Dagblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980. S Höfðabakkabrú Ijót og skemmir dalinn að óþörfu — segir Nanna Hermannsson borgarminjavörður „Þetta er ekki sízt spursmál um umhverfisvernd og líka hversu mikil arðsemi það er að fá þessa væntanlegu Höfðabakkabrú,” sagði Nanna Hermannsson borgarminja- vörður og forstöðumaður Árbæjar- safnsins. Hún bætti þvi við að tilkoma brúarinnar myndi hafa ákaflega truflandi áhrif á allan þann fjölda gesta sem heimsæktu Árbæjarsafn og eyðileggja fyrir þeim fjölmörgu börnum, sem hefðu ánægju af Ieik bæði inni á svæði safnsins og svæðinu í kring. Óhjákvæmilega yrðu brúin og vegurinn, sem henni myndi fylgja (hraðbraut), slysagildra þar sem börn myndu freistast til að' stytta sér leið með þvi að hlaupa yfir. „Brúin er ljót og skemmir dalinn að óþörfu að mínu áliti og ég er ekki ein um þá skoðun. Hún mun rjúfa safnsvæðið frá Árbæjarhverfinu sjálfu, en það er einmitt andlit og sérkenni hverfisins,” sagði Nanna. Þá sagði hún að nokkrir verk- fræðingar hjá borgarverkfræðingi teldu ekki rétt að byrja nú á brúar- smíðinni. Hún leysti ekki vandann varðandi umferð í Breiðholti. Þetta þyrfti endurskoðunar við. Þeir bentu hins vegar á að ýmislegt annað mætti gera, t.d. með að gera úrbætur á gatnamótum Smiðjuvegar og ‘m- > Grjóthaugurinn sem embætti borgar- verkfræðings var búið að setja Árbæjarmegin við Höfðabakkabrú áður en hún var samþykkt. Nanna Hermannsson og synir hennar tveir Magnús og Stefán Péturssynir með Árbæjarsafnið i baksýn. DB-mynd Bþtrnleifur. Þeir bjuggu til hringabrynju- saumavél Áhugamenn um furðuhluti œttu ekki að láta sýningu Magnúsar Kjartanssonar og Árna Páls Jóhannssonar fram hjá sér fara. Þeir halda um þessar mundir furðuhluta■ sýningu i Djúpinu, gallerlinu sem er I kjallara veitingahússins Hornsins. Ragnar Th. leit við í Djúpinu þegar þeir voru að koma sýningunni fýrir og tók meðfylgjandi mynd af þeim I vígalegum stellingum. Verkið sem stendur á góljinu á milli þeirra er sauma■ vél sem cetluð er til að sauma hringabrynjur. ■ARH. Fínar f rúr til höf- uðsins á Eskifirði Eskfirzkar húsmæður koma nú hver af annarri nær óþekkjanlegar úr heimsókn til hárgreiðslusér- fræðings frá Reykjavík sem kom austur á laugardag og hóf þegar störf hér. Geysilega mikið er að gera hjá greiðslusérfræðingnum, enda konan afar flink og sést glæsilegur árangur starfa hennar á hyerri konunni hér af annarri. Sumum finnst greiðslan nokkuð dýr eða um 19 þús. kr. fyrir per- manent og um 10 þúsund fyrir lagningu og klippingu. Þetta er þó víst ekki meira en greitt er á hár- greiðslustofum i Reykjavík. Vonandi verður hún þvi tryggari vinur kvenna á landsbyggðinni en alþingis- mennirnir sem ekki sjást nema rétt fyrir kosningar. -A.St./Regina, Kskifirði. Hellissandur: MOKFISKIRÍ SÍÐ- USTU VIKURNAR Mokfiskirí hefur verið hér siðustu tuttugu og sex tonn á bát. þrjár vikumar þegar veður hefur ekki Hér er unnið næstum allan sólar- hamiað, en það hefur verið rysjótt hér hringinn í frystihúsinu — eða eins og eins og annars staðar. Til dæmis var fólk getur unnið. Aflahæstu bátarnir landað hér á laugardagskvöldið tvö eru Hamar með 574 tonn, Tjaldur með hundruð áttatíu og þremur tonnum af 560 tonn og Rifsnef með 511 tonn. ellefu bátum. Það gerir meðaltalið’ Hafsleinn Jónsson, Hellissandi/ELA. Breiðholtsbrautar og tenging milli myndi kosta u.þ.b. 40 millj. kr. Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar Áætlað er að jsegar í sumar verði T lagðar í Höfðabakkabrú 200 millj. kr., en brúin myndi kosta miðað við ^verðlag 1979 700 milljr. Forsendur brúarsmíðar brostnar Stjórn Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavik FUF lýsir einnig andstöðu sinni gegn fyrirhugaðri brú. Þá lýsir hún furðu sinni yfir þeim vinnubrögðum borgaryfirvalda að hafna samráði við íbúa og félaga- samtök í Árbæjarhverfi. Skipulags- legar forsendur brúarinnar séu jbrostnar og ákvörðunin um gerð' brúarinnar byggir á því einu að ríkið greiði hluta kostnaðar þar eð brúin telst hluti af „þjóðvegi í þéttbýli”. -EVI. m C| r. Komið .* og genð reyfarakaup LAUGAVEGI 103 2S2 jpjiM B m \ ym Ip i r REYKJAVÍK LISTASAFN ALÞÝÐU GRENSÁSVEGI 16, 108 REYKJAVÍK, ÍSLAND. SÍMI (TEL.): 91-81770 BOX: 5281 AUGL ÝSMIG Listasafn ASÍ hyggst efna til sýningar á málverkum Gísla Jóns- sonar í aprílmánuði og biður þá sem eiga verk eftir hann að hafa góðfúslegt samband við Listasafnið virka daga kl. 14—16 fyrir 25. mars nk. Listasafn Alþýðusambands íslands

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.