Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 32
Slökkviliðsnýlidar æfasigáeldi Mikinn reykjarmökk lagði upp frá Reykjavíkurjlugvelli núna á laugardaginn. Reykvík- ingar eru orðnir næsta vanir slíkri sjón, vita að þarna er á ferðinni æfing hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Á laugardaginn var verið að æfa nýliða sumarsins í því að umgangast eldinn sem þeir eru ráðnir til að berjast við í sumar. Gunnar Sigurðsson vara- slökkviliðsstjóri mætti á staðinn til þess að segja mönnum sínum til með ýmis tól og tæki og kenna mönnum hvernig bezt væri að eiga við hverja tegund elds. - DS Brosandi en eilítið óhreinn horfir hann þessi á hvernig bezt er að ráða niðurlög- um elds. DB-myndir: Hörður. Froskkafari drukknaði við köfun i Straumsvík —var látinn er félaga hans tókst að koma honum að landi Þrjátiu og fimm ára gamall Reyk- víkingur, Gunnar Mosty, til heimilis að Vesturbergi 128, drukknaði í Straumsvik síðdegis á laugardaginn. Var Gunnar heitinn þarna ásamt félaga sínum innan við tvítugt að æfa froskköfun er slysið varð. Gunnar og félagi hans syntu frá svokallaðri Þýzkubúð, gamalli ver- búðgegnt Straumsvikurhöfn utan við bæinn Straum. Voru þeir á um 20 feta dýpi úti á víkinni. Félagi Gunnars sá Gunnar fara upp á yfir- borðið og siðan gleraugu Gunnars sökkva til botns. Er hann kom upp á yfirborðið sá hann að Gunnar hafði átt í erfiðleikum og var meðvitundar- laus í sjávarskorpunni. Félaganum tókst að koma Gunnari upp í fjöru og reyndi lifgunartilraunir án árangurs. Hljóp hann þá út á Reykjanesbraut og bað bil að kalla á aðstoð. Kom lögregla og sjúkralið á staðinn, en það reyndist um seinan. Ekki er vitað hvað þarna bar að höndum en froskmannsbúningur hins látna og tæki hans eru í rann- sókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Gunnar var að sögn óreyndur froskkafari og mun þetta hafa verið hans fyrsta meiri háttar köfunarferð. - A.St. 45 rithöf undar mótmæla: KREFJAST AFSAGNAR STJÓRNAR LAUNASJÓDS —fyrir að úthluta starfslaunum eftir f lokkspólitaskum línum „Við undirritaðir félagar í Rithöf- undasambandi íslands mótmælum því gerræði stjórnar Launasjóðs rit- höfunda að úthluta hæstu starfslaun- um eftir flokkspólitisku sjónarmiði. Þetta hefur stjórn launasjóðs nú gert annað árið í röð.” Sama gildir að mestu um næsthæstu starfslaun.” Þannig hljóðar upphaf mótmæla fjörutiu og fimm félaga í Rithöf- undasambandi íslands, sem birt hafa verið. Er. þess krafizt að núverandi stjórn Launasjóðs rithöfunda viki nú þegar. „Ég hef ekkert um þessi mótmæli að segja annað en það að fráleitt er að farið sé eftir flokkspólitískum skoðunum umsækjenda,” sagði Sveinn Skorri Höskuldsson prófess- or, formaður stjórnar sjóðsins, i viðtali við DB i morgun. „Styrkjum úr sjóðnum er úthlutað eftir umsókn- um. Auk Sveins Skorra eru þau Fríða Á. Sigurðardóttir og Björn Teitsson í stjórn launasjóðsins. Eru þau skipuð samkvæmt tilnefningu stjórnar Rithöfundasambands íslands. Hæstu starfslaun (níu mánaða laun) hlutu að þessu sinni eftirtaldir fjórir rithöfundar: Ólafur Jóhann Sigurðsson, Ólafur Haukur Simonar- son, Jakobína Sigurðardóttir og Svava Jakobsdóttir. í mótmælum félaga í Rithöfunda- sambandinu segir ennfremur: „Fyrirmynd slíkrar ráðsmennsku um listræn málefni verður ekki fundin nema hjá þjóðum sem búa við illræmt stjórnarfar og þjónar þeim tilgangi einum að visa þeim frá rit- störfum sem hafa aðrar stjórnmála- skoðanir.” -ÓG. fijálst, áháð dagblað MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1980. Karl og Kríst- ján skólaskák- meistarar Karl Þorsteins sigraði í eldri flokki landsmótsins í skólaskák, sem fór fram í Varmalandsskóla í Borgarfirði um helgina. Karl hlaut 7,5 vinninga af 8 möguleg- um en keppendur i þessari úrslita- keppni voru 9 í hvorum flokki. i 2. sæti varð Guðmundur Gíslason frá ísafirði með 6 vinninga og í 3. sæti Lárus Jó- hannesson, Reykjavík, með 5,5 vinn- inga. í yngri flokknum sigraði Kristján Pétursson úr Kjós með 6 vinninga. í 2. sæti varð Eyþór Eðvarðsson, Vest- fjörðum með 5,5 vinninga. í 3. sæti Úlfhéðinn Sigurmundsson, Suður- landi, einnig með 5,5 vinninga og fjórði varð Davíð Ólafsson, Reykjavik, einnig með sama vinningafjölda, 5,5. Sigurvegararnir hlutu skákfána til eignar og bókargjöf frá Friðriki Ólafs- syni, forseta FIDE. -BAJ Þjófarvíða áferðinni Þjófar leituðu víða fyrir sér um helgina og eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi hvað jreir höfðu upp úr krafsinu. Ljóst er þó að 80 þús. kr. var stolið úr Byko við Auðbrekku. Hljóm- flutningstækjum var stolið úr íbúð við Háaleitisbraut, en maður með slík tæki í fanginu var gripinn litlu síðar. Þá var farið í fyrirtæki við Vesturvör í Kópa- vogi og í biðskýli i Garðabæ. Ókunnugt er um ránsfeng. Einnig var átt við rúðu í Stórmarkaðinum í Kópa- vogi. Brotnar voru rúður í fjórum bílum í Kópavogi. og einum þeirra stolið en hann fannst skammt frá. A.St. Kristján Friðriks- sonlátinn Kristján Friðriksson iðnrekandi i Última lézt á laugardagskvöldið á heimili sínu í Reykjavik, á 68. aldurs- ári. Banamein hans var hjartaslag. Kristján lét mikið til sín taka í sam- bandi við fjárhags- og atvinnumál og skrifaði um þessi áhugamál sín í blöð. Hann var m.a. fastur kjallarahöfundur i Dagblaðinu. Eftirlifandi kona hanser Oddný Ólafsdóttir. LUKKUDAGAR: 27. APRÍL: 23500 Kodak pocket A1 myndavél 28. APRÍL: 7468 Skáldverk Gunnars Gunnarssonar, 14 bindi, frá AB. Vinningshafar hringi í síma 33622. TÖGGUR UMBOÐIÐ SÍMI sú 81530 ^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.