Auglýsarinn - 01.06.1902, Blaðsíða 2

Auglýsarinn - 01.06.1902, Blaðsíða 2
72 AUGLÝSARINN. Úr bænum og greiidinni. Pólitíkin geysar nú sem ððast, hjer eins og ann- arsstaðar, bæði leynt og ljðst, og eptir þingmálafundinum í gærkveldi að dæma, virðist áhuginn aldrei hafa verið meirj en nú. Allir prír frambjððendurnir höfðu boðað til fundarins, og hjeldu allir ræð- ur, Jðn Jensson talaði fyrir Valtýskunni og Tryggvi á mðti, en ræða Jðns Ólafs- sonar í stjðrnarskrármálinu miðaði að því, að sýna fram á að hann væri hatað- ur af báðum flokkum. Hann kvartaði sáran undan „smölum“ fjelaga sinna. Björn ritstjðri bar upp tillögu í stjórnar- skrármálinu um að samþykkja hið vænt- anlega stjðrnarfrumvarp með þeim ein- um breytingum, sem vissa væri fyrir, fyrirfram, að stjörnin mundi samþykkja. Dr. Jðn Þorkelsson þðttist sjá hvar fiskur Iægi undir steini, og kallaði til- löguna tvíræða, og það sama fannst glöggt á meirihluta fundarmanna, enda var önnur tillaga samþykkt, frá Þorleifi Bjarnasyni, rökstudd dagskrá, gem tjáði fundinn samþykkan fundarályktun 2. apríl í vor. Því næst var bankamálið tekið til umræðu; gekk Björn Jðnsson þá af íundi og Indriði með honum. í bankamálinu var samþykkt, að halda landsbankanum, en ef frumvarp síðasta þings um stðrabaukann yrði staðfest, var skorað á þingið að tryggja yfirráð landsins yfir bankanum. Um leynilegar kosningar voru allir sammála. — Pleiri mál en þessi voru ekki tekin fyrir, með því að miðnætti var komið, um það leyti, sem þessum málum var lokið. Húsið var alskipað kjðsendum, sem fylgdu með miklum áhuga, því sem fram fðr. Talsverður hiti var í sum- um ræðumönnum, og hefði eflaust orðið meira af væringum, ef lector Þórhallur, sem stýrði fundinum með þeirri lipurð og röggsemi sem honum er lagin, hefði ekki tekið fyrir þær. Um Gullbringu- og Kjósarsýslu berjast 4 víkingar: Björn Kristjánsson, Halldór Jónsson, Jðn Þðrarinsson, Þðrð- ur Thoroddsen. Þingmálafundir hafa verið haldnir í Saurbæ á Kjalarnesi, Lágafelli, í Mosfellssveit og í Hafnar- firði átti að halda þingmálafund á laugar- daginn, en þar komu að eins 9 manns, að þingmannaefnunum meðtöldum. Á Saurbæjarfundinum leiddu þeir saman hesta sína, Björn og Halldór, út úr bankamálinu. Á fundinum á Lágafelli rjeðist Guðmundnr í Elliðakoti í móti Birni og brá honum um, að hann hefði beitt miður sæmilegum meðulum til þess að hindra kosning Jóns Þórarinssonar; Björn neitaði, og lagði þá Guðmundur fram brjef frá Birni, mcð miður góð- gjarnlegum ummælum í garð J. Þ., en Björn svaraði því svo, að hann hefði beðið J. Þ. afsökunar á þeim ummælum, skriflega. Ýmsir menn úr Reykjavík voru á þessum fundi, og þðtti þar gðð skemmtun. — Ályktanir funda þessara í stjórnarskrármálinu þær sömu sem annarsstaðar, að taka svo mikið sem hægt er að fá, með góðum vilja stjórn- arinnar. „Achilles“ björgunarbáturÍDn norski, sem hefur nú um 3 mánaða tíma fengÍBt við að ná á flot strandskipinu Modesta, fðr til Nor- egs í morgun, til þoss að sækja sjer ný og betri áhöld, þar á meðil dynamit- patronur og slöngur. Hann hefur tví- vegis reynt að dæla sáipið'þurt, en í bæði skiptin hafa slöngurnar hilað í j miðjum klíðum. Uyaamitpatrðnurnar eru brúkaðar til að sprengja kletta, sem standa inn úr skipinu eða skorða það. Með Aehilles fðr Boye skipstjðrinn á Modesta og eigandi hennar að nokkru leyti. Skáldið Ben. Gröndal er orðinn riddari, og hafði margur búist við því fyrri. Brúðkaup Júlíusar Jörgensen og jungfrú Petreu Halldðrsdðttur, fðr fram í gærkveldi, á Hótel ísland; um 20 manns voru í boðinu. Sjera Ólafnr á Lágafelli gaf þau saman. Ungu hjónin hafa þegar tekið við búráðum á hðtellinu. Önnur hjónavígsla fðr fram í Iðnaðarmannahúsinu í gær- kveldi. Þar gaf séra Friðrik Friðriks- son saman prentara Ágúst Sigurðsson og jungfrú Ingileif Bartels. Aðeins vanda- menn brúðhjónanna voru í boðinu. f Þorkell Þorkelsson Bjarnakonar frá ReynivöIIum dó hjer í bænum 27. þ. m., hafði fengið heila- blóðfall 10 dögum áður, en hafði þó mál og rænu lengst af fram í andlátið. — Hann varð fyrstur til að koma á stofn vindlagerð hjer á landi, og veitti forstöðu verksmíðju þeirri sem hann hafði stofnað, eptir að hún varð eign hlutafjelags þess sem nú á hana. Hann var vel látinn efnismaður á bezta aldri. Frá útlöndum Jarðskjálptinn og eld- gosið á eynni Martinique er einhver stórkost- legasti náttúruviðburður, er sögur ná til. fl. júní 1902. Eyja sú er eign Frakka, á stærð við' meðalsýslu hjer á landi, en ákaflega frjó- söm. Stærsta borgin á eynni hjet St. Pierre, og stendur undir fjalli 5000 feta háu, erheitir Mont Pelée: það er gamalt eld- fjall, en hafði ekki gosið í manna minn- nm.—8. þ.m.snemma um morguninn, kom jarðskjálpti mikill í borginni, hrundu mörg hús, og varð þ^ð mörg hundruð mönnum að bana. Jarðskjálptinn stðð skamma stund, og er honum ljetti, leit- aði almenningur í kirkjur, til þess að' þakka fyrir lífgjöfina og biðjast fyrir. En er á því stóð, gaus fjallið, og rann sjððaudi eldleðjan yfir borgina með þeim feiknahraða, að enginn gat forðið sjer. Þar fórust yfir 20000 manna. Borgin stðð við sjð, og lágu þar meðal annara skipa, 12 gufuskip; af þeim tðkst aðeins einu að forða sjer, með því að höggva á akkerisfestar, en það var ferðbúið áð- ur, og fórust þó af því 8 manns. í marga daga á eptir, varð ekki komið nærri borgarstaðnum eða höfniuni, fyrir hita, reykjarsvælu og öskufalli. Báðum meg- in við aðalflóðið lá, þegar að var komið, lík við lík i stórum breiðum, svo mörg að engin tiltök voru að taka þeim gröf, beldur voru þau dregin saman í kesti, steinolíu helt yíir, og þau svo brennd. Friðargerðinni milli Búa og Breta gengnr hægt. Búar skiptast í tvo flokka, vill annar flokkur- inn frið, og fyrir þeim er De Wet, hinn vill berjast lengur, þann flokk fyllir hinn aðalkappi Búanna, Delarey hershöfðingi. I Rússlandi virðist heldur agasamt um þessar mund- ir. Stúdentar bafa verið i samsæri um allt ríkið seinustu 2 árin; dú eru bænd- ur og erviðismenn mjög æatir, útaf hungursneyð og atviunuleysi, og hafa gert uppreisn víðsvegar um landið. Her- lið hefur veiið sent til að bæla niður ðeirðirnar, en sumt af því hefur neitað að bera vopn á uppreisnarmonn. Stórt og yandað hús til sölu. Útgef, vísar á. Til leigu frá 1. okt n. k. 4 horbergi ásamt eldhúsi Kjallara og þurklofti. Útg. vísar á. Fraiuvegis eru Seltirn- ingar beðnir að vitja Auglýsarans í Fisehers búð.

x

Auglýsarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Auglýsarinn
https://timarit.is/publication/272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.