Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 127

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 127
HVÍLA GJÖRÐI HLAÐSÓL 127 eru þrjú erindi sem þekkt eru annars staðar frá og talin eftir Jón Arason, en auðvitað er fráleitt að ætla að biskup hafi ort aðrar spássíuvísur sem aðeins eru kunnar af skinnbókinni og hvergi eignaðar neinum, enda virðist útgefandi naumast trúa því sjálfur að þær séu eftir Jón, heldur grípur hann þetta tækifæri til að koma vísunum á framfæri.6 Væntanlega má gera ráð fyrir að spássíuvísurnar séu skrifaðar eftir minni, en ekki eru þær allar af sama toga. Sumar eru þesslegar að þær séu ortar á heimili skrifarans eða í næsta nágrenni, en aðrar eru almennara eðlis. Þar ber einna mest á ellefu afmorsvísum, sem skipta má í tvennt eftir bragarhætti, þannig að sex og fimm erindi verða í hvorum hóp, og gætu þær verið brot úr tveimur kvæðum.7 Á vísunum sex er bragarhátturinn hálfhneppt, og efnið er kunnuglegt: Skáldið fær ekki að njóta kon- unnar sem það elskar og lýsir harmi sínum og ástarþrá. Þó verða þessar vísur minnis- stæðari en margt annað af sama tagi, ekki sízt vegna þess að hér bregður fyrir mynd af manninum sem reikar úti fyrir baugs brík, meðan dansinn er skipaður inni, og er sagður kynlegur, en eins og hann segir: „Mér er kunnugt mitt far, eg má þar ekki koma frá.“ Vísurnar fimm eru lof um konu og um ástarharma karlmannsins. Þær eru ortar undir kvæðahætti sem virðist hafa verið sjaldgæfur: Eg vil blanda Boðna(r) vín, bauga grund, fyrir elsku þín; kann eg varla, kyrtla lín, kveða sem er um æru þín með orðin mín. Lifandi er sú lindin fín, leiftrar víða og af henni skín.8 Þessi bragarháttur er einnig á þremur vísum svipaðs efnis í annarri íslenzkri skinnbók í Stokkhólmi, Perg. 4to nr. 6,6 og hefur Stefán Karlsson bent á að þær muni vera skrifaðar þar til eyðufyllingar, og telur hann stafagerð svipa til þess sem tíðkaðist á síðara hluta 15. aldar.10 Má því ætla að öld eða þar um bil hafi liðið milli þess að vísurnar þrjár í Perg. 4to nr. 6 og hinar vísurnar fimm í Krossnessbók komust fyrir tilviljun á blað, en þó er sýnilegur skyldleiki með þeim, svo að gera verður ráð fyrir að samband sé á milli eða nokkur áhrif. Þar kemur ekki aðeins til bragarháttur og efni, heldur einnig orðalagslíkingar, eins og sjá má af upphafi fyrsta erindis í Perg. 4to nr. 6: „Eg vil blanda Boðnar sund / bjartri að skenkja matrahrund." Og af niður- lagi þriðja erindis þar: ..Lifandi skín svo listin sjá, / leiftrar veröldin út í frá.“ Auk afmorsvísnanna eru mest lausavísur á spássíum Krossnessbókar, flestar stakar, en fyrir kemur að tvær og þrjár eiga saman. Lausavísurnar eru sérstaklega kærkomnar, vegna þess hve lítið var skrifað upp af slíku á þessum tímum. Það er eins og tjaldi sé lyft, lesandinn fær að skyggnast um á bóndabæ í afskekktri sveit á ofanverðri 16. öld, og það getur engum blandazt hugur um það, að lausavísan var snar þáttur í daglegu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.