Dagblaðið - 18.02.1980, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 18.02.1980, Blaðsíða 20
20 I DAGBLAÐIÐ. MANUD.AGUR 18, FPBR.UAR 1980., Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Bjarni Hákonarson reynir hér markskot í leik Hauka og ÍR í gærkvöld. DB-mynd Hörður. IR-ingar köstuðu frá sér stigi gegn Haukum - í miklum fallbaráttuleik í Laugardalshöll í gærkvöld. Haukar unnu 19-18 og skoruðu sigurmarkið tveimur sekúndum fyrir leikslok ÍK fór illa að ráöi sínu undir lok leiksins viö Hauka í 1. deild handknatt- leiksins i I.augardalshöll í gærkvöld. Misnotuöu þá tvö vítaköst — hittu ekki markiö — og tveimur sekúndum fyrir lcikslok tókst svo Herði Haröarsyni aö skora sigurmark Hauka. I'.ins marks sigur 19—18. Mikil taugaspenna var lokakafla leiksins. Bjarni Hákonarson jafnaöi fyrir ÍR i 18—18, þegar II min. voru til leiksloka. Siöan var eins og leikmenn iiöanna gætu ekki skoraö. Sókn eftir sókn hjá báöum rann úl i sandinn — og þar voru vítaköst ÍR þung á melunum. ÍR- ingar voru í sókn en misstu knöttinn, þegar 24 sek. voru til leiksloka, klaufa- lega. Haukar brunuöu upp og Bjarni Hákonarson braut harkalega á Júliusi Pálssyni. Aukakast, þegar fjórar sekúndur voru eftir. Gefið á Hörð og honum tókst aö koma lágskoti framhjá vörn ÍR og boltinn hafnaöi í netinu. ‘ Knappara gat þaö ekki verið. Leikurinn var oftast mjög jafn — en Hauka-liðið virkaði þó sterkara. Hins vegar var gífurlegur munur á mark- vörzlunni. Þórir Flosason, markvörður ÍR, hélt liði sinu á floti með snilldar- markvörzlu. Varði 15 skot í leiknum — þar af átta fyrsta stundarfjórðunginn — meðan flest lak inn hjá markvörðum Hauka. Synd að Þórir skyldi veraí tap liði. Hann átti það ekki skilið — og jafntefli hefðu að mörgu leyti verið sanngjörnustu úrslitin. Allar jafnteflistölur sáust á ljóstöfl- unni upp í 8—8 þar sem ÍR-ingar skoruðu yfirleitt á undan. En siðan náðu Haukar tveggja marka forskoti, 10—8. Staðan í hálfleik var 12—11 fyrir Hafnarfjarðarliðið. Markhæsti leikmaðurinn i I. deild Bjarni Bessason, ÍR, hafði látið litið að sér kveða i fyrri hálfleiknum en í þeim síðari tók hann heldur betur viðbragð. Skoraði fjögur fyrstu mörk ÍR og tókst að jafna í 15—15 eftir 40 mínútur. Haukar náðu aftur tveggja marka for- skoti, 17—15, en Guðmundur, víti, og Bjarni Bessason jöfnuðu fyrir ÍR. Siðan var markaskorunin alveg i lág- marki það sem eftir lifði leiks. Í lokin tryggðu Haukar sér svo sigurinn eins og áður er lýst — ákaflega þýðingarmikill sigur fyrir Haukaliðið, sem við það náði Fram og ÍR aðstigum. Liðin hafa sjö stig eftir 10 leiki — KR einu stigi á undan en HK rekur lestina með 5 stig. Fallbaráttan verður greinilega gífurlega hörð. Mörk ÍR skoruðu Bjarni Bessason 6, Guðmundur 4/2, Bjarni Hák. 3, Sigurður Svavarsson 2, Pétur 2 og Bjarni Bjarnason 1. Mörk Hauka skoruðu Árni Hermannsson 5 — öll i fyrri hálfleik og öll mörkin eftir að hafa komizt inn í sendingar ÍR-inga — Hörður H. 4/2, Júlíus 4, Ingimar 2, Stefán I. Sigurgeir I, Þorgeir I og Hörður Sigmarsson 1. -hsím. ÍR-Haukar 18-19 (11-12) íslundsmótið I handknattleik 1. deild karla, IR —Haukar 18—19 (11 — 12) í Laugardalshöll 17. febrúar. Beztu leikmenn. Þórir Flosason, ÍR, 8, Ámi Hormonnsson, Haukum 7, Bjami Bessason IR, 6, Hörður Harðarson, Haukum, 6 , Júlíus Pólsson, Haukum, 6. IR. Þórír Flosason, Ásmundur Friðriksson, Bjami Bossason, Bjarni Hókonarson, Ársæll Kjartansson, Guðmundur Þórðarson, Sigurður Svavarsson, Bjami Bjarnason, Ólafur Tómas- son, Pótur Valdimarsson. Haukar. Gunnar Einarsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Stefón Jónsson, Ámi Hormannsson Hörður Harðarson, Ingimar Haraldsson, Júlíus Pólsson, Sigurgeir Martoinsson, Árni Svorris son, Þorgeir Haraldsson, Hörður Sigmarsson, Sigurður Aðalstoinsson. Dómarar Bjöm Kristjónsson og Karl Jóhannsson. ÍR fókk 4 vitaköst - misnotaöi tvö. Haukar fengu tvö vitaköst Nýttu bæði. Einum úr IR var vikiö af velli, Bjarna Hókonarsyni og oinum úr Haukum, Júlíusi. Nú getur fátt orðið Frömurum til bjargar — réðu ekki einu sinni við ÍS án Smock og töpuðu 75-85 Frömurum er ekki viðbjargandi, svei mér þá. Þeir höfðu ekkert í Stúdenlana að gera í gærkvöld og það þótt Trent Smock þyrfti að fara út af á 7, min. síðari hálfleiks með 5 villur. Staðan var þá 60—50 fyrir ÍS og < lokatölur urðu 85—75 eða sami munur Það voru aðeins tveir menn í Fram- liðinu sem léku af eðlilegri getu. Símon og Þorvaldur. Þeir skoruðu ennfremur bróðurpartinn af stigunum og undirrit- uðum er til efs að nokkur útlendingur hér á landi, sem á annað borð hefur verið við körfuknattleik tengdur, hafi nokkru sinni skorað jafnlitið og Darr- ell Shouse í gær. Hann skoraði aðeins 8 stig og átti vægast sagt lélegan dag. Hann klúðraði auðveldustu ,,lay-up” (ækifærum og öðru sliku. Það stefnir þvi allt i að Fram falli niður í 1. deildina í vor, enda á liðið ekkert erindi meðal þeirra beztu ef það leikur ekki betur en í gær. Þelta eru e.t.v. hörð ummæli en satt að segja er vart hægl að taka vægar á liðinu. Jafnræði var með liðunum framan af og t.d. var staðan 8—8 eftir 5 min. Síðan tóku Framarar góðan sprett — sinn eina i þessum leik — og komust í 19—10. Dýrðin stóð þó ekki lengi og Stúdentar náðu forystunni er um 7 mín. voru til lcikhlés og héldu henni átakalítið út leiktímann. Menn bjuggust þó við að Fram tækisl að velgja Stúdentunum al- mennilega undir uggum úr því Smock varð að fara út af. En ekki aldeilis. ÍS skoraði næstu 6 stig og munurinn jókst i 66— 50. Minnstur varð hann 64—70 eftir þetta en sigur Stúdenta virtist aldrei i hættu. Sá sem langmest kom á óvart í þessum leik var Steinn Sveinsson, hinn eitilharöi baráttujaxl þeirra Stúdenta. Hann var reyndar búinn að leggja úrvalsdeildarskóna á hilluna í haust en dustaði af þeim rykið fyrir nokkru og átti mjög góðan leik í gær. Þá voru þeir Jón Héðinsson og Gísli sterkir. Hjá Fram stóðu þeir upp úr eins og risar i dvergahóp Símon Ólafsson og Þorvaldur Geirsson. Ómar var sæmi- legur en aðrir vart með á nótunum. Björn Magnússon hreint ótrúlega slakur. Jón Otti Ólafsson og Sigurður Valur Halldórsson dæmdu leikinn prýðilega. Stig ÍS: Trent Smock 24, Jón Héðinsson 18, Gisli Gislason 16, Steinn Sveinsson 13, Bjarni G. Sveinsson 6, Ingi Gunnarsson 4 og Gunnar Thors 4. Stig Fram: Þorvaldur Geirsson 25, Simon Ólafsson 24, Ómar Þráinsson 8, Darrell Shouse 8, Jónas Ketilsson 4, Björn Jónsson 2, Björn Magnússon 2 og Hilmar Gunnarsson 2. -SSv. Erfið fæðing hjá Haukunum — en þó sigur yf ir Þór, 16-14 Haukastelpurnar úr Hafnarfirði eru enn með í baráttunni um 2. sætið i 1. deild kvenna eftir 16—14 sigur á Þór frá Akureyri um helgina. Um efsta sætið þarf ekki að spyrja fremur en í 1. deild karla. Framstúlkurnar eru öruggar með sigurinn í dcildinni fimmta árið í röð. Leikur Hauka og Þórs á laugardag var fremur slakur — einkum og sér í lagi fyrri hálfleikurinn. í þeim siðari færðist hins vegar meira fjör í leikinn og átti Margrét Theodórs- dóttir þar stóran hlut að máli er hún skoraði 8 mörk. Leikurinn fór afar rólega af stað og fyrsta markið kom ekki fyrr en á 8. minútu er Margrét rauf leiðindin með marki úr vitakasti. Haukar komust síðan i 3—I og aftur í 5—3. Þór tókst að jafna 5—5 þrátt fyrir að Sóley verði tvivegis vitaköst frá Hörpu. Svanhildur Guðlaugsdóttir átti svo lokaorðið í fyrri hálfleiknum er hún skoraði gott mark, 6—5. Margrét skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins úr vitum en Valdis Hallgrímsdóttir, sem átti stórleik, svaraði með einu fyrir Þór. Sóley varði enn víti frá Hörpu og þá loks tók Hanna Rúna Jóhannsdóttir við víta- skyttuhlutverkinu. Hún hefði e.t.v. betur verið í því frá upphafí þvi hún sýndi mikið öryggi i vítunum. Haukar komust í 11—6 en næstu þrjú mörk komu frá Þór. Margrét brenndi á þeim tíma aldrei þessu vant af vítakasti. Munurinn smáminnkaði og þegar ein min. var til leiksloka var staðan 14—13 Haukum í vil. Þórsstúlkurnar tóku þá að leika rnaður á mann en það hefur líkast til verið misráðið hjá þeim. Þær réðu ekki alls kostar við þá leikaðferð og vörnin fór fyrir ofan garð og neðan. Lokamínútúna skoruðu Haukar tvö mörk gegn einu frá Þór og tryggðu sér sigurinn. Þórsliðinu hefur farið mjög fram i vetur og er nú allt annar blær á því en var i haust. Haukarnir fljóta mjög á yfirburðum Margrétar og þá varði Sóley mjög vel í markinu. Mörk Hauka: Margrét 9/4, Sjöfn 3, Sesselja, Halldóra, Svanhildur og Björg eitt hver. Mörk Þórs: Valdís 5, Hanna Rúna 4/3, Harpa 2, Þórunn, Sigriður og Magnea I hver. -SSv. Ármann vann Tindastól Ármenningar unnu Tindastól í I. deildinni í körfu á laugardag 83—51 (44—26). Þar bar helzt til tiðinda að Danny Shouse lék aðeins annan hálf- leikinn með Ármanni en skoraði samt 34 stig. Fyrir Tindastól skoraði Kári Marisson 33 stig. Þá sigraði B-lið KR með gömlu kempurnar innanborðs 1. deildarlið Þórs á föstudag 87—81. I.oks má geta leiks Vals og Þórs í hikar- keppni 2. flokks. Valur vann 61—60. Tvö jafn- tefliTýs Þróltur og Týr gerðu jafntefli 22— 22 í skemmtilegum leik i 2. dcildinni í handknattleiknum i I.augardalshöllinni i gær. Leikurinn var oftast mjög jafn, 13—13 í hálfleik. Síðan komst Týr í 17—14 en Þróttur jafnaði í 17—17. Mikil barátta var svo lokakaflann. I.eikurinn var einvigi í markaskorun milli Sigurðar Sveinssonar, Þrólti og Sigurlásar Þorleifssonar, Tý. Þeir skildu jafnir. Báðirskoruðu II mörk. Á laugardag léku Afturelding og Týr að Varmá. Jafntefli varð 17—17 og þar köstuðu Týrarar frá sér sigri. Voru komnir sex mörkum yfir um tima. Haukar—Þór 16-14 (6-5) íslandsmótið i handknattleik, 1. deild kvenna. Haukar—Þór 16—14 (6—5) Hafnarfirði 16. febrúar. Beztu leikmenn. Margrót Theódórsdóttir, Haukum 8, Valdís Hallgrímsdóttir, Pór, 8, Sóloy Indríðadóttir, Haukum 7, Hanna Rúna Jóhonnsdóttir, Þór 7, Sjöfn Hauksdóttir, Haukum 7. Haukar. Sóley Indriðadóttir, Hulda Hauksdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Margrót Theódórs- dóttir, Sjöfn Hauksdóttir, Halldóra Mathieson, Björg Jónatansdóttir, Anna Karen Sverrís- dóttir, Sessolja Friðþjófsdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir, Hlín Hormannsdóttir, Svanhildur Guðlaugsdóttir. Þór. Edda Oríygsdóttir, Krístin Ólafsdóttir, Magnea Friðríksdóttir, Guðný Bergvinsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Freydis Halldórsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Valdis Hallgrímsdóttir, Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Harpa Siguröardóttir, Dýrfinna Torfadóttir. Engrí var vísað af leikvelli. Haukar fengu 5 víti — nýttu 4. Þór fókk 6 víti — nýtti 3. Áhorf- endur um 50. Gunnar Thors hefur hér betur I baráttu við Björn Magnússon undir körfunni. Tákn- rænt fyrir leikinn. ÍS mun sterkari aðilinn. DB-mynd Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.