Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 2
Skólakrakkar á Seyðisf irði spyrja: Hvað verður gert ef við borgum ekki? Nokkrir nemar í framhaldsdeild Seyðisfjarðarskóla sem voru að fá skattinn sinn skrifa: Háttvirtu herrar! Hvernig stendur á því að skólafrá- dráttur grunnskólanema er afnuminn í nýju skattalögunum? Við höfum lágar tekjur og þurfum að borga skólaáhöld og fatnað sjálf og eigum því ekkert eftir þegar liðið er á veturinn til að borga skattinn. Vill einhver af þessum háu herrum svara þessari spurningu: Hvað ætlið þið að gera ef við neitum að borga? Unnur Óskarsdóttir, Sigrún Trausta- dóttir, Snorri Emiisson, Inga Jóna Óskarsdóttir, Ingibjörg Þorsteins- dóttir, Bryndís Sigurðardóttir (fyrr- verandi 9. bekkingar i Grunnskóla Seyðisfjarðar). Krakkarnir á Seyðisfirði telja sig eiga Iftið eftir af sumartekjunum tii þess að borga skattinn. DB-mynd Hörður. Enn einu sinni minna lesenda- dálkar DB alla þá, er hyggjast senda þœttinum llnu, aö látafylgja fullt nafn, heimilisfang, slmanámer (ef um það er að rteöa) og nafh■ númer. Þetta er lltil fyrirhöfh fyrir bréfritara okkar og til mikilla þœgindafyrirDB. Lesendur eru jafhframt minntir á að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn er fullur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm qf koma efhi betur til skila. Bréf tettu helzt ekki að vera lengri én 200—300 orð. Slmatlmi lesendadálka DB er milli kí. 13 og 15 frá mánudögum tilföstudaga. DAGBLAÐIÐ. FÖSTfJDAGUR 31. OKTÓBER 1980. Loftmynd af Mývatnssveit. Mývetningar búa í Mývatnssveit —enekkiáMývatni Ólafur Arngrimsson skrifar: Ástæða þessara skrifa er sú, að svo virðist sem íslendingar séu nú að glata einni sinni fegurstu sveit, Mývatnssveit. Ef fram fer sem horfir, er þess vart lengi að bíða að hún verði með öllu máð af landabréfi en þess í stað geti að lita nýja sveit, raunar nauðalíka þeirri gömlu, nema hvað hún mun hafa hlotið nýtt nafn, Mývatn. Þá munu Mývetningar ekki lengur búa í Mývatnssveit heldur á Mývatni. Standa þá bæir þeirra auðir en þeir munu hafast við i hús- bátum sínum og búa við flóöhesta og önnur vatnadýr. En þessi breyting á háttum Mývetninga snertir ekki aðeins þá sjálfa heldur marga fleiri. Þannig munu t.d. þeir sem aka vilja til Austurlands um Möðrudalsöræfi, þurfa að aka gegnum Mývatn á leið sinni og er ekki að efa að það á eftir að reynast ýmsum hinn versti farar- tálmi. Það sem hér er átt við cr að nú á seinni árum verður sífellt algengara að fólk, einkum á Suðvesturlandi, rugli saman Mývatni og Mývatns- sveit. Sem dæmi má nefna að einhverju sinni var í dagblaðinu Vísi frá því greint að ökumenn í ralli nokkru, sem við það blað var kennt, myndu aka i gegnum Mývatn til Húsavíkur. Er ekki að efa að þetta hefur verið ein erfiðasta sérleiðin_í því ralli. En það er víðar en í blöðunum, sem þessa ruglings gætir. Nærsveita- menn þeirra Mývetninga eru til dæmis ekki óvanir þvi, þegar þeir eru spurðir til vegar, að vera ávarpaðir á þessa leið: Er þetta ekki leiðin á Mývatn? Og hverju eiga aumingja mennirnir þá að svara? Þessi málvilla, sem ég vill kalla svo, gerist nú æ algengari og ef ekkert verður að gert mun mannlíf í Myvatnssveit snúast til þess sem hér að framan var lýst. Þar eð mannlíf þar er nú betra en víðast annars staðar, má ljóst vera að brýna nauðsyn ber til að sporna við þessari óheillavænlegu þróun. I því sambandi er rétt að taka fram eftir- farandi: Mývatnssveit er sveit í Suöur-Þingeyjarsýslu. í sveitinni miðri er stórt stöðuvatn, það heitir Mývatn. Þar af leiðir að Mývatn er í Mývatnssveit en ekki öfugt. Raunar er það undravert að hægt skuli vera að rugla saman svo ólíkum fyrirbærum, sem sveit og stöðuvatni. Finnst Fæðingarheimilið hjallur — miðað við fæðingardeild Landspítalans Ása Benediktsdóttir, Kópavogi, £g get alls ekki skilið þessi skrif hringdi: um fæðingardeild Landspitalans og Fæðingarorlof fyrir karlmenn fáránlegt! — gæti haft slæm áhrif Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Hafnar- firði, hringdi: Mér finnst það alveg fáránlegt að bjóða karlmönnum fæðingarorlof. Þeir eiga ekki að fá það fyrr en þeir fara sjálfir að ganga meö börnin. Samþykkja Guðrún Helgadóttir og Svavar Gestsson virkilega svona vit- leysu? Ég óttast að þetta muni.hafa ein- Raddir lesenda hver leiðinleg áhrif. Þetta gæti orðið gróðastarfsemi fyrir karlmenn, sumir þeirra væru vísir til að reyna að græöaá þessu. Ég trúi ekki öðru en margir séu mér sammála. Fæðingarheimilið. Ég lá fyrir rúmlega ári á fæðingar- deildinni og get ekki hugsað mér heimilislegri stað. Þetta er mjög skemmtileg deild og alls ekkert spítalalegt viö hana og eru læknar og annað 'starfsfólk alveg sérstakt að þessu leyti. Allúr aðbúnaður er ákaf- lega góöur og ég skil ekki það fóik sem segir að þar sé spítalalegt. Mér finnst Fæðingarheimilið Barnastofa fæðingardeildar Land- spitalans. DB-mynd: Jim Smart. hjallur miðað við fæðingardeild Landspítalans og gæti ekki hugsað mér að liggja á Fæðingarheimilinu. Skrifin um fæðingardeildina eru sárgrætilega óréttlát. Eg vil bera sér- stakt lof á hana, mér leið vel þarna, fyrir og eftir fæðinguna og sé ekkert nemadýrðina. HJ, Vestmannaeyjum, hringdi: Ég vil skora á sjónvarpið að endur- sýna að kvöldi til dagskrárþátt Bryn- dísar Schram frá Seyðisfirði sem sýndur var í Stundinni okkar sunnu- Annars vil ég þakka sjónvarpinu daginn 19. október. alveg sérstaklega fyrir þáttinn sem Ef unnt væri mætti sýna þáttinn mér þótti með þeim athyglisverðari minna klipptan en augljóslega var sem það hefur flutt. gert fyrir barnatímann.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.