Dagblaðið - 26.06.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 26.06.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1979. Veðrið í dag verður sólskin og blfða um allt land híti allt að 15 stígum en senni- lega kalt á annesjum norðan til. í nótt dregur til suöaustan áttar og fer að þykkna upp vestan tíl á landinu. Kkikkan sox í morgun var hitinn í Reykjavlc 5 stíg og lóttskýjað, Gufu- skálar 7 lóttskýjað, Galtarviti 6 og lóttskýjað, Akureyri 4 og lóttskýjað Raufarhöfn 4, heiðskfrt, Dalatangi 8 og lóttskýjað, Höfn 5 og atekýjað, Vestmannaeyjar 7 og láttskýjað, Kaupmannahöfn 13 stíg rigning, Osló 13 stig lóttskýjað, Stokkhólmur 16 og háffskýjað, London 11 og rigning, Paris 16 og skýjað, Hamborg 14 og skýjað, Madrid 17 og skýjað, Mall- orka 21 og skýjað, Liasabon 16 og skýjað, New York 14 stíg og heið- skfrt. Hilmar Jón Hlíðar Lúthersson, var fæddur í Reykjavík 3. janúar 1921 og voru foreldrar hans Steinunn Jóns- dóttir og Lúther Hróbjartsson, verk- stjóri og síðar umsjónarmaður Austur- bæjarskólans í Reykjavík. Hilmar fór í Bændaskólann á Hvanneyri og var þar einn vetur en varð að hætta vegna veikinda. Síðan fór hann á vélstjóra námskeið Fiskifélags íslands og lauk þar prófi í véifræði. Seinna fór hann í iðnnám í pípulagnir. Hilmar var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Ólafsdóttir frá ísafirði og eiga þau tvær dætur saman en seinni kona hans er Ingibjörg Ingólfsdóttir. Hilmar lézt 18. júní í Borgarspítalanum af reykeitrun og verður hann jarðsunginn frá Fossvogskirkju i dag ki. 13.30. Björgólfur Baldursson, fyrrv. flugvél- virki, Hverftsgötu 88, andaðist 23 þ.m. Jónína Hallgrimsdóttir, Selvogsgötu 26, Hafnarfirði, lézt í Landakotsspítala 23. júní. Guðgeir Guðmundsson, Kleppsveg 128, andaðist að Hrafnistu 24. júní. Tryggvi ívarsson lyfjafræðingur, Ránargötu 19, andaðist 24. júní. Jóhanna Friðriksdóttir, Fellsmúla 18, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. júní kl. 3 e.h. , Fíladelfía Vegna mótsins i Ólafsfirfli verflur almenn bænasam- koma í kvöld kl. 20.30. IMáttúrulækningafélag Reykjavíkur Félags- og fræðslufundur verður í matstofunni Lauga- vegi 20B fimmtudaginn 28. júní kl. 20.30. Rætt verður um félagsstarfið í sumar og haust, einnig mun Ásta Erlingsdóttir gefa leiðbeiningar um grasatinslu og verkun grasa. . Framhaldsaðalfundur félags starfsfólks í veitingahúsum verður haldinn að Óðinsgötu 7, þriðjudaginn 26. júni kl. 20. Dagskrá fundarins. 1. Lagabreytingar. 2. Félagsgjöld. 3. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs. 4. önnurmál. Stjórnin. Aðalfundur sýslunefndar Rangárvallasýslu Aðalfundur sýslunefndar Rangárvallasýslu var haldinn í Skógaskóla dagana 12.—14. júní að við- stöddum fulltrúum úröllum hreppum sýslunnar. Fjárhagsáætlun sýslusjóös hækkar um 80% milli> ára og verður nú kr. 24.1 milljón fyrir árið 1979 en hækkun þessi stafar aðallega af lokaframlagi sýslunn- ar til Sjúkrahúss Suðurlands, sem væntanlega mun verða fullbúið um áramót, svo og framlagi sýslunnar til Iðnskóla Suðurlands sem nú er í byggingu á Sel- fossi. Fjárhagsáætlun sýsluvegasjóðs fyrir *í "ið 1979 gerir ráð fyrir 63.3 milljónum til viðhalds vega og 12.2 milljónum til nýrra vega. Miklar umræður uröu um málefni sauðfjárveiki- varna en Sigurður Sigurðarson dýralæknir mætti á fundinum til ráðgjafar um þau mál. Samþykktar voru tillögur í 10 liðum sem síðan verða lagðar fyrir Sauð 'tjársjúkdómanefnd. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands Sláturfélag Suðurlands hélt aðalfund sinn 21. júní að Hótel Sögu I Reykjavík. Fundinn sóttu 85 fulltrúar úr 43 deildum félagssvæðisins sem er frá Hvítá i Borgarfirði að Skeiðarársandi í austri. Á fundinum var að vanda lögð fram vönduð árs- skýrsla fyrir sl. ár og formaöur, Gísli Andrésson, og Jón H. Bergs forstjóri fluttu ylir':f og skýrslur um starfsemi Sláturfélagsins. Fyrirtæku starfrækti 7 sláturhús og 5 frystihús á félagssvæðinu, ennfremur kjötvinnslustöðvar, sútunarverksmiðju, 9 smásölu- verzlanir og vörumiðstöð fyrir ýmsar neyzluvörur, sem keyptar eru frá öðrum innlendum og erlendum framleiðendum. Heildarsala fyrirtækisins nam á sl. ári 11.028 millj- ónum, rúmlega 11 milljörðum króna, og hafði aukizt frá fyrra ári um 60%. Mest var aukningin í Sútunar- verksmiðju SS, rúmlega 71%. Útflutningsverðmæti Sútunarverksmiðjunnar var á sl. ári um 440 milljónir en innanlandssala sútaðra skinna um 60 milljónir. Bandalag íslenzkra leikfélaga Aðalfundur Bandalags íslenzkra leikfélaga var hald inn nú fyrir skömmu í Reykjavík. Sátu fundinn 66 fulltrúar áhugaleikfélaga viðs vegar að af landinu, auk gesta frá öðrum leiklistarstofnunum og menntamála- ráðherra, Ragnars Arnalds, sem ávörpuðu fundar menn. Úr stjórn bandalagsins áttu að ganga Jónina Krist- jánsdóttir, Keflavík, formaður, og Trausti Hermanns son, lsafírði, meðstjórnandi. Þau gáfu hvorugt kost á sér til endurkjörs. Voru fráfarandi formanni þökkuð störf i þágu bandalagsins en hun hefur setið i stjórn þess síðan 1972, þar af verið formaður frá 1974, einnig voru Trausta Hermannssyni þökkuð störf hans í þágu bandalagsins en hann hefur setið í stjórn þess frá 1976. Formaður bandalagsins var kjörinn Einar Njálsson frá Húsavík og meðstjórnandi Signý Páls dóttir, Stykkishólmi. Aðrir i stjórn bandalagsins eru Magnús Guðmundsson, Neskaupstað, varaformaður, Rúnar Lund, Dalvik, ritari, og Sigriður Karlsdóttir, Selfossi, meðstjórnandi. Fundir f ramsóknarmanna á Vesturlandi Almennir stjórnmálafundir verða haldnir á eftir- töldum stöðum. Lionshúsinu, Stykkishólmi, miðvikudaginn 27. júni kl. 21. Grundarfirði, fimmtudaginn 28. júni kl. 21. Röst, Hellissandi, föstudaginn 29. júní kl. 21. Félagsheimílinu Ólafsvík, laugardaginn 30. júní kl. 14. Breiðablik,Snæfellsnesi,sunnudaginn l.júlikl. 16. Logalandi, Reykholtsdal, mánudaginn 2. júli kl. 21. Hlöðum, Hvalfjarðarströnd, þriöjudaginn 3. júlí kl. 21. Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið og málefni kjör- dæmisins. Frummælendur alþingismennirnir: Halldór E. Sigurðsson, og Alexander Stefánsson. AHir velkomnir — fyrirspurnir — umræður. Kjördæmissambandið — Framsóknarfélögin. Ferðafélag íslands Miðvikudagur 27. júni kl. 20: óbry nnishólar — Kaldársel. Létt ganga fyrir alla. Verð kr. 1500, greitt viðbilinn. Fararstjóri Tómas Einarsson. Miðvikudagur 27. júní: 5 daga verð um Snæfellsnes, yfir Breiðafjörð og út á Látrabjarg, þar sem dvalið verður einn dag við fuglaskoðun o.fl. Heimleiðis um Dali. Gist í tjöldum og húsum. Fararstjóri Sigurður Kristinsson. Föstudagur 29. júni: 4ra daga gönguferð um Fjörðu i samvinnu við Ferðafélag Akureyrar. Flugleiðis til Húsavíkur, þaðan með bát vestur yfir Skjálfanda. Um næstu helgi: Þórsmörk, Landmannalaugar, Hagavatn — Jökul- borgir. Jarðfræðiferð um Reykjanes með Jóni Jóns- syni jarðfræðingi o.fl. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. 29. júní — 3. júll. Gönguferð um Fjörðu. Flug til Húsavikur. Þaðan meðbáti vestur yfir Skjálfanda. 3. júli 6 daga ferð i Esjufjöll. Hornstrandaferðir: 6. júli: Gönguferð frá Furufirði til Homvikur (9d) 6. júli: Dvöl i Hornvik (9d) 13. júli: Dvöl i Aðalvik (9d) 13. júlí: Dvöl í Hornvík (9d) 21. júlí: Gönguferð frá Hrafnsfirði til Hornvíkur (8d) Kynnist landinu. Ferðir á Hornstrandir Djúpbáturinn lsafirði hefur tekið upp þá nýjung að halda uppi áætlun á Hornstandir, en þangað hefur ekki verið áætlun síöan byggð lagðist af á Hornströndum árið 1952. Hér verður um ferðamannaferðir að ræða, bæði með erlenda og innlenda ferðamenn. Farnar verða hringferðir, eða mönnum gefst færi á að verða eftir og koma með næstu ferðeða siðar. Farið verður i Jökulfirði 24. júní en það er Grunna vikurferð. Farið verður kl. 10 árdegis. Messað verður að Stað Grunnavik og komið til Isafjarðar um kvöldið. Verðer kr. 3000. 28. júni verður ferð um Jökulfirði. Farið verður kl. 10 og kornið til Isafjarðar kl. 5.30. 19. júlí og 16. ágúst verður farið í Leirufjörð og Bæi. Fleiri ferðir eru ákveðnar, en hafa ekki verið tímasettar. Ferðir á Homstrandir verða siðan sem hér segir. 6. júlí frá lsafirði kl. 14. Viðkomustaðir. Aóalvik. Fljótavík. I lornvík og Furufjörður. 13., 20.. og 27. júlí verður farið kl. 14 og eru viðkomustaðir Aðalvík, Fljótavík og Hornvík. 16. og 23. júlí er brottför kl. 9 og viðkomustaðir Aðalvik, Fljótavík og Hornvik. Verðið í Aðalvík og Fljótavík er 4000 kr., en i Hornvík og Furuvik 6000 kr. Auk þessara ferða er djúpbáturinn með ferðir um lsafjarðardjúp alla þriöjudaga og föstudaga. Þess má að lokum geta að 14. júlí verður farið á sveitaball i Bæi og lagt er af stað frá ísafirði kl. 8 um kvöldið. Iþróttir Sumaræfingar deildarinnar hefjast nú af fullum krafti og verða á miðvikudögum |kl. 20.00 á iþróttasvæðinu við Ásgarð i Garðabæ. Þrekæfingar, trimm, sund, fótbolti (gufubað). Æfingar fyrir alla fjölskylduna. Verið með frá byrjun. Stjórnin. Knattspyrna ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNÍ iLAUGARDALSVÖLLUR Fram — lA, 1. deild, kl. 20. REYÐARJFARÐARVÖLLUR Valur —- Súlan, 3. deild F, kl. 20. VtKINGSVÖLLUR Vfkingur — Selfoss, 2. fiokkur B, kl. 20. GRÖTTUVÖLLUR Í.róna-Selfoss. 4. fi. C, kl. 20. EGILSSTAÐAVÖLLUR Höttur — Austri, 4. fl. E, kl. 20. VALSVÖLLUR Valur — lBK,5.fi. A, kl. 19. KR VÖLLUR KR — Leiknir, 5. fl. A.kl. 20. STJÖRNUVÖLLUR Stjarnan — Afturelding, 5. fl. B, kl. 20. ÞRÓTTARVÖLLUR ^Þróttur — IR, 5. fl. B, kl. 20. 'kaplakrikavöllur FH — Vlkingur, 5. fl. B, kl. 20. HVALEYRARHOLTSVÖLLUR Haukar — Njarövik, 5. fl. B, kl. 19. ÞORLAKSHAFNARVÖLLUR Þór — Ármann, 5. fi. C, kl. 19. GRÖTTUVÖLLUR Grótta — Selfoss, 5.fi. C, kl. 19. EGILSSTAÐAVÖLLUR Höttur — Austri, 5. fl. E, kl. 19. Frétt frá Háskóla íslands Prófessor A. Keith Mant frá Lundúnahásköla flytur minningarfyrirlestur Nielsar Dungals i Lög- bergi, herbergi 101, miðvikudaginn 27. júní kl. 17.15. Fyrirlesturinn fjallar um: Hlutverk meinafræðinga í rannsóknum umferðarslysa. öllum er heimill aðgangur. Hornstrandaferðir Útivistar Fyrir þremur árum réðst Útivist i það að leigja Djúpbátinn Fagranes til flutninga á Homstrandir með hópa sína. Farnar voru þrjár ferðir sem tókust vel í alla staði. Síðastliðið ár var hafður sami háttur á og Fagranesið enn leigt til þriggja ferða og enn varð góður árangur af þessum ferðum. Nú i sumar hafa eigendur skipsins tekið upp fastar ferðir um Jökulfirði og Hornstrandir, meðal annars vegna hvatningar frá Útivist. Aðsjálfsögðu fellum við nú Hornstrandaferðir okkar að þessari nýju ferðaáætl- un Fagranessins.og hafa nú skapazt auknir mögu leikar til Hornstrandaferða. Eins og áður verða ferðir okkar með þeim hætti að flogið verður frá Reykjavík á fimmtudagskvöld eða föstudagsmorgun 6. og 13. júlí og farið samdægurs (á föstud. kl. 14) til Hornvikur. Þar verður svo dvalizt í tjöldum til föstudags viku seinna (hugsanlega 2 vikur) að farið verður með Fagranesi til Isafjarðar. Frá Hornvík er úrval gönguleiða, léttra og strangra, og geta allir fengið þær gönguleiðir sem þeim hæfa. Nefna má fuglabjörgin miklu, Hornbjarg og Hæla- víkurbjarg, þar sem aðstaða til fuglaskoðunar er mjög góð. Þá má og nefna að í Hornvík og víðar á Horn- ströndum eru gnægðir af góðum kræklingi og krækl- ingaveizlur eru árviss atburður í Útivistarferðum á Hornströndum. Það þarf sem sagt engum að leiðast á Hornströndum, hvort sem hann er duglegur að ganga eða ekki. Góðir fararstjórar eru fólkinu til leiðsagnar og aðstoðar, Jón I. Bjarnason i fyrri ferðinni og Bjarni Veturliðason i þeirri seinni, báðir þaulkunnugir á Hornströndum. Sá nýi möguleiki hefur nú skapazt við áæltunar- ferðir Fagranessins að gefinn verður kostur á helgar- ferðum sem stan.da frá föstudegi til mánudags. Verður um tvær slíkar ferðir að ræða á vegum Útivistar, þ.e. 13.—16. júlí og 20.—23. júlí. Þessar helgar ferðir eru hugsaðar fyrir þá sem ekki vilja eðga geta verið heila viku en vilja samt kynnast hinni ósnortnu og fjöl- breytilegu náttúru Hornstranda. Þá tekur Útivist líka upp þá nýjung að aðstoða sér- hópa við skipulagningu Hornstrandaferða sinna i tengslum við ferðir Fagranessins. Slikir sérhópar eru boðnir velkomnir til viðræðna viðokkur. Menntamálaráðuneytið 16. norræna þingið um sérkennslumál verður haldið í Háskóla íslands dagana 26.-29. júní nk. Þing þessi, sem eru á vegum menntamálaráðuneytanna, eru haldin 5. hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Þetta er þó í fyrsta sinni sem þingið er haldið hér á landi. Þingið sækja u.þ.b. 250 starfsmenn sem sinna uppeldismálum blinda / sjónskertra, heyrnarlausa / heyrnskertra og málhamlaðra. Að þessu sinni verður aðallega fjallað um meðferð hamlaðra i bernsku og verður 21 erindi flutt á þinginu. Náttúruverkur kominn út Nýlega kom út tímaritið Náttúruverkur sem náms- menn í Verkfræði- og Raunvisindadeild Háskólans standa að. Þetta er sjötti árgangur ritsins sem hefur unnið sér traustan sess sem gagnrýnið faglegt tímarit og er nú gefið út í 1500 eintökum. Að vanda fjallar ritið urn mörg fnál sem eru ofarlega í hugum manna i dag s..v lausn orkukreppunnar, og í þvi skyni eru birtar greinar um metanól, sólarorku, vindmyllur og loks um rafbíla sem Islendingar munu að öllum líkindum taka í notkun innan skamms. Þá er einnig greinaflokkur um hvalveiðar og hval- vernd og lögð drög að úttekt á frammistöðu tslendinga i þeim málum. 1 ritinu er einnig fjallað um ferskvatnsöflun á Suður- nesjum og gerð grein fyrir hættunni á oliu- og sjávar mengun sem steðjar að vatnsbólum heimamanna og gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir fiskiðnað þei-::a. Ennfremur er að finna i Náttúruverki fróðlega grein um slysið sem varð á Sevesó á ltalíu, þegar efnaverk- smiðja sprakk í loft upp, og skýrt frá því að efninu, sem olli þá meiðslum fjölmargra íbúa í Sevesó, var einnig dreift af Bandaríkjamönnum í stríðinu í Vietnam. Af öðrum greinum má nefna ítarlegt viötal við Hjörleif Guttormsson iðnaðarráðherra um iðnað og orkumál á lslandi þar sem er m.a. komið inn á spurninguna um íslenzka stóriðju. Birtar eru greinar og viðtöl um ferðamál og umhverfisspjöll og loks er að finna grein i Náttúruverk um áhrif tölvu- tækninnar. Ritið er 104 bls. að stærð og prýtt fjölda mynda. Gylfi Gíslason myndlistarmaður gerði forsiðuna. Þaðer selt í bóksölu stúdenta og flestum helztu bókabúðum Reykjavíkur. Áskrifendum innan Háskólans er bent á að sækja ritið á skrifstofu Stúdentaráðs á skrifstofutíma. Hlutavelta Haldin var hlutavelta að Álfhólsvegi 25, Kópavogi þann 20. júní til ágóða fyrir Blindrafélagið. 5.300 kr. söfnuðust. Þeir sem héldu þessa hlutaveltu voru: Ný verzlun Nýjasta herrafataverzlunin i borginni heitir Ragnar. Hún ber nafn eiganda síns, Ragnars Guð- mundssonar, sem starfaði hjá Andersen & Lauth hf. og Fötum hf. sl. 30 ár. Ragnar kemur til meðað verzla Kvennadeild Slysavarna- félagsins Reykjavík áætlar ferð i Landmannalaugar laugardaginn 30. júni nk. Tilkynnið þátttöku i símum 10626 Ingibjörg, 37431 Bía og 84548 Svala. Miðar afhentir í Slysa varnahúsinu miðvikudaginn 27. júni milli kl. 7 og 9. Frá forsætisráðuneytinu Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, fór i dag til út- landa. I fjarveru hans fara forsætisráðherra, forseti sam- einaðs Alþingis og forseti Hæstaréttar með vald for- seta Islands samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar. Félag farstöðvaeigenda FR deild 4 Reykjavik FR 5000 — simi 34200. Skrif stofa félagsins að Siðumúla 22 er opin alla daga frá kl. 17.00-19.00, að auki frá kl. 20.00-22.00 á fimmtu dagskvöldum. Frá Póst- og símamálastofnuninni 1. júlí nk. tekur Póst- og símamálastofnunin upp nýja gerð símareikninga sem eru i samræmi við nýjan giróseðil. Símareikningurinn, sem er áfastur viö gíró- seðilinn, er einnig settur upp á annan og gleggri hátt en áður og gefur nú betri upplýsingar en fyrr um skipt- ingu reikningsupphæöarinnar. Þá mun þessi nýja gerð gíróscðla, sem er fyrir tölvu- lestur, stuðla að því að greiðslur munu berast stofnun- inni hraðar en áður frá hinum ýmsu greiðslustöðum. Simnotendur ættu því síður að verða fyrir óþægindum -vegna lokunar á síma, eftir að simareikningur hefur verið greiddur, eins og átt hefur sér stað i einstöku til- fellum að undanförnu. Símnotendum er bent á að hafa gíróseðilinn og reikninginn með i öllum tilvikum um leið og greitt er. Á gíróseðlinum er tölvuforskrift en vegna tölvulesturs er mjög áríðandi að á framhlið giróseðilsins sé hvorki skrifað, stimplað né hann illa meðhöndlaður. Greiðslu má sem fyrr inna af hendi á póst- og sim- stöðvum, pistgíróstofunni, svo og i bönkum og spari sjóðum. Gjalddagi er fyrsta dag útgáfumánaðar en tiu dögum siðar má búast við lokun sima hafi reikningur- inn þáekki veriðgreiddur. Vilhjálmur Hreinsson, Guðmundur Heiðar Erlends- son, Steinar Viggó Steinarsson og Pétur Smári Sigur geirsson. með herraföt — allt frá kjólfötum niður i bytord- peysur. Þá mun Ragnar verða með heimsþekkt fata- merki eins og City of London, Idé Roma og vörur hannaðar af hinum kunna tízkufrömuði Pierre Balmain. Ragnar er til húsa að Barónsstig 27. Viðskiptaráðherra Noregs í heimsókn Hallvard Bakke, viðskiptaráðherra Noregs kemur hingað í dag 26. júní, ásamt konu sinni Rhine Skaanes leikara og mun dvelja hér til 1. júlí. Hann mun eiga viðræður við Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra og fieiri ráðamenn um viöskipti Noregs og Islands og þá sérstaklega um möguleika á þvi að lslendingar geti fengið olíuvörur keyptar frá Noregi. Nöfn verðlaunahafa í myndagetraun Þjóðleikhús- sins I leikskrá að barnaleikritinu Krukkuborg, sem Þjófr leikhúsið sýndi i vetur, var myndagetraun og áttu leik- húsgestir að geta sér til um úr hvaða sýningum nokkrar Ijósmyndir voru. Ákveðið var að veita 15 bókaverðlaun fyrir réttar ráðningar og gáfu bókaút gáfurnar örn og örlygur, Iðunn og Mál og menning barna- og unglingabækur til verðlauna. Rétt ráðning var: Myndirnar voru úr sýningum Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi, Kardemommubænum, Karl- inum á þakinu, öskubusku og Milli himins og jarðar. Dregið hefur verið úr réttum ráðningum og hljóta eftirtaldir aðilar verðlaun: Gunna Vala Ásgeirsdóttir, Garöaflöt 21, Margrét Hjartardóttir, Suðurgötu 51 Hafnarfirði, Stella Stefánsdóttir, Skólavöllum 3 Selfossi, Eðvarð Þór Williamsson, Viðilundi 1, Una Margrét Jónsdóttir, Ljósvallagötu 32, Hildur Njarðvík, Skerjabraut 3 Sel- tjarnarnesi, Magnús Edvald Bjömsson, Fálkagötu 21 Rvík, Björg Sigurjónsdóttir, Sæbóli við Nesveg, Sel- tjarnarnesi, Hafdis Bima Baldursdóttir, Tjarnargötu 16 Rvik, Svanur og Hilmar Sævarssynir, Borgarheiði 10 Hveragerði, Hugrún Ragnheiður Hólmgeirsdóttir, Hraunbæ 108 Rvík, Lilja Guðrún Lange, Viði- hvammi 28 Kópavogi, Ester og Ásta Andrésdætur, Laugarnesvegi 112 Rvík, Kristófer Pétursson, Skafta- hlíð 12 Rvik, og Jón Arnar Þorbjörnsson, Vallarbraut 5. Af ofannefndum nöfnum voru dregin út nöfn þriggja sem að auki fá ókeypis aðgöngumiða að barna leikriti nassta leikárs og komu eftirfarandi nöfn upp: Eðvarð Þór Williamsson, Hafdis Birna Baldursdóttir og Hugrún Ragnheiður Hólmgeirsdóttir. Gengið GENGISSKRÁNING Ferðamanna- NR. 116 — 25. júní 1979. gjaldeyrir Eining KL 12.00 Kaup Sála Kaup Saia 1 Bandarikjadollar 342,80 343,60* 377,08 377,96 1 Stariíngapund 740.60 742,30* 814,66 816,53* 1 Kanadadollar 292,80 293,50* 322,08 322,85* 100 Danskar krónur 6468,55 6483,65* 7115,41 7132,02* 100 Norskar krónur 6756,70 8772,40* 7432,37 7449,64* 100 Sænskar krónur 8042,60 8061,40* 8848,86 8887,54* 100 Finnsk mörk 8798,80 8819,30* 9678,68 970U3*. 100 Franskir frankar 8028,60 8047,30* 8831,46 8852,03* 100 Belg. frankar 1160,85 1163,55* 1276,94 1279,91* 100 Svtesn. frankar 20889,70 20938,40* 22978,67 23032,24* 100 GyKini 16959,40 16999,00* 18655,34 18698,90* 100 V-Þýzk mörk 18633,45 18876,95* 20496,80 20544,65* 100 Llrur 41,26 41,36* 45,39 45,50* 100 Austurr. Sch. 2523,70 2538,60* 2776,07 2792,46* 100 Escudos 702,90 704,50* 773,19 774,95* 100 Pesetar 518,90 520,10* 570,79 572,11* .100 Yen 180,17 160,54* 176,19 176,59* •Breyting frá sfðustu skróningu.l Sknsvari vegna gengteskráninga 22ÍfKk,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.