Dagblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980. Sigríður Jónsdóttir sjúkraliði, „10 ára’Vfertugt hlaup- úrsbam: Dœtumar ætla að halda mér veizlu Munaói minnstu að ég fengi litla frœnku í afinœlisgjöf „Ég á von á nokkrum gestum til mín i tilefni dagsins, skyldfólki, saumaklúbbnum og kannski vinnu- félögum,” sagði Sigríður Jónsdóttir sem Iifir sinn 10. afmælisdag í dag. Sigríður starfar sem sjúkraliði á fæðingardeild Landspítalans. ,,Ég byrjaði að læra í Sjúkraliðaskólanum með 20 ára gamalt gagnfræðapróf og útskrif aðist fyrir tæpum tveimur árum. Það var erfitt að byrja í skóla eftir svo langt hlé. Ég lærði heima á morgnana og var í skólanum á kvöldin.” Sigriður er fædd á ísafirði, flutti til Akraness 5 ára og þaðan til Reykja- víkur síðar. Hún býr með fjölskyldu sinni, eiginmanni og4 börnum, í nýju húsi í Seljahverfi. ,,Við fluttum inn i mai í fyrra, um sömu helgina og fyrsta barnabarnið fæddist! Mér var stundum stritt i gamni vegna afmælisdagsins,” sagði Sigríður. „Mamma hélt upp á afmælið mitt 28. febrúar og krakkarnir kölluðu það platveizlu. Mér fannst það bara sniðugt að vera hlaupársbarn. Ég hef Sigrtður Jónsdóttír: Drttff míg i nám í SJúkraifðaskólanum mað 20 ára gamaft gagnfrmðapróf og út- skrffaðist fyrir 2 árum. DB-mynd: Hörður. verið samtíða fólki sem átt hefur af- mæli 28. febrúar, bæði þar sem ég var í sveit og á vinnustað. Það hefur leyft mér að halda upp á daginn með sér til samlætis. Fyrir 12 árum munaði svo minnstu að ég fengi litla frænku í afmælisgjöf Systir min átti bam rétt eftir mið- nættið 29. febrúar. Ég held"svei mér þá að hún hafi bara verið að þráast við að gefa mér afmælisgjöfina sem ég vildi fá!” Sigríður sagðist hlusta talsvert á tónlist þegar tóm gæfist til, bæði klassíska og létta. „Ég hef gaman af margs konar tónlist, einsöng, kórum og fleiru. Með dægurtónlistinni fylgist ég í gegnum börnin.” Við Hörður töfðum Sigríði ekki frekar. Hún var byrjuð að baka fyrir veizluna í kvöld. Við fengum forskot á sæluna með því að hún bar á borð fyrir okkur dýrindis súkkulaðitertu með kaffinu. Ef allt kaffimeðlætið verður eins gott og kakan sú þá er óhætt að öfunda gestina. Við stóðum upp frá hálfri tertu. - ARH Laufey Siguröardóttir á Dalvík, „15 ára’Vsextugt hlaupársbam: jUtufey Sfgurðardóttír: Ritt stapp I heimlnn áður en klukkan varð tólfá mlðnmttí. DBmynd: Hetgi Már HaMdórsson. sem minnst þegar tækifæri gefst í .l Einu sinni fór ég í tveggja daga ferða- amstri hversdagsins. lag og fékk alveg nóg!” ,,Ég kann bezt við mig hér heima. | -ARH „Ég rétt slapp i heiminn áður en klukkan varð tólf á miðnætti á hlaupársdaginn. Seinna stríddu krakkarnir mér stundum og sögðu að ég hefði aldrei fæðzt!” sagði Laufey Sigurðardóttir, Mói á Dalvík. Laufey lifir sinn 15. afmælisdag í dag, en heldur samt upp á sextugsafmæli með pompi og pragt. ,,Ég hef yfirleitt ekki haldið upp á afmælið mitt. Flýja afmælið i dag? Nei, nei, blessaður vertu. Dæturnar mínar ætla að halda mér veizlu og það verður þvi gerður dagamunur. Guöbrandur Sigurösson húsasmiður,„5 ára’Vtvítugt hlaupársbam: Held veizlu í kvöld Ölafur Gísli Magnússon nemi, „5 ára’Vtvítugt hlaupársbam: Held ekki sérstaklega upp á daginn Ólafur GísM Magnússon: Lmrir vlðsklp tafrmðl i Ármúlaskólanum. spHar fótbotta með Þróttí og starfar / sklptínemasamtökum Þjóðkirkjunnar. DB-mynd: Hörður. og annað kvöld „Ég ætla ekki að láta nægja að halda eina veizlu i tilefni dagsins. í kvöld koma til mín skyldmenni og fleiri. Á morgun fá vinir og kunn- ingjar aðra veizlu,” sagði Guð- brandur Sigurðsson húsasmiður. Við komum til hans á vinnustað í nýbyggingu félagsmiðstöðvarinnar i Árbæjarhverfi. Þar vinnur Guð- brandur sem einn af starfsmönnum Hólabergs sf. Hann hefur stundað nám i Fjölbrautaskólanum í Breið- holti og verður bráðum fullnuma húsasmiður. ,,í frístundunum er það körfubolt- inn sem er efstur á blaði. Ég spila körfubolta með Fram og er líka dóm- ari í körfubolta. Auðvitað dæmi ég þó ekki leiki sem Fram tekur þátt í.” Guðbrandur er formaður dómara- nefndar Körfuknattleikssambands ís- lands. Sú nefnd sér um að raða dóm- urum niður á leiki, fjalla um agabrot leikmanna o.s.frv. Næsti leikur hans á vellinum verður á sunnudaginn. Þá mætast ÍR og Valur i Hagaskólanum. Guð- brandur mætir i hlutverki dómarans vopnaður vænni flautu og gætir þess að leikmenn haldi sér innan ramma velsæmis og prúðmennsku. - ARH Guðbrandur SJgurðsson: Húsasmlður að atvktnu, Mkur körfubolta með I Fram og er dómari / körfubotta. DB-mynd: Hörður. \ „Ég hef ekki hugsað mér að halda sérstaklega upp á daginn,” sagði Ólafur Gísli Magnússon nemi á við- skiptasviði Ármúlaskólans. Ólafur Gísli er tvítugur i dag en lifir samt aðeins sinn 5. raunverulega afmælisdag. Hann stefnir að því að1 Ijúka stúdentsprófi frá Ármúlaskól- anum. Einn dag í viku er hann í starfskynningu hjá Sænsk-íslenska verzlunarfélaginu við almenn skrif- stofustörf. Það er sú hlið námsins sem snýr að beinni starfsreynslu i við- skiptafræðum. Utan skólatíma spilar hann fót- bolta með Þrótti og skipar stöðu framherja í meistaraflokki. Hann tók þó ekki þátt í íslandsmótinu í knatt- spyrnu á síðasta keppnistímabili. Þá dvaldi hann sem skiptinemi á vegum Þjóðkirkjunnar í Þýzkalandi. ,,Ég starfa i skiptinemasamtökum kirkjunnar og er í sérstakri nefnd, Þjóðnefnd. Við veljum íslendinga sem fara utan sem skiptinemar og berum ábyrgð á erlendum skiptinem- um hér á landi. í júli fara 20 íslenzkir nemar til ársdvalar viða um heim. Til Norðurlandanna, Itatlu, Ástralíu, Filippseyja, Costa Rica, Mexíkó, Þýzkalands, Japans og víðar. 65 um- sóknir bárust um 20 pláss. Það var erfitt að velja úr,” sagði afmælisbarn dagsins. -ARH „Æ jú, ég er orðin frekar leið á fiskinum,” sagði hún. ,,En eitthvað verður maður víst að gera.” Laufey Sigurðardóttir sagðist mest halda sig heima á Dalvík og ferðast Þegar ég á annað borð hef haldið upp á afmælið hefur það ýmist verið 28. febrúareða 1. marz.” Laufey vinnur i fiski í frystihúsi Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík og hefur unnið þar árum saman.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.