Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 162

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 162
162 SKRÁNINGARREGLUR BÓKASAFNA skipulega, er kominn rammi eða efnistal skráningarreglna og tímabært að víkja að þeim. 3. Skráningarnefnd hefur að sjálfsögðu ekki ætlað sér þá dul, að hún gæti samið af eigin rammleik reglur um lausn allra atriða skráningarvandans. Spjaldskráning hefur tíðkazt í söfnum hér á landi u. þ. b. 70 ár, að vísu mest eftir erlendum skráningar- reglum, en skráningarreglur í þeirri mynd, sem við þekkjum, hafa verið til með öðr- um þjóðum a. m. k. hálfri öld lengur. Þegar safnað er í fyrsta sinn til allrækilegra skráningarreglna á íslenzku í því skyni að samræma skráningu, er því einsýnt að taka tillit til þeirra skráningarhátta, sem hér hafa myndazt, en einnig og ekki síður að taka mið af því, sem annars staðar hefur verið fjallað um þetta efni. Skráningarnefnd hefur gert sér nokkurt far um að kynna sér framvindu skráningar- mála erlendis og alþjóðlegt átak til samræmingar skráningarhátta. Niðurstaða af þeirri könnun hefur orðið sú, að valin hefur verið allnáin erlend fyrirmynd, eins og skráningarreglurnar bera með sér, og er því eðlilegt, að skýrt sé frá því, hvað ráðið hafi því vali. Segja má, að það sem af er þessari öld hafi verið á Vesturlöndum tvær megin- stefnur eða ’skólar’ í skráningu, sem hafa mátt sín hvað mest. Þá mætti nefna þýzka skólann og ensk-ameríska skólann. Þýzka skólann er að rekja til skráningarreglna, sem komu út árið 1899, Instruktionen fiir die alphabetischen Kataloge der preussi- schen Bihliotheken, venjulega nefndar prússnesku reglurnar. Ensk-ameríska skólann má rekja til samstarfs, sem tókst með brezku og bandarísku bókavarðasamtökunum árið 1904 og leiddi til þess, að gefnar voru út árið 1908 ensk-amerískar skráningar- reglur, Cataloguing rules, author and title entries. Hvorar tveggja reglurnar voru gefnar út margsinnis óbreyttar á næstu áratugum og hafa haft veruleg áhrif á skrán- ingarhætti safna á Norðurlöndum, hinar þýzku einkum í rannsóknarbókasöfnum, svo sem Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn, Háskólahókasafni í Osló og að nokkru í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, en ensku reglurnar hafa haft mun meiri áhrif í nor- rænum almenningsbókasöfnum. Hér á landi hafa áhrif ensk-amerísku reglnanna verið ríkjandi í báðum tegundum safna, sennilega vegna þess að sá maður, sem fyrstur hóf hér spj aldskráningarstarf í safni, Jón Ólafsson ritstjóri, er vann að skrán- ingu í Landsbókasafni á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar, sótti þekkingu sína til Bandaríkjanna, og helztu almenningsbókasöfn hér hafa, að ég hygg, einkum sótt fyrirmynd um skráningu til skyldra safna á Norðurlöndum. Prússnesku reglunum og hinum ensk-amerísku ber margt á milli. Mestur er þar munurinn á vali og meðferð höfuðs og raðorðs, en það er afdrifaríkt fyrir heildar- skipan skrár, eins og áður segir. Tvö dæmi skulu nefnd. Samkvæmt prússnesku regl- unum skal nota sem höfuð nafn höfundar, í stöku tilvikum nafn útgefanda, þýðanda eða ritstjóra, en aldrei stofnunar. Ensk-amerískar reglur mæla svo fyrir, að færa skuli rit, sem birtist á ábyrgð stofnunar, undir nafn hennar sem höfuð. Hitt dæmið varðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.