Dagblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 4
 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980. DB á ne ytendamarkaði Flúor: Heilsusamlegt eða hættulegt? Er flúor heilsusamlegt sneftlefnii réttum skömmtum verkar hvetjandi á: Heilsuhringsins er sá maður sem sem nauðsynlegt er líkamsstarfsem- inni i ákveðnum skömmtum eða er það eitur hættulegt manninum? Um það eru alls ekki allir sammála. Félagsskapurinn Heilsuhringurinn berst harðri baráttu á móti flúor- notkun, þó sérstaklega þeirri hug- mynd aðblanda flúor í drykkjarvatn. Aftur telja margir tannlæknar og læknar, bæði hér á landi og erlendis, að flúor sé mjög til bóta í drykkjar- vatni. Og fyrst ekki sé ennþá farið að blanda því saman við vatnið hérna sé betra en ekki að skólabörn fái flúor- töflur í skólanum og taki þær reglu- lega. Þar sem þetta er mál sem varðar alla neytendur er Neytendasíðan í dag helguð röksemdum með og á móti flúornotkun. Heilsusamlegt og hættulaust í opnu bréfi sem skólatannlæknar Reykjavíkur hafa sent blöðunum segir meðal annars: „Flúor tekið inn í reglulegum skömmtum á myndunar- skeiði tannanna minnkar tann- skemmdir um og yfir 50%. Flúor í kölkun tannglerungsins.” Hættan af því að taka inn flúor er sögð vera í algjöru lágmarki, minni en sú hætta sem því fylgir að taka flestaðrar töfl- ur. Tannburstun í flúorupplausn er einnig að sögn hættulaus því vand- lega er fylgzt með tannburstuninni og sú blanda sem bömin fá það veik að henni fylgir engin hætta. Borgarlæknirinn í Reykjavík, Skúli Johnsen, sagði er hann var spurður um álit sitt á flúori að hann hefði ekki séð neinar vísindalegar niðurstöður um að flúor væri hættu- legt. Hins vegar bendir fjöldi niður- staðna til þess að flúor sé nauðsynlegt ákveðinni líkamsstarfsemi mannsins. Hann kvaðst tvímælalaust fylgjandi blöndun flúors i drykkjarvatn og sagði að því gæti alls ekki fylgt nein hætta. Hann sagði einnig að auðvitað hefðu allir þeir sem vildu fullan rétt til að berjast á móti slíku, en í málum sem þessu yrði þó almenningsheill að sitja í fyrirrúmi. Rottueitur Marteinn Skaftfells formaður hatrammast hefur barizt á móti flúori í drykkjarvatni eða til inntöku. Hann sagði í kjallaragrein í DB þann 12. desember sl. að flúor væri eitt sterkasta eitur sem til væri. Því er það notað í baráttunni við rottur, ekki til að firra þær tannátu heldur lífinu í heild. Marteinn telur að flúor- inntöku fylgi einhverjar aukaverk- anir og þá sérstaklega þegar börn, gamalmenni og vanfærar konur taki inn sama skammt og aðrir, í gegnum drykkjarvatn. Sú spurning hefur einnig vaknað í hugum efasemdarmanna að þó flúorið sé hollt og beinlínis nauðsyn- legtsésvo um fjölda annarra efna og hvort þá beri að blanda þeim öllum í drykkjarvatn landsmanna. Hvar setja á mörkin er nokkuð sem menn eru greinilega ekki sammála um, en neytendur ættu sannarlega að reyna að afla sér upplýsinga um flúorið, en láta ekki bara einhverja menn úti í bæ um að ákveða hvort það verði sett í vatnið. Eins ættu foreldrar að kynna sér flúorið nánar áður en þeir láta börnin sín taka það reglulega. -DS. Upplýsingaseöill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldiö? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseöil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi i upplýsingamiðiun meðai almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von i að fá nytsamt heimilistæki. Kostnaður í janúarmánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m i nt i v Fjöldi heimilisfólks Hluti þátttakenda f fyrsta námskeiðlnu á vörukynningunni og viðskiptavinir sem fengu að smakka á gómsætum réttum. Betri þjónusta við matar- innkaupin Neytendur og viðskiptavinir kaup- félaganna víðs vegar um landið mega í framtíðinni eiga von á mun betri þjónustu er þeir kaupa í matinn en hingað til. Sextán manns, afgreiðslu- fólk kaupfélaganna, voru nýlega á þriggja daga námskeiði i meðferð kjöts og kjötvara á vegum Samvinnu- skólans. Námskeiðið fór fram í Reykjavík i samvinnu við Kjöt- iðnaðarstöð Sambandsins. Mark- miðið var að veita afgreiðslufólki í matvöruverzlunum fræðslu um sundurtekningu og meðferð kjöt- vöru. Einnig var leiðbeint um útstill- ingar í kjötafgreiðsluborð og tilsögn veitt í sölumennsku. Helztu efnisþættir sem teknir voru fyrir á námskeiðinu voru: kjötmat, sundurtekning og úrbeining á dilka- kjöti, nauta- og svínakjöti, heil- brigðis- og hreinlætismál, geymslu- aðferðir og geymsluþol, matreiðsla,' útstillingar í kæliborð og frystiborð, sölumennska og vörukynning. Mestur hluti námskeiðstímans fór i verklegar æfingar, en einnig voru fyrirlestrar og myndrænar skýringar. Næsta námskeið verður haldið dagana 12. —14. febrúar. Er það þegar fullskipað og byrjað að bóka þátttakendur á þriðja námskeiðið en ekki ákveðið hvenær það verður. Fyrsta námskeiðinu lauk með vöru- kynningu í verzluninni KRON í Breiðholti, sem þátttakendurnir sáu að mestu leyti um sjálfir. - A.Bj. Uppskrift dagsins GRILLUÐ YSU- FLÖKMED HOLLENZKRI SÓSU Á dögunum grilluðum við í til- raunaeldhúsinu venjulegt ýsuflak. Bárum það síðan fram með soðnum kartöflum og hollenzkri sósu (frá Toro), örlítið endurbættri Roðflettið flakið og skerið í hæfi- leg stykki. Raðið stykkjunum í eld- fast fat og stráið góðu kryddi yfir, t.d. Lemon’n herbs. Fatið er síðan látið á miðrimina í ofninum, eftir að grillið er orðið rauðglóandi. Eldunar- timinn fer dálitið eftir því hve þykk stykkin eru, ca 6—8 mín. Þá er fatið tekið út úr ofninum og stykkjunum snúið viö, xrydduð og látin aftur inn í ofninn. Á meðan fiskurinn er að grillast er sósan búin til, eins og stendur á pakk- anum. Bætið sósuna með safa úr einni sítrónu. Rétt áður en sósan er borin fram er gott að hræra út i hana einni eggjarauðu og svolitlum rjóma (má gjarnan vera kaffirjómi). Hráefniskostnaður ef notað er t.d. ýsuflak er tæplega 1500 kr. eða um 375 kr. á mann. Þá er reiknað með þvi að kaupa um 200 g af ýsuflökum á mann. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.