Dagblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 10
JO. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980. wBum 'Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Rítstjóri: Jónas Kristjánsson. ^RHstjómarfulHrúi: Haukur Halgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skfffitofustjóri ritstjómar. Jóhannes Reykdal. íþróttir. Hallur Simonarson. Manning: Aðalsteinn Ingótfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Páisson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atíi Rúnar HalldórssonL Atíi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stef&nsdóttír, Elin AÍbertsdóttir, Erna V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Goirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir Ámi P&H Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleffsson, Hörður Vilhj&lmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þr&lnn Þorieifsson. Sölustjóri: IngiAar Sveinsson. Drerfing arstjóri: M&r E.M. Halldórsson. Sjálfstæöisflokkurhmkúvendir Sjálfstæðismenn hafa gjörsamlega brugðizt í Jan Mayen-málinu. Þeir hlaupa frá sinni fyrri, tiltölulega hörðu stefnu og kasta atkvæðum á samning- inn frá Osló. Þessi kúvending sjálf- stæðismanna er hið athyglisverðasta í afstöðu stjórnmálaflokkanna til upp- gj afar samningsins. Eftir reynsluna af viðræðunum í Reykjavík i síðasta mánuði kemur ekki á óvart, þótt Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra og fylgismenn hans standi fyrir upp- gjöf á kröfum íslendinga í Jan Mayen-málinu. Miðað við viðhorf Benedikts Gröndals formanns Alþýðu- flokksins í viðræðunum í fyrra kemur ekki á óvart, þótt Alþýðuflokkurinn taki þátt í uppgjöf Ólafs Jóhannessonar. En afstaða sjálfstæðismanna er furðu- legust, þess flokks, sem áður fylgdi ákveðinni stefnu undir forystu Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Matthías- ar Bjarnasonar. Matthías Bjarnason stóð að Oslóarsamningnum eftir að hafa „fengið línuna” frá flokksformanninum, Geir Hallgrímssyni. Allt bendir til, að Matthías hafi staðið að þessari uppgjöf á fyrri stefnu sinni með mikilli tregðu og má kannski eitthvað af því ráða, að hann kaus að fara til Danmerkur eftir fundinn í stað þess að fylgja málinu eftir hér heima. Oslóarsamningurinn er líka algerlega frábrugðinn tillögum Matthíasar sjálfs, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði lagt til grundvallar stefnu sinni. Matthías Bjarnason bar þessar tillögur fram á fundi landhelgisnefndar hinn 23. júlí á síðasta ári. Samkvæmt tillögunum skyldu íslendingar bjóða Norðmönnum nokkra kosti til lausnar Jan Mayen-mál- inu. ) Fyrsti „kosturinn”, sem nefndur var, er þessi: „Norðmenn og íslendingar lýsi yfir, að þeir hafi komið sér saman um sameiginlega fiskveiðilögsögu umhverfis Jan Mayen utan 12 sjómílna landhelgi Jan Mayen.” Með Oslóarsamningnum féllu íslendingar algerlega frá þessari kröfu. Fiskveiðilögsagan verður norsk. Ákvæði um loðnuveiði eru tímabundin og öll í lausu lofti, og ákvæði um aðrar fisktegundir nánast einskis virði. Annar kosturinn i tillögum Matthíasar og Sjálf- stæðisflokksins var sá, að Norðmenn lýstu yfir fisk- veiðilögsögu á Jan Mayen-svæðinu utan 200 mílna fiskveiðilögsögu íslands, ,,enda verði jafnhliða gerður samningur um, að Norðmenn og íslendingar veiði að jöfnu þann afla, sem veiddur er utan 12 sjómílna fisk- veiðilögsögu Jan Mayen”. Ekki uppfyllir Oslóarsamningurinn þennan „kost” sjálfstæðismanna af ástæðum, sem fyrr eru nefndar. Akvæðin um fiskveiði á svæðinu halda ekki, jafnvel ekki um loðnuveiðina. Því liggur alls ekki fyrir sam- þykki Norðmanna á, að þjóðirnar ,,veiði að jöfnu” þann afla, sem um ræðir. Þriðji kostur Matthíasar Bjarnasonar fjallaði um sameiginleg yfirráð þjóðanna á Jan Mayen-svæðinu, „bæði hvað snertir nýtingu hafs og hafsbotns”. Oslóarsamningurinn gerir ráð fyrir norskum yfirráð- um. íslendingar hafa samkvæmt því enga viður- kenningu fengið á rétti til hafsbotnsins. Um það er aðeins nokkurt orðagjálfur, sem Norðmenn geta haft a&engu. Eins og áður sagði er réttur íslendinga til auð- ééÍÁí hafinu hvergi tryggður í samningnum. djjjjórðáíkosti Majthíasar Bjamasonar sagði, að gerpar skýlcli samningtór urp, (að ,-Norðmenn og ís- lendingar eigi rétt til að nýta að jöfnu' 'auðlíhdir hafs óg hafsbotns utan 12 sjómílna efnahagslögsögu Jan Mayen”. Oslóarsamningurinn veitir íslendingum ekki slíka viðurkenningu, eins og fyrr segir. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn gjörsamlega kú- ventí Jan Mayen-málinu. Hyggja Sovétmenn á hemaðaríhlutun í Júgóslavíu? — spyrjamenn: EKKERT TARA- FLÓDÍKREML —vegna fráfalls Títós Kremlverjar sitja fastir með herlið í Afganistan, hafa áhyggjur af þróun mála í íran og tortryggja Carter Bandaríkjaforseta. Allt þetta gerir það að verkum að hernaðaraðgerðir Sovétríkjanna gagnvart Júgóslaviu eru mjög ólíklegar i náinni framtíð, skrifar David K. Willis í The Christian Science Monitor. Eftirfar- andi er endursagt úr og byggt á grein Willis. Vestrænir sérfræðingar um sovézk málefni telja þó að Sovétríkin gætu hafið efnahagsaðgeröir og þrýsting á yfirvöld í Belgrad til að efla ítök og áhrif sín i Júgóslavíu. Sérfræðing- arnir eru ennfremur á þeirri skoðun að Sovétríkin muni notfæra sér frá- fall Títós til að hafa áhrif innan bandalags óháðra ríkja. Það var einmitt Tító sem eindregið lagðist gegn því á ráðstefnu óháðra ríkja í Havana á Kúbu nýlega að Sovétrikin gætu talizt „sjálfsagður banda- maður” hreyfingar óháðra rikja. Það voru Kúba, Víetnam og Eþíópía sem héldu málstað Kremlar ákafast á lofti á ráðstefnunni. Mikið er skrafað um framtíð Júgóslavíu manna á milli í Moskvu. Yfirleitt eru menn þó sam- mála um að áhættan sem Kreml- verjar taki með hernaðarihlutun í Júgóslavíu sé of mikil í bráð. Hvergi verður þó látið undan með þrýsting á Vestur-Evrópuríki, ekki sizt á NATO-ríkin Grikkland og Tyrkland. Og með öðrum ráðum verður reynt að grafa undan sjálfræði Júgóslava sem keisararnir nýju í Kreml hafa löngum litið óhýru auga. Þeim var Títóisminn ekki að skapi. Svarið við vígbúnaði Sovétríkj- anna er aukin fjárframlög til vígbún- aðar í Vestur-Evrópu og Bandarikj- unum. Á næstu þremur árum skal m.a. hervæða NATO-ríkin með nýjum eldflaugaútbúnaði. Vesturlönd fylgjast ekki síður vel með því hvort Sovétríkin reyna beint eða óbeint að aðhafast eitthvað i íran. Menn hafa í huga þá staðreynd að i grannlandinu Afganistan eru ,ekki færri en 115.000 sovézkir her- menn undir vopnum. Hernaðaríhlutun í Júgóslavíu myndi skaða áróðursstöðu Sovét- manna í Evrópu. Þar sem Rúmenar myndu ekki leyfa þeim að fara með her sinn um rúmenskt land til Júgó- slavíu yrðu sovézkir hermann að fara um Svartahaf og Búlgaríu — eða í gegnum Ungverjaland. Það er auk þess ekki fýsilegt fyrir sovézka björn- inn að mæta júgóslavnesku þjóðinni, 22 milljónum manna, sem er sérstak- lega á varðbergi í kjölfar innrásar- innar i Afganistan. Júgóslavar eru jafnreiðubúnir að berjast skæruhern- aði gegn sovézkum innrásaröflum eins og gegn þýzkum nasistum á sínum tíma. Þjóðin i heild er nokk- urs konar sameinaður varnarher landsins. Júgóslavar hafa 260.000 manna fastaher á eigin landi. Hálf milljón manna er í varahernum. Yfirburðir Sovétmanna sýnast augljósir, t.d. eiga þeir 1700 herþotur í Austur- Evrópu á móti 330 þotum Júgóslava. Ef til innrásar kemur er ætlun Júgó- slava að „þvælast fyrir” óvininum nógu lengi í upphafi til að varaherinn fái tíma til að grípa til vopna og Brésnef skrifar 1 minningabók um Titó i júgóslavneska sendiráðinu i Moskvu: Opinberlega var lýst harmi i Kreml en raunverulega féllu engin tár. Þegar mannkynið öðlaðist hina tæknilegu vitneskju, beizlaði fallvötn og bjó til vélar, þvarr trú þess á guð og almættið. Getan og þekkingin á hinu tæknilega sviði útrýmdi að miklu leyti trú og tilbeiðslu á það sem enginn vissi eða gat. í dag ræður þekking, kunnátta og tækni vitundarlífi hins vestræna heims. Háþróuð tölvutækni er nú sem óðast að leysa mannshöndina af hólmi. Rafeindatæknin setur manneskjuna til hliðar enda situr nú stór hluti mannkyns og tiorfir í gaupnir sér og veit ekki kall sitt eða stað. Þetta köllum við firringu, þetta fyrirbæri að vita ekki tilgang sinn, vita ekki til hvers maður starfar eða stritar, þekkja ekki þau öfl sem náttstað ráða, vita ekki hver eða hvað veldur þessu eða hinu, vera öryggislaus og ráðalaus í stórborg eða mannhafi án sambands eða skilnings á brauð- stritinu, sem er þó lífsbjörgin. Skyldan er það sama og þjónusta við tæknina, við hagvöxtinn, ekki lengur við bú og börn, sem nú eru í ábyrgð þjóðfélagsins, skólans, upp- eldisstofnana eða fræðinga. Margir sjúkdómar eiga sér rætur í þessari firringu sem skapar vonleysi, öryggis- leysi, sem aftur leiðir til streitu og siðan taugaveiklunar eða geðsjúk- dóma. Það er í ljósi þessarar þróunar þjóðfélagsins sem þörf væri á að ræða þá stefnu sem nú virðist ríkj- andi varðandi alla heilbrigðisþjón- ustu, sem einmitt á að bæta andlega og félagslega sjúkdóma engu síður en þá líkamlegu. Er heilbrigðisþjón- ustan of tæknileg? Þessari spurningu hefir margoft

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.