Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979. Verkfræöingar og arkitektar gera ibuxumar og kema iðnaðar- mönnum og meisturum um óþefinn Húsbyggjandi hringdi: Hann sagðist vilja benda á bréf sem hafi verið að koma frá embætti byggingarfulltrúa, þar sem embættið virtist vilja kenna meisturum að með- höndla steypu. Þetta væri sent út til þess að telja sér og þó sérstaklega öðrum trú um að steinsteypu- skemmdirnar, sem um hefur verið rætt að undanförnu, séu iðnaðar- mönnum og meisturum að kenna. ,,Sannleikurinn er hins vegar sá að steinsteypuskemmdirnar hérlendis stafa af óhreinum efnum sem notuð eru í sement og fyllingarefni. Niðurlagning steypu hefur hingað til ekki verið neitt vandamál og það atriði að bleyta steypuna á byggingar- stað hefur verið tíðkað um áratugi án þess að tjón hafi hlotizt af, og má þar tilncfna hús sern byggð voru í Hlíðahverfinu í Reykjavík. Þau hús voru byggð áður en vibra- torarnir komu til sögunnar og steyp- una í þau varð að bleyta mjög mikið. Verður ekki séð að um umtalsverðar skemmdir sé að ræða á veggjum þeirra. Má nefna sem dæmi að austur í Flóa var steypt loft yfir gamalli hlandfor árið 1921. Loftið hefur staðið óvarið fyrir veðrum og vind- um i 58 ár og er varla hægt að merkja frostskemmdir á yfirborði plötunnar, þrátt fyrir mettun loftsins af ammoniakinu sem kemur af hland- inu. Einnig má nefna að öll umferð heim að bænum lá yfir þessa plötu, bæði hestvagnar með járnslegnum hjólum fyrri tíma og bifreiðir seinni ára. Einnig var hrærður túnáburður á þessari plötu í tugi ára. Þáttur verkfræðinga og arkitekta I byggingariðnaðinum hefur löngum verið sá að gera í buxurnar og kenna svo iðnaðarmönnum og meisturum Lækurinn i Nauthólsvík er skítugur og ekki hægt að baða sig i honum lengur, segir kona úr Breiðholtinu, sem stundað hefur lækinn sér til heilsubótar. Lækurínn skítugur og oft vatnslaus Kona úr Brciðholti hringdi: Hún sagðist alltaf fara í lækinn í Nauthólsvík sér til heilsubótar ásamt mörgu öðru gömlu fólki sem færi þarna vegna gigtveiki sinnar. Hún sagði að lækurinn væri svo skitugur nú orðið að það væri hreint ekki hægt að baða sig í honum. Þess vegna vildi hún koma með þá áskorun til Sigurjóns Péturssonar og annarra borgarráðsmanna að láta hreinsa lækinn. Oft væri talað um sparnað en yfirleitt væri byrjað að spara á öfugum enda Einnig sagði hún að oft kæmi fyrir að lækurinn væri vatnslaus og væri það mjög bagalegt fyrir fólk sem væri að gera sér ferðir í lækinn til heilsubótar. Haust- tízkan 79 Opið tíl kl.7 föstudag Póstsendum Laugavegi 69 Sími 16850 Miðbæjarmarkaöi Sími 19494. um óþeftnn. Sementsverksmiðja ríkisins er undir stjórn efnaverkfræðinga og Steypustöðvamar, a.m.k. á Stór- Reykjavíkursvæðinu, starfa undir stjórn byggingarverkfræðinga og/eða efnaverkfræðinga. Iðnaðar- menn og meistarar koma með öðrum orðum hvergi nærri steypugerð. Steypa hefur verið bleytt á byggingarstað um áratugaskeið án þess að tjon hafi hlotizt af. Dæmi um það er Hliðahverfið i Reykjavik. _____ KYNÞÁTTAVANDINN HEFUR HVERGIVERIÐ LEYSTUR Helgi skrifar: Gömul og gild speki hljóðar svo: „Betra er eitt gramm af fyrirhyggju en tonn af leiðréttingum.” Við ættum að hafa þetta í*huga þegar rætt er um að leyfa fólki af kynþáttum, sem eru óskyldir íslend- ingum, að setjast að hér á landi. Við erum blessunarlega laus við kyn- þáttavandamál á íslandi og erum þakklát fyrir það. Við sjáum að ann- ars staðar skapar kynþáttavandinn biturleika, tipplausn og hatur. Við eigum enga ósk heitari en að íslenzka þjóðin megi um aldur og ævi vera laus við slíkar hörmungar. Allir heilbrigðir menn vilja vernda og efla kynstofn sinn. Það er talið eðlilegt og göfugt, enda náttúruleg lífshvöt. íslendingar hafa mjög sterka þjóðernishvöt sem þeir geta veriðstoltiraf. Af þessum ástæðum eiga íslend- ingar að banna aðsetur annarra kyn- þátta á íslandi en þeirra sem okkur eru skyldastir. Með því verndum við okkar eigin kynstofn og komum í veg fyrir hörmungar kynþáttavandans. Kynþáttavandinn er hvarvetna óleystur í heiminum. Fjöldi þjóða hefur glímt við hann í aldaraðir. Sumar þjóðir hafa lært að lifa við vandann, en það hefur líka kostað ægilegar fómir og sársauka. Horfumst í augu við staðreyndir! Það er ekki nóg að vera góður í sér og eiga hugsjónir. Staðreyndirnar mega ekki gleymast. Því segi ég enn: íslendingar, bjóðum hættunni ekki heim. Forðumst kynþáttavandann. Lifum einir í okkar landi! „íslendingar, bjóðum hættunni ekki heim. Lifum einir f okkar landi,” skrifar Helgi. DB-mynd. NAÐUGT HiA YFIRMÖNNUM — tryggingarfélaganna GJ skrifar: Mér kom í hug þegar ég hringdi í nokkur tryggingafélögin nýlega, að eitthvað mætti nú spara í mannahaldi hjá þessum ágætu stofnunum. Ég var að leita eftir því að fá samband við einhvern af æðstu mönnum viðkom- andi fyrirtækja eða yfirmenn í bif- reiðadeild. Ekki taldi ég simtölin en ég þori samt að fullyrða að þau hafa verið orðin milli 15 og 20 þegar ég loks náði sambandi við einn þessara ágætu manna. Eftir nokkrar hring- ingar gerði ég mér leik að þvi að punkta niður svörin. Þau voru á þessa leið, svo nokkur dæmi séu tek- in: Nei, hann er bara ekki kominn úr mat. — Hann skrapp frá. Reyndu aftur eftir hálfþrjú. — Hann er í sumarfríi þessa viku. — Hann kemur fljótlega. Ég myndi þó ekki hringja fyrr en hálfþrjú. — Hann er í sumar- fríi. — Það anzar ekki hjá honum. — Nei, hann er ekki kominn úr mat enn- þá o.s.frv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.