Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 11.04.1965, Blaðsíða 6

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 11.04.1965, Blaðsíða 6
BBMBHMBBS *— Bandaríkjamenn eru börn, og það er ekki gott að börn leiki sér að eldspýtum — Það væri gaman að vita meira um persónu Stalíns — Það eitt skiptir máli að ekki verði af atómslysi. — Þessi orð eru úr eftirfarandi kapítula úr síðasta bindi endurminninga Ehr- enbúrgs, en þar segir frá fundum þeirra Al- berts Einsteins árið 1 946, g hélt ég hefði glatað þeim hæfileika að geta furðað mig á nokkrum hlut: ég hafði gist mörg lönd, hitt marga fræga menn, lifað þrjár styrjaldir, byltinguna, en allt í einu, 14. rnaí 1946 upplifði ég undrun unglinga sem fyiist sér eitt- hvert furðuverk náttúmnnar — farið var með mig til Princeton á fund Alberts Ein- Bteins. Ég var nokkrar klukku- stundir í návist hans, en þær stundir festust mér betur í minni en ýmsir miklir atburð- ir lífs míns — gleði og hörm- ungar geta gleymzt en undr- un ekki. Einstein var þá sextugur, langt grátt hár gerði hann ellilegri, gaf honum eitthvað af yfirbragði tónlistarmanns frá fyrri öld eða einsetu- manns. Andlitsdrættir hans voru skarpir en augun furðu- lega ung, ýmist döpur eða full af athygli, einbeitt, og allt i einu fóru þau að hlæja heldur en ekki hressilega, strákslega jafnvel. Mér fannst hann fyrst fjörgamall, en tal hans og kímin augun eyddu þeirri mynd mjög fljótt. Hann átti sér þá æsku, sem ár bíta ekki á og sjálfur lýsti hann henni með svofelldum orðum: ,,Ég lifi og undrast, er alltaf að reyna að skilja....“ Árið 1921 skrifa ég, að ég sé að lesa um afstæðiskenn- inguna í alþýðlegri framsetn- ingu. Ég er ákaflega fáfróður um margar greinar vísinda — ég skildi ekki einu sinni allt í þessari alþýðlegu frásögn, gat mér til um sumt. Og er ég var á leið til Princeton greip mig ótti: um hvað á ég, vesalingurinn,. að tala við mik- inn vísindamann ? En ekki hafði Einstein fyrr tekið til máls en óttinn hvarf. Auðvit- að svaraði ég spurningum hans, sagði frá einhverju, en mér finnst nú, að hann hafi einn talað en ég hlustað og hafi ég opnað munninn þá aðeins af undrun. Yfir því að hér sat ég og talaði við Ein- stein. Auðvitað var geðshræring mín tengd þeim miklu áhrif- um sem þessi maður hafði haft. Ég man að Langevin sagði við mig árið 1934: „Ein- stein hefur haft endaskipti á gjörvöllum náttúruvísindun- um. Áður en hann kom til sögunnar fannst eðlisfræðing- unum að allt væri þegar vit- að, en hann sýndi fram á það, að til er önnur þekking. Með honum hefst nútímaeðlis- fræði, og ekki eðlisfræðin ein — hin nýju vísindi." Einstein braut niður gaml- ar hugmyndir um stofuvís- indámanninn, sem lokar sig innan landamæra sérgreinar sinnar. Ég vissi að hann var vinur Romains Rolland, hóf upp raust sína gegn stríði 1915, vissi um baráttu hans gegn fasisma, og maðurinn, sem ég sá, hjálpaði mér til að skilja margt í samtíð minni, Löngu síðar Ias ég „Ágrip af sjálfsævisögu“ hans, end- urminningar vina hans, og ég sá að undrun mín var eðlileg. Ævi hans minnti á hamslausa fjallaá. Þegar hann gerði hina Hann hcimsótti margar borgir og kynntist margvíslcgu fólki. — Einstein með Chaplin á frumsýningu „BorgarIjósa“. snjöllu uppgötvun sína var hann „þriðjaflokks sérfræð- ingur" í einkaleyfisskrifstofu í Berlín. Þrem árum síðar, þegar framfarasinnaðir vís- indamenn heimsins töluðu all- ir um Einstein, las hann fyrirlestra við háskólann í Bem og oftast sóttu aðeins tveir stúdentar þessa fyrir- lestra. Skömmu síðar töluðu menn um Einstein ekki aðeins á vísindalegum ráðstefnum heldur í strætisvögnum. Hann laís fyrirlestra víða í Evrópu og Bandaríkjunum, fei-ðaðist um allar álfur, kynntist við margt fólk. Ekki aðeins vís- indamenn: hann ræddi við Kafka og Chaplin, Bernard Shaw og Albert belgakonung, Roosevelt og Nehru. Hann gat eklci þolað veizlur, lófa- tak, hátíðleikaslepju, kom sjaldan fram opinberlega, hafði yndi af því að leika á fiðlu, fást við garðrækt, stunda siglingar — en engu að síður brást hann af ástríðu og óeigingirni við öllum stór- viðburðum. Á heimstyrjaldar- árunum fyrri er hann komst að því, að Roman Rolland barðist gegn þeirri þjóðemis- drembnu blindu sem Evrópa var slegin, sótti hann Rolland heim til Sviss, skrifaði gegn styrjöld. Hann fagnaði hug- rakkur Októberbyltingunni, réðist gegn hinni þýzku hern- aðarstefnu. Fasisminn átti sér ósáttfúsan óvin þar sem hann var. Hann var ekki þjóðernis- sinni — hvorki þýzkur, gyð- ingur né bandarískur. Er hann var að safna fé til að stofna gyðinglegan háskóla í Palestínu sagði hann: „Ég sá hvernig Gyðingar voru hæddir í Þýzkalandi. Ég sá hvernig skólar, skopblöð, tímarit, alls- konar áróðurstæki önnur, voru látin þjóna undir það markmið að drepa í bræðrum mínum, Gyðingum, trúna á sjálfa sig“. Hann gerði það sem á hans valdi var til að hjálpa Spáni. Hann tók þátt í mörgum samtökum sem beittu sér gegn nýrri styrj- aldarhættu. Hann sagði af sér í menningardeild Þjóðabanda- lagsins, því hann áleit það hliðhollt þeim sterkari og þjóna undir árásaraðila. Hann lýsti því yfir i Bandaríkjun- um að hann væri hlynntur sósíalisma og vinur Sovétríkj- 150 — SUNNUDAGUR

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.