Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979. 7 Rjúpnaveiðin á Holtavörðuheiði: HÆSTU SKYTTURNAR FENGU YFIR 40 RJÚPUR1. DAGINN — mun meira virðist umrjúpuíáren tvö undanfarin ár semþó voru sæmileg Á fyrsta degi rjúpnaveiðitímans í haust, eða mánudaginn 15. október, fengu þeir sem til veiða fóru á Holta- vörðuheiði allt upp í rúmlega 40 stykki yfir daginn. Algeng tala hjá veiðimönn- um þann daginn voru rúmlega 20 stykki. Að sögn Hilmars Svavarssonar, verzlunarstjóra hjá Tómasi, sem fylgist náið með rjúpnaveiðinni, var mikið um rjúpu um alla heiðina. Mest varð veiðin í Geldingafelli, norðarlega á heiðinni, og svo vítt og breitt um Tröllakirkju. Menn sem veiðina stunduðu dreifð- ust mjög um heiðina og taldi Hilmar víst að einhverjir hefðu fengið leyfi baenda til veiða. Lögreglan reyndi að beiðni bænda að stöðva veiðarnar en skorti lagalega heimild til að banna þær í augljósum Valt og endastakkst út af Álftanesvegi Ökumaður mikið slasaður í gjörgæzludeild Fólksbifreið hentist út af malbikuð- um Álftanesveginum í hádeginu í gær með þeim afleiðingum að ökumaður hennar er alvarlega meiddur í gjör- gæzludeild. Er hann með mikinn áverka á höfði og talinn meiddur inn- vortis að auki. Ekki er hann þó talinn i bráðri lifshættu. Tvennt var í bílnum er óhappið varð og sat unnusta ökumanns við hlið hans í framsæti. Slapp hún lítið meidd frá slysinu. Enn er óskýrt hvað olli því að bíllinn fór út af en þar valt hann og enda- stakkst síðan en stöðvaðist á hjólunum. Billinn er talinn gjörónýtur. -A.St. Loksins hillir undir verkamannaíbúðimar: „Úthlutun lokið mánaðamót” „ Við vinnum núna af krafti við að úthluta íbúðunum og vonumst til þess að geta verið búnir að því um mánaðamót,” sagði Eyjólfur K. Sigurjónsson formaður stjórnar Verkamannabústaðanna í Reykjavík. í júní í sumar var auglýst eftir umsóknum um 216 íbúðir og bárust alls 652 umsóknir. Sumarfri og annað hefur dregið nokkuð vinnu við þessar umsóknir og voru margir farnir að örvænta um að nokkurn tíma yrði úthlutað. „Verkið hefur dregizt aðeins en gengur mjög vel núna og reiknum við með að fyrsta fólkið geti flutt inn fyrir jól. Þeir sem fá afhentar íbúðir fá um það tilkynningu að öllum líkindum strax í næsta mánuði.” — Eftir hvaða reglum er farið í sambandi við úthlutunina? „Samkvæmt lögum erum við bundnir af þrem skilyrðum. Menn verða að vera búsettir í þvi sveitar- félagi sem sótt er um í, þeir verða að búa við ófullnægjandi húsnæðisskil- yrði og tekjur þeirra mega ekki fara yfir ákveðið hámark. Þessu skilyrði hefur mönnum gengið hvað erfiðast að framfylgja en þó að við sleppum öllum þeim sem eru með of háar tekjur eru samt eftir miklu fleiri umsóknir en íbúðir. Valið er þvi tals- vert vandasamt,” sagði Eyjólfur. -DS. NÍU ÍSLENDINGAR NU A BULGÖRSKU — í norrænu saf nríti Maðurinn og hafið nefnist safnrit sem nýlega var gefið út í Búlgaríu. í ritinu eru sögur frá öllum Norðurlönd- um og er hlutur íslendinga hvað mestur. í bókinni er efni allt frá 12. öld til vurra daga. íslenzku höfundarnir sem sögur eiga í bókinni eru Snorri Sturlu- son, Jón Trausti, Kristmann Guðmundsson, Jón Björnsson, Gréta Sigfúsdóttir, Þorsteinn Stefánsson, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Matthías Johannessen og Jóhannes Helgi sem jafnframt annaðist forval á sögunum. Meðal frægra rithöfunda annarra má nefna Knut Hamsun og Ágúst Strind- berg. afréttarlöndum sem samkvæmt lögum eru opin öllum íslendingum til veiða. Hilmar sagði að mikið hefði sézt af rjúpu á Vesturlandi og þá ekki síður i Þingeyjarsýslum bæði i sumar og í vetur. Augljóst væri að mun meira væri um rjúpu í ár en verið hefði sl. tvö ár en þá hefur rjúpnaveiði verið mjög sæmileg. Greinilegt væri að miklar sveiflur væru í rjúpnastofnin- um, alveg óháðar veiðum, en þær kæmu ekki alveg heim og saman við tíu ára sveiflukenningu dr. Finns Guðmundssonar. -A.St. BENSNDÍBOIN Sumir keyra í rykkjum, spyma af staö, spóla, spæna og snögghemla. Em í einskonar kvartmíluleik við um- ferðarljósin. Slíkt hefur óþarfa bensíneyðslu í för með sér. Viljir þú draga úr bensíneyðslunni og spara þér stórar fjárhæðir, verður þú að gera þér ljóst að aksturslagið skiptir miklu máli. Aktu rólega af stað. Vertu spar á innsogið. Haltu jöfnum hraða og hæfilegri fjarlægð frá næsta bíl. Gefðu þér góðan tíma. Það eykur bensíneyðslu um 20—25% að aka á 90 km. hraða í stað 70, auk þess sem það er ólöglegt. Hafðu ekki toppgrind né aðra aukahluti á bifreiðinni að ástæðulausu. Réttur þrýstingur í dekkjum skiptir líka máli. Hafðu bílinn ávallt í toppstandi. Og reyndu jafnan að velja hentugar akstursleiðir. SPARAÐU AKSTURINN - ÞÁ SPARARÐU BENSÍN. ORKUSPARNAÐUR ÞINN HAGUR ÞJÓÐARHAGUR Starfshópur um eldsneytisspamaó í bílum: Orkusparnaöamefnd iðnaðarráðuneytisins Bílgreinasambandið Félag íslenskra bifreiðaeigenda Olíufélögin Strætisvagnar Reykjavíkur Umferðarráð -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.