Dagblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980. 3 Selfyssingar í ÞjóðleikhúsfÖr: Reynaað koma ímyndaðrí sök á vini í Hveragerði Valgarð Runólfsson, skólasljóri Gagnfraeðaskólans í Hveragerði, skrifar: Hr. ritstjóri. Að undanförnu hafa orðið nokkur skrif í blaði yðar um Þjóöleikhúsferð Selfyssinga seni þér kallið svo. í því sambandi hafa nemendur frá skóla minum verið nefndir og nem- andi einn frá Selfossi, sem telur sig vita eitthvað um það sem fram fór, kennir nemendum frá Hveragerði um ólæti meðan á sýningunni stóð. Hinn ókunni upphafsmaður skrifanna (3244-2629) hafði hins vegar talað um nemendur frá Selfossi i þvi sam- bandi. Á umræddri sýningu (föstudaginn 18. janúar) voru nemendur frá 3 skólum,'um 190 nemendur frá Gagn- fræðaskóla Selfoss ásamt fjórum kennurum sínum sátu í sal. Nemendahópur frá öðrum skóla var á neðri svölum (fjöldi nemenda og kennara ókunnur) og 55 nemendur frá Gagnfræðaskólanum i Hvera- gerði voru á efri svölum ásamt 2 kennurum sínum (kennararnir voru tveir en ekki einn eins og haldið var fram í bréfi sl. laugardag). Nú fer ég þess á leit við yður, hr. ritstjóri, að þér aflið upplýsinga hjá hinum kvartsára upphafsmanni um- ræðunnar, sem þér hljótið að eiga aðgang að þó hann dyljist undir nafnnúmeri, um það, hvar hann hafi setið svo og hvaðan úr húsinu honum hafi heyrzt ólætinjcoma. En voru ólæti? Ég er sannfærður um, að hverjum einasta leikhúsgesti hafi reynzt það ógjörningur að sitja þegjandi og hljóðalaust á annarri eins sýningu og Stundarfriði þetta um- rædda kvöld, 3244-2629 ekki undan- skilinn. Það er mikið til i þessum orðum kennarans frá Selfossi: „Unglingar láta fögnuð sinn í ljós á allt annan og hispurslausari hátt en fullorðnir. Einnig skynja þeir bros- legu atvikin á annan veg. Þá hlæja þeir stundum að atburðum sem eru hádramatískir fyrir fullorðna.” Þegar þessi skilningur er hafður i huga kemur því meir á óvart sú til- hneiging i fyrstu bréfunum frá Sel- fossi þar sem reynt er að koma ímyndaðri sök á vini sína í Hvera- gerði. Slíkt finnst mér í senn broslegt og óviðkunnanlegt og sízt stórmannlega gert. Þvi ánægjulegra var að lesa svar nemendaráðs Gagnfræðaskóla Sel- foss. Það var hógvært og birti skoðanir nemendanna án tilfinninga- legra upphrópana. Það hefði betur verið eina svarið frá Selfossi. Svar til Selfyssinga vegna leikhúsferðan Nemendur gefi meiri gaum að almennum samskiptum „þrettándagleðinni umtöluðu á Selfossi,” sem 3344-2629 vikur að f bréfi sinu. DB-mynd Ragnar Th. 3344-2629 skrifar: Vegna skrifa hinna ýmsu aðila á Selfossi varðandi leikhúsför nemenda Gagnfræðaskóla Selfoss 18. janúar sl. þykir mér rétt að greina nánar frá atvikum og svara því sem mér þykir svara vert. Ég vil taka fram að ég er ekki að ráðast á alla unglinga á Selfossi vegna þessa máls eins. og sumir halda, heldur ákveðinn hóp sem hafði i frammi ólæti sem gerði það að verkum að ég og fleiri nutum ekki skemmtunarinnar. Nemandi í Gagnfræðaskóla Sel- foss hafði samband við DB og viður- kenndi að ólæti hefðu verið höfð i frammi á umræddri sýningu og tók líka fram að allflestir hefðu verið í gallabuxum, sem þau höfðu fengiö leyfi til að vera í. Hann tók einnig fram að ólætin hefðu komið frá nem- endum frá Hveragerði, sem eiga að hafa verið á umræddri sýningu. Ástæðan fyrir því að ég nefni nem- endur frá Selfossi er að 3 nemendur úr viðkomandi skóla sögðu mér aðspurðir að þetta væru nemendur úr þeirra gagnfræðaskóla, sem hefðu verið með ólætin. Jóna Vigfúsdóttir, Selfossi, hafði samband við DB vegna máls þessa. Ekki veit ég hvort hún var viðstödd sýningu þessa eða ekki en bréf hennar gefur til kynna að svo hafi ekki verið. Hún segist alveg geta trúað þvi að ólætin hafi átt sér stað en finnst henni þá rétt að svona hópur eyði- leggi skemmtun fólks, sem kemur i þeim tilgangi að hverfa frá hvers- dagsleikanum i von um góða Hringið ísíma 27022 millikl. 13 og 15, eða skrifið skemmtun. Hún segist ekki kannast við svona framkomu hjá unglingun- um á Selfossi. Hún er kannski búin að gleyma þrettándagleðinni sl. um- töluðu á Selfossi. Hjörtur Þórarinsson kennari hafði einnig samband við DB vegna þessa en var svo óheppinn að fyrrnefndur nemandi hafði samband við DB sama dag. Ég get nú ekki neitað því Hjörtur, að andstæðna gætir í frá- sögnum ykkar. Ert þú kannski að tala um aðra leikhúsferð nemenda þinna? Ég ætla þó að renna yfir þessar spurningar þínar: 1. spurning: Er rétt að telja 190 manns meirihluta gesta í Þjóð- leikhúsinu? Svar: Eftir að hafa séð tölur um gesti leikhússins viðurkenni ég að ekki var um neinn meirihluta að ræða en það er nú svo að oft draga þeir hávaða- sömustu aö sér mestu athyglina og virðast þar af leiðandi vera rikjandi. 2. spurning: Er rétt hjá yður, nr. 3344-2629, að úrskurða allt skril sem lætur hrifningu sina i Ijós á annan veg en þér gerið? Svar: Ég er hissa á spurningu þinni. Einhvers staðar verða takmörk að vera bæði í fögnuði og öðru og þar spilar lika inn í tillitssemi, framkoma o.H. 3. spurning: Er það rétt að ,,yfirleitt hafi þau verið í gallabuxum” þegar í einum bilnum af fjórum var aðeins einn nemandi í buxum úr því óhátíð- lega efni? Svar: Enn er ég hissa á þessari spurn- ingu Hjartar og bendi honum bara á ummæli nemenda i grein þessari. 4. spurning: Er rétt af foreldrum að krefjast annars en að börn þeirra séu hlýlega klædd í vetrarkulda? Svar: Hjörtur virðist líta svo á að gallabuxur og strigaskór séu einhver góður hlífðarfatnaður gegn vetrar- kulda. Annars finnst mér nú þessi spurning ekki svara verð. 5. spurning: Er rétt sú fullyrðing yðar, að ekkert eftirlit hafi verið með nemendum Gagnfræðaskóla Selfoss í téðri ferð þegar fjórir kennarar voru i ferðinni? Svar: Ég viðurkenni að það getur verið erfitt fyrir kennara að hafa hemil á einhverjum ákveðnum hópi unglinga í þeirri aðstöðu sem þarna er um að ræða. Kennarar hafa væntanlega beðið nemendur um að haga sér vel o.s.frv. Að lokum vil ég vona að nemendur á Selfossi svo og aðrir gefi meiri gaum að almennum samskiptum.til- litssemi og framkomu. Það eru tak- mörk fyrir öllu. Ég læt nemendur á Selfossi og í Hveragerði bítast á um ásökun nern enda á Selfossi hvor aðilinn hafi átt meiri þátt í ólátunum. Málið er hér með útrætt af minni hálfu. LA UGARDA GSMARKAÐUR SIMCA1508 GT SIMCA 1508 S . SIMCA 1307 GLS SIMCA 1307 GLS SIMCA 1100 LX SIMCA 1100 LE. SIMCA 1100 S . LADA 1500 st. LADATOPAZ. LADASPORT. 1978 1978 1978 1977 1978 1977 1974 1979 1976 1979 CHRYSLER LeBARON1978 PLYM. VOLARÉ 2d. . 1978 PLYM. VOLARÉ st.. . 1976 DODGE ASPEN st. . 1979 DODGE ASPEN 4 d . 1977 MERCURY MONARCH GHIA 1975 faHegur bíll, fæst með mjög góðum greiðshikjörum. SAAB99GL......1979 SAAB99GL......1977 MALIBU CLASSIC. . 1978 0LDSM0BILE dísil.. 1978 FORD FAIRLANE. . . 1970 FORD MAVERICK . . 1970 FIAT128........ 1977 MAZDA 323 SP. ... 1979 MAZDA323........ 1977 TOYOTA COROLLA . 1977 DATSUN 180 B. . . . 1978 VOLVO 244 GL .... 1979 V0LV0144DL .... 1974 VOLVO 144DL . . . . 1973 PEUGEOT 404. .... 1974 PEUGEOT 504.... 1970 CHEVY BLAZER ... 1974 PLYM.TRAILDUSTER 1975 auk fjölda annarra bifreiða CHR YSLER-SA L URIJVN SUDURLANDSBRAUT 10 - SÍMAR 83330 - 83454 Spurning dagsins Hefur þú farið á þorrablót? Pála Jónsdótlir, húsmóðir: Nei, það hef ég ekki gert og býst ekki við að fara. Það væri frekar að ég keypti þorramat og borðaði heima. I Aðalheiður Birgisdótlir alvinnulaus: Nei, en þaðgelur verið aðég fari. Ég er ekki nijög hrifin af þorramat. Kannveig Árnadóttir nemi: Nei, ég hef ckki farið. Ég ætla mér að fara. Þorra- matur finnst mér mjög góður. Ingólfur Helgasun nemi: Já, og það var mjög gaman. Mér finnst þorramatur mjög góður ef hann er ekki mjög súr. Helga Guðmundsdóltir, bréfberi á Akranesi: Nei, og ég hugsa að ég fari ckki. Mér þykir þorramatur mjög góður. Hrönn Egilsdóllir, vinnur hjá Bruna- bótafélaginu: Nei, ég hef ekki farið. Mér þykir þorramatur mjög góður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.