Vísbending


Vísbending - 12.03.1992, Blaðsíða 2

Vísbending - 12.03.1992, Blaðsíða 2
Þensluáhrif enn mikil, en að líkindum mun minni en í fyrra _______________________ Rekstrarhalli A-hluta ríkissjóðs, sem hér hefur verið skoðaður, segir ekki allt um þensluáhrif ríkisrekstrar. Starfsemi sjóða og fyrirtækja á vegum ríkisins kemur ekki fram í rekstrarhalla og hægt er að möndla með hann með því að færa gjöld milli A- og B-hluta ríkisins. Þá getur ríkissjóður stuðlað að þenslu með því að veita lán, sem einkaaðilar myndu ekki veita, en lánveitingar hafa ekki áhrif á rekstrarhallann. A seinni árum hefur athygli manna því beinst að lánsfjárþörfinni og þá ekki aðeins lánsfjárþörf A-hlutans, heldur einnig ríkisfyrirtækja og sjóða á vegum ríkisins. Þensluhalli mælirhvemiklu fé rfki, sjóðir í eigu þess og ríkisfyrirtæki dæla út í efnahagslífið, þegar tekjur og afborganir af veittum lánum hafa verið dregnar frá. Frá heildarþörf fyrir Iánsfé eru dregnar greiðslur sem ekki er talið að valdi þenslu hér, svo sem greiðslurtil útlanda (sjá til dæmis 40. tölublað 1991). Svonefnd hrein þensluáhrif samkvæmt lánsfjárlögum fyrir 1992 eru ríflega 4% vergrar landsframleiðslu, en það er reyndar mjög svipað því sem stefnt var að í fjárlagafrumvarpi í haust. Þar eð hallinn á það til að verða meiri en stefnt er að, er nærtækast að bera þessa tölu saman við þensluhallann í lánsfjárlögum fyrra árs, en hann var ríflega 5% landsframleiðslu. Á endanum varð þensluhallinn í fyrra 8% lands- framleiðslu, en ósennilegt er að hann eigi eftir að aukast jafnmikið nú. Kröfur um vaxtalækkun gætu aftur á móti gert það að verkum að halli A-hlutans, að minnsta kosti, yrði aðeins að mjög litlu leyti fjármagnaður með innlendum lánum. Erlend lántaka eykur þenslu- áhrifin. Aðstæður í efnahagslífinu eru nú þannig að ekki virðist ástæða til þess að óttast að þetta valdi verðbólguskriðu, en hætt er við að viðskiptahalli verði áfram mikill. Þensluáhrif ríkisins eiga mikinn þátt í viðskiptahallanum Þótt þensluáhrif ríkisins fari heldur minnkandi eru þau enn mikil. Þau eiga mikinn þátt í halla á viðskiptum við útlönd. Árið 1992 má búast við að viðskiptahallinn verði yfir 4% vergrar landsframleiðslu,en þóheldurminni en 1991 ,en þá jókst hann talsvert. Stærri atvinnu- svæði Erlendis er algengt að fólk sé meira en klukkutíma á leið til vinnu á degi hverjum. Núna virðast fáir sækja vinnu um langan veg hér á landi, þótt menn hafi áður fyrr ekki látið sig muna um að fara milli landshluta á hverju ári á vertíð. Skortur á vinnuafli á Stokkseyri og Eyrarbakka dregur ekki úr atvinnuleysi á Selfossi, þótt aðeins sé 10-15 mínútna akstur á milli, svo að dæmi sé tekið. Fólk á rétt á atvinnuleysisbótum, 44 þúsund krónum á mánuði, á meðan ekki býðst vinna á félagssvæði verkalýðsfélags, en félagssvæðin eru oftast bundin við sveitarfélög. Þessar reglur voru samdar meðan samgöngur voru mun erfiðari en nú. Á ýmsan annan hátt er spornað við flutningum vinnuafls milli sveitarfélaga. V erkalýðsfélög nota stundum forgangs- réttarákvæði íkjarasamningum til þess aðmeinaaðkomufólki að vinnaásínu svæði. Stéttarfélög á Suðurnesjum sömdu til dæmis við Atlantsál um að heimamenn gengju fy ri r við væntanlegt álver á Keilisnesi. Þetta þýðir að stjómendur álversins hafaekki fullt frelsi til að velja sér þá starfsmenn sem þeim þykja hæfastir. Annað dærni af svipuðu tagi er af útboðum. Mörg sveitarfélög hafa haft þá stefnu að taka tilboði heimamanna, þótt það sé allt að 10% hærra en lægsta boð, því að mismunurinn skili sér í útsvari og öðrum sköttum. Þetta þýðir að stundum er þeim hafnað sem geta unnið verkið á hagkvæmastan og ódýrastan hátt. f seinni tíð er orðið algengara að sveitarfélög séu með lokuð útboð þar sem eingöngu heimamenn fá að vera með. Þetta kemur auðvitað nokkurn veginn í sama stað niður. Þegar til lengdar lætur hljóta slík viðhorf að hækka framfærslukostnað á fámennum stöðum. Atvinnuástand hefur mikil áhrif á húsnæðisverð, það fellur þegar margir vilja flytjast á brott. Því getur reynst dýrt að þurfa að flytja frá stöðum þar sem atvinnuástand er slæmt. Oft myndi því henta betur að búa áfram á sama stað en vinna annars staðar, ef þess væri kostur. Einnig gætu þeir, sem eru reiðubúnirtil þessað akanokkurn spöl ÍSBENDING Hve margir sækja vinnu um langan veg? (áð méðaltali á dag) Fjarlœgö Fjöldi frá Rvík.,km. Akranes 109 200-250 Akranes, Hnausask. 48 ??? Akranes, Kiðafl. 56 ??? Hveragerði 45 1 700 Selfoss 57 J Keflavík 48 600-1.000 Heimildir: Vegagerð ríkisins, Byggða- \stofnunafk_______________________J til vinnu á hverjum degi, gert góð húsnæðiskaup á slíkum stöðum. Sem dæmi má nefna að íbúðaverð í Hveragerði er 60-65% af verði sams konar húsnæðis í Reykjavík, að því er Fasteignamat ríkisins telur. Á þessu sést að ýmislegt mælir með því vinna og heimili séu ekki bundin við sama stað og að liðkað sé fyrir því að menn geti sótt vinnu um alllangan veg. Raunar mæla sömu rök fyrir því að viðskipti milli sveitarfélaga gangi sem greiðast fyrir sig og því að viðskipta- hindranir milli landa séu afnumdar, en mjög hefur verið unnið að því að undanfömu, eins og kunnugt er. / A Suðvesturlandi sækja að meðaltali um tvö þúsund manns á dag atvinnu um 40 kílómetra veg eða lengra I töflunni sést áætlun um hve margir sækja vinnu um langan veg á Suðvesturlandi. Þessar tölur eru reistar á umferðarkönnunum Vegagerðar og upplýsingum frá Byggðastofnun en þær má aðeins taka sem ónákvæma áætlun. Frá Reykjavík til Keflavíkur eru um 50 kílómetrar, eða um þriggja stundar- fjórðunga akstur í góðu færi og álíka langt er frá Reykjavík austur yfir fjall. Hátt á annað þúsund manns aka þessar leiðir á dag á leið til vinnu (bæði til Reykjavíkur og þaðan). Gera má ráð fyrir að nokkrar sveiflur séu í þessum fjölda, en talið er að árið 1987 hafi 10- 15% vinnuafls á Selfossi unnið í Reykjavík. Þá var reyndar mikil þensla íbyggingumáhöfuðborgarsvæðinu. Til Akraness er lengri vegur, 109 kílómetrar, tæplega eins og hálfs tíma akstur, eða klukkutíma sigling með Akraborg. Ætla má að 200-250 manns á dag sæki vinnu milli Akranessvæðis og Reykjavíkur. Mikill meirihluti fer þessa leið sjaldnar en þrjá daga í viku, aðeins um fimmtungur fer þrisvar í viku eða oftar. Afþeimsem sækjavinnuyfirHellisheiði 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.