Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 12.05.1980, Blaðsíða 8
'8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1980. / ferdina tilútlanda Knsk-íslensk, íslensk-ensk vasaorðabók Dönsk-íslensk, íslensk-dönsk vasaorðabók Þvsk-íslensk, íslensk-þýsk vasaorðabók Frönsk-íslensk, íslensk-frönsk vasaorðabók Spönsk-íslensk, íslensk-spönsk vasaorðabök Íslensk-ensk-frönsk-þýsk samtalsbók Islensk-dönsk-norsk-sænsk samtalsbók fæst hjá næsta bóksala Orðabókaútgáfan Póstsendum Stærðir: 37—41 Litur: Brúnn Verðkr. 18.100.- Skóbúðin Snorrabraut 38 Sími 14190 Lipurtá, Hafnargötu 58, Kefiavík. IP Læknarítarí óskast til starfa, frá 15. júlí nk. við Heilsugæzlustöðina í Asparfelli 12. Starfsþjálfun æskileg. Laun samkv. kjara- samningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um starfið veitir hjúkrunarforstjóri í síma 75100. Umsóknum sé skilað til framkvæmdastjóra Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, Barónsstíg 47, fyrir 23. maí nk. HeHbrígóisráö Reykjavíkurborgar. Til sölu þessi glœsilega Mercedes Benz280 S bifreið, órg. 1976, ekinaöeins 14.000km. Ath.: bifreiöin erekki fluttinn notuö. Erumfluttirí Ármúla 7 Bílasaia Guðfinns Ármúla 7 - Sími81588. John Andre ók bifreið sinni hinn ánægðasti eftir þjóðveginum i Nýju-Mexikó f Bandarfkjunum, þegar hann lenti skyndilega aftan á næstu bifreið fyrir framan. Hafði hún verið stóðvuð skyndilega. Tæplega fjögurra tonna bátur hans var hins vegar ekki alveg stoppaður og endaði ferð sfna uppi á þaki bifreiðar Andre. F.ngan sakaði og má það merkilegt teljast. Eins og sjá má á myndinni á þó ýmislegt eftir að gera við bifreið Andre áður en lengra verður haldið. Uganda: HERINN TEKUR VÖLD í KAMPALA fylgismenn Otobes fyrrum forseta virðast ætla að setja Godf rey Binaisa forseta stólinn fyrir dyrnar Svo virðist sem herinn í Uganda sé að taka þar öll völd aðeins þrettán mán- uðum eftir að ldi Amin harðstjóra var steypt af stóli. Er þetta haft eftir er- lendum sendimönnum í Kampala, höfuðborg landsins. Þar er herinn sagður hafa öll völd og meðal annars hafa útvarpsstöðina á sínu valdi. Talið er að Godfrey Binaisa forseti sé á setri sinu nálægt Entebbe en þangað er ekkert símasamband siðan i gærkvöldi. Binaisa forseti komst upp á kant við herinn vegna afstöðunnar til Obote fyrrverandi forseta, sem hyggst snúa aftur til Uganda eftir langdvöl i Tansaniu. Ætlar hann að taka þátt í kosningum sem fyrirhugaðar eru í Uganda síðar i þessum mánuði. Yfirmaður hersins, David Ovite Ojok, er stuðningsmaður Obotes en Binaisa forseti hins vegar ekki. Obote var forseti þar til árið 1971 er Idi Amin steypti honum af stóli. Uppreisn hersins hófst á sunnudaginn er Binaisa forseti rak Ojok hershöfðingja frá völdum og skipaði hann sendiherra í Alsír. Vildu hermenn ekki sætta sig við þessar aðgerðir forsetans. Að sögn yfirmanna í her Uganda hefur yfirstjórn hersins nú öll tök á öryggismálum Uganda. Hann sagði þó einnig að engar breytingar hefðu verið gerðar á ríkisstjórn landsins. Obote fyrrum forseti, sem enn er í Tansaniu, sagði í morgun að hann hefði ekkert vitað um aðgerðir hersins fyrirfram og þær væru í engum tengsl- um við sig. Vitað er að hersveitir Tansaniu eru enn i Uganda. Mynda þær meðal annars uppistöðuna í þeim sveitum, sem gæta forsetasetursins í Entebbe. Julius Nyerere hefur verið sagður stuðningsmaður þess að Obote fyrrum forseti komist aftur til valda í Uganda enda hafa þeir haft svipaða stefnu í þjóðmálum. Var einn þeirra sem sigruðu Atlantshafið á loftbelg 1978: Ætíar á loft- belg yfir Norð- ur-Ameríku Maxie Anderson, bandariski námueigandinn, er ekki af baki dott- inn og lætur sér ekki nægja að sigra Norður-Atlantshafið á loftbelg sín- um eins og hann gerði í ágúst árið 1978. Samkvæmt síðustu fregnum er Anderson nú á leið yfir Bandaríkin í loftbelg og ætlaði er síðast fréttist að lenda í Presque eyju en það mun vera í Maine, í norðausturhorni Banda- ríkjanna. Takist það hefur Andersen, sem nú er 45 ára, fariö yfir þvera Norður-Ameríku í loftbelg fyrstur manna. Hann lagði upp i ferð sina ásamt syni sínum Kris, 23 ára, frá San Francisco í Kaliforníu á föstu- daginn var. Áfangastaðurinn nú er sá hinn sami og Anderson lagði upp frá í Atlantshafsfluginu árið 1978. Þá lenti hann ásamt tveim félögum sinum á akri skammt frá París í Frakklandi eftir 137 klukkustunda flug. Félagar hans þá voru þeir Dab Abruzzo og Larry Newman. Árið áður höfðu þeir Abruzzo og Anderson gert tilraun til að sigra Atl- antshafið með sama hætti. Þeirri til- Taun lauk í hafinu vestur af íslandi en mikil lægð bar þá hingað. Brotlenti bátur þeirra, sem hékk niður úr loft- belgnum, í mynni Isafjarðardjúps. Var þeim félögum bjargað skömmu síðar um borð í þyrlu frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt síðustu fregnum af Anderson og syni hans rak loftbelg þeirra, Kitty Hawk, fyrir vindi yfir Kanada á mikilli ferð. Varð hraðinn allt að 100 kílómetrar á klukkustund. Upphaflega var ætlunin að loftbelgur þeirra feðga endaði ferð sína í Kitty Hawk í Norður-Karólínu. Er það á sömu slóðum og Wright bræður flugu í fyrsta skipti mannaðri vél- flugu fyrir um það bil átta áratugum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.