Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1981. HH Aðalfundur Snarfara verður haldinn í húsi Slysavarnafélags íslands Grandagarði fimmtudaginn 4. júní kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin Skólastjóri — Lausar eru stöður skólastjóra og yfirkennara við Grunn- skóla Akraness (Grunnskólann við Vesturgötu). Umsóknarfrestur er til 30. júní. Ennfremur eru lausar nokkrar almennar kennarastöður. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar í síma 93-2326. Skólanefndin Restaurant H AFN ARSTRÆTI 15 13340 Viljum taka á leigu stórt herbergi fyrir starfs- mann okkar nú jjegar. Upplýsingar í síma 13340 á opnunartíma veitingastaðarins. Frá menntamálaráðu- neytinu Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru nokkr- ar kennarastöður lausar til umsóknar. Kennslugreinar eru: danska, enska, samfélags- og uppeldisgreinar, raungreinar (stærðfræði, eðlis- fræði, efnafræði, líffræði) og iðngreinar tréiðna. Um heilar og hálfar stöður getur verið að ræða. Öskað er eftir byggingatæknifræðingi til að kenna iðngreinar tréiðna. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 25. júní næstkom- anc^' Menntamálaráðuneytið. Iðnskölinn í Reykjavík Innritun fer fram í Iðnskólanum á Skólavörðuholti dagana 3,—5. júní kl. 13.00—18.00. Póstlagðar umsóknir sendist í síðasta lagi 5. júní. Umsóknum fylgi prófskírteini. 1. Samningsbundið iðnnám Nemendur sýni námssamning 2. Verknámsdeildir 1.og2. bekkur Framhaldsdeildir Bókiönadeild Fataiönadeild Hársnyrtideild Offsetiðnir Prentiönir Bókband Kjólasaumur Klæðskurður Hárgreiðsla Hárskurður Málmiðnadeild Bifvélavirkjun Bifreiðasmíði Rennismíði Vélvirkjun Rafiðnadeild Rafvélavirkjun Rafvirkjun Útvarpsvirkjun Skrifvélavirkjun Tréiðnadeild Húsasmiði Húsgagnasmiði 3. Tækniteiknun 4. Meistaranám byggingarmanna Húsasmiði, múrun og pipulögn. 5. Fornám Endurtökupróf og námskeið til undirbúnings þeim verða haldin í júní. Innritun og upplýsingar í skrifstofu skólans. ------------- Læknadeilan: Neyðar- vöm læknaima Siggi-flug (7877—8083) skrifar: Auður nokkur Haralds skrifaði bók sem væntanlega hefur selzt vel í seinasta bókaflóði. Það mun einkum hafa verið titill ritsins, Lækna- mafían, sem varð þess valdandi. Sennilega.hefur rit þetta orðið til þess að nú ér tálað um læknastéttina í þeim dúr sem er að finna í þókinni hennar Auðar en læknar standa nú í deilu um laun og kjör sín við „hið opinbera”. Maður þarf vissulega að kynnast starfi lækna á sjúkrahúsunum til þess að geta á óbrenglaðan hátt lagt dóm á störf þeirra. Þykist ég af eigin kynn- um hafa kynnzt þessu nokkuð. Það er leiðinlegt, svo ekki sé meira sagt, hve læknar eru skammaðir í sambandi við launakröfur sínar og það svo að ýmis ófögur orð eru notuö til þess að ófrægja stéttina. Einn af samningamönnum hins opinbera heitir Þröstur Ólafsson, sem sennilega væri nær að skíra um og kalla Þröskuld Ó. eftir að birtust fullyrðingar hans um að aldrei yrði samið við Læknaþjónustuna á þeim grundvelli sem þessi neyðarvörn læknanna er kölluð. Heldur marg- nefndur Þröstur að það sé sama að semja við lækna og t.d. verkamenn? ég held ekki, og ég held ekki að það sé hægt að líkja starfi þessara manna saman. Ég dvaldi nokkrar vikur á sjúkra- húsi og sá með eigin augum hvernig þessir nú óverjandi læknar stunduðu störf sln. Ég helcl að þar hafi ekki þessimargumtalada 40 stunda vinnu- vika verið höfð til viðmiðunar. Ég sá a.m.k. einn lækni sem bókstaflega var á sinni deild öllum stundum, á morgnana snemma, á kvöldin, einnig á laugardögum og sunnudögum á öll- um tímum. Ég spurði hann eitt sinn hvort hann væri aldrei heima en hann brosti bara og hélt sinni göngu áfram. Varðandi Þröst og hans líka vil ég segja þetta: Kynnið ykkur störf lækn- anna því þið hafið ekki nokkurt vit á um hvað erdeilt. Að lokum, greiðið læknum hátt kaup fyrir vinnu þeirra, þeir eru vel að því komnir. Jafnvel verkamenn- irnir munu mér sammála um þetta en því miður eru máske einhverjir á sjúkrahúsunum af þeim og þeir sjá bezt hversu störf læknanna eru stundum misskilin. Mér datt þetta (svona) í hug. DB-mynd: Hörður. Opinn klúbbur fyrir einmana? 6787—1510 skrifar: Mér kom í hug að gefnu tilefni að skrifa nokkrar línur um mál sem sjaldan er rætt, eða jafnvel ekki litið ásem nokkurt mál. Það er fólkið sem er einstætt, ein- mana og vinafátt eða jafnvel vina- laust. Mig grunar að þetta fólk sé mun fleira en menn gera sér grein fyrir. Margt kemur til þess að fólk lendir í þessum hópi, s.s. fráfall maka, skilnaður, óframfærni, minni- máttarkennd o.fl. Það eru oft langar stundir hvers dags sem þessu fólki líður illa og oft leiðir það til þess að þunglyndi leggst á menn, þá er farið til læknis og fengnar pillur, jafnvel lagzt í áfengisdrykkju, o.fl. kemur sjálfsagt tíl; Stöku sinnum sér maður auglýst eftir kynnum við annað fólk í blöð- um og hef ég jafnan tekið slíkar auglýsingar sem eins konar örvæntingarráð. Eru ekki til einhver ráð á þessum miklu jafnréttistímum svo þetta fólk geti eignazt vini og kunningja? Er ekki einhver snillimanneskja í þessum hópi sem gæti komið á fót einhvers konar félagsskap eða opnum klúbbi þar sem þessu fólki væri frjálst að koma og kynnast öðrum ef það kærði sig um. Ég held að öllum sé nauðsynlegt að eiga a.m.k. einn trúnaðarvin sem hann getur leitað til þegar veröldin sýnir dökku hliðarnar. Vinnum bug á einmanaleikanum — finnum ráð. Innilokunarkennd og öryggisbelti Maria hringdi: Bílbelti, bilbelti, bflbelti. Maður opnar ekki svo blað að ekki sé verið V að skrifa um bílbelti með eða móti. En hvergi hef ég séð minnzt á þaö sem er mér efst í huga í sambandi við þetta bílbeltamál. Það er sú inni- lokunarkennd sem sumir fyllast þegar þeir spenna þessi belti á sig. Margir hræðast lyftur, og því koma lyftur þeim ekki að neinu gagni, sama er með bUbelti. Það er eflaust hægt að sýna fram á það með traustum rökum að öruggara sé að nota bílbelti en það hjálpar bara ekki þeim sem þjást af innilokunarkennd þegar þeir spenna á sig beltin. Sumir þjást af innilokunarkennd þegar þeir spenna bílbeltin. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.