í kring með sundlaugum, veitingasölum, tennisvöllum, barnaleikvöllum o.fl. íbúðir i sérflokki. Einnig bjóöum við upp á Lanogalera íbúðirnar i miðborg Torremolinos með sundlaug og allri aðstöðu, stutt á ströndina. Costa del Sol býður upp á allt sem fólk óskarsérbest ísumarleyfi ísólarlöndum, fjölbreytt skemmtanalif og miklir ferðamöguleikar til að kynnast sögustöðum og fögru landslagi. Dagflug á föstudögum með 250 sæta super DC-8 vélum. Fullbókað 22. júni, sæti laus 29. júní og 6. júlí. 22. júní fullbókað, fáein sæti laus 13. og 27. júlí Bestu gististaðir sem völ er á: Royal Magaluf, Portonova, Trianon, Villa Mar og mörg eftirsótt hótel þar sem morgunmatur og kvöldverður er innifalið í verði ferðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.