Dagblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981. 3 Launabrjálæði og vitn- eskja um sjávarútveg Grandvar skrifar: öðru sinni vill Grandvar stinga niður penna, til þess að andæfa þeim tveimur: „sjómanni”, og Ágústi J. Magnússyni, sem sent hafa athuga- semdir sínar til lesendadálks, vegna skrifa um launabrjálæði sjómanna. Báðir falla þessir aðilar í þá gryfj- una að reyna að „slá sjómenn til riddara” með því að segja þá vinna langan vinnutíma! Það gerir líka fjöldinn allur af landsmönnum — og jafnframt miklum mun bundnara starf en sjómennsku. Hvað mættu bændur segja, sem hafa engan fridag allt árið, nema þeir taki sér hann og fái annan mann í sinn stað. Sjómenn fá oft marga fri- daga í senn, t.d. milli vertíða, vegna gæftaleysis, o.s.frv. „Sjómaður” minnist á, að fisk- verð sé um 1/4 af því sem fæst er- lendis, en sigling geti tekið um 8—10 daga báðar leiðir. Á sama tíma væri hægt að fiska milli 200 og 300 tonn og landa þeim fiski hér heima á sama gamla, lága verðinu! Hér er komið að kjarna málsins, að „sjómanni” sjálfum. Hvers Einstæöri móður finnst Sigurjóni Péturssyni, „ekki farast að segja mikið”, þegar ibúðir cru látnar standa auðar, að hennar sögn. Meira um húsnæðisekluna: Tómar íbúðir í verka- mannabústöðum — Sigurjóni væri nær að líta í eigin barm Einstæð móðir hringdi: Ég er einstæð móðir með tvö börn, 7 og 3 ára. Ég var í húsnæðis- vandræðum og sótti því um að kaupa 2—3ja herbergja íbúð hjá Verka- mannabústöðum. Þetta var seint á árinu ’79. í febrúar 1980 fékk ég að vita að ég fengi 2ja herbergja íbúð í lok nóvember þess árs. íbúðin er í blokk og þar eru sex 3ja herbergja, fjórar 2ja herbergja og tvær einstaklings- íbúðir. Um leið og ég fékk lyklana flutti ég inn með börnin mín tvö og hafði ekki búið lengi í blokkinni, þegar ég uppgötvaði það að í tveim af 3ja herbergja íbúðunum búa fullorðin hjón og í báðum tilfellunum er þriðji aðili tilgreindur við dyrabjöllu. Þess- ar tvær manneskjur eru þó alls ekki búsettar hjá eigendum þessara íbúða. Þetta er ágætis aðferð til þess að fá úthlutað stærri íbúð. Hversu oft skyldi henni hafa verið beitt? Ég má hins vegar láta mér nægja eitt svefnherbergi, þar sem með naumindum er hægt að koma fyrir 3 rúmum, mínu og barnanna tveggja.. Tvennum fullorðnum hjónum var hins vegar úthlutað aukaherbergi fyrir saumavél og hugsanlegar heimsóknir vina og vandamanna. 2ja herbergja íbúðirnar fjórar hafa síðan farið til hjóna með eitt barn, tvær þeirra, ein til mín og ein til konu með eitt barn. Auk þess er einstaklingsíbúð i minni blokk sem hefur staðið galtóm mánuðum saman og virðist nú vera notuð sem geymsla. í verkamannabústaðablokk við hliðina á mér hefur síðan 3ja herbergja íbúð staðið auð frá því að henni var úthlutað um miðjan desember 1980 — og þetta er á vegum Verkamannabústaða. Af herju mátti ekki úthluta mér þeirri íbúð? Síðan talar Sigurjón Pétursson um að fullorðið fólk eigi að víkja úr stóru eignarhúsnæði. Mér finnst honum ekki farast að segja mikið, þegar svona er farið með íbúðir sem eru á vegum Reykjavíkurborgar. Þvi vil ég einnig bæta við að kunningjakona mín, sem er rukkari, segist hafa orðið vör við mjög margar tómar íbúðir í Breiðholti. Sigurjóni væri nær að líta í eigin barm. vegna skyldi fiskverð vera lægra hér en erlendis, t.d. í Þýzkalandi? Ein- faldlega végna þess að við íslending- ar höfum ekki efni á að greiða sama verð fyrir hráefni til vinnslu í frystihúsum og stórþjóð og auk þess ein helzta iðnaðarþjóðs heims, Þjóðverjar, getur greitt fyrir það, ætlað beint til neyzlu. Niðurstaða: tilkostnaður allur við sjávarútveg, þar á meðal laun sjó- manna, er langtfyrirofan þau mörk, sem þarf, til þess að fiskvinnsla eða sjávarútvegur sé arðbær atvinnu- grein. á íslandi. Hvort sem talað er um prósentur eða annars konar aflahluti sjómanna er það engan veginn eðlilegt að upp- bygging fiskverðs geti gefið einum manni 100 þúsund krónur í hlut fyrir tvo og hálfan mánuð og skipstjóra 140 þúsund krónur fyrir sama tíma! Allt tal um langa og stranga vinnu, fjarveru frá heimilum, konu og börn- um er frávik frá aðalatriði málsins, óheyrilegum tilkostnaði við fisk- vinnslu, allt frá byrjun, þ.e. öflun hráefnis. Grandvar gæti eins farið að minn- ast á önnur atriði, sem málinu eru skyld, en koma þó launum og til- kostnaði ekki beint við. Hann gæti t.d. minnst á aðbúnað og umhverfi ýmissa fiskvinnslustöðva, sem hljóta að rýra álit erlendra kaupenda á fisk- afurðum. Enn eru víða ófrágengin hlöð fyrir framan frystihús og vinnslustöðvar, þar sem menn vaða elginn i drullupollum og öðrum sóða- skap. Ryðguðum úreltum tækjum ægir saman í kringum sum frystihús og byggingarnar sjálfar eru óhrjáleg- ar utan. Dæmi um þetta má finna í Sand- gerði, einni stórri verstöð sunnan- lands. Aðkoman og útsýnið til þeirra bygginga sem eiga að tilheyra undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar er ömurlegt, vægast sagt, og er allt þetta að finna, og sjá, þegar ekið er inn í kauptúnið sjávarmegin. Svona væri hægt að halda áfram endalaust og fara til hliðar og á skjön við það sem verið er að ræða, nefni- lega launabrjálæði sjómanna. Grandvar mun þó ekki hafa þann hátt á um sinn, nema sérstakt tilefni gefist og einhver vilji enn mæla sjáv- arútvegi, vexti hans og viðgangi, þ.á m. stjórnun hans, bót. interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14 - S 21715, 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bíialeigubílum erlendis Allurakstur krefst ^ varkárni Spurning 9 Færð þú viku- peninga? Ýtum ekki bamavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar Á||XE' RUCAN0R Stærðir 32—47 Kjartan Guðmundsson, 12 ira, Lang- holtsskóla: Ég fæ ekki neitt. Ég vinn fyrir þeim í Hagkaup. Hjólaskautar Stæröir 40-45 Verð kr. 372,00 Póstsendum Laugavegl3 Sími13508 Emil Jónsson, 11 ára, Kórsnesskóla: Nei. Tómas Hilmar Birgisson, að verða 11 ára, Langholtsskóla: Nei, ég vinn fyrir mínum peningum. Ég vinn í Tónkvísl. Við teljum 4 að notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum. VOLVO 245 GL, ÁRG. 1980, SJÁLFSKIPTUR, EKINN 33.000 VOLVO 245 GL, ÁRG. 1980, BEINSKIPTUR, EKINN 30.000 VOLVO 244GL, ÁRG. 1980, SJÁLFSKIPTUR, EKINN 15.000 VOLVO 345GL, ÁRG. 1980, BEINSKIPTUR, EKINN 7.500 VOLVO 245GL, ÁRG. 1979, BEINSKIPTUR, EKINN 54.000 VOLVO 244DL, ÁRG. 1979, BEINSKIPTUR, EKINN 41.000 VOLVO 244GL, ÁRG. 1979, BEINSKIPTUR, EKINN 30.000 VOLVO 244DL, ÁRG. 1978, BEINSKIPTUR, EKINN 65.000 KR. 155.000,- KR. 150.000.- KR. 140.000.- KR. 98.000.- KR. 135.000.- KR. 115.000.- KR. 120.000.- KR. 105.000.- VOLVO frá VELTIRHF Suðurlandsbraut 16, R. Sími 35200. Þorvaldur örn Ásgeirsson, 10 ára, Vogaskóla: Nei, ég fæ mánaðarpen- inga og það er misjafnt hvað ég fæ mikið. Anna Maria Sigvaldadóttir, 12 ára, fer I skóla á Akureyri: Nei, en ég fæ pen- inga fyrir því sem ég þarf. Magnea Stefanía Gunnarsdóttir, 11 ára, Vogaskóla: Nei, en ég fæ peninga fyrir því semégþarf.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.