Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 24.10.1965, Blaðsíða 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 24.10.1965, Blaðsíða 3
ÞRIÐJI HLUTI Ilaraldur Jónsson sá er hér segir æskuminningar sínar cr prentari að at* vinnu. Margir eldri Reyk- víkingar munu l>ekkja hann og er hann þeim mönnum er hafa kynnzt honum að góðu kunnur. Þannig var Reykjavík á öldinni sem leið. Mestur hluti fiskiflotans var áraskip — og þannig var aðstaðan til að verka aflann. Á sunnudaginn var sagði Haraldur Jónsson prentari okkur frá því er hann var í Miðbæjarskólanum um síðustu aldamót og einn kennarinn kom í veg fyrir það að hann, „bláfátækur ræfill í bættum fötum“, væri settur í sama bekk og „öll heldri manna börnin“. Þessi hundgamli kvilli: að meta manngildið eftir pening- um, fasteignum og stöðu hefur lengstum verið landlægur í Reykjavík. Að vísu gætti hans lítið um skeið, þó nokkru eft- ir að bærinn hætti að vera hálfdanskt kaupmannaþorp, en er á góðri leið með að verða farsótt á þessum peningadýrk- unardögum sem við nú lifum á, eins og bezt hefur mátt sjá á barnalegum tilburðum alls- konar menningarlegra bola- kálfa sem hafa slysazt til að græða á náunganum með húsa- braski, vöruprangi eða annarri álíka þjóðnýtri athafna- mennsku. í dag bregður hann upp fyrir okkur nokkrum smá- myndum af fæðingarsveit sinni, Vesturbænum og segir frá „drukknun“, ómerkilegum ðraugum, sýnum, óbrigðulu , ráði til að verða fiskinn, stál- biki og hundasúrum, þegar Breti átti Elliðaárnar og loks þegar hann stal hrossinu. — Einhverjum ævintýrum hlýtur þú nú að hafa lent í þegar þú varst strákur, — vor- uð þið strákarnir í Vestur- bænum ekki oft að sullast í fjörunni og bátum, meðan hún var leikvöllur, komstu aldrei í hann krappan þá? — Nei, ég komst aldrei í hann krappann í leik í fjör- unni, — en einu sinni var ég þó nærri drukknaður. — Blessaður segðu mér frá því. — Já. Og þegar mér hefur dottið þetta gamla ævintýri í hug hef ég furðað mig á því hvernig það hefur verið með mig: ég hef aldrei verið ró- legri en einmitt þegar ég hef komizt í lífsházka. Það var ekki sjálfrátt, Það var eitt- hvað á bak við það. Ég var 7 ára gamall þegar þetta gerðist. Mamma sendi mig með kaffi í þriggja pela flösku sem ég bar í sokkbol á öxlinni. Þá var pabbi að vinna um borð í einhverju skipi. , AUÐVELT OLNBOGASKOT Ég gekk niður Geirsbryggju til þess að reyna að komast með einhverjum bátnum úti í skipið. Öðrumegin við bryggj- una var stór uppskipunarbát- ur og ég geng þangað niður eftir til að vita hvort bátur- inn fari ekki út að skipinu sem pabbi var að vinna I. Þar stend ég stundarkorn, þangað til mér skilst að ekki þýði að bíða þar og ætla ég þá að fara á aðra bryggju. Á leiðnni upp bryggjuna koma tveir menn á móti mér og báru þeir á milli sín eitthvert drasl tilheyrandi skútum, en sá sem var nær mér var skip- stjóri á skútu sem Geir gerði út. Ég taldi mig geta komizt fram hjá honum á bryggjunni, en um leið og við mætumst rekur hann alnbogann í mig svo ég skutlast út í sjó. í ein- hverju fáti dreg ég strax að mér hendurnar — svo ég flýt uppi. Mennirnir fara svo aftur upp bryggjuna og sækja eitt- hvað meira, en ég mara þarna í sjónum. Mér líður vel sem ég mara þarna í sjónum og er að hugsa um að fara úr jakkanum og geri tvisvar tilraun til þess, en þegar ég rétti hendurnar frá síðunum ætla ég að sökkva, svo ég hætti við það. , Mennirnir fara þriðju ferð- ina upp bryggjuna til aðsækja eittbvað, — en skipta sér ekk- er af mér. Þá kemur maður götuna niður undan Geirsbúð, horfir fyrst niður eftir bryggjunni, hleypur svo niður hana og kallar til fyrrnefndra manna: — Eruð þið vitlausir, eða morðingjar! Horfið á barnið sem er að drukkna og hreyfið ykkur ekki! Um leið stekkur hann út a£ bryggjunni, heldur sér í hana með annarri hendi en seilist með hinni til mín, nær í mig og- réttir mig upp á bryggjuna. ,í þessu kom Geir gamli niður bryggjuna og sagði: — Hö! Farðu heim til henn- ar mömmu þinnar, góði minn, og segðu henni að hátta þig niður í rúm og gefa þér eitt- hvað heitt svo þér verði ekki kalt. Ég heimtaði kaffiflöskuna mína. — Ég fer ekkert fyrr en ég fæ flöskuna! maldaði ég í mó- inn. — Ég skal láta ná í hana fyrir þig þegar fellur út, sagði Geir. _ — Ég trúi þér ekki, sagði ég. — Þér er óhætt að trúa mér; ég hef engan svikið og skal ekki svíkja þig, sagði Geir. Hann sendi flöskuna heim til okkar strax og náðist í hana á útfallinu. Maðurinn sem bjargaði mér þarna frá drukknun var Helgi á Eiði á Seltjarnarnési, faðir sr. Eiríks prests í Bjarnanesi. SUNNUDAGUR — 279

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.