Vísbending


Vísbending - 19.03.1992, Blaðsíða 2

Vísbending - 19.03.1992, Blaðsíða 2
Hvað má betur fara í opinberam rekstri? Það er matsatriði hvort opinber þjónustaáað veramikil eðalítil, en um hitt eru flestir sammála, að útgjöld ríkis og sveitarfélaga eigi að nýtast eins vel ogkosturer. Ifjárlögumfyrirárið 1992 er ákveðið að sjúklingar og námsmenn taki aukinn þátt í kostnaði við rekstur sjúkrahúsa og skóla. Með þessu er dregið úr ríkisútgjöldum, þvf að minna er greitt til þessara stofnana en áður. Ekki er þó rétt að kalla þetta sparnað, því að sú þjónusta sem látin er í té ókeypisminnkarsemþessunemur. Hins vegar kann að vera að kostnaðarþátttaka hvetji til sparnaðar, því að sjúklingar og námsmenn hafa nú meiri hag af því en áður að sparlega sé farið með fé. I fyrrasumar var reglum um verð lyfja breytt þannig að kostnaður sjúklinga er í réttu hlutfalli við verðmæti þeirra lyfja semþeirfá. Að sögn hefur þetta orðið til þess að læknar leggja meira á sig en áður til þess að finna sem ódýrust lyf, en varla er þó nógu mikil reynsla komin á hið nýja fyrirkomulag til þess að hægt sé að meta hversu vel það hefur heppnast. Önnur leið sent kann að leiða til sparnaðar er að skoða einstaka hluta ríkisrekstrar skipulega og kanna hvað má gera betur. Björn Arnórsson. hagfræðingur BSRB, mælir með þessari leið í grein hér á eftir, fremur en flötum niðurskurði allra rekstrar- útgjalda. Hann talar um að sums staðar megi spara með þvf að leggja fram fé og nefnir ófullgerðar byggingar sem dæmi unt það (forsenda þessa er þó auðvitað að verkefnin séu þörf). Á blaðsíðu fjögur er metið hve mikið tapast á því að reisa Þjóðarbókhlöðuna ájafnlöngum tíma og raun ber vitn i. Hér á eftir er auk þess farið nokkrum orðum um opinberar framkvæmdir og kostnaðaráætlanir, en algengterað þær standist ekki, eins og kunnugt er. Þá er fjallað um kaupaukakerfi. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs fjallar í sinni grein um markmið opinberrar þjónustu og kemst að þeirri niðurstöðu að breyta beri „kerfinu“ þannig að það hjálpi fyrirtækjum í stað þess að flækjast fyrir þeim. Opinberar framkvæmdir: Farið fram úr kostnaðaráætlunum Margar opinberar byggingar sem reistar hafa verið á undanförnum árum hafa reynst miklu dýrari en áætlað var í upphafi og eru þekktustu dæmin Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli, Perlan og Ráðhúsið. Umframkostnaðurinn getur stafað af ýmsu: Ekki er nógu vel staðið að verkum, byggð eru stærri og íburðarmeiri hús en rætt er um í fyrstu og kostnaðaráætlanir eru ónákvæmar. Fráfarandi borgarstjóri sagði um Perluna að hann hefði viljað byggja hana þótt endanlegur kostnaður hefði verið ljós strax í upphafi. Flestir munu sammála um að skemmtilegra sé að geta tekið slíka afstöðu áður en verk er unnið. Húsin þrjú sem nefnd voru að framan eru öll mjög sérstæð, en um sjúkrahús og skóla ætti að vera fremur einfalt að setja gæðastaðla, þannig að ljóst sé fyrirfram hve mikið á að leggja í þau. Erlendis er algengast að veitt sé ákveðinni fjárhæð til framkvæmda í upphafi, og hönnuðir og verktakar látnir moða úrhenni. Þettaergert í alútboðum, en nokkuð hefur verið um þau hér á landi undanfarinár. Efverk, semunnið er þannig, kostar meira en áætlað er, verða verktakar að taka skellinn á sig. Kaupaukakerfi Nokkur dæmi eru um notkun árangurshvetjandi kerfa í opinberum rekstri. Tekið var upp slíkt kerfi við sorphreinsun í Reykjavík 1970. Kaup- auki er aðeins greiddur þegar menn eru við vinnu og þvf dregur úr forföllum. Ef sorphreinsun reynist ódýrari en sam- svarar fjárveitingu á einu ári skiptist ávinningurinn milli starfsfólks og borgarinnar. Fjarlægt er sorp úr öllum hverfum í viku hverri og þegar verkinu lýkur (einhvem tíma áföstudegi) fá menn frí. Þegar kaupaukakerfið var tekið upp voru starfsmenn sorphreinsunar 106 en hafði fækkað í 80 þegar þjónustan minnkaði með tilkomu Sorpu. Áþess- um tíma fjölgaði borgarbúum um 20%. Árið 1984 var tekið upp kaupauka- kerfi hjá verkamönnum hjá Vegagerð ríkisins. Vegagerðarmenn segja að afköst hafi aukist um 25-30% á árunum 1984-1989 hjá þeim hópum sem fengu kaupaukann. Þessi ágóði hefur einkum náðst með betra skipulagi vinnunnar. Ekki er ráðið í störf sem ekki þjóna lengur neinum tilgangi. Sem dæmi má taka að í brúarvinnuflokkum höfðu verið 18-20 manns allt frá þei m tíma að allt var unnið í höndunum. NúerulO- 12 manns í hverjum brúarvinnullokki og starfið gengur ágætlega. g ÍSBENDING Hagræðing - lykilorð í íslensku þjóðfélagi Björn Arnórsson Það er ekkert vafamál að íslenskt þjóðfélag stendurframmi fyrir stórfeng- legri hagræðingarkröfum ísínu atvinnu- lífi, en flestar aðrar þjóðir. Skiptir þar ekki minnstu að hagræðingin þarf að eiga sér stað á mjög skömmum tíma. Risavaxin vandamál af þessum toga blasa við - einkum í sjávarútvegi og landbúnaði. Verslunin er síðan sér kapítuli út af fyrir sig. I beinu framhaldi af því ber að skilja lífsnauðsyn þess að skapa nýjurn, atvinnuskapandi fyrir- tækjum fæðingarskilyrði og vaxtar- möguleika. Ríkisfyrirtækin I umræðunni er löngum gengið út frá þeirri einföldun að í einkafyrirtækjum neyði grimmurmarkaðurinnfyrirtækin til hámarkshagræðingar, annars detti þau sjálfkrafa út. Hins vegar vanti innri hvata og ytra aðhald að ríkisfyrir- tækjunum. Þar sé því ekki um sam- svarandi sjálfvirkni að ræða. Þó hér sé um æði mikla einföldun að ræða, er sannleikskjamaíeinfölduninniaðfinna. Kerfið felur ekki í sér sjálfvirka umbun fyrir hagræðingu. Það er t.d. erfitt að finna leiðir til þess að stjórnendur og starfsmenn stingi upp á að leggja sjálfa sig niður. Það virðist jaðra við barnaskap, en umræðan að undanförnu sýnir að nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að á vegum ríkisins er ekki aðeins margbreytilegur rekstur, heldur eru stofnanirnar mjög misvel reknar og því mjög mislangt komnar í hagræðingu. Það er forsenda fyrir árangri að ganga út frá þessari staðreynd, því að af henni leiðir, að sömu aðferðir verða ekki notaðar yfir alla línuna. Hvernig ekki á að vinna Það er því auðvelt að fullyrða að sú aðferð að setja fram kröfur um almenn- 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.