Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1948, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.1948, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1948 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Marz. Tíðarfarið var umhleypingasamt, en óvenju milt, og var grænum lit farið að slá á jörð í mánaðarlokin. Þ. 1.—29. gengu lægðir norðaustur Grænlandshaf, og voru sumar djúpar. Háþrýstisvæði var oftast yfir Bretlandseyjum eða Norðvestur-Evrópu. Vindátt var allbreytileg, oftast milli suðausturs og suðvesturs og stormasamt (þ. 1. Hmd. SE 10; þ. 2. Sd. SW 10, Gr. WNW 11; þ. 3. Sd. SW 10; þ. 4. Sg. SSW 10; þ. 7. Sg. ENE 10; þ. 11. Rkn. SW 10, W 10; þ. 12. Gr. NW 11, Sd. W 10, Skv. NW 10, Dt. WNW 11, Vm. W 10 og veðurhæð 11; þ. 14. Hmd. SE 10, Krv. SW 10, Dt. SW 10; þ. 15. Vm. WSW 10; þ. 16. Rvk. WSW 10 og W 11, Dt. WNW 11, Vm. SSW 10 og veðurhæð 11; þ. 17. Rvk. W 10, WNW 10; Vm. W 10; þ. 18. Rvk. SSW 10, SW 10; Hraun á Skaga SW 10; Sd. veðurhæð 10, Dt. SSW 10, Vm. S 10, WSW 10; þ. 19. Vm. NNW 11; þ. 20. Rvk. WSW 10; þ. 24. Hsd. S 10: þ. 25. Bol. SW 10; þ. 29. Sðr. S 10). Mikil úrkoma var á Vesturlandi, oftast rigning, en talsvert dró þó úr henni síðustu daga tímabilsins. Norðausturlandi var þurrviðrasamt. Oftast var hlýtt um allt land. Þ. 30.—31. myndaðist djúp lægð fyrir suðaustan land og olli norðaustan átt hér á landi með nokkurri snjókomu, einkum austan lands. Hitinn lækkaði, en var þó yfir meðallagi. Loftvægið var 5.5 mm undir meðallagi á öllu landinu, frá 9.5 mm í Ðol. að 3.2 mm á Hólum. Hæst stóð loftvog 771.7 mm þ. 12. kl. 20 og 23 í Vm., en lægst 713.8 mm þ. 18. kl. 11 í Bol. tiitinn var 3.7° yfir meðallagi á öllu landinu. Hlýjast var að tiltölu í inn- sveitum um norðan- og austanvert landið, hiti um 5° yfir meðallagi, en svalast við suður og vestur ströndina, hiti 2°—3° yfir meðallagi. Hitinn var um meðal- Iag eða yfir því flesta daga mánaðarins nema þ. 16.—17., og þ. 19.—21. þá var hann 1 °—3° undir meðallagi, kaldast þ. 16. og þ. 21. Hlýjast var þ. 1.—4. og þ. 24.-29., hiti 6°—9° yfir meðallagi. Hlýjustu dagarnir voru 1., 27., og 28. Þ. 27. komst hitinn í 18.3° á Sandi í Aðaldal og er það hærri hiti en dæmi eru til, að mælzt hafi áður hér á landi í marzmánuði. Sjávarhitinn við strendur landsins var 1.9° yfir meðallagi, frá 0.1°minni en í meðallagi við Fgdl. að 3.2° meiri en venja er til við Pap. Urkoman var afar misjöfn eftir landshlutum. Vestan til á landinu og þó einkum í kringum Breiðafjörð og sunnan til á Vestfjörðum var úrkoman afar mikil, í Sth. ríflega fjórföld meðalúrkoma og í Kvgd. um það bil fimmföld meðal- úrkoma. Úrkoma hefur verið mæld samfellt í Sth. síðan 1888 og er úrkomu- magn nú meira en það hefur mælzt áður í marzmánuði. Næst mesta úrkoma sem mælzt hefur í Sth. í marzmánuði var 161.2 mm 1935. Minnst var úrkoman að tiltölu norðaustan til á landinu, 30—50°/o af meðalúrkomu, þurrviðrasamast var að tiltölu á Hvk. Úrkomudagar voru 3—10 færri en í meðallagi um norðan- og norðaustanvert landið, en 7—13 umfram meðallag á Suður- og Vesturlandi. Úrkoman á Seyðisfirði mældist 44.6 mm og í Stóra-Botni 398.1 mm. Þoka var að tiltölu frekar fátíð, nema um sunnan- og suðaustanvert landið, þar voru þokudagar á stöku stað 3—6 umfram meðallag (Pap,, Kbkl., Vm.). í öðrum landshlutum voru þokudagar allt að einum færri en venja er til. Úm þoku er getið 18. daga. Þ. 8. var þoka á 11 stöðvum víðsvegar um land, þ. 7., 14., 24. og 27.-28. á 5—6 stöðvum sunnan og suðaustan til á landinu. 12 daga var þoka á 1—4 stöðvum á sömu slóðum. Vindar. Sunnan og suðvestan vindar voru að tiltölu tíðastir í mánuðinum (9)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.