Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Blaðsíða 94

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Blaðsíða 94
94 ÆVIÁGRIP SIGIIVATS GRÍMSSONAR BORGFIRÐINGS fékk í kaup á því ári, en barnið var þegar tekið af heiðurshjónum, sem þá bjuggu á Þórólfsstöðum í Miðdölum, Þorsteini bónda Daðasyni og Katrínu Jónsdóttur, og ólu þau það síðan upp meðgjafarlaust til fullorðins aldurs. Barnið var nefnt Margrét og verður enn lítið við getið. Vorið 1861 fór Sighvatur frá Leysingjastöðum vestur í Breiðafjarðareyjar. Ætlaði hann þá að freista að verða sjálfs síns maður, því jafnan þráði hann það að vera frjáls, og hneigðist hugur hans jafnan til hókarinnar, en sá sér engan veg færan að komast áfram. Hann átti nú ekkert til nema aðeins skiptaföt til daglegrar brúkunar og fáeinar hækur, gat skrifað sendibréf nokkurn veginn eftir því sem þá gjörðist með alþýðu, hafði lært fingrarímið á tólfta árinu og kunni það ágætlega, skildi vel dönsku (talaða), sem hann hafði vanizt á Akranesi á vorin, þegar lausakaupamenn komu þar til verzlunar, og hafði auk þess oft komið í Reykjavík. Þar með hafði hann eignazt nokkuð af Islendingasögum, Arbækurnar 1.—9. deild og Sturlungu alla og hafði lesið allmikið af ýmsu. Þannig kom hann í Bjarneyjar um vorið, öllum ókunnugur, en fékk þar skiprúm hjá Jóhannesi bónda Magnússyni. En þá var það, að Sighvatur var heð- inn að fara í vist til Olafs bónda Teitssonar í Sviðnum og konu hans, Bjargar Eyjólfs- dóttur dannebrogsmanns í Svefneyjum. Varð það, að Sighvatur fór þangað hið sama vor (1861) og var þar heima allt árið. Þá var það á því sumri eitt sinn, að hann kom í Flatey lil kirkju með Ólafi húshónda sínum, sem fylgdi honum til Gísla Konráðssonar, eftir ósk Sighvats, því Sighvatur hafði heyrt eftir hann Andra rímur o. fl. Tók Gísli honum þegar mjög vel, og tóku þeir hrátt tal saman, og féll mjög vel á með þeim. Urðu þeir síðan hinir mestu vinir. Vorið 1862 fór Sighvatur vistferlum úr Sviðnum til Jóhanns hreppstjóra í Flatey Eyjólfssonar dannebrogsmanns í Svefneyjum og konu hans, Salbjargar Þorgeirsdóttur. Þau hjón höfðu til ábýlis úr Flatey allri og þar með % parta úr Skálmarnessmúla upp í Múlasveit, og varð vinnufólk þeirra að vera þannig á vist á háðum stöðum, í Flatey og á Múla, eftir því sem heimilisþarfir og vinna útheimti. Þótti mörgum ærið erfitt að verða bæði að vinna á landi og í eyjum, sem og var, því hinar miklu sjóferðir eyjamanna og erfiðleikar að hera allt á sjálfum sér vóru einkis meðfæri nema hraustra manna, þegar þar við hættist mikil vinna á erfiðri landjörð að auki. Hið fyrsta vor, sem Sighvatur var í Flatey, íór hann til sjóróðra veslur á Látur, vestur fyrir Bjarg- tanga og Látraröst, sem eru tólf vikur sjóar að vegalengd frá Flaley. Á þeirri leið var hálur sá, er Sighvatur var á, nærri drukknaður í Látraröst og komst nauðuglega af með snarræði og mikilli mannhjálp, þannig að mönnum varð bjargað, en áhöfn öll skemmdist og tapaðist í brimi við landið. Þar um vorið orkti Sighvalur Formanna- vísur, en um veturinn áður hafði hann orkt átta rímur af Skáld-Helga sögu eftir sögu, sem Gísli Konráðsson hafði léð honum til afritunar. Um vorið í vertíðarlok fór Sig- hvatur heim aftur og vann heima að heyverki, hæði í Flatey og á Múla, en veturinn eftir var hann á Múla við vöðuselaveiði í nætur, með Jóhanni húsbónda sínum og mönnum hans. Og var það nú 1. janúar 1863, að hann byrjaði að rita dagbók sína, sem hann hélt síðan áfram. Það vor var hann heima á Múla við ýmisleg heimilisstörf,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.