Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981. Margrét Björnsdóttir og Ágústa Benný Herbertsdóttir. DB-mynd Sigurður Þorri. FORELDRAAST OG TENGSLAMYNDUN BARNA —útvarpkl. 22,40: SAGT FRA NIÐUR- STÖÐUM RANNSÓKNA Foreldraást og tengslamyndun barna nefnist þáttur sem Ágústa Benný Herbertsdóttir og Margrét Björnsdóttir hjúkrunarfræðingar flytja og er á dag- skrá útvarps í kvöld. „Við ræðum ýmsar niðurstöður rannsókna, aðallega erlendra, varðandi tengsl barna og foreldra. Við ræðum mikilvægi þessara tengsla og hlýju sem börnum er . veitt,” sagði Margrét Björnsdóttir í spjalli við DB. ,,í erindinu leggjum við sérstaka áherzlu á að lengd samskipta skiptir ekki öllu máli, heldur styrkleikinn. Það skiptir meira máli hvernig samskiptin eru.” Þær Ágústa og Margrét út- skrifuðust báðar úr námsbraut Há- skóla íslands i hjúkrunarfræði sl. vor. Útvarpið fór þess á leit við Félag há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga að nokkrir hjúkrunarfræðingar flyttu erindi um heilbrigðismál og er erindið í kvöld eitt þeirra. -KMU. KRISTJÁN MÁR UNNARSSON BIADIB ‘áháð dagblað MORGUNSTUND BARNANNA -BIÐILLINN HENNAR SOFFÍU —útvarp í fyrramálið kl. 9,05: Ung stúlka fær biðil —sem henni lízt ekkert á Biðillinn hennar Betu Soffíu nefnist smásaga sem Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les í Morgunstund barnanna í fyrramálið. Sagan fjallar um 18 ára gamla prestdóttur sem fær biðil. Sá er rikur óðalsbóndi og vilja prestshjónin fyrir alla muni gefa honum dóttur sína. Betu Soffíu lízt engan veginn á þennan biðil. En hún á bróður sem heitir Karl Hinrik og frænku, og ætla þau að reyna að hjálpa henni út úr vandræðunum. Þessi saga, sem er eftir Else Beskov, birtist í Barnatíma Helgu og Huldu Valtýsdætra, sem út kom árið 1966. -KMU. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les söguna. DB-mynd Sigurður Þorri. VIDEO Video — Tœki—Filmur Leiga — Sala Kvikmyndamarkaðurinn — íjimi 15480. Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin). KVIKMYNDIR VHl BILRUÐAN isetmngar a staönum. SKÚLAGÖTU 26 SÍMAR 25755 0G 25780 Hvernig má verj- ast streitu? Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiðs um Hvernig má verjast streitu og verður það haldið í Norræna húsinu dagana 23. og 24. marz nk. frá kl. 13.30—18.30 hvorn dag. Námskeiðið er byggt upp á eftirtöldum þáttum: —þekking á streitu og einkennum hennar. —slökunartæki til að minnka streitu í daglegu lífi. —ákvörðun — það er einstaklingurinn taki staðfasta ákvörðun um að losa sig við streitu. —grundvallarreglur til að fara eftir, svo að streita myndist ekki. —þekking orsaka streitu og hvernig vinna má bug á þessum orsökum —læra kerfi sem hægt er að nota i daglegu lífi til að þjálfa ofangreind atriði. Leiðbeinandi á námskeiðinu er dr. Pétur Guðjónsson, forstöðumaður Synthesis Institute í New York, en það er stofnun sem sér um fræðslu á þessu sviði, og hefur Pétur haldið námskeið sem þessi víða í fyrirtækjum vest- anhafs. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins i síma 82930. Stjömunarfólag íslands SMumúla 23, sími 82930. Dr. Pétur Quójónsson Biiil n m a ís m m m mb FX-310 BYDURUPP Á: • Algebra og 50 visindalegir möguleikar. • Slekkur á sjálfri sár og minn- ið þurrkast ekki út. • Tvser rafhlööur sem endast í 1000 tíma orkunotkun. • Almenn brot og brotabrot. • Aðeins 7 mm þykkt í veski. • 1 árs ábyrgð og viðgerðar- þjónusta. B-811 BÝÐUR UPP Á: • Klukkutima, mín., sek. • Mánaðardag, vikudag. • Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu um mánaðamót. • Rafhlöðu sem endist i ca 5 ár. • Er högghelt og vatnshelt. • Ljóshnappur til aflestrar i myrkri. • Ryðfritt stál. • 1 árs ábyrgð og viðgerðarþjón- usta. Verð: 487,- Verð: 544,50 CASIO-EINKAUMBOÐIÐ BANKASTRÆTI8, SÍMI27510.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.